Alþýðublaðið - 16.07.1988, Side 2
Z........................................ Laugardagur 16 'júlf1988
LÍTILRÆÐI
Flosi Ólafsson
skrifar
AF
KYNFERÐISFASISMA
Ég elska konur. Elska þær útaf lífinu og
hef alltaf gert. Frá því ég man eftir mér, mikil
ósköp. Þaö hálfa væri nóg.
Mér finnst konur Ijúfari og elskulegri en
karlmenn. Mér finnst konur skynsamari,
eölisgreindari, já bara hreint út sagt gáfaöri
en karlmenn.
Konur eru margr hverjar kvenlegri en karl-
menn og ég tel rétt aö taka það skýrt fram
hér, strax í upphafi máls míns, aö ég er mun
hugfangnari af kvenlega hlutanum af kven-
þjóöinni heldur en hinum, þó ókvenlegar
konureigi nú svo sannarlegaallt gott skilið.
Þegar öllu er á botninn hvolft teljast
ókvenlegar konur líka óumdeilanlega til
kvenna þó aö kvenhormóninn hafi orðiö aö
lúta í lægra haldi fyrir karlhormóninum í
valdabaráttunni sem óaflátanlega er háö í
blessuðum elsku litla konulíkamanum
dægrin löng.
En umfram alltelskaég konurvegnaþess
aö þæreru, að mínum dómi, fallegri en karl-
menn og auövitaö er þaö höfuðkostur
hverrar konu aö vera falleg og þýðir ekki aö
líta framhjá því — hvaö sem öll kvennasam-
tök segja — að falleg kona er fallegri en Ijót
kona.
Hjá konum ríkir — einsog skáldið sagði
— feguröin ein ofar hverri kröfu.
Ég hef borið gæfu til að vera mikið í sam-
vistum viö konur á löngum æviferli. Allt frá
því ég man eftir mér hef ég verið umkringdur
góöum konum og oft fallegum, sem betur
fer. Ég fyllist tregablandinni angurværð
þegar ég hugsa til baka.
Freud segir einhvers staöar aö menn
muni eftir sér í móðurkviði, en satt aö segja
hef ég alltaf haft frekar slakt minni og man
ekki eftir mér fyrr en eftir aö ég leit dagsins
Ijós og var þá einsog endranær umkringdur
konum.
Þegarég varáttaárafóru nýjarkenndirað
gera vart viö sig f barnssálinni — já og
skrokknum öllum — en þá varö ég svo ást-
fanginn af átján ára kaupakonu að ég var
ekki mönnum sinnandi dægrin löng. Svo
var það, einhvern tímann um sláttinn, aö ég
kom að henni og jafnaldra hennar á bak viö
galta útá engjum og mér fannst hún hafa
svikið mig. Þaö sem eftir lifði sumars grét
ég mig í svefn á hverju kvöldi af ástarsorg.
Því er ég aö segja frá þessu öllu hér, aö
mig langar svo ósegjanlega að fá aö njóta
þess áfram, einsog hingaðtil, aö vera í fé-
lagsskap kvenna og þaö er einsog þessi
ósköp ágerist eftir því sem ellin færist yfir
mig.
En nú eru góö ráð dýr.
Ástandið er orðið einsog þaö var hérna
vesturí bæ þegar maöur fékk ekki að vera
meö í mömmuleik, eöa fallin spýtan af því
maður var strákur.
Þær vilja bara fá að leika sér einar og í
friöi og vilja ekki leyfa okkur strákunum aö
vera meö.
Þær eru búnar aö stofna stjórnmálaflokk,
sem orðinn er sterkasta pólitíska afliö í
landinu og strákarnir fá ekki einu sinni aö
vera „stik og sto“. Og nú eru þær aö fara á
dæmalausa ráöstefnu til Oslóborgar
þúsund stykki, litlar og feitar, langar og
mjóar, skemmtilegar og óskemmtilegar,
Ijótar og fallegar.
Þær eru aö fara á ráðstefnu um það
hvernig þaö er fyrir konur aö vera konur.
I þessa för fæ ég ekki að fara af því aö ég
er ekki kona. Væri augljóslega alveg útí hött
aö ég karlinn færi á ráöstefnu um þaö
hvernig það er fyrir konu aö vera kona.
Ef ráðstefnan fjallaöi hinsvegar um þaö
hvernig það er fyrir karl aö vera kona, þá
væri fræöilegur möguleiki á því að ég ætti
þangað erindi og sömuleiöis ef tilgangur
ráðstefnunnar væri að komast til botns í því
hvernig þaö er fyrir konu aö vera karl.
En áráöstefnu sem fjallarum það hvernig
það er fyrir konur aö vera konur á ég víst
ekkert erindi og skiptir þá minnstu máli
hvort ég er manneskja eöa ekki.
Og útaf þessu er ég haldinn óþægilegri
höfnunarkennd. Mér finnst ég vera útskúf-
aðurúrmannlegu (kvenlegu) samfélagi. Mér
líöur einsog væri ég skeggjúói á hitlers-
tímanum eöa negri í Alabama.
Mér finnst stjórnarskráin hafa verið
brotin á mér með því aö meina mér að vera
í íslenskum stjórnmálasamtökum fyrir þá
sökeinaaöég get pissað standandi, og mér
finnst ég beittur kynferöisfasisma af verstu
tegund þegar mér er meinaö aó fara á ráð-
stefnu í Oslóborg, ráöstefnu um þaö
hvernig þaö er fyrir konur aö vera konur.
Þegar konur, og við nokkrir sem töldum
okkur eiga betur heima í hópi kvenna en
karla, stofnuðum Rauðsokkusamtökin um
áriö var þaö eitt af höfuðmarkmiðunum að
undirstrika þaö aö konur væru menn og því
til áréttingar var reynt aö þurrka orðið
„kona“ útúr málinu og farið að kalla fyrir-
brigöið „mann“ eða „kraft“. Mjaltakonur,
leikkonur, gleöikonur, söngkonur, eigin-
konur og hjákonur voru kallaðar: mjalta-
kraftar, leikmenn, gleðimenn, söngvarar,
eiginmenn og hjákraftar.
Nú er öldin önnur. Nú eru nafngiftirnar:
kvenlistakonur, kventónskáld, kvengleöi-
konukonur og kvennalistakvenþingkonur.
I dag er mér þungt í skapi af því ég er nú
einu sinni meö konur á heilanum, elska
konurog vil helst öllum stundum vera í sam-
vistum viö konur. Já mér er þungt í skapi aö
vera meinaó að vera í stærstu stjórnmála-
samtökum íslensku þjóöarinnar sem full-
gildur limur.
Þar vil ég — í krafti stjórnarskrár lýðveld-
isins — eiga fullan rétt.
Og ég vil líka komast til Oslóborgar á
kvennaráöstefnuna, þó ekki væri nema til
aö fylgjast með umfangsmikilli umfjöllun
um sérstöðu lespískra.
Þaö vill nefnilega þannig til aö ég er, og
hef alltaf verið, alveg þrællespískur.