Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 14
14 FIMMÍ'UDAGUR 2. nóvember 1967 V TÍMINN LAUS STÖRF Fyrirhugað er að ráða 2—4 starfsmenn við Sund- laug Kópavogs, konur og karla. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. nóv. n.k. 1- nóvember 1967 Bæjarstjórinn í Kópavogi BÆJARSTARFS- MENN SEMJA EJ-Reykjaivík, miðvikudað. í nótt var gemgi® frá nýjum kijar,asamningum við bæjanstartfs menn í nokknum bæjum, m. a. Kópaivogi, Kefiavik, Akranesi og Viestmannaeyjum. Einnig hefur verið sarnið við bæjarstarifsmenn í Reykjiavík og gildir sá samning ur í 2 ár. Eru samningarnir undir ritaðir með fyrirvara um sam- þyikki félagsfunda. Samningar þessir, sem gilda frá 1. desember 1967 fela í sér litlar sem engar breytingar. í Reykjavik voru nokkrir starfs hópar fluttir uþp um einn fioikk, þ. e. hjúikrunarkonur, strætis- vagnab'ílstj'órar og nokkrir fleiri aðilar, samtals um 260 manns. Svipaðar breytingar voru gerðar hjá bæjarstgrfsmönnum-, í öðrum bæjum. BRUNI Framhald af bls. 16 hægt að ráðast að eldinum frá öHum hliðum. Náérliggjandi hús voru þvi aldrei -í mikilli hættu, og það sem vkrnaði því að eldurinn ógnaði Aðalstræti 7 hættulega, var að góður brandveggur er á norðurgafli hússins númer 9. ^ Aðalstræti 9 er mjög stórt' timburihús, en það stendur sjálf stætt og er því ekki eins hættu legt í bruna og mörg önnur timburhús í horginni. Rúnar Bjamason slökkviliðs stjóri og Gunnar Sigurðsson , varaslökkviliðsstjóri sögðu í dag að það hefði bjargað miklu hve húsið var mikið hólfað í sundur, og að allar dyr og giuggar vorit lokaðir. Þeir sögðu að um klukkutíma eftir að slökkvistarfið hófst, hefðu slöjtkviliðsmenn verið búnir að ná tökum á eldinum, og útséð var þá um að eldurinn myndi ekki breiðast út í næstu hús. Samkvæmt bókum Slökkviliðs ins hefði nokkrum sinnum áð- ur kviknað í húsinu, eða 1937, 194" og 1966, en þ ávar kallað á slökkviliðið vegna reyks frá tæki í Gildaskáhanum. Þá kviknaði í húsinu 9 b árið 1938 og 1964, en búið er að rífa það núna. Mestu skemmdir urðu núna á húsakynnum Gildaskálans, en auk þess hjá verzlunarfyrirtækj um í húsinu og á málflutnings skrifstofunum sem þarna voru. Varðandi það hvort eitthvað hafi verið athugavert við Gilda skálann frá brunavarnasjónar miði, sögðu slökkviliðsstjórarn ir að svo hefði «kki verið, síð ast hefði farið fram eldvarnar eftirlit á húsakynnum Gilda- skálans í júní á þessu ári, og þá hefði allt verið í lagi, góð umgengni og handslökkvitæki og asbestteppi við hendina. Ragnar Þórðarson (í Mark aðnum) er talinn eigandi húss ins Aðalstræti 9, en hann mun dveljast erlendis um þessar mundir. ~3jÓdu, ÞAKKARÁVÖRP' Okkar innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu okkur með heimsöknum, gjöfum og skeyt um, og á margan annan nátt, i tilefni 50 og 60 ára afmæla, og silfurbrúðkaups okkar. — Sá dagur verður okkur ógleymanlegur. Það er ykkur að þakka- Guð blessi ykkur öll. Hulda Svafa Elíasdóttir Jón M. Bjarnason frá Skarði. DÓTTURFYRIRTÆKI FJÖL- IÐJUNNARSTOFNAÐÁHELLU Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Halldóru Guðrúnar Ívarsdóttur, Skálagerði 3. ' ívar Níelsson, Guðrún Sigfúsdóttir, Maria Níelsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ingibiörg Níelsdóttir, Gísli Gíslason, Ingunn Níelsdóttir, Hlynur Júlíusson, Helga Níelsdóttir, Sigurður Krlstinsson, Elsa Níeisdóttir, Hermann Ól. Guðnason, Rósa JNíeisdóttir, ) barna. og barnabarnabörn. Gi-Rcykjavík, föistudag. Um nokkurra ára skeið hefur fyrirtæki verið starfræ’.t, á ísa- firði, er Fjöiiðjan nefnist, og fram leiðir það einkum einangrunargler til núsbygginga. Þrát fyrir harða samkeppni erlendra framleiðenda og umiboðsmanna þeirra hérlend- is, hefur starfsemi Fjöliðjunnar bióm'gast og eftirspurnin eftir vöru þeirra hefur vaxið svo, að nú eru breytingar fyrirhugaðar á rekstrinum; það er framieiðsla ör- yggisglers fyrir bifreiðar o.fl. svo og stofnun dótturfyrirtækis á Heiiu á RangárvöHum. Forstjóri Fjöliðjunnar h.f., Ingvar Ingvarsson, ræddi við fréltamenn í dag af þessu tilefni, og sagði meðal annars: „Fjöliðjan h.f. var stofnuð á ísafirði árið 1961, með það fyrir augum að framleiða einangrunar- gler. tvöfalt eða margfallt. Fyrstf í stað fiamleiddinm við aðeins 1/10 á við það sem nú er, en fram- leiðslan óx brátt óðfluga, svo og eftivspurnin og þar kom að iokum að • verksmiðjan á ísafirði hafði alls ekkj undan. os tókum við þá það ráð að stpfna nýja verk- smiðju og völdum henni stað að Hellu a RangárvöHum Ýmsum kann að hafa komið það á Rvart, að við reistum verksmiðjuna þar, en ekki í Reykjavík eða á öðrum þélt.býluim svæðum, þar sem mark aður okkar er þó mestur. En að þv' liggja rnargar ástæður. þó fyi si og fremst sú. að með þessu viljura við stjórnendtir Fiöliðjunn ar reyna að sporna við þeirri ó- hetuaþróun sem orðið hefur hin síðari ár. að allur iðnaður safn- ist saman á þröngan þéttbýlis- kjarna. og atvinnuvegir verði æ fábreytilegri úti á landsbyggðinni. Amk be®c k.oma hér tio'-V"-'—i=- sjonarmið til, því að okkar reynsla et sú. að þrátt fyrir þann aukna flutriingskostnað seirn fylg ir atvinnurekstri úti á landi, er hiann að öðrn leyti ódýrari en gerist í^borgum. Hemlaviðgerðir itf'oi'tum bremsuskálar — s'jpum bremsudælur — llm um á bremsuborða. og &ðrar almennar viðgerðir Homiastilling h. f. Súðarvogi 14. Simi 30135. Skói&vörðustlg 3 A n. hæð. ; sölusimi 22911. tít'SElGENDCJR ijalið okkui annast sölu á fast- i élgnuim yðar Áherzlá Lögð a goða fyrirgreiðslu Vtnsamleg asi haíið samtoand við skril stofu vora eí Oér ætLið að selja eða kaupa fasteignli sem ávailt en’ fyrú hendi l miklt; árvali hjá okkur JÓN ARASON bdl. Sölumaður fasteigna: rorfi Ásgeirsson. Landrými er vitanlega ódýrara og auðfengnara úti á landsbyggð- inni, en annar kostur er einnig við þao, sem vert er að gefa gaum að, og það er að vinnuafl er ódýr- ara og stöðugra, já, jafnvel oft á liðum vandvirkara“. ,En svo að við víkjum aftur að fyrirhuguðum breytimgum á rekstrinum, þá er það helzt, að næsta vor verður hafin frámleiðsla á öryggisgleri, sem nota á til dæm is f bifreiðarúður, eld'húsinnrétt- ingar og gleranddyri. Við nýju verksmiðj-una á Hellu munu starfa um 20, en á ísafirði um 40 manns. Ég álít Fjöliðjuna h.f. vera táikn þess sem íslenzkur iðnaður - fær áorkað. sé rétt á haldið, og hann getar sannarlega staðizt sam- keppni við erienda stóriðju. S^m dæmi má nefna, að tvöfalt ein- angrunargler er ódýrara hér á ís- landi, er í nokkru Evrópulandi öðru, og þetta er, að mínu áliti, fyrst og fremst hinni hörðu sam- keppni innlendia fyrirtækja við þau erlendu, að þakka“. Nýja verksmiðjan á Hellu gr sjáifstætt fyrirtæki, en hún mun þó einnig nefnast Fjöliðjan h.f. Stjornarformaður hennar er Sigur lai’lig M. Jónsdóttir, en meðstjórn endur eru þeir Ingvar S. Ingvars- son o& Eyjólfur Bjarnason. Verk- smiðjan tekur til starfa eftir rúma viku. VESTUR-ÞÝZKUR NÁMSSTYRKUR Ríkisstjórn Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands býður fram allt að þrjá styrki handa íslenzkum náms mönnum til háskólanáms þar í landi háskólaárið 1968—69. Styrk irnir nema 400 þýzkum mörkum á mánuði, hið Iægsta, en auk þess eru styricþegar undanþegnir skóla gjöldum og fá ferðakostnað greiddan að nokkru. Styrktímabil ið er 10 mánuðir frá 1. október 1968 að telja. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 30 ára. Þeir skulu hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskóla námi. Umsækjendur um styrk til ntfims við tækniháskóla skulu hafa lokið sex mánaða verklegu námi. Góð þýzkukunnátta er nauðsynleg, en styrkþegum, sem áfátt er í því efni, geíst kostur á að sækja namskeið : Þýzkalandi áður en há- skólaárið hefst. Styrkir þessir eru, eins og að framan greinir, ætlaðir til náms við þýzka háskóla, þ.á.m. listahá- skóla. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu, Stjórn arráðshúsinu við Lækjartorg. Um sóknir, ásamt tilskildum fylgigögn um, skuiu hafa borizt ráðuneytinu fyrir 20. nóvember n. k. RH-Skógum, miánudag. Laugardaginn 28. þ.m. komu þeir Jón Oddgeir Jónsson, Guð- miundur Pétursson og Baldur Jónsson austur und-ir Eyjafjöll fyrir atbeina kvenfélaga fjalla- hreppanna. Héldu þeir niámskeið í hjálp í viðlögum í Seljalands- skóla og í Skógaskóla og sýndu fi-æðslukvikmyndir um eldvam- ir, skaösemi sígarettureyikin'ga oig fleira. Voni mámiskeiðin fjölsótt o,g hin fróðleguistu í alla staði. Hollendingur yfírheyrður vegna genever-smyglsins OÓ-Reykjavík, miðvikudag. Rannsókn smyglmálsins held ur enn áfram og eru starfsað ferðir smyglaranna að skýrast þótt ekki séu öll kurl k*omin til grafar. Fulltrúi Blankenheym verksmiðjunnar í Hollandi kom hingað til lands sam- kvæmt óskum sakadómara og Áfengisverzlunarinnar. Mætti hann fyrir dómnum s. 1. mánu dag og var heldur óhress yfir því hvaða viðskiptahæltir eru viðhafðir með framleiðslu fyrir tækis hans. Jón A. Ólafsson, fulltrúi saka dómara, sem hefur rannsókn málsins með höndum, sagði Tímanuim í dag, að ekki væri búið að rekja slóð smyglvarn ingsins endanlega frá verk- smiðjunni og um borð í Ás- mund GK-30 í Ostendehöfn, en er fulltrúi verksmiðjanna var yfirheyrður kom í ljós að til- tekið fyrirtæki í Amsterdam hafði keypt 1000 kassa af gene ver og fengið pöntunina af- greidda við verksmiðuvegg og voru áfengiskassarnir innsiglað ir og sendir þannig til Ant- werpen í Belgíu. Blankenheym verksmiðjurnar hafa ekki áð- ur skipt við fyrirtækið sem keypti þessa 1000 kassa, en hafði haldið uppi spurnum um það og taldi ekkert óeðlilegt að selja því þetta áfengi, og kemur magnið heim og saman við það sem skipverjar á Ás- mundi telja sig hafa keypt. Hins vegar er óvíst um hvort fyrirtækið sem keypti í Hol- landi 'hafi selt áfengið um borð í Ásmund, allt eins má vera að það hafi verið belgískir að- ilar sem þar önnuðust miUi göngu. Og í rauninni hefur ekkert komið fram sem bendir til að um ólögleg viðskipti sé að ræða hvað snertir erlenda aðila. En verksmiðjan í Hol- landi mun láta rannsaka það mál nánar, og verður íslenzk um yfirvöidum send skýrsla um með hvaða hætti íslending arnir fengu 1000 kassa af genever í sínar hendur. Við yfirheyrslur hafa sumir skipverja á Ásmundi gefið upp pkveðið fyrirtæki í Hollandi sem þeir keyptu áfengið af, en nafn þess fyrirtækis er ekki það sama og á fyrirtækinu sem keypti af verksmiðjunni. Skipverjarnir telja sig sjálfa hafa lagt fram fé til kaupa á genevernum, og fengið að láni sem vantaði upp á, án þess að iáta uppi tilganginn með lántökunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.