Alþýðublaðið - 16.07.1988, Síða 21

Alþýðublaðið - 16.07.1988, Síða 21
U^gar,d ag^r 1,?,v $§8 i 27k’ MENN EIGA AÐ SPARA STÓRU ORÐIN segir Guðmundur Magnússon aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Haft var samband við Guð- mund Magnússon, aöstoðar- mann menntamálaráðherra, og hann spurður af hverju ekki hefðu verið gerðar athugasemdir um vanhæfni dómnefndar eftir að gerðar voru breytingar á henni fyrr en eftir að dómnefndarálitið lá fyrir. „Þaö var ritað bréf til deild- arinnar og kvartaö yfir því aö nefndin sé vanhæf vegna þeirra þriggja manna sem skipaöir voru í upphafi. Svar deildarinnar var að vísa þessu á bug og málinu var þar með lokið. Síöan var ekk- ert samband haft viö Hannes Hólmstein né lögmann hans í þessu máli. Allt annaö í málinu fréttir hann utan að sér. Hann var ekki spurður um það hvort Siguröur Líndal eða Jónatan Þórmundsson ættu aö fara í nefndina. Rektor skipaöi mann í hana án nokkurs samkomulags viö Hannes,“ sagöi Guömundur. — Hefði það ekki verið óeðlilegt að gera samkomu- iag við einn umsækjanda hverjir skyldu vera í dóm- nefnd? „Ég er alls ekkert aö tala um það hvort þaö sé eðlilegt eöa ekki. Þetta er honum algerlega óviðkomandi. Eina sem hann hefur í höndunum er það aö deildin hafnaði algerlega hans málflutningi og lögmanns hans og vísaði því á bug.“ — Nú telja þeir Sigurður Líndal og Jón Þórmundsson lagaprófessorar að þeir hafi hnekkt með lagalegum for- sendum þessum málflutningi lögmanns Hannesar ? „Vió teljum aö rök þeirra séu ekki fullnægjandi og vís- um til fyrri greinagerða um tengsl þessara manna. Viö sjáum ekki ástæöu til aó fara út í karp um þessi einstöku atriði að svo stöddu. Viö vilj- um bara siá hvernig málin þróast. Ég held að menn eigi að spara stóru orðin i þessu máli.“ _ —■ Úr því að þið leituöuð álits utanaðkomandi aðila, þvi lögðuð þið ekki fram verk allra umsækjenda? „Þaö var leitað álits fyrst og fremst á því atriði hvort doktorspróf Hannesar frá Oxford háskóla og menntun hans fæli í sér hæfni til aö kenna byrjendum almenn- ustu undirstööugreinar í stjórnmálafræöi. Þaö var því ekki verið aó skipa nýja dóm- nefnd heldur eingöngu leitað álits um þetta atriöi.“ — Þetta ál i t sker þá ekki úr um hvort Hannes er hæf- astur til að gegna stöðunni? „Ju, því hann er sá eini doktorinn í hópi umsækj- enda. Þaö var ekki veriö að leita álits um hæfni hinna til að gegna þessari stööu, heldur einungis veriö aö leita úrskurðar um eitt atriöi sem varðaði Hannes sérstaklega vegna þessarar furöulegu niöurstöðu um aö hann væri hæfur aö hluta sem ég hygg aö sé einsdæmi í dómnefnd- aráliti.“ — Er úrskurður fyrrverandi kennara Hannesar hlutlaus, þegar þeir hafa sjálfir hags- muna að gæta í málinu? „Við höfum ekki á neinn hátt reynt aö leyna því aö þetta er kennari Hannesar, það var leitaö til hans þess vegna en ekki þrátt fyrir þaö. Það heföi ekki verið hægt aó leita til neins annars manns um þetta atriði vegna þeirrar einstæöu þekkingar sem hann hefur á umsækjanda.“ — Er ekki um vanhæfni að ræða í þessu tilviki eins og i tilviki dómnefndarinnar? „Vanhæfnisatriöi dóm- nefndarinnar er af öðru tagi. Hún var fengin til að meta umsækjendur algjörlega á allan hátt, en hérerein- göngu veriö aö spyrja um eitt atriði malsins. bpurningar ar því tagi sem dómnefndin hef- ur komið meö bendir til þess að hún er aö átta sig á þvi að þaö geta skapast vanhæfnis- ástæöur inna Háskólans vegna tengsla. Þaö er ekki verið aö áfellast dómnefndar- menn hvorki sem fræóimenn eða einstaklinga, heldur aö benda á tengsl þeirra í þessu máli. í okkar þjóðfélagi búum við við það að menn verða aö víkja úr dómarasæti vegna „Við teljum að rök (agaprófessor- anna séu ekki fullnægjandi." Guðmundur Magnússon, aðstoð- armaður menntamálaráðherra. tengsla. Viö þessu er ekkert aö gera því aö deilurnar um Hannes eru um garö gengn- ar.“ — I bréfi sinu til háskóla-1 ráðs vitnaði menntamálaráð- herra í predikun Jóns Vidalín um reiðina. Er það tilviljun að Hannes Hólmsteinn vitnaði í þennan sama kafla i útvarpi um svipaö leyti? „Ég heyrói þetta einmitt i útvarpi aö þaö var verió aö bera þetta saman aö Hannes haföi nefnt þetta og síðan ráöherra einnig, og mér finnst þetta satt að segja ekki til marks um annaö en hlutdrægni íréttamanna aö halda að þaö hljóti aö vera 'einhver orsakatengsl þar á milli. Ég kannast ekki einu sinni viö aö nokkur samtöl milli ráöherra og Hannesar hafi átt sér staö eftir að skip- að var í lektorsstöðuna. Þetta er því hrein tilviljun. Hannes Hólmsteinn er vel aö sér í ís- lenskum bókmenntum og þaö er ráöhera líka, og þetta er einn frægasti texti um reiðina og ekki skrýtiö þó aö báóir vitni í hann.“ FREKARI VIÐRROGÐ KOMA f LJÓS f HAUST segir Þórólfur Þórlindsson forseti Félagsvísindadeildar Dómnefndarmenn sem fjölluðu um veitingu lektors- embættisins hafa sent frá ' sér greinargerð þar sem gerðar eru athugasemdir við bréf menntamálaráðherra til háskólaráðs, þar sem ráö- herra reynir að hrekja rök dómnefndarinnar fyrir van- hæfni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar i stöðu lektors. Alþýðublaðið hafði samband viö Þórólf Þórlinds- son deildarforseta félags- vísindadeildar og spurði hann i hverju þessi greinar- gerð væri fólgin? „Ráðuneytiö hefur alltaf lagt megináherslu á forms- atriöi þessa máls. í þessari greinargerð er sýnt fram á að ekkert er athugavert við skip- un dómnefndarinnar lagalega séö. Álitiö hefur nú verið lagt fram og ég held aö þaö sýni svart á hvítu aö ekki var um neina hlutdræga dóma aö ræða, þaö eru efnisleg atriði sem þar eru dregin fram um vinnubrögö umsækjenda. Ákvöröun Félagsvisindadeild- ar var því byggð á efnislegum rökum. Hver og einn sem hefur dómnefndarálitiö í höndum, sér aö þar var kom- ist aö rökstuddri niðurstöðu sem stenst efnislega." — Er vilji fyrir hendi af hálfu háskólamanna að leggja þetta mál aftur fyrir dóm? „Ég skal ekkert um það segja, ég hef ekki hugleitt þaö. En persónulega finnst mér aö viö höfum staðiö þannig aö málinu aö viö höf- um ekkert að óttast, og ætt- um því óhræddir aö geta lagt þetta mál undir dóm hvers og eins sem er tilbúin aö kynna sér þetta mál.“ — Er einhver tilbúinn til að vera i dómnefnd af hálfu Háskólans ef að ráðherra virðist geta tekiö geðþótta- ákvarðanir óháð dómi þeirra? „Margir hafa velt þessu fyrir sér í framhaldi af þessu máli, hvort það sé þess virði aö gefa sig út í dómnefndar- störf. Þetta eru vandasöm störf og alveg sérstaklega vanþakklát. Eg vona aö þetta verði eina tilfellið af þessu tagi og aö aldrei aftur verði gengiö fram hjá faglegu áliti dómnefndar á þennan hátt. Þetta hefur fyrst og fremst snúist upp í árás á þá menn sem í dómnefndinni störf- uðu, en þeir hafa sinnt þess- um störfum sínum aödáunar- lega vel.“ — Hvaða afieiðingu getur þetta haft fyrir deildina? „Þaö er ennþá spurning um hvaö Hannes kemur til meö að kenna. Nemendur í stjórnmálafræöi hafa fariö fram á aö þeir yrðu ekki skyldaðir aö sækja námskeiö í stjórnmálafræði hjá Hann- esi þar sem hann hefur ekki fengið hæfnisdóm til aö kenna á þessu sviði. Deildin hefur fallist á þessi sjónar- miö nemenda. Deildin hefur úr litlu fé aö spila og þaö hefur vantaö upp á aö viö gætum komiö til fulls til móts viö þarfir nemenda. Nú þegar okkur er úthlutuö ein staða sem veröur okkur gagnslítil þá er óhjákvæmi- legt aö sú vinna lendi á öör- um, og eykur álag á þeim. Okkur munar um hvern kenn- ara sem kemur til starfa við Háskólann og vinnur þar þarft starf. Frekari viðbrögö af hálfu deildarinnar munu koma í Ijós í haust.“ — Hvað finnst þér um af- stöðu fjölmiöla i þessu máli? „Frá upphafi var þaö Ijóst að við ættum mikið undir starfi fjölmiðla í bessu máli „Dómnefndarálitið sýnir svart á hvítu að ekki var um hlutdræga dóma að ræða.“ Þórólfur Þór- lindsson, prófessor. Ég hef aldrei efast um aö viö hefðum góöan málstaö en ég óttaðist þaö að vió gætum orðið undir í fjölmiölastriöi. Þetta er flókió mál fyrir þá sem utan Háskólann standa og erfitt aö brjóta þaö til mergjar. En eftir því sem á málið hefur lióió hef ég áttaö mig á því aö íslensk blaða- mannastétt fylgir fyrstu grein í háskólalögunum eins og við, um aö leita sannleikans. Þetta mál hefur snúist mikið um frelsi Háskólans til aö stunda rannsóknir og kennslu sé grundvallaratriði í vestrænu lýóræöisþjóöfélagi. Frelsi til rannsókna og kennslu, og til aö velja sér hæfustu starfsmennina á að setja á bekk með málfrelsi, þrískiptingu valdsins, og síó- ast en ekki síst með frjálsri fjölmiölun." Kjörbók Landsbankans Fyrirmynd annarra bóka. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.