Alþýðublaðið - 21.06.1988, Síða 4
4
Þriðjudagur 21. júní 1988
Vitundin um framtidina
er einn mikilvœgasti
þáttur mannlegrar til-
veru. Menn vita stöðugt
af framtíðinni án þess
að vita mikið um hana.
Þessi vitud er undirrót
tilhlökkunar og kvíða
en um leið viðleitni
manna til að búa í hag-
inn fyrir framtíðina.
Voriö 1984 skipaði þáver-
andi forsætisráðherra, Stein-
grímur Hermannsson, fjöl-
menna nefnd til þess að
leggja á ráð um víðtæka
könnun á framtíöarhorfum á
íslandi næsta aldarfjórðung.
Tilgangur þessarar könnunar
var fyrst og fremst að vekja
umræður um langtímahorfur
( þjóðmálum og auðvelda
fólki, fyrirtækjum og stjórn-
völdum aö móta stefnu til
langs tíma, með því að setja
fram á skipulegan hátt hug-
myndir um það á hvaða bili
mikilvægir þættir í þjóðlífinu
gætu leikið á næstu áratug-
um. Ég ætla ekki að lýsa
þessu verki nánar í þetta
sinn, en niðurstöður um
nokkra mikilvæga þætti
verksins, m.a. mannfjölda,
heilbrigði og auðlindir, birt-
ust á prenti í tveimur bókum
vorið 1987 og von er á því að
aðrar niðurstöður komi einn-
ig út í bókarformi á þessu ári.
Fyrri þátturinn, sem ég
geri að umtalsefni, er spá um
mannfjölda og aldursskipt-
ingu þjóðarinnar fram yfir
aldamót; hinn síðari er um
heilbrigði og lifshætti og
horfur í þeim efnum til sama
tíma. Um þetta tvennt er
rækilega fjallað í bókinni
Gróandi þjóðlif sem kom út i
apríl 1987 á vegum fram-
kvæmdanefndar um framtíð-
arkönnun en undirritaður var
formaður þeirrar nefndar.
Mannfjöldaspár
Starfshópur undir forystu
Hallgríms Snorrasonar, hag-
stofustjóra, gerði mannfjölda-
spá fram til ársins 2020 á
vegum framtíðarkönnunar.
Starfshópurinn valdi að
reikna þrjú dæmi um hugsan-
lega þróun mannfjöldans á
þessu tímabili. Aðaldæmið
byggist á þvi, að áfram muni
draga úr fæðingartíðni, líkt
og gert hefur síðustu ár, þó
ekki sé gert ráð fyrir því, að
fækkun fæðinga verði eins
mikil og hún hefur verið síð-
ustu áratugi. Árið 1960 var
fæðingartíðni hér á landi um
4 börn á hverja konu á frjó-
sömum aldri. Hún er nú um 2
UMRÆÐA
Jón Sigurðsson
skrifar
Fólksfjöldi og heilbrigöi árið
böm á konu. I miðspánni er
reiknað með því, að hún
lækki enn i 1,7 börn á konu á
næstu árum en haldist
óbreytt eftir þaö. Lágspáin er
miðuð við það, að frjósemi
minnki enn meira, eöa í 1,4
börn á hverja konu á frjósem-
isaldri líkt og þegar er raunin
í ýmsum Evrópurikjum.
Háspáin sýnir þá mannfjölda-
þróun sem yrði ef fæðingar
tíðni héldist eins og hún var
á árinu 1984, þ.e. 2,1 barn á
hverja konu á frjósömum
aldri, sem rétt nægir til að
tryggja viðhald fólksfjöldans,
þegar litið er til lengri tíma.
Niðurstöður spárinnar um
heildarmannfjölda eru þær,
að árið 2010 verði íslendingar
á bilinu 260-270 þúsund, en í
þvf felst fjölgun um 30 þús-
und manns næsta aldarfjórð-
ung eða um Vz% á ári til
jafnaðar. Til samanburðar má
nefna, að árin tuttugu og
fimm frá 1960 til 1985 fjölg-
aði íslendingum úr 175 þús-
und i 242 þúsund, eða um 67
þúsund, sem er rúmlega
11/4% á ári að meðaltali. Af
þessum tölum sést glöggt að
búist er við því að mjög dragi
úr fólksfjölgun hér á landi.
Mikil lækkun áfæðingar-
tíðni hefur orðið hér á landi á
síðustu áratugum eins og hjá
öðrum tekjuháum þjóðum.
Hér er hvorki staður né stund
til að velta vöngum yfir
ástæðum fyrir þessari fækk-
un fæðinga. Lífsviðhorf fólks
virðist hafa breyst með batn-
andi efnahag og aukinni þátt-
töku kvenna í launaðri vinnu.
Ekki virðist lengur sama
pláss fyrir börn í lífi fólks og
áður var. Áreiðanlega sýnist
sitt hverjum um þessa þróun.
Sumir vildu án efa snúa
henni við. Það er hins vegar
varla létt verk, sem meðal
annars má sjá af því, að opin-
berar aðgerðir í þessu skyni,
sem gripið hefur verið til i
öðrum löndum hafa lítinn
sem engan árangur borið.
Forsendur um fæðingar-
tíðni fram í tímann eru
auðvitað óvissar og jafnvel
umdeilanlegar. Mig langar til
að benda á að i könnum á
viðhorfum meðal ungs fólks
sem var einn liður í framtiðar-
könnun — en niðurstöðum
hennar er einnig lýst í bók-
inni Gróandi þjóðlíf — kom í
Ijós að langflest þeirra ætl-
uðu að eignast 2 börn en
meðalgildi áformaðra barn-
eigna var 2,4 börn. Þessar töl-
ur gætu bent til hærri fæð-
ingartíðni á næstu árum en
mannfjöldaspárnar þrjár
byggja á.
En til marks um það,
hversu miklum breytingum
mat manna á fólksfjöldahorf-
um hefur tekið síðasta aldar-
fjórðung má nefna, að í byrj-
un sjöunda áratugarins voru
gerðar hér á landi opinberar
mannfjöldaspár, sem bentu
til þess að íslendingar yrðu
nálægt 370 þúsundum árið
2000. Um miðjan áttunda ára-
tuginn var því spáð, að lands-
menn yrðu um 300 þúsund
um aldamót, en nú er mið-
spáin fyrir aldamótaárið 262
þúsund manns. Það munar
svo sannarlega um minna en
eitt hundrað þúsund manns á
íslandi.
Breytt aldursskipting
Niðurstöður mannfjölda-
spár eru óvissar að ýmsu
leyti, einkum hvað varöar
yngsta hluta þjóðarinnar á
hverjum tlma, þ.e. þann hluta
hennar, sem ófæddur er, þeg-
ar spáin er gerð. Þó er fyrir-
sjáanlegt, að á næstu áratug-
um verða miklar breytingar á
aldursskiptingu mannfjöldans,
sem hafa munu viðtæk áhrif
á mörgum sviöum þjóðlífs-
ins. Fæðingum fækkar og
þar með börnum og ung-
mennum. Næstu áratugi
fjölgar fólki á starfsaldri, en
enn meira kveður þó að því,
að æ fleiri komast á eftir-
launaaldur. Meðalaldur þjóð-
arinnar mun hækka verulega.
í aðalspánni kemur fram
að frá 1985 til 2010 verði
fjölgun í aldurshópnum 65-74
ára um 4.900 manns, eða um
35%, en fyrir 75 ára og eldri
verði fjölgun um 6.400 eða
61%. Heildarfjölgun lands-
manna á sama tíma er áætl-
uð 121/2%. Börnum yngri en
14 ára fækkar hins vegar
beinlinis samkvæmt aðal-
spánni um 13.600 á þessum
aldarfjórðungi. Af þessu sést
að búist er við því að fólki á
eftirlaunaaldri fjölgi að sama
skapi og börnum fækkar.
Auðvitað er meiri óvissa
um spána um fjölda barna en
öldunga árið 2010, því þau
börn eru öll ófædd, en spáin
gefur mjög ákveðna hug-
mynd um breytt viðfangsefni
í þjóðfélaginu á næstu árum.
Við þurfum að hefjast þegar
handa um að búa í haginn
fyrir þessa þróun, að því leyti
sem hún er fyrirsjáanleg með
sæmilegri vissu. Þetta á ekki
sist viö um lífeyristryggingar
og heilbrigðisþjónustu og
aðra þjónustu við aldraða, þvi
um fjölda þeirra er nær fuli
vissa.
En ég vil vara menn við
einni meinloku. Mönnun
hættir til að líta eingöngu á
fjölgun aldraðra sem vanda-
mál en á það er ekki siður að
líta að þessar horfur um
fólksfjölda og aldursskiptingu
bera með sér að menn geti
hver og einn vænst þess að
lifa lengur og eins að þjóðin
verði ríkari af fólki með langa
reynslu og mikla þekkingu.
Heilbrigði og lífshœttir
Starfshópur undir forystu
Bjarna Þjóðleifssonar, lækn-
is, samdi ftarlega skýrslu um
horfur í heilbrigðismálum á
vegum framtiðarkönnunar. Ég
ætla mér ekki þá dul að lýsa
þessu ítarlega og vandaða
verki, en bendi mönnum á að
kynna sér það í bókinni sem
ég nefndi i upphafi. Ég ætla
að stikla á nokkrum mikil-
vægum atriðum sem með
einum eða öðrum hætti
tengjast horfum um mann-
fjölda á íslandi næsta aldar-
fjórðung.
Lenging meðalœvinnar
Heilsufar íslendinga hefur
batnað stórkostlega á
umliðnum áratugum. Fátt
sýnir þetta betur en lenging
meðalævi íslendinga. Frá þvi
um miðja sfðustu öld hefur
meðalævi kvenna lengst úr
38 árum í 80 ár og karlar lifa
að jafnaði 6 árum skemur en
konur nú sem þá. Meðalævin
lengdist að jafnaði um 4 ár á
hverjum áratug fram að 1950.
Þessa miklu lengingu meðal-
ævinnar má aó lamgstærsta
hluta rekja til þess að ung-
barnadauði minnkaði úr 300
af hverjum 1000 lifandi fædd-
um árið 1850 í um 20 af hverj-
um 1000 árið 1950. Ólifuð
meðalævi miðaldra fólks
lengdist einnig á þessu tíma-
bili um nálægt 5 ár og mun-
aði þar mestu um að berklar
hurfu þvi sem næst sem dán-
arorsök upp úr 1950. í byrjun
aldarinnar voru smitsjúkdóm-
ar skráðir orsök um 80%
allra dauðsfalla en innan við
10% dauðsfalla eftir 1950.
Ætla má að heilsufarsþró-
un frá 1950 gefi vísbendingu
um hvers megi vænta í þess-
um efnum i framtíðinni. Ung-
barnadauði er nú kominn nið-
ur í rétt rúmlega 5 af hverjum
1000 lifandi fæddum og gæti
e.t.v. minnkað enn í 3-4 af
hverjum 1000 um aldamót.
Dánarlíkur miðaldra fólks
breyttust mjög litið á tímabil-
inu 1950-1970 en á þeim tíma
var um helmingur dauðsfalla
vegna blóðrásasjúkdóma,
20% vegna krabbameina og
10% vegna slysa. Áratuginn
1970-1980 lengdist ólifuð
meðalævi um 2 árvegna
fækkunar dauðsfalla af völd-
um heilablóðfalls og krans-
æðasjúkdóma. Þótt óvist sé
hvort meðalævinni séu sett
skýr líffræöileg mörk er
greinileat að verulega hefur
nægt álengingu meðal-
ævinnar og verður að teljast
líklegt að á næstu áratugum
veröi hún tiltölulega hæg
a.m.k. í samanburði við það
sem gerðist öldina 1850-1950.
Jafnframt virðist Ijóst að
frekari lenging á æviskeiðinu
muni ráðast meira af breyt-
ingum á lifsstíl og umhverfis-
þáttum en framförum í lækn-
isfræði.
Verkefni á sviði
heilbrigðismála
í raun má segja aö helsta
verkefnið á sviði heilbrigðis-
mála nú og i næstu framtíð
ætti að vera að bæta lífi við
árin fremur en árum við lifið.
Þess framsláttur opnar efnis-
svið sem útilokað er að gera
skil í stuttu máli en mig lang-
ar til að víkja nokkrum orðum
að fjórum atriðum. í fyrsta
lagi hollum lifsháttum. í öðru
lagi forvörnum. í þriðja lagi
að aðbúnaði aldraðra. í fjórða
lagi að fækkun slysa. Hér er
ýmislegt ótalið sem ekki er
síður mikilvægt eins og t.d.
aðbúnaður fatlaðra, þroska-
heftra og geðveikra. Að sumu
leyti eiga athugasemdir mín-
ar um aðbúnað aldraðra við
þessa hópa en aö öðru leyti
ekki. En ekki verður allt sagt
í einni predikun.
Mótun hollra lífshátta.
Auk þess sem hollir lífs-
hættir stuðla að vellíðan á
líðandi stund leikur enginn
vafi á því að þeir geta átt
stóran þátt í góðu heilsufari
þegar komið er á efri ár. Því
má í raun lita á holla lifshæti
sem forvarnir ( orðsins fyllstu
merkingu.
Það er ein af mótsöqnum
samtímans að aukinni hag-
sæld fylgi ekki bætt heilsu-
far nema að ákveðnu marki.
Þessu valda meðal annars
tóbaksreykingar, misnotkun
áfengis, neysla eiturlyfja og
ýmis geðræn vandamál sem
rekja má til streitu. Líklega
myndi ekkert eitt skila betri
árangri til að bæta heilsufar
þjóðarinnar og fækka ótíma-
bærum dauðsföllum en veru-
leg minnkun tóbaksreykinga.
Reykingafólki hefur fækkað
nokkuð á undanförnum árum
og Ijóst virðist að tóbaksreyk-
ingar njóta ekki sömu vin-
sælda meðal ungs fólks og
þeirra sem eldri eru. Þetta
veit á gott. Hins vegar er það
áhyggjuefni að í viðhorfa-
könnuninni meðal ungs fólks
sem ég nefndi áðan kom í
Ijós að ungt fólk telur að