Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.12.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. desember 1967 Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Rltstjórar: Þórarímn Þórarlnsson (ábi Andrés Krlstjánsson Jón Helgason og tndrlOl G Þorsteinsson Puíltrú) ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastióri- Steingrimui pislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu símar 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími- 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjaid kr 105.00 á mán tnnanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. - Prentsmiðjan EDDA h. f. Ósvífnar og óþarfar nýjar álögur í efnahagsmálafrumvarpi þvi, sem ríkisstjómin lagSi fram í þingbyrjun, var m. a. ákvæði um stórfellda hækk- un fasteignagjalda. sem skyldi komið á með þeim hætti, að fasteignamat yrði margfaldað við framtal til eigna- skatts. Þetta var rökstutt með því, að rfkissjóður þyrfti á auknum tekjustofnum að halda. Það hefur verið álitið, að stjórnin myndi hverfa frá þessari fyrirætlun sinni um hækkun fasteignagjalda eftir gengislækkunin kom tii sögunnar Gengislækkunin stór- eykur tekjur ríkissjóðs á margan hátt og þarfnast hann því ekki neinna nýrra tekjustofna. Niðurstaðan hefur samt ekki orðið sú, að ríkis- stjórnin sé fallin frá þessari t'yrirætlun sinni um hækkun fasteignagjalda. Þvert á móti hefur hún lagt fram nýtt frumvarp um stórfellda hæKKun þeirra Með þessari fyrirhuguðu nækkun fasteignagjalda, kistuleggur Sj álfstæðisflokkurmr. eitt af hinum fögru fyrirheitum sínum Flokkurinn hefur sagt, að stefna hans sé að tryggja öllum nokkra eign. Eign handa öllum, hefur verið vígorð hans Þá hefur fiokkurinn lýst því, sem stefnu sinni, að hahh vildi að sem allra flestir yrðu íbúð- areigendur, þótt í framkvæmd hafi forsætisráðherrann ekki fylgt þeirri stefnu betur en svo, að hann veitti ein- um góðvini sínum 27 íbúðarlán a einu bretti! Hæklbun fasteignagjaldanna vinnur vitanlega gegn því, að menn geti eignast eigin íbúð eða einhverja hliðstæða eign. Þess vegna hefur það verið þróunin annarsstaðar, að hlutxu- fasteignaskatta verður alltaf mmm og minni í heildar- sköttunum. Áður voru þeir aðaiskatturinn. Þeir voru á sínum tíma lagðir á til þess að ná fyrst og fremst til hinna ríku. Þetta viðhorf hefur brevtzt eftir því sem efnahagur millistétta og verkafólks hefur batnað og fleiri og fleiri úr hópi þeirra hafa eignazt í’uúð eða aðra slíka eign. Nú er fasteignagjald ekki lengur sKattur, sem er aðallega bundinn við ríka menn, heldur allan almenning. Sú skattahækkun, sem ríkisstjój'nin er hér að fram- kvæma, nær því meira cg meira tn alls almennings. Hún nær til fjölda launamanna, sem með dugnaði og spar- semi hafa eignazt eigin íbúð á undanförnum árum. Að öðru leyti nær hún svo til atvinnuveganna og eykur út- gjöld þeirra. Ríkisstjórnin læst nú snúa sér til almennings og æskja þess, að hann færi nokkra t'órn. Til þess að ráðherrarn- ir hafi siðferðilegan rétt til að gera þetta, verða þeir að ganga á undan og gæta fyllstu nófsemi í skattaálögum. Slíku er hins vegar síður en svo að heilsa. Ríkisstjómin ætlar ekki að láta séi nægja hina gífurlegu tekjuauka, sem gengisfellingin skapar ri'Kissjóði. Til viðbótar hyggst hún leggja á ný stórfelld fastergnagjöld, sem verða þung- bærust fyrir lágtekjumenn, sem al miklum dugnaði hafa eignazt íbúðir á undanförnum arum. Þessi skattur er nýtt ósvífnisverk ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma og hún krefst fórna af afmenningi, leggur hún á nýja og nýia skatta, ár pess að nokkur rök séu fyrir því- Þannig eru byrðar almennings auknar langt umfram það sem ríkið hefur nokkra þörf fyrir. Ríkisstjórn sem þannig hagar sér á ekki kröfu til þess að aímennngur tak’ tillit til eins eða neins, sem hún fer fram á. Þetta skipt: hins vegar öðru máli, ef ríkis- stjórnin gengi sjáif á undan með góðu fordæmi og reyndi að stilla hinar opinberu álögur sem mest í hóf. TÍMINN____________ Börn dalanna - og aðrar sveitasögur Fyiir nokkrum dögum kom á bókamarkaðinn ný biók eftir Axel Thorsteinsson, ritlhöfuind. Bókin heitir „Börn dalanna“ og aðrar sveitasögur. Er Ihér um að ræða aðra útgáfu af Börn dalanaa og nokkrar sög- ur í viðbót, flestar skrifaðar á árunum 1931 — ‘34. Börn dalanna kom út 1918 og hefur verið upp- seld áratugum saman. Margir hafa óskað þess, að hún vrði endur- prentuð. Hinar sögurnar hafa ver ið prentaðar áður á ýmsum stöð um, en allar koma þær hér í upp runalegum búningi. Þetta eru því æskuverk höf.undar, er á sínum tíma fengu yfirleitt góða dóma. Einn ritdómari sagði, að með bókinni, Börn dalanna, hefði Axel Thorsteinsson tekið sæti á skálda bekk. Það var sannmæli og þar hiefur A. Th. setið síðan með sóma hógvær og yfirlætislaus. Hann skrifar gott mál, stíll hans er lát laus og laus við alla tilgerð, per sónulýsingar prýðis góðar og nátt úrulýsingar ágætar. Samúð hans með öllu sem lifir er óvenjulega mikil, jafnvel svo að sumir ritdóm arar hafa fundið það helzt að sögum A. Th., að það gætti um of tilfinningars.emi. Sögurnar í nefndri bók bera öll nefnd einkenni. Tvennt er þar, sem mér finnst bera þar hæst: einyrkjasögu og ást á náttúru landsins. Lífi manna í sveitum landsins á fyrstu áratugum þess arar aldar er lýst þar af nærfæri og skilningi. Við lestur sumra sagnanna kom mér oft í hug kvæði höfundar. „Þú bláfjalla- geimur", þessi dýrðaróður skálds ins til íslenzkrar náttúru. Ég varð fyrir sömu áíhrifum við sagna lesturinn og upprifjun kvæðisins. Þar andar frá hverri línu ást og aðdóun á náttúrufegurð landsins- En í sögunum gætir þess víða að höfundurinn var í æsku jarð- yrkjumaður og hefur því óbilandi trú á mætti moldarinnar og rækt unarmöguleikum, sem felast í skauti íslenzkra sveita. Höfundur inn ber jafnan hlýjan hug til þeirra, sem jörðina yrkja og bæta. í hinni nýútkomnu bók eru margar athyglisverðar sögur og sumar ágætar. Þar eru vel dregn- ar og sannar myndir úr lífi þess fólks, sem ól aldur sinn í sveit- um þessa lands á æskuárum höf- undar. Beztu sögurnar í bókinni tel ég vera Einyrkjan, Fólkið á Læk og Þegar Högni litli dó. Ein skemmtilegasta sagan þykir mér Hannibal og Dúna. Ef til vill er það vegna þess að hún gerist í umhverfi, líku því, sem ég og höf- undur áttum heima í á æskuár- unum — og undum vel. Áhrifa mest og eftirminnilegust mun flestum þykja lengsta sagan, Neisti. Þar er margt mjög vel sagt, mannlýsingar góðar og af- bragðsvel sagt frá, lífi og athöfn um fólks í sveit á þeim tima. En þegar ég hugsa um örlög elskend anna í sögunni, hneigist ég mjög að skoðun ritdómarans frá 1918, sem óskaði þess að höfundur hefði beint skeytum sínum í aðra átt „sungið jafnvel, en valið skemmti legra lag“. Elskendurnir í sög unni reyndust vera systkini. En á það má einnig líta, að ekki er það ástæðulaust, að skáld taki þetta efni til meðferðar stöku sinn 9 Axel Thorsteinsson um. Svo áhrifamikið er það og örlagaríkt. Þegar ég lauk lestri sögunnar að þessu sinni, óskaði ég þess að höfundur skrifaði fram- hald sögunnar og léti höfuðpersón urnar sigra örðugleikana að lok- um. Ein smásaga í þessari bók, Hugg unin, er sérstæð að því leyti, að þar er ósvikin kímni á ferðinni. Lesandinn gleymir ekki glímu Þorvaldar gamla við gerfitennurn ar! Vel mætti tooma fleiri kímni- sögur frá hendi höfundar. Það fer ekki mikið fyrir þeim í bókmennt- um seinni ára. Ég veit að vinir og velunnarar Axels Thorsteinsson gleðjast y‘ útkomu þessarar bókar, og mun> sammála mér um, að hún sé bæði góð bók og skemmtileg. Bókin lítur ágætlega út og kápu teikningin er bókarprýði. Ingimar Jóhannesson. MEÐ BERGSVEINI í BREIÐAFJARDAREYJUM Um eyjar og annes. eftir Bergsvein Skúlason. Bókaútgáfan Fróði. Ég hef lítt ferðazt um þann heim íslands, sem kallast Breiða- fjarðareyjar, en til hans hef ég þó ætið átt mikla forvitni, og því gjaman lesið margt það, sem um Breiðafjarðareyjar hefur verið ritað, og mér hefur að höndum borið, og svo er komið, að mér finnst nú orðið, að ég þekki þar betur til en í ýmsum þeim héruð- um, er ég hef skoðað eigin augum. Þetta tel .ég mig eiga Bergsveini Skúlasyni.að þakka öðmm fremur, því að ég hef lesið mér til mikill- ar ánægju bækur hans um þessar slóðir og lífið þar, fyrst Breið- firzkar sagnir, sem út komu í þrem bókum, og nú síðast bækurn ar tvær Um eyjar og annes, en síðari þeirra er nýkomin út. Bergsveinn Skúlason er einstak lega viðkunnanlegur leiðsögumað- ur, ætíð einlægur með þessa ským, allþýðulegu athygli sívakandi, sjálfur vaxinn úr þessum jarð- vegi og skynjar allt með sömu augum og heimafólk og svo rótgró inn, að hann verður sjálfur aldrei annað en heimamaður þar. í Breiðfirzkum sögum og sögn- um kemur fólkið, lífið og eyjamar að vísu vel fram, en þó enn betur í bókunum, sem hann nefnir Um eyjar og annes- Þeim bókum hafa einnig fylgt sérlega góðar ljós- myndir úr lofti af eyjum, sundum og byggð. Bergsveinn Skúlason í þessu síðara bindi reynir Berg sveinn að fylla í heildarmyndina, sem hann hefur verið að gera af Breiðafjarðareyjum, og síðast er nafnaskrá yfir bæði bindin. Fyrst bregður Bergsveinn sér á suður- kjálka Vestfjarða og segir þar frá lífi og landsháttum', sem ætíð hafa verið í .sterkum tengslum við eyjarnar. Hann fylgir lesanda fyrst um Patreksfjörð og Sjöundárhlíð ar. Síðan kemur hann við í Skor og ræðir um Eggert Ólafsson. Koma þar fram ýmis viðhorf heimakynna, er bregða að ýmsu leyti nýju Ijósi á þá atburði, sem þessum stað eru tengdir, og sýna okkur ofurlítið annað hornauga til Eggerts Ólafssonar, en við hefur blasað af skáldahyllingu og sögu spjöldum. Síðan heldur Berg- sveinn með okkur austur um sveitir Barðastrandarsýslu og kem ur við á nokkrum merkisstöðum og leggur síðan á Þingmannaheiði og allt til Reykhóla með viðkomu í Gufudal. Eftir þetta bætir Bergsveinn nokkru við um eyjar sínar, er honum virðist hafa vérið vangert áður og þurfa betri yfirferðar, og ræðir nokkuð um Akureyjar, Rauðseyjai. Rúfeyjar og Djúpeyj- ar. Skal ekki um það fjöly.rt. En þá kemur sá kafli bókarinn- ar, sem mér þykir mestur fengur að, en hann heitir Árstíðirnar i eyjunum. Er þar lýst hverri árs- tíð og sérkennum hennar í eyjun um, áhrifum veðurfarsins á lífið, sjó og land. Hann lýsir störfun unum og viðbrögðum fólksins, svo og siðum og venjum, er tengjast ákveðnum tíðum og dögum, helg um sem virkum. Frá þessu öllu er sagt á svo skýran og alþýðlee an hátl að myndirnar blasa við manni. Hér er engin tilgerð í máli eða lýsingum, heldur streymir frá sögnin fram eins og jafnstreym á. Mér finnst, að þessi kafli um árs- tíðirnar í Breiðafjarðareyium séu eitt hið bezta, sem Bergsveinn hefur ritað. og hann verður síðar Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.