Alþýðublaðið - 16.07.1988, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 16.07.1988, Qupperneq 5
Laugardagur d6i júK-T98Ó Þorsteinn Pálsson Ronald Reagan Þorsteinn heimsækir Reagan Forsætisráöherra, Þor- steinn Pálsson, hefur þegiö boð forseta Bandaríkjanna, Ronalds Reagan, um aö koma i heimsókn til Banda- rikjanna. Fundur forsætisráöherra og Bandaríkjaforseta verður [ Hvíta húsinu miðvikudaginn 10. ágúst n.k. FRÉTTIR Yfir þúsund sumarbústaðir í Grímsnesi 69 MANNA HREPP- UR MEÐ 5000 ÍBÚA Á siðasta ári voru samþykktar umsóknir fyrir byggingu 90 sumarbústaöa í Grimsnesi og það sem af er þessu ári hafa 60 umsóknir verið samþykktar. Yfir 200 hús eru á byggingarstigi en sumarbústaðir i Grímsnes- hreppi eru orðnir um 1000 talsins. íbúar í hreppnum eru 69, en um hásumarið er talið að um 5000 manns dvelji í Grimsnesi um helgar. „Við erum að tölvuvæða sveitarfélagið til þess að fá nákvæma skráningu, en í heildina eru bústaðirnir um 1000, með tilliti til fasteigna- matsins, og yfir 200 bústaðir kunna að vera á byggingar- stigi,“ sagði Böðvar Pálsson í Búrfelli, hreppstjóri og odd- viti Grimsneshrepps við Al- þýðublaðið í gær. Fasteignagjöld sem greið- ast til hreppsins af bústöðun- um eru á bilinu 3000-10000 krónur ári. Flestir bústaðirnir lenda i skattþrepi sem er 0.65 prósent af fasteignamati. Af bústað sem kostar milljón, eru því greiddar 6500 krónur. Grímsneshreppur keypti nýlega tvær jarðir, að sögn Böðvars, í þeim tilgangi að halda við búskap, en til þess að fjármagna kaupin voru skikar seldir undir sumar- bústaði. Fyrir fjórum árum var jörðin Ásgarður keypt af dánarbúi Sigurliða Kristjáns- sonar, Silla og Valda, af þeirri jörð hafa um 70 hektarar ver- ið skipulagðir undir sumar- bústaði. Böðvar segir áberandi að fólk vandi betur til við smíði húsanna. „Það vill ekki bara nýta þá yfir sumartímann, heldur koma um haust og stórhátíðar og á góðum dög- um yfir vetrartímann. Þegar rafmagn er komið ( hús þá hafa menn svolitla velgju á þannig að stuttan tíma tekur að hita upp.“ Gyða Sigvaldadóttir Mættum sinna betur and- legum Þörfum barnanna „Við erum þegar búin að fá miklu hraustarí börn en við höfðum fyrir nokkrum árum. Svo er læknavísindum og heilbrigðisstéttum fyrir að þakka og þeirri fræðslu sem komið hefur verið á framfæri fyrir almenna borgara. Okkur vantar reyndar marga aðra þætti, það er að hlúa að and- legum þörfum barnanna — finna hvað þurfi til þess að það þroskist og fái eðlilega mynd af sjálfum sér,“ segir Gyða Sigvaldadóttir tóstra sem í gær lét af störfum, eft- ir nærfellt 40 ára starf að uppeldismálum. Gyða hefur lengst af gengt forstöðumannastörfum, fyrst hjá Barnavinafélaginu og síð- an hjá Dagvistun barna i Reykjavik, eins og það heitir. Sjálf er hún mamma og amma, en síðustu ár hefur hún verið forstöðumaður Brákarborgar. Þá var hún um skeið forstöðukona vistheim- ilis barna á Silungapolli og á Vöggustofu Thorvaldsen. Gyöa lét af störfum i gær eftir 40 ára starf að uppeldismálum for- skólabarna. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra HVERT IDNFYRIRTÆKISK0ÐAÐ FYRIR SIG Heimildir fyrir 1 milljarðs króna erlendum lánum afgreiddar samkvœmt tillögum viðskiptabankanna. Jón Sigurðsson viöskipta- ráðherra segir að heimildir til 1 milljarðs króna erlendrar lántöku, til fyrirtækja í út- flutnings- og samkeppnis- greinum, verði afgreiddar eins og viðskiptabankarnir lögðu til. Hann segist skilja að megináherslan sé á sjáv- arútvegsfyrirtækin, en hann hafi engin afskipti haft á skiptinguna. Hann hafi áhuga á, og muni líta á málefni iön- fyrirtækjanna hvers og eins fyrir sig, og einnig hafi hann hug á þvi að koma til móts við fjárhagsþarfir Sambands- fyrirtækjanna með þessum hætti, eftir því sem þau sjálf ákveða. i Alþýðublaðinu I gær segir Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra, að það geti ekki verið ásetningur viðskipta- ráðherra að afgreiða erlendar lántökuheimildir til fyrirtækja í útflutnings- og samkeppnis- greinum samkvæmt tillögum bankanna, nema hann hafi í hyggju að sinna iðnaðinum sérstaklega. Víglundur Þor- steinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda segir á sama stað, að af þeim mill- jarði sem bankarnir deili á milli sín, renni innan við 7% til iðnaðarins af þeirri fjár- hæð sem lagt er til að heim- iluö verði til útflutningsfyrir- tækja. Jón Sigurðsson viðskipta- ráðherra segir i samtali við blaðið, að ríkisstjórnin hafi ákveðið 20. mai sl. að heimila erlendar lántökur til fyrir- tækja í útflutnings- og sam- keppnisgreinum til fjárhags- legra endurskipulagningar, samkvæmt tillögum við- skiptabanka hlutaðeigandi fyrirtækja. Hann hafi í fram- haldi af þvi sent viðskipta- bönkunum allar umsóknirnar sem bárust með tilvísun til þessarar ákvörðunar, og reyndar ýmsar aðrar sem áður höfðu borist og virtust svipaðs eðlis. „Einmitt af því, að ég vildi að banka- og viðskiptaleg sjónarmið réðu röð í þessu máli, en auðvitað innan marka þeirrar ákvörðunar sem rikisstjórnin tók. Til þess að þetta yrði ekki alveg botnlaust mál voru bönkun- um sett mörk sem miðuöust við 1000 milljónir króna, og því marki var skipt á milli þeirra til viðmiðunar eftir mikilvægi þeirra sem fyrir- greiðsluaðila fyrir útflutn- ings- og samkeppnisgreinar." Þetta hafi verið nauðsyn- legt að gera til að fá botn ( málið og gert í samtölum við bankana. Jón sagðist reikna með að þeim þætti hverjum um sig, mörkin of þröng. Til- lögur bankanna hafi verið með megináherslum á sjávar- útvegsfyrirtækin. „Ég segi það, ég skil það mæta vel, því þar er brýnasta verkefnið að treysta fjárhagsgrundvöll- inn, en ég tek það fram, að ég hafði engin afskipti af því hvernig þeir röðuðu inn í þennan ramma. Ég mun hins vegar í samræmi við og á grundvelli ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar í upphafi, af- greiða þetta allt nákvæmlega eins og þeir lögðu til innan þessara marka.“ Viðskiptaráðherra sagði að í þessu fælist engin mismun- un af sinni háflu gagnvart iðnfyrirtækjunum. Mörg þeirra stundi starfsemi sem sé fjölþætt, og er ýmist í skjóli verndar í samkeppni eða í útflutningi. „Ég mun líta á málefni iðnfyrirtækj- anna hvers og eins fyrir sig, það er hins vegar sjálfstætt mál, og hefur ekkert að gera með þessa ákvöröun frá 20. mai.“ Hann telji mjög vel verj- andi, og reyndar bráðnauð- synlegt, á meðan erlendar lántökur þurfi að haldast, að þeim sé beint að því að treysta rekstrargrundvöll framleiðslunnar fremur en aö bæta við nýjum tækjum eða útbúnaði sem ekki sé þörf fyrir að svo stöddu. „Þetta er áherslan sem lögð var af rik- isstjórninni í málinu sam- kvæmt mínum tillögum, og ég vona að um það sé góð samstaða." Varðandi Sambandsfyrir- tækin sagði ráðherra, að sér- staklega þyrfti að líta á þau. Þau væru blönduð og væri víða mjög mikilvæg fyrir at- vinnulífið, bæði áeinstaka stöðum og fyrir landið í heild. „Ég hef hug á því, að koma til móts við þeirra fjár- hagsþarfir með þessum hætti eftir því sem þeir sjálfir ákveða. Það er ekki verið aö afhenda þeim gjafir, þetta eru heimildir til að taka erlend lán fyrir eigin ábyrgð eða fyrir mrlligöngu banka, eftir því sem þeir geta sjálfir um sarnið," segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.