Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 7
1 LAUGARDAGUR 16. desember 1967 TfMlNN „Hliðarráðstafanir” ríkisstjórnarinnar vegna gengisfellingarinnar? Nýr og óþarfur skattur aSmenna íbúðareiganda til viðbótar við álögur vegna gengisfellingarinnar - um leið og felldar eru tillögur um að bætur almannatrygginga verði skattfrjálsar Frumvarp rfMsstjómiarininar um breytingu á lögum um tekju og eignaskatt var til 2. umræðu í neðri deild í gær. Fj allar frum- varpið um hækkun á fasteigna- gjöldum til eignarskatts og auk þess um skattfríðindi farmanna, 36 þús. króna -á ári. Skúli Guðmundsson hafði fram sögu fyrir minnihluta fjárihags- nefndar deildarinnar, sem lagði til að bætt yrði við hækkun fast- eignagjaldanna til ríkissjióðs þar sem hún væri þarflaus. Skúli sagði, að samkvæmt anmarri grein frumvarpsins ætti að bæta 800% ofan á núgildiandi fasteignamat, en 350% á fasteignamat jarða. Við erum andvigir þessum fyrirmæluin og leggjum þvi tíl, að 2. gr. verði numin burt úr frv. Nú er fasteignaimat í kaupstöð um og kawptúnram hækkað um 500%, þegar eignarskattur er á lagður, og við telj-um ekki rétt að auka þær álögur, svo sem gert er ráð fyrir í frv. Viljum við í því sambandi m. a. benda á eftir- farandi: Við teljum ósanngjarnt að bæta slíkum álögum á almenning, sem n,ú verður að taka á sig þungar klyfjar vegna gengisbreytingarinn ar. Riíkissjóður fær mjög auknar tekjur, í sambandi við gengislækk un krónunnar, og ex því ástæðu laust að hækka skatta. Núgildandi fasteignamat er mjög ótraustur grundvöllur undir skattaálagningu. Við teljum ranglátt að hækka fasteignamatið við álagningu eign arskatts hlutfallslega jafnmikið í öllum kaupstöðum og kauptúnum, þar sem gangverð á þeim eignum er ákaflega misjafnt í hlutfalli við fasteignamat. Víða um land eru jarðir ekki seljaniegar fyrir fasteignamats- verð með 350% álagi, eins og frv. gerir ráð fyrir að þær verði metn ar til eignarskatts. Loks skal tekið fram, að ef fœrt og sanngjarnt þykir að leggja aukna skatta á fasteignir, teljum við, að sveitarfélögin eigi að njóta þess. Géti hv. þingdeild ekki fallizt á þá tillögu okkar að fella 2. gr. úr frv. munum við bera fram brtt. við 3. umr. frv. um neöan- greind atriði: Álagið á fasteignamatið, við út reikning á eignarskatt.i, verði lækk að í fámennari kaupstöðum, kaup- túnum og sveitum. Margt er æði óljóst um ráðstöfun gengishagnaðar Ytifi L mnrceðu uni ráðistöfun á gemgísiha ynaði af útfluttum sjávar afurðum, töluðu m. a. þeir Bjarni Gubjörnsson og Ólafur Jóhannes- son. Ræðu Ólafs verður gierð skil í Þingsjó blaðsins á morgun en hér fara á eftir nokkrar glefsur úr ræðu Bjama Guðbjörnssonar, sem gerði ýmsar atlhugasemdir við frumvarpið. Bjarni Guðbjörnsson sagði, að samkvæmt lögunum, sem samþ. voru 25. nóvember eftir gengis- breytinguna, skyldi gengishagnað inum ráðstafað með sérstökum 1. í þágu þeirra atvinnuvega, sem eiga viðkomandi afurðaandvirði. En samkv. þessu frv. virðist ætlunin að sniðganga fjárveitingavald Alþ. frekar en nokkru sinni fyrr. Hér er verið að ráðstafa milljónahundr uðum og það er falið ráðh., Alþ. sniðgengið og engin samráð höfð við samtök útvegs eða frystiiðnað arins. Margt í þessu frv. virðist ákaflega óljóst. Áður en gengishagnaðarsjóður- inn er stofnaður, á að greiða all- verulegar upphæðir af gengishagn aðinum. Hér á að taka ákvörðunar valdið af Alþingi. Margt er óljóst með þetta eða hvernig verður með mann, sem saltar fisk 18. nóvemb er og hinn, sem saltar fiskinn 20. nóvember og nákvæmlega jafn mikill kostnaður á _aft.ir að hlaðast á hjá báðum aðilunum til árs- loka. Annar á að fá allt, en hinn ekkert. Sama væri hægt að nefna um saltsíldina og ýmislegt annað. Það væri dálítið fróðlegt að fá nánari skilgreiningu á. hvernig æfti að framkvæma þessi atriði Bátaútveginum skal ekki bætt neitt þann kostnaðarauka, sem verður af gengisfellingunni. Út- gerðarmenn skulu óbætt þurfa að greðia hærri olíu, dýrari veiðar- færi, dýrari varahluti. hærri v'nnu laun. Bátaútivegurinn er sú grein sjávarútvegsins, sem lakast hefur verið búið að fram að þessu og er undirstaða frystiiðnaðarins. Út- gerðarmenn bátan.na eru þannig settir, að þeir geta hvorki greitt vexti né afborganir. En þessi þýð- ingarmikla grein sjávarútvegsins virðist eiga að vera í svelti áfram. Nú blasir við, að samningar eru lausir við sjómannasamtökin um áramótin. Ekkert samkomulag er um verð á fiski. Enginn reksturs- grundvöllur fyrir bátana. Mér fin.nst það skjóta dálítið skökku við að tala um rekstursgrundvöll frystihúsanna, áð-ur en nokkuð er vitað um hvort unnt er að gera út nokkurn bát. Frystilhúsin verða þó tæplega rekin, án þess að bát arnir leggi upp hráefnið. Þegar verð var ákveðið á rækju á s. 1. hausti, var rækjuframleið- endum gefið fyrirheit um, að þeim skyldi bætt verðfall á rækj unni, sem varð á árinu 1966— 1967. Var þá miðað við 10. nóv- ember en þann dag voru í land inu töluverðar birgðir af óseldri rækju og væri fróðlegt að vita, hvort nú væri miðað við að bæta þær birgðir rækjunnar, sem voru fyrir 10. nóvember áður en haust vertíðin hófst eða hvort þetta er bara miðað við, eftir að veiðar hóf- ust í haust. í f-lið þessa frv. er talað um framlag ríkissjóðs samkv. 1. 3., 8. og 9. gr. 1. nr 4 1967, þ. e. 1. um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins. Þá voru samþ. lög, þar sem ríkis- stj var heimilað að standa straum af ýmsum greiðslum til sjávarút- vegsins. eins og segir í þessum ! Það var m. a verðhækkun til bát anna, 5% mánuðina marz og apríl, en 11% aðra mánuði ársins. Þá var og heimilt að verja 20 millj til að verðbæta línu- og handfæra fisk Ein.nig að leggja fram 50 millj., sem verja á til framleiðnis aukningar frystiihúsa og annarra endurbóta' í framleiðslu frystra fiskafurða. Allt þetta var gert með sérstökum lögum og ákveðin fjár veiting fyrir hendi. En nú skal k.refja i.nn þetta fó aftur og það er ríkissjióður, sem á að fá þessa endurgreiðslu. Mér er ekki kunn- : ugt um, að reiknað sé með þessu i sem tekjum á fjár!. Eftir þvi ætti j þetta aðeins að verða eyðslueyrir j hjá ríkisstjórninni. Þarna er opn-1 uð ein af þeim mörgu smugum, j sem eru í þessu frv. að ríkissjóð | ur geti heimt fé af þessum gengis hagnaði. í þessu eina tilfelli er um að ræða 60 milljj. í sambandi við 2. gr. frv. kem u.r að gengishagnaðarsjóðnum, þeg ar búið er að inna af höndum þær greiðslum, sem þyrfti að breyta. Það væri búið að setja þarna uipp í kerfi, sem ekki ætti að þurfa að vera að breyta ár frá ári, jafnvel þótt um verðsveiflur á afurðum yrði að ræða, því að ef kynni að vanta upp á þessa greiðslu, mu.ndi ríkissjóður koma til skjalanna, en útílutningsatvinnuvegirnir ættu ekki að þurfa að standa straum af hærri upphæðum en tilskilið er i 1., svo að þarna virðist nú koma dálítið önnur aðferð fram. í sam- bandi við b-liðinn, þar sem allt að 1/4 til fiskveiðasjóðs íslands og ríkisábyrgðasjóðs til að greiða fyr ir endurskipulagningu fiskiðnaðar ins til framleiðniaukningar. Þarna er ríkisábyrgðasjóði ' skotið inn. Mór er ekki ljóst, hvernig það er hugsað, hvort það er hugsað þannig, að fiskveiðasjóður og rík isábyrgðasjóður eigi að gefa eftir eitthvað af skuldum eða ekki. í sambandi við þennan lið er dálítið fróðlegt að atihuga, að i vor var óskað eftir skýrslum frá frystihús unum og heimtað með miklum hraða, því að setja átti kraft á Framhald á bls. 14. Skattfrjáls eign verði hækkuð frá því, sem er i 3. gr. frv. Ákvæði 2. gr. gildi aðeins þar til nýtt fasteignamat tekur gildi. Fasteignamat er búið að vera lengi í smíðum, og er þess að vænta, að því verði lokið innan skamms. En í frv. vantar fyrirmæli um, að margföldun fasteignamatsins skuli niður falla, um leið og nýja mat ið kemur í gildi. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, sagði að það ætti að vera þarfiaust að setja ákvæði í lög um að margföldun fasteignamatsins skuLi hætt þegar nýja fasteigna matið tekur gildi þar sem skylt væri að endurskoða öll gjöld á fasteignir er hið nýja fasteigna mat tæki gildi. Þórarinn Þórarinsson mælti fyr ir breytingatillögu er hann flutti ásamt Sigurvin Einarssyni og Birni Páissyni um að allar bætur almannatrygginga. yrðu undan- þegnar tekjuskatti' Þórarinn minnti á að hann hefði flutt til- lögu sama efnis á síðastliðnu þingi og þá hefði fjármálaráðherra lýst því yfir, að þetta mál myndi tekið til sérstakrar . athugunar og fund in á því heppileg lausn. Ekkert hefur bólað á henni ennþá Óþarfi ætti að vera að rökstyðja réttmæti þessarar tillögu en framkvæmd hennar væri þó enn meiri nauðsyn nú en áður vegna þeirra aðstæðna sem skapazt hafa vegna verð- hækkana af völdum gengisfpiiina arin.nar. sem harðast munu bitna á þeim, sem minnst mega sín, þar á meðal bótaþegum almannatryga inganna, gamla fólkinu, öryrkjun um og barnmörgu fjölskyldunum Kvaðst Þórarinn vona, að þessi til- iaga næði nú fram að ganga. þvi fyrir lægi frá Alþýðuflokknum, að hann hefðj mikinn áhuga á þessu máli. Þórarinn sagði, að með hækk- un fasteignagjaldanna væri Sjálf stæðisflokkurinn að brjóta þau loforð sem hann hefði mest tiamp að í kjörorðum sínum í kosningun um: Eigna handa öllum, íbúð handa öllum og svo framv Með þesu frumvarpi er verið að vinna gegn þeirri kosningastefnuskrá. Með hækkun fasteignagjalda til ríkisins væri verið að gera mönn- um erfiðara en áður að eignast eig ið húsnæði og mörgum áreiða.n- lega gert erfitt eins og nú stæði á gert nær ókleift að halda íbúðum sínum, því jafnframt þessu eru boðaðar hækkanir á fasteignagjöld um til sveitarfélaga. Með þessu er verið að hverfa hér til skattlagn ingar, sem telja má að só orðið meö öllu úrelt miðað við breyttar þjóðfólagsaðstæður. Fasteignaskatt ar eru nú hvarvetna orðnir minni hluti af skattiheimtu ríkissjóðs en áður var. Áður voru það fái.r auð ugir einstaklingar, sem áttu nær allar fasteignir en fjöldinn öreig- ar, sem engar eignir áttu. Þetta hefur sem betur fer breytzt og nú eru það millistéttir og verkafólk, sem komizt hefur yfir eigin íbúð ir. Fasteignagjöld eru því í eðli sínu allt önnur þjóðfólagslega séð nú en þau voru áður. Ef hækka á fasteignagjöld til ríkisins verður að hækka verulega skattfrjálsan eignarhluta, í það mark, sem telja má eðlilegan á hóflegri fbúð fjöl skyldu. En þessarar skatthækkun ar er engin þörf. Ríkissjóður hef ur enga þörf fyrir þær tekjur, sem hér er lagt til að innheimtar á hinn verði af öllum íbúðareigendum 1. iandinu. Það er ljóst, að útflutningverð- lag verður hærra á næsta ári en þess-u og það er svartsýni að búast ekki við meiri afla á vetrarvertíð og síldveiðum en va,r á þessu ári. Ætla má að jákvæð áhrif gengis- breytingarinnar á útveg og iðnað muni skila sér í auknum þjóðar- tekjum, sem þýða aukin innflutn- ing og auknar tekjur ríkissjóðs. Greinilegt væri hins vegar að rík isstjórnin stefndi að því að ná verulegum greiðsluafgangi hjá ríkissjóði á þessu ári og því væri þessi þrjóska að leggja á nýja skatta, nýjar byrðar á þjóðina til viðbótar gengislækkunarbyrðun- um. Það er hnefahögg í andlit al- mennings, sem nú er hvattur til að sýna ekki óbilgirni í sínum króf- um. Ríkisstjórnin ætti að ganga á undan með góðu fordæmi um að sýna ekki óbilgirni í sínum kröf- frumvarpi gerir hún hið gagn- stæða. Ilún ætti því að víkja frá þessari stefnu. Geri hún það ekki mun það áreiðanlega hefna sín. Gísli Guðmundsson sagði undar legt að ætlast til þess að þing menn samþykktu nýjar álögur á þjóðina ríkissjóði til handa áður en þeir hefðu nokkuð fengið að vita um, hverjar væru áætlaðar tekjur ríkissjóðs á næsta ári og endanleg tekjuþörf hans til að mæta útgjöldum. Gísli sagði að það hefði komið fram í ræðu við skiplamálaráðherra um efnahags bandalagsmálin að hugsanlegt væri að mæta tekjumissi ríkis- sjóðs vegna lækkunar tolla með því að hækka fasteignaskatta. Spurði Gísli, hvort í því gæti falizt einhver fyrirhyggja af hálfu stjórn arinnar að vilja ekki fallast á að margföldun fasteignamatsins væri fellt niður með ákvæðum í lögum þegar nýja fasteignamatið tæki gildi? Magnús Kjnrtansson minnti á að ákvæðin um skattfríðindi sjó manna væri komin inn í frum- varpið samkvæmt samningum við farmenn eftir að þeir höfðu háð tvö verkföll á þessu ári til að knýja fram kjarabætur. í þessum skattfrádrætti væri falin veruleg kjarabót miðað við gildandi álagn ingu um skatta og útsvör, þar sem um 60% færu í opinber gjöld þegar ákveðnu tekjuþrepi væri náð. Þetta ákvæði hlyti að verða skoðað mjög náið af verkalýðsfé- lögunum og þau hafa þetta í huga e.r þau gerðu kröfur sínar í kjara- baráttunni. Við atkvæðagreiðslu eftir 2. um ræðu felldi stjórnarliðið tillöguna um að gera bætur almannatrygg- inga skattfrjálsar en samþykkti skattahækkun til ríkissjóðs á hinn almenna íbúðaeiganda í landinu. Við þriðju umræðu mælti Lúð- vík Jósefsson fyrir þeim breytinga tillögum, sem Skúli Guðmundsson hafði lýst við 2. umræðu. Pétur Sigurðsson færði þakkir frá farmönnum til stjórnarþing- manna og stjórnarandstöðu fyrir stuðning við tillögur um skattfríð indi þeirra. Þórarinn Þórarinsson sagði að fyrir þessi ákvæði bæri fyrst og fremst að þakka farmönpum sjálf um. Þau væru ekki í frumvarpinu ef þeir hefðu ekki barizt fyrir þeim með ærnum fórnum, tveim- ur verkföllum á þessu ári. Þeim bæri því þakkirnar og fordæmið sem þeir hefðu þar gefið öðrum stéttum. Nær óþarft er að geta þess, að breytingatillögurnar voru auðvit að allar felldar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.