Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.11.1967, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 2. nóvember 1967 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Kaxlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingastmi: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Öngþveiti í íbúðalánakerfinu Það er nú deginum ljósara, að algert öngþveiti ríkir í íbúðalánakerfinu á vegum Ilúsnæðismálastjórnar. Þar munu nú liggja fyrir óafgreiddar fleiri umsóknir en nokkru sinni fyrr, og það sem verra er, miklar brigðir eru þegar orðnar á afgreiðslu lána, sem hefur verið lofað, og hljóta á næstunni að verða enn meiri, og mikið vantar á, að ákveðið og lögbundið hámark lána hafi enn náðst. Það er ekki annað fyrirs.iaanlegt, en margir íbúða- byggjendur, sem hafizt hafa handa með lánsloforð Hús- næðismálastjórnar í hendi, verðí- nú að hætta í miðjum klíðum og hálfbyggð húsin að fara undir hamarinn vegna þess að lánsloforð, sem treyst var á, að efnt yrði í haust, hefur alveg brugðizt. í ræðu sem Einar Ágústsson flutti á Alþingi í fyrra- dag komu fram athyglisverðar upplýsingar um stöðu þessara mála: Tölur um fjölda fyrirliggjandi umsókna hafa ekki verið birtar síðan 15. marz í vor, en þá voru þeir taldir 800, sem sótt höfðu um en ekkert loforð fengu, og íá ekki á þessu án, en 600 umsækjendum var þá lofað lánum til útborgunar eftir 1. maí 1968. Láns umsóknir, sem síðan hafa bætzt við nema vafalaust mörg- nm hundruðum- Engar líkur eru til, að þeir menn fái lán fyrr en svo sem 1970. Þetta er myndin. Jafnframt þessu er upplýst, að mikið fjármagn úr hinu almenna íbúðalánakerfi hefur farið í byggingaáætl- unina í Breiðholti, þótt ríkisstjórnin héti þvi í júnísam- komulaginu fræga að útvega £e til hennar annars staðar. Gert er ráð fyrir, að fyrsti áfangi byggingaáætlunarimn- ar kosti allt að 225 millj. kr. og um 90% þess verði að koma úr sjóði Húsnæðismálastiórnar en jafnframt vex hlaði þeirra umsókna einstaKiinga. sem ekki fá lán. Þá var það og harla athyglisvert, að félagsmálaráð- herra upplýsti, að líkur bentu t.il. að lækkun bygginga- kostnaðar yrði ekki sá af áætiunmni sem menn hefðu gert sér vonir um. , Eflum og styðjum Sam- vmnubyggingafélögin Frumvarp það, sem þeir flytja a Alþingi Einar Ágústs son og Ólafur Jóhannesson 'im stuðning við bygginga- samvinnufélög, er hið athyglisverðasta Eitt hið brýn- asta í húsbyggingamálum nú er að reyna að lækka bygg- ingakostnaðinn. Komið hefur i i.iós með órækum dæmum, að byggingasamvinnufélög komast lengst í þeirri lækk- un, þar sem vel er að unnið. Auk þess er sá háttur á íbúðabyggingum að ýmsu öðru leyti hagkvæmastur og líklegastur til sannvirðis Lítill vafi er á því, að einhver bezta hjálp, sem unnt er að veita efnalitlum íbúðabyggj- endum er að veita byggingasamvmnufélögunum eðlileg- an opinberan stuðning og fyrirgreiðslu. Frumvarpið gerir ráð fvrir. að byggingasamvinnu- félög hafi forgangsrétt um úthlulun lóða, og að Seðla- bankinn kaupi árlega ríkistryggð skuldabréf þeirra fyrir a.m k. 75 millj. kr. Með þessu mót: mundu félögin, sem nú hefur mjög verið kreppt að hin síðustu ár, fá nokkurt ráðrúm til þess að veita félagsmónnum 'sínum þá þjón- ustu, sem starfsreglur þeirra gera ráð fyrir. Og fátt mundi stuðla eins mikið að lækkun byggingakostnaðar- ^ TÍMINN HENRY BRANDON: Hernaðarsigur vinnst aldrei Hægja þarf gang styrjaldarinnar, en brotthvarf kemur ekki til greina ÞEGAR ég lít til baka yfir allt, sem ég hefi séð og heyrt á þessum erilsömu þremur vik um, sem ég hefi dvalizt hér, hygg ég að hœst beri regin- muninn á „tímamim", sem til þarf að áliti hersins, og bið- lundarskorti bandaríska al- menningsálitsins. Takist ekki að samræma þetta tvennt bet- ur, — eða að endurskoða hern aðarstefnuna I ljósi hugar- ástands Bandaríkjamanna heima fyrir, yfirleitt, — eru litlar horfur á að farsællega geti farið, hversu torvelt sem reynast kann að kyngja þessu frá sjónarmiði hersins séð. Bandairíkjamenn eru í fjötr um sinnar fyrri bjartsýni. Þetta hefir ekki aðeins skert verulega trúanleikann heima fyrir, heldur sennilega einnig í Hanoi. Næst þessum mismun, sem ég drap á, ber í vitund minni þá áunnu trú, að Bandaríkja- menn hafi nú í fullu tré við hernaðarástandið með þeim afla, sem þegar er að mörkum lagður. Her þeirra verður ekki hrakinn úr stöðvum sínum og Norður-Vietnamar geta heldur ' ekki greitt honum rothögg á borð við atburðinn, sem forð- um gerðist í Dien Bien Phu. JAFNFRAMT hlýt ég þó að lýsa þvi áliti mínu, að heirnað arlausn í þessari styrjöld sé ófhugsandi. Bitur sannleikur felst í orðatiltækinu um tígris dýrið sem ekki getur veitt mý- fluguna. Það verður ekki gert með öðru en flugnaveiðara, sem búinn er til heima I Viet nam. Bandaríkjamenn hafa allt of lengi leyft Suður-Vietnömum að reikna með þvi, að þeir beri þá fram til sigurs á sín um breiðu og sterku herðum. Þetta hefir meira að segja gengið svo langt, að sú trú er orðin til, að þetta sé banda- rísk styrjöld en ekki styrjöld Vietnama. Bunker hershöfðingi hefir veirið að reyna að kveða þessa trú niður, en andstöðu gegn hervæðingu gætir enn í rík um mæli í Suður-Vietnam. að því er Thieu forseti sagði mér. ÉG er ekki þeirrar skoðun ar, eins og sumir embættis- menn Bandaríkjamanna, að dreifa beri hermönnuon Suður- Vieinam innan um Bandaríkja- menn til að gera þá að betri her mönnum. Þessi hugmynd var ' fyrir skömmu borin fram í bandarísku tímariti, og olli ásökunum um nýlendustefnu, bæði í blöðum í Suður-Vietnam og hjá stúdentunum. Blöðin og stúdentarnir voru greinilega sama sinnis og bandaríski hershöfðinginn, sem lét sér um munn fara þegar hann heyrði þetta: „Djöfullinn sjálfur, þetta þýddi, að við gætum aldrei komizt héðan á burt.“ Ég beld, að tíminn hafi sjálf ur hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjamanna bæði i her- málunum og stjórnmólunum. Hvað hið fyrra áhrærir virð- ist æ fleira benda til, að óvin urinn kunni að vera í þann Johnson veginn að breyta yfir í annað stigið, eða sbæruhernaðinn, þar sem hann hefir orðið fyrir gífurlegu tjóni í átökum fjöl- mennra hersveita. ALLVÍÐA heyrði ég bæði sveitir Bandaríkjamanna og Ástralíumanna barma sér yfir því, að framkvæmd skipunar- innar „leitið og eyðið“ leiði ekki framar til neins teljandi árangurs. í öllum öðrum styrj öldum en þessari væri þetta glöggt merki um, að verulega hefði á unnizt. En í þessari ’ styrjöld er öðru máli að gegna eins og einn stúdentinn í Vietnam komst að orði við mig: ,yÞú kannt að komast fram úr mér í bílnum þínum þar sem vegurinn er góður, en þegar út af bregður getur eins vel farið svo, að ég fari fram úr þér á mótonhjólinu mínu“. Vandinn, sem stafar af mannasendingum suður á bóg inn, er ekki framar hinn sami og áður var. Áður var gert ráð fyrir 7000 mönnum á mónuði en nú er sú áætlun komin nið- ur í 3500, og er þó ekki talin örugg vissa um nema sem svar ar 2000. Hitt eru hreinar ágizk anir. ÞEGAR gætt er alls þess, sem ég hefi vikið að hér að Síðari grein framan, ætti að mega hægja á gangi styrjaldarinnar alls staðar annars staðar en á vopn lausa svæðinu, en þar heldur her Norður-Vietnam áfram að fylgja velgengi sinni fast eftir. Ef hægt væri á gangi styrjald arinnar kostaði hún minna en áður, bæði í mannslífum og fjármunum. Þetta kynni að draga úr and spyrnu almenningsálitsins í Bandaríkjunum. Mjög þarf á jafnvægi og staðfestu að halda, einkum þó ef til kæmu tog- andi og lamandi og langvinnar samningaumleitanir við Hanoi- menn. Reynist svo samningaum leitanirnar árangurslausar ríð- ur ef til vill enn meira á jafn vægi og staðfestu. Hvað snertir stefnuna í stjórnmálunum yrði efalaust til CL góðs að Bandaríkjamenn ákvæðu og skýrðu að nýju tak markað stjórnmálamarkmið sitt í Vietnam. Margt hefir á dagana drifið síðan að yfir- lýsingin í Manilla var birt. Við leitni Bandaríkjamanna hér á I í vök að verjast. En hún hefir einnig vakið minnimáttar- kennd hjá Suður-Vietnömum og hneigt þá æ meira til þeirr ar afstöðu , að „láta Bandaríkja mennina um þetta“ Þeir líta ekki framar á styrjöldina sem sína eigin styrjöld, heldur styrjöld Bandaríkjamanna. FRAMKVÆMD friðunaráætl unarinnar er einnig alveg vand ræðalega fráleit á stundum. í einu mannfæsta héraðinu til dæmis hefir héraðsráðgjafinn bandaríski sér við hlið 120 að- stoðarráðgjafa frá Bandaríkjun um, sérhæfða í hinum ýmsu greinum. Lögmál Parkinssons hefir sannazt þarna á yfirþyrm andi hátt og allt er gert í hinum bezta tilgangi, en árang urinn verður útundan. Væri úr styrjöldinni dregið í stað þess að auka umsviíf hennar tryðu menn betur tak- mörkuðum markmiðum Banda ríkjamanna og staðföstum vilja þeirra til að heyja hana til enda, hversu langvinn sem hún kann að verða. Þetta er auð- vitað hægara sagt en gert, eink um þó vegna þess, að sumir Bandaríkjamenn halda, að sig urinn beri undan vegna þess eins, að Johnson forseti standi gegn aukningu styrjaldarátaks ins. En meginkjarni vandans, sem forsetinn á við að glíma, felst einmitt í því, að láta bandarísku hernaðarstefnuna endurspegla horfurnar á því, að baráttan verði mjög svo langvinn en ekki skammvinn. BROTTHVARF Bandaríkja- manna hefði hræðilegar sálræn ar afleiðingar í för með sér hvarvetna um Asíu, og ósenni legt er, að útfærsla styrjaldar innar knýi óvininn til samn- inga. Hæggeng styrjöld kynni hins vegar að líðast betur með al bandarísks almennings, gæti haft sín áhrif í Hanoi og kynni með tímanum að auka horfur á samningum, jafnvel þó að þessar horfur séu síður en svo góðar eins nú standa sakir. Valdamenn í Was'hington kynnu að hafa hug á að gefa nýju ríkisstjórninni í Saigon þriggja tii sex mánaða tima til að búa um sig og treysta sín bönd, og Hanoimenn virðist vilja bíða og sjá, hverju fram vindur í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. * Talsmenn Norður-Vietnama hafa látið svo um mælt, að þegar þaráttan fari að verða verulega „tvfsýn" hefjist það tímabil, þegar sam tímis sé barizt og reynt að semja. Mestu erfiðleikarnir í þess ari styrjöld eru í því fólgnir, að hvorugur aðilinn veit, hvað framundan er. En það er gamalt sannmæli, að mjög óráðnar horfur leiði venjulega til friðarsamninga, sem endist lengiur en aðrir slíkir samn- | ingar. 1 .aaaaa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.