Alþýðublaðið - 21.06.1988, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 21.06.1988, Qupperneq 5
Þriðjudagur 21. júní 1988 5 fíkniefnanotkun verði eitt helsta vandamál framtíðar- innar. Rétt er að vekja athygli á því að þessu fólki stendur langtum minni stugguraf misnotkun áfengis en neyslu eiturlyfja hvort sem það er nú alls kostar rétt eða ekki. Þetta fólk veit sennilega bet- ur hvað er að gerast í þess- um efnum en þeir sem komn- ir eru til ára sinna. Þetta er vísbending um það að afar brýnt sé að efla forvarnir gegn fíkniefnum. Reynsla annarra þjóða hnígur einnig eindregið ( sömu átt. Hver einstaklingur er dýrmætur. Við höfum ekki efni á því að týna neinum í hyldýpi eitur- lyfja. Eins og Jón Helgason komst að orði: „Vér megum helzt ekki af neinum sjá“. Auðvitað er ekki til nein ein forskrift að hollum lífs- háttum. Fjölbreytt mataræði, hófleg vinna, nægileg hvíld, iðkun iþrótta og útilífs og andlegt jafnvægi stuðla að góðu heilsufari en reykingar, ofát, óhóflegt vinnuálag, drykkja og notkun annarra vímuefna eru heilsusþillandi. En það eru forn sannindi og ný að það þarf fleira til dyggöugs lifernis en eina saman þekkinguna. Hið opin- bera — og þá á ég bæði við ríki og sveitarfélög — getur með ýmsu móti átt þátt i mótun hollra lífshátta og vil ég nefna t.d. útvegun aðstöðu til íþróttaiðkunar og útilífs og miðlun upplýsinga um hollustu og heilsufar. Sjálfstæð félagasamtök hafa hér stóru hlutverki að gegna. En eflaust eru flestir sam- mála um það að í nútíma- samfélagi beri fólk ríka ábyrgð á eigin heilsufari. Forvarnir Eins og ég vék að áðan eru hollir lífshættir að sjálfsögöu forvarnir gegn sjúkdómum enda eru forvarnir hvers kyns ráðstafanir sem hafa það að markmiði að stemma stigu við sjúkdómum og slysum — m.ö.o. „að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í“. Dæmi um forvarnir af öðru tagi eru bólusetning og ung- barnaeftirlit sem kveða á um lögbundnar aðgeröir sem taldar eru sjálfsagðar í nú- tímasamfélagi. Sé litið til for- tíðar þá var berklum útrýmt með forvarnaraðgerðum og mörg fleiri dæmi mætti nefna um sjúkdóma sem áð- ur voru algengir en eru nú horfnir vegna heilsuvernd- arstarfs. Hefðbundna heilsu- gæslu sem felst í reglulegum skoðunum og leít að sjúk- dómum má efla frá því sem nú er og getur hún án efa skilað betri árangri en tilraun- ir til lækninga á sjúkdómum sem komnir eru á alvarlegt stig. Það er hins vegar alveg Ijóst að ástundun læknis- fræðilegra rannsókna og vönduð sjúkrahúsvinna verða hér eftir sem hingað til horn- steinn heilsuverndar. Eitt er það svið forvarnar- starfs sem nú er sérstaklega aðkallandi en það eru varnir gegn alnæmi. Hættan er sú að alnæmissjúklingar verði áður en mörg ár líða taldir ekki í tugum heldur hundruð- um hér á landi. Við þurfum að snúast til varnar gegn þessum vágesti en einnig hugsa fyrir umönnun þeirra sem sýkjast og aöstandenda þeirra. Fordómalaust upplýs- ingastarf eins og Landlækn- isembættið og Rauði kross- inn hafa beitt sér fyrir er ómetanlegt í þessu sam- bandi og eins áform Rauða krossins um að liðsinna alnæmissjúklingum og fjöl- skyldum þeirra. Aðbúnaður aldraðra Það er önnur þversögn í samtímanum að með forvörn- um og lækningum hefur ótímabærum dauðsföllum barna og miðaldra fólks fækkað en öldruðu fólki sem þarfnast mikillar heilbrigðis- þjónustu hefur fjölgað að sama skapi. Að þessu leytinu hefur bætt heilsufar fremur orðið til þess að auka álagið á heilbrigðiskerfið en draga úr því. Eins og fram hefur komið hniga allar spár að því að öldruðum muni fjölgaveru- lega hér á landi á næstu ára- tugum. Því er næsta víst að öldrunarsjúkdómar munu færast i vöxt í framtíðinni og þarf heilbrigðiskerfið að vera í stakk búið til að glíma við Þá- En aukning öldrunarsjuk- dóma er ekki eini vandinn sem fylgir fjölgun aldraðra heldur ekki síður hvernig eigi að búa hinum mikla fjölda aldraðra skilyrði til heilbrigðs lífs. Ljóst er að samfélagið hefur ekki gert þetta á síð- ustu áratugum. Það er afar brýnt að bæta úr þessu i ná- inni framtið með því að koma í veg fyrir félagslega einangrun og iðjuleysi þessa fólks og með því að skipu- leggja sem besta þjónustu við þá sem hennar þarfnast. Hér er auðvitað fyrst og síð- ast um að ræða skuld starf- andi kynslóðar við þá sem lögðu grunninn að hagsæld nútimans. Samtök sjómanna hafa lyft Grettistaki i öldrun- arþjónustu ekki síst með byggingu dvalarheimila. Samanburður við önnur lönd leiðir í Ijós að mun algengara er að aldraðir dvelji á stofnunum hér á landi en í nágrannalöndum þar sem heimaþjónusta hefur gengið fyrir. Samtök sjó- manna hafa t.d. lyft Grettis- taki i öldrunarþjónustu. Mið- að við reynslu annarra þjóða er fjöldi vistrýma á dvalar- heimilum i landinu verulega umfram áætlaða þörf. Samt eru hér alls staðar langir bið- listar eftir dvalarheimilis- plássum. Á þessu eru örugg- lega ýmsar skýringar en skortur á heimaþjónustu er án efa ein sú veigamesta. Framtak Rauða krossins og annarra félagasamtaka — t.d. með heimsendingu á mat til aldraðra og raunar einnig annarra hóþa sem slíkrar þjónustu þarfnast — er lofs- vert. Af opinberri hálfu er brýnt að styðja starfsemi sjálfstæðra félagasamtaka á þessu sviði. Það er marg- sannað að heimaþjónusta er ódýrari en stofnanavistun og — það sem meira máli skipt- ir — hún leiðir einnig til betra heilsufars. Þótt fólki á starfsaldri fari ekki að fækka fyrr en liðið er á næstu öld er mikilvægt að stefna að því að aldraðir geti lengur verið virk- ir þátttakendur í verðmæta- sköþun i þjóðfélaginu en nú er. Fœkkun slysa Samanborið við nágranna- löndin eru slys mjög algeng hér á landi. Á áttunda ára- tugnum var tíunda hvert dauðsfall hér af völdum slysa. Mikill meirihluti þeirra sem deyja af slysförum er ungt fólk og eru slys algengasta dánarorsök í þeim aldurshópi. Af þessu sést hversu brýna nauðsyn ber til að draga úr slysum. Slys við störf i sjávarútvegi og í umferðinni eru einkar algeng en þó hefur sjóslys- um fækkað verulega frá því sem áður var. Miðað við bíla- og fólks- fjölda urðu banaslys í umferðinni flest upþ úr 1970 en þá voru þau 13 á ári fyrir hverja 100 þúsund íbúa. Und- anfarin ár hefur þessi tala verið að meðaltali 10 á ári. Sé hins vegar miðað við bíleign þá hefur fjöldi banaslysa í umferðinni lækkað úr 12 á ári á hverja 10 þúsund bíla í um 2 á ári á síðustu árum. Þessa fækkun dauðaslysa í umferð- inni þrátt fyrir stóraukna bíla- eign landsmanna má að ein- hverju leyti rekjatil bættra vega, betri bila og minni aksturs hverrar bifreiðar en bætt aksturslag sem stuölað hefur verið að með ítrekuðum upplýsingarherferðum á hér örugglega einnig hlut að máli. Talið er að á þriðja þúsund manns slasist í umferðinni á ári hverju og séu frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Sumir — iðulega ungt fólk — hljóta varanleg örkuml. Kostnaður heilbrigðiskerfis- ins vegna þessara slysa er geysimikill og raunir þeirra sem fyrir þeim verða þung- bærari en orð fá lýst. í framhaldi af gildistöku nýrra umferðarlaga 1. mars sl. er nú unnið að þjóðarátaki í umferðarmálum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á notkun Ijósa og öryggisbelta og telja löggæslumenn að nú þegar hafi verulega dregið úr meiðslum i umferðinni vegna aukinnar notkunar bílbelta. En við verðum að gera enn betur. Við gætum t.d. sett okkur það markmið að fækka umferðarslysum um helming fram að aldamótum. í því sambandi er rétt að hafa í huga að kostnaður af átaki á þessu sviði skilar sér ákaf- lega fljótt. Fjárveiting til þjóðarátaks í umferðarmálum á þessu ári er 5 milljónir króna sem jafngildir kostnaði af 2-3 mánaða vist á gjör- gæslu og 8-9 mánaða endur- hæfingu fyrir einn einstakl- ing. Ég er ekki óvanur því í mínum störfum að fjalla um fjárfestingarkosti. Fáireða engir þeirra jafnast á við átak í umferðarmálum hvað arðs- von varðar. En átakinu verður fyrst og fremst að beina að áhættu- hópunum og orsökum slys- anna. Eitt brýnasta verkefnið á þessu sviði er að stuðla að bættu aksturslagi ungra öku- manna en slysatíðni meðal þeirra er 7 sinnum hærri en meðal annarra ökumanna. Við þurfum að endurmeta umferðarfræðslu og öku- kennslu meðal annars með því að bæta grunn- og við- haldsmenntun ökukennara og með þvi að taka aukinn hluta af menntun ökumanna inn í hið almenna skólakerfi. Hvað er heilbrigði? „Hvað er langlífi? Lifs- nautnin frjóva, alefling and- ans og athöfn þörf“ spurði og svaraði listaskáldið góða. Það er álíka erfitt að svara því hvað sé heilbrigði. Kannski svarið sé það sama. Hvað sem þessu líður virðist mér sem umræður um heil- brigðismál hafi á liðnum ár- um í of ríkum mæli snúist „Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að huga að hvoru tveggja: Heil- brigðum lífs- háttum og vel reknum sjúkra- og hjúkrunarstofnun- um, “ segir Jón Sigurðsson dóms- og kirkjumála- og viðskiptaráðherra m.a. í grein sinni um heilsuleysi og aðgerðir gegn því þegar í óefni hefur verið komið fremur en um heilbrigði. Þegar horft er til framtíðar er mikilvægt að huga að hvoru tveggja: Heil- brigðum lífsháttum og vel reknum sjúkra- og hjúkrunar- stofnunum. íslenska heilbrigðisþjón- ustan — sem auðvitað er aðallega sjúkraþjónusta — er án alls efa að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Hugmyndir um markaðslausnir í heilbrigðis- málum eru fæstar á rökum reistar. Það eru nefnilega ekki síður hagfræðileg en siðferðileg rök fyrir þvi að almannavaldið hlutist til um framboð á læknisþjónustu og annarri aðhlynningu. Lausnir í heilbrigðismálum sem byggjast í ríkum mæli á einkarekstri og eintaklings- hyggju hafa víða reynst óhagkvæmari og jafnframt óréttlátari en ríkisrekin heil- brigðiskerfi. í því sambandi nægir okkur að horfa vestur um Atlantsála en í Bandaríkj- unum reka einkaaðilar dýr- asta heilbrigðiskerfi í heimi sem fyrst og fremst þjónar þeim sem geta borgað. Óhagkvæmni þessa kerfis í samanburði við heilbrigðis- kerfi okkar sést best á því að Bandaríkjamenn eru aftarlega í röð þjóða heims hvað lang- lífi varöar en við íslendingar förum þar fremst í flokki. Enginn vafi leikur þó á því að við eigum áfram að hlúa að því framtaki frjálsra fé- lagasamtaka sem hér hefur unnið sér sess á mörgum sviðum helbrigðismála meö myndarlegri hætti en i flest- um löndum. Þetta er sér- kenni sem við eigum að leggja rækt við um leið og allir sem vilja stuðla að vel- ferð þegna þessa lands ættu að leggjast á eitt til að glæða skilning fólks á ábyrgð þess á eigin lífi og heilsu. En hinu megum við aldrei gleyma að það varðar almannaheill — ekki ein- göngu hinna sjúku — að allir landsmenn eigi án tillits til efna og þjóðfélagsstöðu jafn- an kost á fullkominni heil- brigðisþjónustu. Þetta er markmiöið fyrir ísland árið 2010. Og auðvitað er þetta engin spásögn held- ur ósk en hún er studd bæði rökum og tilfinningum af hin- um vitrustu mönnum sem þó eru ekki forspáir fremur en Snorri goði að því er Njála hermir. (Greinin byggir að hluta á erindi sem ráðherra flutti á aðalfundi Rauða kross íslands á Egilsstöð- um þ. 4. júní s.l.) *

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.