Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 6
6
f
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 2. nóvember 1967
Jæja, þá er Esjan í öliu sínu
veldi og tignarleik komin inn
\ tónfoókmenntir þjóðarinnar,
og munu flestir, a.m.k. við sem
eigum hana að granna, fagna
því og telja að hún eigi það
mcð sóma skilið.
Og hvernig samir svo Esjan
sér i tónum? Er hún ef til vill
ems og fjólublár draumur, eða
hrímköld eins og þessa haust-
daga. Er hún íslenzk, eða ef
til vili alþjóðleg? Þessum spurn
íngum verður sennilega ekki
svarað fyrr en verkið verður
til flutnings tekið, en við höf-
um i'engið höfund þess, Karl
O. Runólfsson til að leysa ör-
xítið frá skjóðunni.
— Ja, Esjan, — segir hann.
— Hún hefur alltaf haft góð
álhrif á mig og ég á henni margt
og mikið að þakka. Þetta er
fagurt fjall og tignarlegt, og
eg hef aíltaf verið þeirrarlÉkoð
unar, að eitthivað mikið byggi
í henni. Það kom mér því ekki
á óvart, þegar dulspekingur
cinn sagði mér, að vemdar-
vættur Reykvíkinga byggi í
henni vestamverðri.
— Eruð þér trúaður á slíkt?
— Ég veit að það er ýmis-
iegl til fleira en það sem al-
menningur sér og skynjar.
Ekki svo að skilja, að ég sjái
það sjálfur, ég hef aldrei séð
Jrauga huldufólk eða verndar
vætti, en ég veit af þessu öllu
saman í kringum mig. Ég hef
nefnilega sjötta sans og fer
eftir honum.
— Er ekki nauðsynlegt fyrir
iislamenn að hafa sjötta sans?
— Ég er nú hrædur um það.
Við verðum að vera afar næm-
ir á það. sem er að gerast í
Kringum okkur, jafnvel hinum
megin líka. Stundum finnst mér
eg vera undir áihrifavaldi æðri
efia, einkum þegar einhver
hugmynd er að brjótast um í
kollinum á mér, þegar ég er að
semja. Þa er ég í einhvers kon-
ar dásvefni, sé ekki með aug-
unum, og þegar ég horfi i átt
að Esjunni, þá sé ég hana alls
ekki, sé ekki einu sinni Esjuna.
Eins og barnshafandi
kona
— Annars veit ég ekki hvað
eg i um verkið að segja, ég
'■•eit ekki einu sinni, hvar upp-
aafið x þvi er, en þetta hefur
orotizt um í mér lengi, lengi.
Einu sinni, á árunum 1948—’50
aringdi til mín kunningi^ minn
tí;nn, gamall og gróinn. Ég var
pá ekki heima, ég var þá sem
oftai úti við Kassagerð að
góna a Esjuna. Ég hitti hann
um kvöldið og sagði honum
nvar ég hefði verið, og þá sagði
aann: — Þú ætlar þó ekki að
fara að yrkja um Sundin blá
og Esjuna Kannski hefur þetta
■rerið upphafið.
- Þegar ég er að semja, og
hugmyndirnar brjótast um í
mér. svo að ég hef varla nokk
uð vald yfir þeim, finnst mér
eg stundum vera eins og kona,
sem gengur með barn. Áhrifin
err ákaflega lík, að ég held,
manni finnst þetta í senn dá-
samlegt og hræðilegt. Þetta
vex og vex, maður getiur ekki
iosað sig uridan því, þótt mað-
ur feginn vildi. Verst er þetta,
þegar hugmyndirnar eru í þann
veginn að mótast og taka á sig
sköpulag, en svo, þegar verkið
er fullskapað, líður manni dá-
samlega.
Fyrir þremur eða fjórum ár-
um samdi ég fyrsta kaflann af
yerkinu, þann fyrsta af fjórum.
Eg var hálfpartinn að hugsa
um að láta hann standa sjálf-
stæðan, en eins og þér ef til
viii vitið, er hið upprunalega
form sinfóníu aðeins einn kafli.
Þetta var eiginlega bein in-
spiration af Esjunni, hugmynd
s, sem höfðu hrannast upp
hjá mér. Ég lét kaflann ósnert
an lengi vel, og kallaði hann:
Sinfónískur óður til hins mag-
íska fjalls Esja. En svo tóku
nugmyndirnar að sækja á mig
aftur, og ég ákvað að lengja
verkið upp í þrjá kafla. En
það er eins og ég segi, maður
er ekki ráðinn til þess að gera
pað sem maður ætlar að gera,
og það fór svo, að verkið sner-
ist allt í höndunum á mér,
tyrsti kaflinr. varð fjórði kaf! j
og kaflarnir þar af leiðandi
okki þrír, heldur fjórir. Ég hef
ekki fulllokið við þriðja kafl-
ann, en hann er að mestu leyti
byggður upp á rímna- og víki-
vakastefjum, og því talsvert
þjóðlegur. Esjan er kannski
mest í fjórða kaflanum, en inn
1 þá alla fléttast þættir' ár dag
legu lífi fólksins, lifsbarátta
bess, gleði og sorgir. Annars
er allsendis óvíst, að ég kalli
verkið því nafni sem ég gaf
tyrsta kaflanum, eða öllu held-
úr fjórða kaflanum. Kannski
Kalia ég þetta bara sinfóníu
í f-moll, en það er líklega
skemmtilegra að láta nafnið
haldast.
Þegai verkið er fulisamið,
eða ég hef kornið nokkurn veg-
inn föstu formi á það, er þó
mikil vinna eftir, það er ..instrú
menteringin“ eða raddsetning
fyrir hin einstöku hljóðfæri og
þegar maður vinnur áð því,
bætast oft heil ósköp við verk-
ið. Þetta er hin eiginlega
sinfóníska sköpun.
Innri heyrn og
eiektróník
— Nú hlýtur að vera óskap-
æga erfitt að raddsetja sinfón-
íu fyrir stóra hljómsveit, og
purfa að heyra þetta allt inni í
:-er, en geta ekki prófað sig
áfram með hvert einstakt hljóð
færi.
— Nei, nei, þetta kemst allt
upp í vana, og það skiptir mjög
miklu máli fyrir tón-
skáld að vera sem óháðast
hljóðfærum, getað bara heyrt
betta inm í sér og skrifað nið-
ur. Ég hef alla tíð verið hljóm-
sveitarmaður, — ekki sójisti.
Þegar ég er korninn í hljóm-
svcit, jafnvel lúðrasveit, er ég
kominn heim, og þá læt ég
öiium illum látum. Þetta geng-
ur ekki eins vel, ef ég á að
spila sóló. Kannski er þetta
íeimni, jú,. líklega ér þetta
tcimni, nerösítet og allur fjár-
.nn, en þetta hefur orðið til
>ess að eg hugsa verkin frá upp
hafi til flutnings af hljómsveit
en ekki fyrir sóló-hljóðfæri.
Svo hefur þetta orðið til þess
ið ég þekki hljómsveitirnar,
þekki möguleika þeirra og geri
mcr grein fyrir hljóðfæralitn-
um.
Já, það er dálitið skrýtið,
við tónlistarmenn tölum, köli-
um hin ýmsu blæbrigði hljóð-
færanna liti, en myndlistar-
■nenn tala aftur um tón i mál-
verkum. Þetta á svo býsna
margt sameiginlegt. Tónheimur
inn er misjafn og bundinn við
lit og litbrigði. Við tölum um
lixasinfóníur og þær eru ekk-
eif annað en leikur með hin
ýmsu hljóðfæri, nokkurs kon-
ar glettur. Og upp úr þessum
glettum er sennilega elektrón-
isk tónlist sprottin. Það er nú
varla hægt að kalla hana tón-
iist, heldur miklu fremur hljóð
hst En úr því að við erum að
xaia ’ um liti í sambandi við
tóna, þá get ég sagt yður, að
ýmsir dulspekingar hafa tjáð
mér, að þeir sjái alla tónlist
fyrir sér í litum, heilar lita-
borgir. hallir, fjöli og fleira.
— En hvað með elektróník-
ina, eruð þér ekkert hrifinn af
henni?
— Nex, ég er ekki hrifinn
af elektróník sem sjálfstæðri,
eins og hún hefur þróazt, get-
Ui hún varla staðið sjálfstæð,
er. er hms vegar prýðilega fail
in tii flutnings með kvifcmynd-
um og sem prógram-músik.
Þetta er eiginlega gjörbylting
í músik og í kringum hana get
ur' safnazt mikið af tízkufólki,
sem veit ekki hvað það vill, en
vill eitthvað, eitthvað nýtt. Ég
er alls ekki á móti nýjungum
í tónlist, þær eru auðvitað nauð
synlegar, en ég held, að þetta
tali ekki til fjöldans. Jú, ég
hef nú gaman af sumu í þessu
er. annað er nú helvítis moj..
Pað gegnir allt öðru máíi með
atómmúsik, impressíonisma og
hvað þetta heitir allt saman.
■?að styðzt þó að meira eða
minna leyti við eldri stefnur
í músik, það sem maður þekkir.
og sömu hljóðfærin eru notuð
tii flutnings. Það hafa að vísu
verið notuð venjuleg hljóðfæri
samhliða rafmagnstækjunum í
exektróník, en mér finnst það
!jara alls ekki eiga saman. —
CJngu tónskáldin eru líka óðum
að hverfa frá því, og ég held
að það sé rétt stefna, — af
tvennu illu kannski. Það er
auðvitað ekki rétt að dæma
r-inhverja stefnu til dauða, áð-
ui en hún hefur náð að þróast