Alþýðublaðið - 16.07.1988, Qupperneq 20
ZO'
T
(timr
A SVIÐIOG
UTAN
Eyvindur Erlendsson
skrifar
ÖLFUSHUIÓMKVIDAN
Akkúrat þessa stundina
hafa allir draumar orðið aö
veruleika.
í fyrsta lagi sit ég við rit-
vélina, einn og ótruflaður í
húsi mínu. Húsið er í full-
komnu lagi og ég er í lagi:
hitaveitan ekkert biluð, sím-
inn borgaður, engin hurð eða
gluggi af hjörum og rukkana-
kassinn tæmdur í gær.
Skrokkurinn gigtarlaus, haus-
inn áhyggjulaus og augun
full af mjúkri, grænni birtu
sumarsins. Utan við glugg-
ann minn breiðir Ölfusið úr
sér, grasi vafið, angandi af
töðulykt, ómandi af léttum
hlátri barna að leik í heyjun-
um langt í burtu. Einn bænd-
anna ræktar tenór í laumi og
syngur á traktornum þegar
hann heldur að enginn heyri
til. Sjálfur heyrir hann það
ekki fyrir vélargný. Ég heyri
það hins vegar innum opinn
gluggann minn, — tíu kíló-
metra í burtu.
Hlýr vindurinn feykir þung-
um blómsturilmi úr garðinum
inn um gluggann. Þar anga
líka bjarkir, greni, ösp og
fura. Nýslegið gras. Maríu-
erla. Húsmóðirin slær flötina
og rakar í hrúgur. Hún er ekki
heima núna. Hún er farin út í
sveit að leggja vegi. Eöa rétt-
ara sagt; hún er að fóðra
karla sem leggja vegi. Hún
treður þá út eins og jólagæs-
ir, svo að þeir verði stórir,
sterkir og duglegir að leggja
vegi. Þá verða túristarnir allir
svo fjarska glaðir. Þeir bruna
og bruna um alla góðu veg-
ina hamingjusamir og syngj-
andi eins og börn. Rykmökk-
urinn nær út á haf!
Kindur á beit í vegkantin-
um. Hvítar og prúðar.
Mikið eru þær fallegar
greyin. Já vel á minnst, ég
þarf að skrifa sérstaka grein
um ræktun þjóðvegasauðfjár.
Það er áríðandi og má ekki
gleymast. Menn gætu gert þá
þjóðhættulegu skyssu að út-
rýma því í athugunarleysi og
fljótfærni án þess að athuga
hvílíkt þjóðþrifastarf Þjóð-
vegarollan vinnur með því að
bíta niður grasið í vegköntun-
um, sem annars safnaði að
sér snjó og gerði vegina
ófæra á vetrum. Auk þess
sem hún heldur aga á um-
ferðinni, dregur úr aksturs-
hraðanum með því að vera sí-
fellt að skjótast óvænt inn á
veginn. Sennilega bjargar
hún með þessu, mannslífum
í stórum stíl. Nótéra þetta.
En slíkri grein fer maður
ekkert að spandéra fyrr en
vetrar á ný og kyrrist og
menn eru aftur farnir að lesa
blöðin af þeirri heimspeki-
Nú blánar landið undir bleikum mána;
blómgrasaheiðin undir snjónum sefur,
húmnóttin dökk i húsi mínu tefur,
hviklátir vindar sveipa mjöll um gljána.
Og gljáin teygist millum grárra fjalla;
glitrandi svellum hallar ögn í vestur,
haustkvíðans fugl á húss míns þök er sestur,
hávaðalaust í myrkurvötnin falla,
og þjóðvegur númer eitt fer þangað líka;
þúsundir vagna um hann stöðugt renna
þangað sem ærslin kvölds- í eldum brenna.
Eitt sinn mun ég halda vestur lika,
en langar austur, þar sem Ijós þitt dvín,
Ijúfust og einust árdagsstjarnan mín.
legu yfirvegun sem vetri til-
heyrir en er sumardögum,
eins og þessum, fjarri.
Þjóðvegur númer eitt ligg-
ur rétt fyrir ofan húsið mitt.
Ölfusá rétt fyrir neðan. Mikill
er sá straumur báðum megin.
Hér kemur kvæði sem ég
orti í haust er leiö og ætlaöi
að láta prenta í skáldaárbók-
inni þeirra hjá íhaldinu en
þeir vildu það ekki. Þeir eru
nefnilega orðnir svo pró-
gressívir þar. Þeir vilja ekki
íhaldsleg kvæói! Þá langar
að vera „Rauðir pennar"!
Þetta var kveðið undir
fyrstu almennilegu frostum
og snævarþekjum vetrarins.
Allir dagar rökkur. En straum-
urinn eftir þjóðveginum óslit-
inn, til vesturs, sem og
endranær.
En nú er, sem sagt, sumar
og klukkan orðin sex að
kvöldi og sonur minn kominn
heim frá vinnu sinni í frystin-
um hjá SS, búinn að setja
stóreflis steikur yfir eldinn
og farinn að spila lagið um
hana Elísu eftir gamla góða
Ludovík Fan á píanóið.
Gaman hvað heimurinn er
orðinn menntaður, ekki síst
hérna í Ölfusinu: ungir menn
koma heim frá vinnu i slátur-
húsinu, setjast beint við flyg-
ilinn og renna Bethoven fram
úr fingrunum eins og ekkert
sé.
I mínu ungdæmi voru
menn undireins stimplaðir
snillingar ef þeir spiluðu
svona á flygil og bannað að
vinna hjá SS.
Þannig er nú það sko, eins
og Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamáleráðherra á þeirri
tíð sem tekið var mark á slík-
um mönnum, var vanur að
orða það: það er gaman að
skáldskapnum. Hann hleður
menn orku. Sennilega væru
Austfirðingar betur settir
með orkubúskap ef þeir
gættu þess að viðhalda
skáldskap í byggðunum held-
ur en þótt þeim tækist að
virkja Lagarfljót allt.
Það er meir að segja gam-
an að sorglegum kvæðum.
Það getur verið svo ágætt að
hafa yfir napurleg haust- og
vetrarkvæði um mitt sumar.
Það gera andstæðurnar.
Þær virka svo vel saman.
Þetta hafa menn löngum
vitað, samanber þá hjá Rík-
inu, sem kölluðu nýja brenni-
vínið sitt Eldur-ís og létu
prenta nafnið með tveim jafn
andstæðum litum, bláum og
rauðum.
Ennþá klárari voru þeir á
þessu hjá Ríkinu í gamla
daga þegar þeir létu prenta
alveg rosalega dramatíska,
dökka miða utan á hið Ijósa
og tæra Lífsins vatn:
„SVARTI DAUÐI“.
Þetta er geníalt!
Þetta er sko að vera skáld!
Ósköp spriklar í manni sál-
in.
Nú er sólin komin beint í
vestur. Aldrei er landið feg-
urra en svona, undir sól að
sjá. Glugginn minn snýr í
vestur. Hvílíkt skuggaspil!
Hvílik grænka! Hvílikur ilmur
og hvílíkur tenór, Drottinn
minn, hvílíkt land! Og alltaf
skal það, einmitt þegar það
er búið að hálfmurka úr
manni lífiö með rysjuveðrum
sínum, garðára og efnahags-
hallærisgangi, demba yfir
mann svona og öðrum eins
yfirþyrmandi dýrðardögum.
Hins vegar er ég jafnviss
um að það verður kominn
rosi þegar þessi grein birtist.
Svo kemur hafísinn og drepur
allt. Andstæður!
Fósturland skáldskapar og
— skáldskapur sjálft.
Sko, þar er sonur minn, SS-
maðurinn, hættur við draum
Elisu og rokinn út í skúr með
strákunum. Þeir eru að æfa
band. Þeir spila á kránni um
helgar. Duglegir drengir.
Þjóðin flykkist „á þá“. Þeir
kalla sig „Ottó“. Það er
skrípakarl í útlöndum.
Nei og hvað heyrist nú? Er
þá ekki annar byrjaður með
Ludwig gamla Fan, í útvarp-
inu: Jasha Haifets. Sónata i
F. Blessaöur strákurinn. Nú
dríf ég mig út og eys köldu
vatni yfir trén. Já, best að
fara undir bununa sjálfur.
Einhvern aga verður að
hafa!
Gaman hvað
heimurinn er orð-
inn menntaður,
ekki síst hérna í
Ölfusinu: ungir
menn koma heim
frá vinnu í slátur-
húsinu, setjast
beint við flygilinn
og renna Bethov-
en fram úr fingr-
unum eins og
ekkert sé.