Alþýðublaðið - 01.07.1988, Qupperneq 7
Föstudagur 1. júlí 1988
7
ÚTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Anne-Sophie Muttev; sem talin er mikill fiðlusnillingur; klœðist alltaf
kjólum frá Dior, þegar hún kemur fram. Kjólarnir verða að vera
flegnir niður fyrir axlir, vegna þess að hún vill geta fundið snertingu
viðarins við húð sína.
Ekkert kemst upp á milli
Anne-Sophie Mutter og
Stradivarusar fiölunnar henn-
ar. Hreint ekki neitt.
Þannig á það líka að vera.
Hinn 25 ára gamli, vestur-
þýski fiðlusnillingur lætur
sauma kjólana sem hún kem-
ur fram í, hjá Dior. Allir verða
þeir að vera flegnir niður fyrir
axlir. Það verður að vera bein
snerting húðar og viðar.
Þannig hefur þetta verið, síð-
an hún var fimmtán ára, þeg-
ar hún ýtti niður ermunum á
blúndukjól sem hún áfti að
koma fram í.
„Og,“ segir hún „þannig
munu þeir vera, þegar ég er
orðin áttræð..."
Blaðamaður Det fri Aktuelt
spyr: „Heldurðu ekki að þú
verðir með hvapkennda upp-
handleggi þegar þú er komin
á þann aldur?“
„Fiðluleikarar fá ekki hvap-
kennda upphandleggi! Ég
þarf ekki að fara í líkamsrækt
— finndu vöðvana," segir
hún og spennir þá.
Vöðvarnir virðast reynast
henni vel i tónlistinni.
„Heimsins besti fiðluleikari"
segir Ann Christin Hallander,
fulltrúi plötuútgáfu fyrirtæk-
is, við hátíðlegt tækifæri á
dögunum í Kaupmannahöfn.
Þar var henni afhent silfur-
plata vegna sölu á 32.000
þús. plötum af „árstíðunum
fjórum" eftir Vivaldi, sem hún
lék á fiðluna.
Lék á als oddi
Þegar Anne-Sophie Mutter
mætti á sviðið lék hún á als
oddi og var klædd níðþröng-
um, hnéstuttum Dior-kjól.
Hún var kvíðnari vegna þess
að hún átti að fara til tann-
Iæknis daginn eftir, heldur en
fyrir hljómleikunum sem hún
átti að leika á um kvöldið. Þá
ætlaði hún að leika fiðlu-
konsert Sibeliusar i konsert-
salnum í Tivoli.
Anne-Sophie Mutter þurfti
að láta draga úr sér tönn, en
segist í rauninni ekki kvíða
svo mjög fyrir sjálfri aðgerð-
inni, því hún fari til yndislegs
tannlæknis, sem geti fengið
hana til að gapa og slappa af
um leið, en að það hafi nú
ekki allir tannlæknar getað.
Hún hafði aðallega áhyggjur
af því, hvort hún yrði með
bólgna kinn á næstu tónleik-
um, sem fram áttu að fara í
London nokkrum dögum
seinna.
Undrabarn
Herbert Von Karajan
uppgötvaði hana, þegar hún
var þrettán ára og kallaði
hana undrabarn. Nú er hún
orðin þroskuð ung kona, sem
gleður og heillar tónlistar-
unnendur um víða veröld.
Hún heldur um það bil 100
hljómleika á ári hverju og tel-
ur það vera skyldu sína
vegna sinnar eigin kynslóðar,
að endurnýja stöðugt lagaval
sitt og spila ekki eingöngu
„pottþéttar söluvörur", svo
sem Beethoven, Mozart,
Mendelssohn og Tchaikovski.
Vegna þessa spilar hún
einnig sígaunatónlist og
kammermúsík. Þegar hún
spilar kammermúsík, er þaö í
góðum félagsskap með sér
miklu eldri vinum. Það eru
snillingarnir Bruno Giuranna
sem leikur á bratsch og
Mstislav Rostropovich sem
leikur á cello.
Samspil
Þetta stórkosdega trió var í
Kaupmannahöfn í janúar, og
bæði áheyrendur og gagnrýn-
endur áttu ekki nægilega
stór orð til að lýsa hrifningu
sinni.
„Það er unaöslegt að spila
saman," segir Anne-Sophie
Mutter, þegar hún er spurð
um samvinnuna í trióinu, og
leggur mikla áherslu á þann
góða félagsskap sem hún var
í.
„Þaö sem mér finnst eini
gallinn á kammermúsík er, að
þurfa að sitja svona lengi. Ég
kann miklu betur við að
standa, þegar ég spila. Það
er líka svo skrambi óþægi-
legt að vera i jakka! Mér
finnst samt ekki passa inni
„stílinn“, að vera með berar
axlir þegar herrarnir sitja í
kjól og hvítt.
Þegar ég hef verið að spila
kammermúsík, verð ég eftir á
eins og samanþjöppuð en
samt upptrekt og langar
mest til að leggjast i gólfið."
Þegar Anne-Sophie Mutter
þarf á virkilegri afslöppun að
halda, finnst henni japanskt
nudd henta sér best, betur
en sund eða trimm.
„Þetta á sérstaklega við, ef
ég hef verið að spila í hljóm-
leikasal sem er með loft-
ræstikerfi. Þegar ég hef lokiö
leik minum í þannig hljóm-
leikasölum, verða hálsinn og
hnakkinn á mér stifir og
stirðir af kulda. Þá er dásam-
legt að fájapanskt nudd.“
Blaöamaður spyr hvaða
tónskáld sé erfiðast og mest
þreytandi að spila?
„Beethoven. Það er ekki
aðeins mikil líkamleg
áreynsla, það er einnig mikil
andleg áreynsla. Það er hægt
að kalla það fimleika fyrir
heilann, maður verður að vera
örfljótur að hugsa.
Þegar ég hef verið að spila
Beethoven er ég eins og
klessa á eftir, það er eins og
allur kraftur hafi farið úr lík-
amanum, hér um bil eins og
ég hefði verið í klóm Dracula!
(Det fri Aktuelt.)
,,Að ég sé mesti fiðlusnillingur i
heimi? Það hlusta ég ekki á. Svo-
leiðis er ekki hægt aö segja um
tónlist. Maður getur veriö bestur i
heimi ef maöur setur heimsmet i
hástökki. Það er ekki hægt aö
mæla tónlist" segirfiðlu „virtuos-
inn“ Anne-Sophie Mutter.