Alþýðublaðið - 16.07.1988, Page 7
Laugarda’gUr 16. júlí 1988
7
Gísli Alfreðsson
í viðtali við Alþýðublaðið
UFSNAUDSYN
EINS OG
GATNAKERFIÐ
Tvennt hefur einkum þótt
fréttnæmt úr Þjóöleikhúsinu
á liðnum vetri: Annars vegar
bágborið ástand hússins og
hins vegar (árviss) umræða
um hvernig til hefur tekist á
sviðinu sjálfu.
Hvers vegna ganga sum
stykki og önnur ekki?
Er listrænn metnaður leik-
hússins ekki nægur?
Selur Þjóðleikhúsið auð-
meltanlega „pakka“: mat,
leikhús og kokkteil — og
gleymir að rækta garðinn?
Unglingarnir sækja ekki leik-
hús..
Sviðið er skrifstofa Þjóð-
leikhússtjóra við bakið á leik-
húsinu. Tjöldin að hluta dreg-
in fyrir (vegna sólar). Júlí
1988. Viðmælandi: Gisli
Alfreðsson.
ENDURNÝJUN í LEIKHÚSI
— Finnst þér, Gísli, Þjóð-
leikhúsið hafa orðið undir á
síðari árum?
„Nei. Það hefur sýnt sig að
þrátt fyrir alla fjölmiðlunina
og framboö af öllu, að við
höldum okkar hlut í áhorf-
endafjölda. Og litlu leikhóp-
arnir hafa aukið enn á að-
sóknina aö leikhúsi yfirleitt,”
segirGísli leikhússtjóri.
„Við teljum okkur ekki vera
í samkeppni viö þessa hópa,
enda förum við aðra leið, er-
um með stærra svið og get-
um þannig nýtt okkur mögu-
leika á viðameiri sýningum
en litlu leikhúsin ráða við.
Framboðið í bænum verður
þar með fjölbreyttara en ella.
Litla sviðið gegnir því hlut-
verki að efla íslenska leikrit-
un, en á undanförnum árum
höfum við eingöngu verið
með íslensk verk þar.“
— Var ekki bjartsýnin of
mikil á sinum tima, þegar si-
fellt fleiri leikarar voru ráðnir
að leikhúsinu?
„Endurnýjun er nauðsyn-
leg. Ungir leikarar koma fram,
sem hafa sitthvað fram að
færa, og þeir verða auðvitað
að fá sín tækifæri."
— Hafa þeir fengið þau?
„Vissulega hafa mjög
margir fengið tækifæri, en
vitanlega fá ekki allir sín
tækifæri. Þannig er það alls
staðar, valið fer fram og hluti
af þeim, sem Ijúka námi,
kemst ekki áfram. Því miður
tekur markaðurinn ekki við
þeim, en ég tel þó að ástand-
ið sé betra hér en víða ann-
ars staðar.“
— Er ekki samt stór og
mikill kjarni, sem hefur fylgt
Þjóðleikhúsinu, sem situr
fyrir og of litil hreyfing er á?
„Vissulega er kjarni fyrir en
hann er ekki stór. Framlag
þessa hóps hefur minnkað
með árunum, en full þörf er
fyrir þetta fólk — bæði er
þetta sá grunnur, sem leik-
húsið byggir á og hefur ýmis-
legt fram að færa til hinna
yngri leikara, og svo þarf leik-
ara á öllum aldri, eins og gef-
ur að skilja.
Þessi kjarni, sem þú kallar,
er ekki nema um 10 manns.
Það fólk hefur verið hér frá
upphafi, og er okkar leiklist-
arkjarni sem tengir okkur við
fortíðina."
HARMLEIKUR MEÐ LEIKTJÖLD
— Er skilningur yfirvalda
jafn mikill nú og þegar leik-
, húsið hóf göngu sina á sjötta
áratugnum? Skynja þau aö
þetta er þjóðleikhús lands-
ins?
„Já, ég hef það mjög á til-
finningunni. Hins vegar verð-
ur að segjast eins og er að
það er minni skilningur á því
að leikhús má ekki staðna.
Það verður sífellt að endur-
skoða og þróa, og ég hef haft
mikinn hug á því að gjör-
breyta rekstri Þjóðleikhúss-
ins.
Það kostar peninga, en
myndi skila sér í hagkvæmari
rekstri, þegar fram i sækir.
Þetta byggist fyrst og fremst
á því að það sé skylda þjóð-
leikhúss að eiga sýningar á
lager: Sýningar eins og
Gullna-hliðið, Fjalla-Eyvind,
Galdra-Loft og Islandsklukk-
una, sem eru okkar klassik.
Heldurðu ekki að það væri
munur aö geta leikið íslands-
klukkuna 5-10 sinnum á
hverju ári, en hún er náms-
Vidtal
Þorlákur
Helgason
efni í öllum skólum landsins.
Það eru alltaf að koma nýj-
ar kynslóðir, sem ekki hafa
séð þessi verk, og það líður
alltof langurtími milli þess
að þessi verk eru sett á svið.
Öll sambærileg leikhús í
Evrópu eiga óperur og klass-
ískar sýningar á lager. Ég tala
nú ekki um, ef það er þjóðar-
klassík."
— Hvaö áttu viö meö aö
eiga þær á lager?
„Þau eiga búninga, leik-
tjöldin og leikararnir eru til-
búnir að fara í hlutverkin með
stuttum fyrirvara. Þessar sýn-
ingar eru settar upp æ ofan í
æ, þó að þær séu ekki sýnd-
ar nema 5-10 sinnum á hverju
leikári.
Það er gaman að geta
þess að í Grímudansleik,
einu allra dýrasta verki, sem
hefur veriö sett á svið, feng-
um við búninga á kórinn og í
minni hlutverk úr Sviþjóð.
Svíarnir höfðu notað búning-
ana frá 1956 eða í 30 ár.
Óperur eru oft geymdar og
ekki sýndar nema 10 sinnum,
því að erlendir afbragðs
söngvarar ráða sig ekki til að
syngja 30-40 sinnum eins og
hér er gert. Þetta gerir það
að verkum að við eigum ekki
oft kost að fá stórsöngvara.
Þessu væri gaman að
breyta, en Þjóðleikhúsið var
ekki hannað með þetta fyrir
augum. Okkar leiktjalda-
geymslureru öskuhaugarnir.
Leiktjöldin lenda á öskuhaug-
unum, þegar sýningum lýkur,
vegna þess að við höfum
engar geymslur. Búningarnir
liggja undir stórskemmdum
vegna þrengsla. Hver tryði
því aö leiktjöld væru gerð
niðri i iðrum jarðar undir
Þjóðleikhúsinu, því næst
væru þau söguð niður hæfi-