Alþýðublaðið - 15.09.1988, Qupperneq 3
3
Fimmtudagur 15. september 1988
FRÉTTIR
Pétur Sigurðsson forseti ASV
FORMANNAFUNDURINN
VAR TÍMASKEKKJA
I skeyti sem barst inn á
formannafund ASÍ á mánu-
dag komu þau skilaboð frá
Pétri Sigurössyni forseta Al-
þýðusambands Vestfjaröa, að
fundurinn væri timaskekkja.
Pétur benti á að miöstjóm
ASÍ væri löngu búin að hafna
viðræðum við stjórnvöld um
efnahagsmál og i fundarboð-
um væri ekki minnst á önnur
umræðuefni. í útvarpi hefði
komið fram að á fundinum
ætti að fjalla um hugmyndir
forseta sambandsins um at-
vinnulýðræði. I skeytinu
mælti Pétur hins vegar með
því að umræða um atvinnu-
lýðræði yrði meginverkefni
næsta Alþýðusambands-
þings.
„III fundarins var boðað til
að ræða um viðræður mið-
stjórnar við stjórnvöld um
efnahagsmál. Ég sá ekki að
formannafundur hefði nokk-
uð þar til málanna að leggja
lengur,“ sagði Pétur i gær
þegar Alþýðublaðið spurði
hann nánar um ástæður
þess, að hann sendi skeytið.
„Siðan voru fluttar fréttir í
útvarpi og sjónvarpi um að á
þessum fundi yrðu reifaðar
róttækar tillögur, jafnvel um
þjóðfélagsumbyltingu, sem
er mjög í þeim anda sem
menn hefðu kannski helst
viljað vinna eftir fyrr,“ sagði
Pétur. „Við hefðum átt að
taka þetta upp úr okkar pússi
strax og við áttum tækifæri
til að ræða við stjórnvöld um
efnahagsmál."
Pétur sagði að þetta væri
stórt mál, sem þyrfti að ræða
frekar á Alþýðusambands-
þingi. Hann benti á að málið
hefði verið skilið eftir hálf-
rætt og óafgreitt á þingi sam-
bandsins fyrir átta árum síð-
an.
„Mín skoðun er hins vegar
sú að verkalýðssamtökin
ættu aldrei að sleppa því
tækifæri, að fá að ræöa úr-
lausn efnahagsmála við ríkis-
stjórnir," sagði Pétur Sig-
urðsson.
Pétur Sigurðsson: Við hefðum átt
að taka þessi mál strax upp úr
pussi okkar þegar við áttum tæki-
færi til að ræða við stjórnvöld
r
Ibúðabyggingar
1976—1986
NIIKILL
SAMDRÁTTUR
Undanfarin ár hefur dregið
úr íbúðabyggingum hér á
landi, samkvæmt samantekt
Húsnæðisstofnunar ríkisins
yfir tímabilið 1976-1986. Á
tímabilinu frá ’76:86 voru full-
gerðar árlega að meðaltali
um 2220 íbúðir, en síðast lið-
in sex ár var meðaltalið um
1660 íbúðir á ári.
Arið 1986 voru íbúðabygg-
ingar í algjöru lágmarki, en
þá var byrjað á aðeins 1163
íbúðum. Framkvæmdir við
nýjar íbúðir höfðu þá ekki
verið jafnlitlar síðan 1969.
Athygli verkur að þetta sama
ár var nýtt húsnæðiskerfi
tekið í notkun.
Forsvarsmenn Landhelgisgæslunnar kynntu nýju bókina í gær um borð í varðskipinu Tý. A-mynd/Magnús
Reynir.
í samantekt Húsnæðis-
stofnunar kemur fram að það
sem einkennir þessa þróun
er að samdrátturinn tekur
næst eingöngu til lands-
byggðarinnar.
Dagvistarmálin hjá borginni
STJORNARANDSTAÐAN
VILL ÚRRÆÐI STRAX
Fulltrúar stjórnarandstöð-
unnar í borgarstjórn leggja
fram sameiginlega tillögu til
umfjöllunar í borgarstjórn i
dag. Tillagan felur í sér að
stjórn Dagvista barna verði
falið að leita nú þegar úr-
ræða til þess að leysa starfs-
mannavanda dagvistar-
heimila Reykjavíkurborgar og
35 milijónum verði varið í
þessu skyni. Nálægt 500
pláss eru ónotuð i dag vegna
starfsmannaskorts og börn á .
biðlistum hafa aldrei verið
fleiri. Vandinn hefur aldrei
veriö meiri, aö mati borgar-
fulltrúanna.
í greinargerð með tillög-
unni segir að biðlistar eftir
dagheimilis- eða leikskóla-
plássi hafi aldrei verið lengri.
Á þeim eru nú um 2068 börn.
Þá er bent á aó fækkun dag-
vistarplássa skapi mikinn
þrýsting á dagmæðrakerfið,
en dagmæðrum hafi hins
vegar fækkað, sérstaklega
þeim sem visti börn allan
daginn.
Stjórnarandstaðan minnir
ennfremur á að enn hafi ekki
veriö farið að tillögun nefnd-
ar á vegum borgarráðs, sem
komst að þeirri niðurstöðu
að bætt launakjör hefðu
mesta þýðingu fyrir starfs-
mannahaldið.
Erfiðleikarnir hjá Verslunardeild
Kaupfélögin sameinast um
í gær voru stofnuð Samtök
samvinnuverslana. Á stofn-
fundinum, sem haldinn var i
Holtagörðum í Reykjavík voru
mættir á fimmta tug forsvars-
manna kaupfélaga og Versl-
unardeildar SÍS. Megintil-
gangur samtakanna er sagö-
ur að koma á skipulögðu
samstarfi innan samvinnu-
hreyfingarinnar á sviði smá-
söluverslunarinnar með það
fyrir augum að nýta enn frek
ar samtakamátt hreyfingar-
innar og stuðla þannig að
samkeppnishæfari verslun.
Þessi ákvörðun er tekin í
kjölfar gífurlegs tapreksturs
hjá verslunardeildinni. Hug-
myndin var komin fram fyrir
aðalfund Sambandsins í vor.
Með stofnun samtakanna
gera sambandsmenn sér von-
ir til að kaupfélögin auki enn
frekar viðskipti sín við heild-
sölu Sambandsins, verslunar-
deildina.
í stjórn félagsins voru
kosnir; Sigurður Kristjáns-
aðgerðir
son, en hann var formaður
undirbúningsnefndar, Björn
Baldursson, Jörundur
Ftagnarsson, Snævar Guð-
mundsson og Ólafur St.
Sveinsson. Varamenn í stjórn
voru kosnir Þórir Páll
Guðjónsson og Guöjón
Stefánsson.
LANDHELGIS-
GÆSLAN í
RÓKAÚTGÁFU
Landhelgisgæslan hefur
látið þýða og gefið út á ís-
lensku handbók alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar um
leit og björgun skipa. For-
svarsmenn Gæslunnar
kynntu framtakið í gær og
kom fram að bókin væri m.a.
gefin út vegna þess hve varð-
skip eru fá og dreifð og af
þeim sökum oft nauðsynlegt
að leita til annarra skipa við
leitar- og björgunarstörf.
Þess er vænst að bókin
verði innan tíöar tiltæk í sér-
hverju íslensku skipi, svo aö
leitar- og björgunaraðgerðir
verði markvissari, „hvort sem
þær eru unnar undir stjórn
Landhelgisgæslunnar eða
ekki,“ eins og segir í kynn-
ingartexta sem dreift var á
blaðamannafundi í gær. Þá
verður bókin einnig notuð við
kennslu í Stýrimannaskólan-
um.
Nánast óbreytt
atvinnuástand
Atvinnuleysi i ágúst svarar
til 0,4% af áætluðum mann-
afla á vinnumarkaði sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofnun-
ar, sem er svipað og mánuð-
inn á undan.
Samkvæmt yfirliti Vinnu-
málaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins voru 10.200
atvinnuleysisdagar skráðir á
landinu öllu I ágúst sem er
um 1100 dögum færra en (
júlímánuði. Þessi fjöldi at-
vinnuleysisdaga jafngildir því
að 470 manns hafi að meöal-
tali verið á atvinnuleysisskrá
i mánuðinum. Skráðum at-
vinnuleysisdögum fækkaöi
frá mánuðinum á undan á
höfuðborgarsvæðinu, Vestur-
landi, Norðurlandi vestra,
Austurlandi og Suðurlandi,
en fjölgaði óverulega á Vest-
fjörðum, Norðurlandi eystra
og Suðurnesjum.