Alþýðublaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.07.1988, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 16. júlí 1988 kynslóðin leið á lífinu Danskir geðlæknar segja „68-kynslóðina“ hálf von- lausa. Hún ólst upp við bjart- sýni velferðarríkisins, þegar allir gátu gengið menntaveg- inn og fengið vinnu, eða hvílt sig og virt og notið dásemda lífsins. En þeir sem lifðu sín unglingsár á 7. áratugnum lærðu ekki að taka ábyrgö á eigin lífi. „Þau geta ekki ráð- ið við vandamál eða axlað ábyrgð í dag, og sum gefast upp á lífinu," segir Unni Brahe á geðdeild sjúkrahúss- ins í Óðinsvéum. Danir uppíifa bylgju sjálfs- morða. í fyrra frömdu 1465 Danir sjálfsmorð, en miðað við sömu dánartíðni og á ís- landi ætti fjöldinn að vera um 400. Aðeins í Ungverja- landi eru sjálfsmorðatölur hærri hlutfallslega í Evrópu, en á eftir Danmörku kemur Austurríki í þriðja sæti. Það er lítt vitað um ástæð- ur sjálfsmorða, en þó er talið að atvinnuleysi, slæmur efna- hagur fjölskyldna eða skiln- aður foreldra hafi ekki eins mikið að segja og áður. Nú hallast læknar fremur að því að vonleysi um að geta leyst úr vandamálum og hafa ekki náð fram í samfélaginu, hafi meira að segja, ef finna á or- sakir sjálfsmorða á íslandi. í Danmörku fremja næst- um jafn margar konur sjálfs- morð sem karlar, en tölur af íslandi eru öðruvísi. Sam- kvæmt upplýsingum Hag- stofunnar frömdu 154 sjálfs- morð á árunum 1981-1985, en þar af voru konur einungis 21 en karlarnir 122. Engin stúlka -'undir tvítugu er þar meðal en 16 drengir skárðir og á aldrin- um 20-29 ára voru konur 4 en karlar 28, eins og fram kemur í töflunni á síðunni. Sé litið yfir tölur siðustu ára kemur í Ijós að 1984 er fjöldinn mest- ur, og eru uppi getgátur um að afnám lánskjaravísitölunn- ar 1983 hafi komið illa niður á fjölskyldum, og jafnvel með þeim afleiðingum að menn hafi fyrirfarið sér, út af hús- næðisbasli og skuldasúpu. Magnús Skúlason geð- læknir segir í viðtali við Al- þýðublaðið að nokkuð hafi menn reynt að rýna í tölur á íslandi, en það þurfi kannski ekki miklar rannsóknir til að sjá að botnlaus vanlíöan, óhamingja, sambandsleysi, tilfinningaleysi, einmanaleiki og sektarkennd um að hafa ekki staðið sig, hljóti að vera þættir sem hafi áhrif á þann harmleik sem fylgi sjálfs- morðum. En það sé erfiðara að geina orsök, þar sem ekki sé auðvelt að grípa eitt atriði. „Hvað er t.d. vanlíðan?" segir Magnús. „Það þarf heiðar- lega sýn á samfélagið ef við viljum betrumbæta um- hverfið: sinnum við t.d. börn- um?“ Magnús Skúlason er á því að starfsfólk á geðheil- brigðisstofnunum þurfi frekar en hingað til að gefa sig að fyrirbyggjandi starfi. Hið Ijúfa lif við gosbrunninn á Strikinu er liðin. Fleiri og fleiri úr „68-kynslóöinni“ sjá engin úrræði í lifinu og fyrirfara sér. Sjálfsmorð á íslandi 1981-1985. Konur Karlar Yngri en 20 ára 0 16 20-29 4 28 30-39 5 22 40-49 6 11 50-59 12 18 60-69 4 9 70-79 1 17 80-84 0 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.