Alþýðublaðið - 21.06.1988, Síða 7
Þriðjudagur 21. júní 1988
7
UTLÖND
Umsjón:
ingibjörg
Árnadóttir
RENGIST BÚI
Aðeins sjö ár eru liðin, frá
því að olíutekjur Saudi-
Arabíu námu 100 milljörðum
dollara, sem hægt var að
nota til að gera lífið þægi-
legra í þessu volduga en
mannfáa ríki. Valdamenn i
Riyadh reikna meö að tekj-
urnar i ár verði um 28 mill-
jarðar dollara, svo nú fer að
harðna í ári.
Fyrsta hátekjuárið í Saudi-
Arabíu var 1974, þegar olíu-
verðið fjórfaldaðist. Árið 1983
voru Saudi-Arabar farnir að
takmarka olíuframleiðsluna
til að halda háu olíuverði.
Olíuverð hélt þó áfram að
lækka, jafnvel þó framleiðsl-
an væri takmörkuð. Tilraunir
Saudi-Arabíu og OPEC-land-
anna til þess að fá olíufram-
leiðendur utan OPEC, til að
minnka framleiðsluna fór út
um þúfur og verðið hélt
áfram að falla.
Nýir tímar
Árið 1985 breyttu Saudi-
Arabar um stefnu. Nú var
framleiðslan aukin, til þess
að lækka verðið í því skyni,
að það yrði hreinlega óarð-
bært að vinna olíuna, og að
olíuframleiðendur utan
OPEC, væru tilneyddir að
komast að samningum við
Þeir voru tímar að Saudi-Arabía
óð í olíu og dollurum. „Nú
verðum við að sýna, að við höfum
kunnað að nýta tíu ára góðœri“,
segir ungur Saudi-Arabi, sem nú
sér fram á atvinnuleysi og það
sem því fylgir.
Ennþá eru til miklir fjármunir í Saudi-Arabiu. Myndin er tekin hjá
verðbréfasala í höfuðborginni Riyadh.
aðila bæði innan og utan
OPEC, til þess að ná tökum á
olíuveröinu.
Þannig var allavega opin-
bera útskýringin. Orðrómur
var þó um, að þessi breyting
á stefnu Saudi-Araba í verði á
olíu, væri einfaldlega vegna
þess að þeir þyrftu á pening-
um að halda.
Tekjur Saudi-Arabíu, voru í
tíu ár ótrúlega miklar og
hlutu að breyta siðum og lífs-
stíl þjóðarinnar. Þetta pen-
ingaflæði skapaði þarfir, sem
erfitt var og er að venja sig
af. Yfirvöld réðust í allskonar
stórframkvæmdir, sem urðu
svo yfirgripsmiklar að undrun
sætti. Ný vegakerfi voru
byggð um landið þvert og
endilangt, sem tengdu þetta
eyðimerkurland við umheim-
inn. Nýtískulegar borgir voru
reistar.
Byggð voru allskonar ný
iðnaðarmannvirki, skólar, há-
skólar og risastórar her-
stöðvar. Eyðimörkin varð að
frjósömu ræktunarlandi, þeg-
ar menn fóru að bora djúpt í
jörðu niður þar sem miklar
vatnsbirgðir leyndust undir
yfirborði jarðar.
í dag er ástandið annað. í
árlegri ræðu sinni um efna-
hagsástandið, sagði Fahd
konungur, að olíutekjunum
sem hafa minnkað um 80
prósent á fáum árum, yrði
framvegis varið til þróunar-
verkefna og til þess að bæta
lífskjörin i landinu. Þrátt fyrir
þetta eru þjóðartekjur þar í
landi ennþá með þeim hæstu
í heimi.
Ríkisstjórnin vill gera þjóð-
inni Ijóst, að hún verði að að-
laga sig nýjum tíma og að
hinn gífurlegi olíugróði sé
liðin tíð.
Fahd konungur, gaf á dög-
unum út yfirlýsingu, þar sem
hann sagði meðal annars: „Ef
einhver misnotar góða að-
stöðu sína, mun ríkisstjórnin
hiklaust grípa inn i“, hann
varaði atvinnurekendur við
því að hækka verð á fram-
leiðsluvörum.
Verðfall
Eins og er, hefur olíuverð í
Saudi-Arabíu hækkað smá-
vegis. Dollarinn, sem Saudi-
Arabía er mjög háð hefur fall-
ið. Aðalástæðan fyrir þessum
breytingum þarna um slóðir
er þó vegna félagslegs og
pólitísks ástands í landinu
sjálfu.
„Við höfum byggt upp land
okkar, nú verðum við að
byggja upp samfélag okkar“,
segir ungur námsmaður frá
Saudi-Arabíu, sem er nýkom-
inn heim frá námi í Banda-
ríkjunum. „Við verðum að
læra af reynslu góðu áranna
og sætta okkur við minni
tekjur, kannski höfum við
gott af þessu.“
Lokað samfélag
Saudi-Arabar eru hlýlegir
og gestrisnir við þá sem ber
að garði — en útlendingar
eru taldir ill nauðsyn!
Fjölskyldubönd eru mjög
sterk í Saudi-Arabíu og þaö
er erfitt fyrir utanaðkomandi
að komast inn í saudi-arab-
ískt samfélag. Þjóðin hefur
árum saman búið með íbúum
af erlendu bergi brotnum, og
voru jafnvel jafnmargir og
Saudi-Arabarnir sjálfir. Trúin
er stór þáttur í daglegu lífi og
vinnudagurinn er rofinn
mörgum sinnum á dag vegna
bænaiðkana. Þetta sýnir þá
áherslu sem Saudi-Arabar
leggja á stranga Islamtrú og
hve nákvæmlega er farið eftir
kenningum Kóransins.
Á árunum áður en olíu-
framleiðslan hófst var það til
siðs, að allir beduinahöfð-
ingjar buðu gestum sínum
upp á kaffi og gestir voru
jafnvel leystir út með smá-
gjöfum. Olíutekjurnar hafa
komið af stað einskonar
„verðbólgu" í hefðbundinni
gjafmildi Saud-Araba. Nú er
svo komið að flugfarseðill er
næstum dagleg þörf fyrir
hinn almenna borgara og ef
hann hefur sjálfur ekki efni á
að kaupa hann, er allt eins
víst að gjafmildur ættingi
hleypur undir bagga.
Það er ekki auðvelt að
samræma nútíma lífsstíl, við
þann, sem á rætur sínar að
rekja í ströngum trúarlegum
kenningum. Andstaðan gegn
skólagöngu stúlkna hefur þó
verið yfirunnin. Ríkið Saudi-
Arabía er aðeins 60 ára
gamalt og hugsast getur að
með tíð og tlma komi meira
frjálslyndi til sögunnar.
(Det fri Aktuelt)