Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. október 1988
5
FRE TTA SKYRING
Friörik Þór Guðmundsson
skrifar
kjarnorkuvopna, svo notuð
séu orð Gorbatsjovs.
í raun er búið að undirrita
samning um upprætingu
meðaldrægra og skamm-
drægra eldflauga og hann er
nú í framkvæmd: í Sovét-
rfkjunum og Bandarfkjunum
er hafin eyðilegging þessara
eldflauga.
í gangi eru viðræður um
50% fækkun strategískra
árásarvopna.
Á nýafstöönu Allsherjar-
þingi SÞ lögöu Sovétríkin til
nákvæma og raunhæfa áætl-
un um aukið sameiginlegt
átak, sem beinist að því að
eyða vopnum, auka lýðræði
og efla mannúð á alþjóða-
vettvangi, að því að tryggja
öryggi rfkja í anda Reykjavík-
ur-fundarins.
Nýlega var Mikhaíl Sergej-
evits Gorbatsjov kjörinn for-
seti Forsætisnefndar Æðsta
ráðs Sovétríkjanna og sagði
hann við þetta tækifæri: „Ég
fór ekki í ræðustól til þess
að flytja langa ræðu. Eg tel
að þess sé ekki þörf. Við höf-
um á að skipa mótaðri
stefnu, þaulhugsaðri áætlun
um perestrojku. Hún er út-
færð í samþykktum 27. þings
KFS, fundum miöstjórnar þar
á eftir og I samþykktum 19.
ráðstefnu KFS. Markmið
okkar og verkefni eru ákveðin
og skýr, svo og meginstefn-
an.“ Og hann lagði áherslu á,
að aðalatriðið væri núna að
vinna vel til að ná sem best-
um árangri.
Þetta er svarið til starfs-
bróður mín og það kemur frá
fyrstu hendi, ef svo mætti að
orði komast. Við aðgreinum
ekki hinn nýja pólitíska hugs-
unarhátt og perestrojku og
þeim tilheyrir einnig glasnost
og lýðræðisþróun og aukin
mannúð á sviði utan- og inn-
anríkismála. Það er heldur
ekki hægt, þar sem eitt er
óhugsandi án annars."
Og ný tengsl á alþjóðavett-
vangi eru óraunhæf án þess
að til komi andi Reykjavíkur-
fundarins. Um þaö eru allir
sovéskir þegnar sannfærðir,
svo og forysta þeirra. Og
Mikhail Gorbatsjov, hvata-
maður Reykjavíkurfundarins
og staðfastur talsmaður þess
að tillögum hans verði komið
í framkvæmd, er þar fremstur
Nýskipan Norrœns samstarfs
ALÞÝÐUFRÆÐSLA ÚTUNDAN
HJÁ NORÐURLANDARÁÐI?
Tryggyi Þór Aðalsteinsson, formaður MFA
á Norðurlöndunum: Óttumst að embœttis-
menn og stjórnmálamenn sýni ekki alþýðu-
frœðslu og fullorðinsfrœðslu nœgilegan
skilning. I nýskipan Norðurlandaráðs var
menningar- og frœðslusamböndum verka-
lýðshreyfingarinnar stillt upp með frœðslu-
samböndum pólitískra flokka.
Menningar- og fræðslu-
sambönd alþýðu á Norður-
löndunum hafa miklar
áhyggjur af endurskipulagn-
ingu Norðurlandaráðs á al-
þýðufræðslu og fullorðins-
fræðslu innan menningar-
málaáætlunar ráðsins. Á ný-
afstöðnu ársþingi MFA á
Norðurlöndunum, sem haldið
var hér á landi, var meðal
annars samþykkt ályktun í
þessa veru, þar sem kvartað
er yfir litlum hlut alþýðu-
fræðslunnar innan menn-
ingarmálastarfs Norðurlanda-
ráðs, eins og endurskipu-
lagning gerir ráð fyrir.
I ályktun MFA á Norður-
löndunum kom fram sú krafa,
að samtökin ættu beina aðild
að undirnefnd þeirri innan
Norðurlandaráðs sem fer
með málefni alþýðufræðslu
og fulloröinsfræðslu, FOVU.
MFA samtökin hafa verið öfl-
ug við að fá styrki til þessara
hluta frá Norræna menning-
armálasjóðnum, en nú er
stefnt að allsherjar endur-
skipulagningu á starfsemi
Norðurlandaráös. Ályktun
samtakanna var samþykkt
þegar sú stefnumörkun lá
fyrir að í nýju FOVU nefnd-
inni yrði aðeins 1 fulltrúi frá
heildarsamtökunum þremur á
Norðurlöndum sem láta al-
þýðufræðslu og fullorðins-
fræðslu sérstaklega til sín
taka. Á aðalfundinum var
gerð sú krafa að öll samtökin
fengju sinn fulltrúa og að
nefndin yrði þá 12 manna en
ekki 10 manna. Til vara var
gerð sú krafa að mynduð yrði
undirnefnd með fulltrúum frá
heildarsamtökunum, sem
hefði tækifæri til að hafa
áhrif á fjárveitingar til þess-
ara málefna frá Norðurlanda-
ráði og áhrif á röðun for-
gangsmála.
MARKMIÐIÐ ER EINFÖLDUN
KERFISINS
Ársþing MFA á Norður-
löndunum minnti áfyrirliggj-
andi stefnumörkun menning-
armálasjóðs Norðurlandaráðs
þess efnis, aö alþýðufræðsla
væri mjög mikilvægt mál og
að nauðsynlegt væri að sam-
tök á sviði alþýðufræðslu
hefðu sterk ítök í nefnd er
tæki ákvarðanir um fjárveit-
ingar til þessara mála. Minnt
var á hversu góðan hljóm-
grunn stefnumörkun þessi
hefði hlotið innan Norður-
landaráðs. Bent var á, að
þegar um æskulýðs- og
íþróttamál væri að ræða
hefðu viðkomandi samtök
beina fulltrúa í viðhlítandi
jnefndum.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson
framkvæmdastjóri MFA á ís-
landi var á ársþinginu kjörinn
formaður MFA á Norðurlönd-
unum. Hann sagði í samtali
við Alþýðublaðið að kerfið
utan um þessi mál hefðu
hingað til verið mjög flókin
og nú væri verið að reyna að
gera þessi mál aðgengilegri.
„En við erum sammála um að
hlutur okkar, sem sjá um al-
þýðufræðslu á vegum verka-
lýðshreyfinganna til að hafa
áhrif á það hvernig fjármun-
um er varið í þessari nýskip-
an, sé nú mjög veikur. Hér
áður var starfandi ráðgjafa-
nefnd og hún var skipuð af
pólitísku valdi í hverju landi.
Gjarnan voru starfandi i
henni fólk frá okkar samtök-
um, fólk sem þekkti vel til
þess sem við vildum leggja
áherslu á. Með nýskipaninni
eru í raun settar niður nefnd-
ir utan um einstaka mála-
flokka og aðrar stofnaðar í
staðinn, meðal annars FOVU
nefndin utan um alþýðu-
fræðslu og fullorðins-
fræðslu. í henni eiga fyrst og
fremst að vera fulltrúar frá
viðkomandi ráðuneytum og
fleiri fulltrúar, þeirra á meðal
aðeins einn fulltrúi sameigin-
legur frá hinum þremur stóru
heildarsamtökum á Norður-
löndum sem láta þessi mál
sérstaklega til sín taka.“
SÝNA EMBÆTTISMENN
ALÞÝDUFRÆÐSLU SKILNING?
Tryggvi sagði þessi heildar-
samtök vera MFA á Norður-
löndunum, FNV, sem eru
fræðslusamtök sem tengjast
sérstaklega miðflokkunum á
Norðurlöndum og loks NKS,
sem er fræðslusamband sem
tengjast íhaldsflokkunum
sérstaklega. „Við viljum auð-
vitað halda okkur utan við
slika pólitíska skiptingu, er-
um fyrst og fremst tengdir
verkalýðshreyfingunni.
Fræðsla meðal alþýðunnar er
eðlilega öðruvlsi en fræðsla
sem tengist starfsmenntun,
endurþjálfun og fullorðins-
fræðsla sem fellur undir
hefðbundið skólakerfi. Við
óttumst að alþýðufræðsla á
vegum verkalýðshreyfingar-
innar kunni að verða meira
útundan með þessari nýskip-
an en áður. Þessi skipan nú
undirstrikar aó þeir sem fjalla
nú um þessi mál verða fyrst
og fremst embættismenn og
stjórnmálamenn, sem hafa
síður skilning á gildi þessa
starfs sem fram fer á okkar
vegum, MFA á Norðurlöndun-
um. Með öðrum orðum að
þeir muni horfa fyrst og
fremst til hins hefðbundna
skólakerfis og í öðru lagi til
starfsmenntunar og endur-
þjálfunar, sem auðvitað er
mikilvægt hagsmunamál
launafólks, en þjónar að stór-
um hluta atvinnufyrirtækjun-
um, en líti að mörgu leyti
framhjá gildi og mikilvægi
þessa frjálsa fræðslustarfs
verkalýðssamtakanna. Slíkt
fræðslustarf er fyrir margt
fólk mjög góður kostur hvaö
varðar menntun og félags-
lega þátttöku."
Tryggvi sagði engin lög hér
á landi um fullorðinsfræðslu,
heldur hefði slíkt starf sprott-
iö upp af þörf án frumkvæðis
stjórnvalda. MFA á íslandi
hafði á síðasta starfsári um
2.000 nemendur, sem margir
hefðu tekið þátt í löngum
námskeiðum, fólk sem hefði
almennt takmarkaðan rétt til
að sækja slík námskeið frá
vinnu. Þarna sé fólk að
sækja sér menntun af ýmsu
tagi sem skilar sér bæði í
vinnu og félagsmálum.
ÁHERSLA Á ÞÁ SEM
STANDA HÖLLUM FÆTI
Sem fyrr segir hefur þegar
verið ákveðið að FOVU
nefndin verði skipuð 10 full-
trúum og þar af aðeins ein-
um frá heildarsamtökunum
þremur sem sérhæfa sig í
alþýðu- og fullorðinsfræðslu.
Fulltrúar þessara samtaka
hafa ekki hist til aö ræða um
hvernig velja skuli þennan
fulltrúa eða á hvern hátt
hægt er að tryggja að sjónar-
mið allra samtakanna nái
fram að ganga. Tryggvi taldi
hugsanlegt að lausnin yrði
sú, að samtökin skipuðu sína
eigin undirnefnd sem legði
grunninn fyrir fulltrúann,
þannig að sá hefði ekki fritt
spil, heldur tæki tillit til allra.
„Við veróum að vona að okk-
ur takist að finna leið til að
fulltrúarnir í FOVU nefndinni
hlusti á þær röksemdir og
sjónarmið sem við höfum
fram að færa þegar rætt er
um hvernig veita beri fé til
alþýðufræðslunnar. Starf okk-
ar hefur verið stutt af Nor-
ræna menningarmálasjóðn-
um á umliðnum árum og það
hefur verið einn af hornstein-
um þessa samstarfs fræðslu-
samtakanna á Noröurlöndun-
um. Fjárveitingin til þessa
starfs ræður enda miklu um
það sem gert er.“
MFA á Norðurlöndunum
hafa í gegnum árin lagt
áherslu á að fjárveitingar
Norræna menningarmála-
sjóösins færu í viðfangsefni
sem ná til fjöldans, sérstak-
lega þeirra sem notiö hafa lít-
illar skólagöngu. Samtökin
hafa ekki síður viljað stuðla
að auknu jafnrétti kynjanna,
að bættum hlut fólks í dreif-
býli og jaðarbyggðum, að
aukinni fræðslu og þekkingu
um einstök lönd, héruð, þjóð-
arbrot, menningu og lífskjör
á Norðurlöndunum og enn
fremur vilja samtökin veita fé
til viðfangsefna sem leiða til
samstarfs og kynna fplks i
tveimur eða fleiri löndum
sem fæst við fræðslu- og
menningarmál í sínum
heimabyggðum. Þannig
leggja samtökin áherslu á að
bæta hlut þeirra sem nú
standa höllum fæti, alþýð-
unnar, óskólagengins fólks,
kvenna og landsbyggðafólks.
MFA Á ÍSLANDI í 20 ÁR
Ársþing MFA á Norður-
löndunum sátu 40 þátttak-
endur frá Danmörku, Finn-
landi, Færeyjum, Álandseyj-
um, Noregi, Sviþjóð og ís-
landi. Þessi menningar- og
fræðslusamtök verkalýðs-
hreyfinga landanna hafa verið
formleg frá því 1975. í fjöl-
mennari löndunum hafa MFA
samtök verið starfandi í um
70 ár og gegna veigamiklu
hlutverki f alþýðumenntun og
fullorðinsfræðslu. MFA á ís-
landi var stofnað 1969 og hef-
ur stuðningur Norræna
menningarmálasjóðsins gert
samtökunum hér kleift að
sinna vaxandi þörf og kröfum
félagsmanna stéttarfélag-
anna um fræðslu af ýmsu
tagi. Meðal viðfangsefna
MFA á Norðurlöndunum á
komandi mánuðum er að
efna til tveggja mánaða nám-
skeiðahalds í Norræna MFA-
skólanum, þar sem fjallað er
um norrænt samstarf verka-
lýðshreyfinga og tekin fyrir
ýmis viðfangsefni, meðal
annars tæknibreytingar í at-
vinnulífi, umhverfismál og
málefni innflytjenda og
flóttafólks.