Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 13. október 1988 „Það markverðasta í húsnæðismálum er þó lögin umt kaupleiguíbúðir sem komu til framkvœmda nú í sumar. Hér er á ferð nýr valkostur í húsnœðismálum og baráttumálum sem Alþýðuf/okkurinn hefur sett á oddinn og náð samstöðu um í þessari ríkis- stjórn... Viðtökur við kaupleigunni hafa verið mjög góðar. Ég mun leggja alla áherslu á að hœgt sé að halda áfram á þessari braut þann- ig að kaupleigu- íbúðir standi til boða fólki sem að óbreyttu biði rán- dýr húsaleiga á frjálsum markaði og þungar byrðar íbúðarbygginga eða kaupa. “ Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Einn af stóru málaflokkun- um í félagsmálaráðuneytinu og sá málaflokkur sem varðar flestar fjölskyldur í landinu er húsnæðismál. Á þeim vettvangi hefur margt verið að gerast á liðnum mánuðum sem miðar aö þvi að bæta hag fjölskyldna og auövelda yngri og eldri ibúðaöflun og ibúðaskipti. Má þar nefna að í sarn- vinnu við heilbrigðis- og tryggingaráðherra hefur verið óskað tilnefninga í starfshóp sem gera á úttekt á húsnæð- ismálum aldraðra og gera til- lögur um úrbætur. Nýlega var jafnframt samþykkt reglugerð um nýjan lánaflokk er auð- veldar fólki 60 ára og eldri að komast í sérhannaðar þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða. Er þar um að ræða skammtíma- lán til fimm ára og/eöa lang- tímalán, þ.e. til 40 ára. Þessi reglugerð er liður I samræm- ingu og endurbótum á húsnæðismálum aldraðra og hef ég óskað eftir því við húsnæðismálastjórn aó ráð- gjafarstöð Húsnæðisstofnun- ar veiti fólki 60 ára og eldri sérstaka ráðgjöf varðandi ibúðaskipti. Það er alveg Ijóst að það vex mörgum eldri borgaránna mikið í aug- um að takast á við ibúða- skipti og horfast jafnvel í augu við að stofna til skulda vegna þess. Þvi er ráógjöfin og nýi lánaflokkurinn stuðn- ingur sem hefur mikla þýð- ingu fyrir aldraða. ÞAÐ ÞARF AÐ LAGFÆRA KERFIÐ Nú er unnið aó endurskoð- un á húsnæðislánakerfinu bæði því félagslega og eins almenna húsnæðiskerfinu. Vinnuhópur á vegum fé- lagsmálaráðuneytisins mun fljótlega skila af sér fyrsta yf- irliti um félagslegar ibúða- byggingar hér á landi þar sem athugun var gerö á uþþ- byggingu og fjármögnun fé- laglega húsnæðiskerfisins og leitað leiða til úrbóta. í haust verður skipaður starfs- hópur til aó gera tillögur um framtíðarskipan félagslega íbúóalánakerfisins og mun hann byggja á nióurstööum vinnuhópsins. Þá hefur einnig verið unnió að endurbótum á almenna hluta húsnæðiskerfisins frá því síðastliöinn vetur. I fyrra var gerð breyting á lögunum til að tryggja betur forgang þeirra sem brýnast þurfa lánafyrirgreiðslu og takmarka sjálfvirkni útlána. Þessar breytingar voru fyrsta skrefið á nauðsynlegum endurbótum sem m.a. tryggðu að hægt er a.m.k. tveimur árum fyrr að taka upp nýtt og endurbætt húsnæðislánakerfi en að óbreyttu hefði öllu fjármagni húsnæðiskerfisins verið ráð- stafað á örfáum mánuðum fram til ársins 1992. Frá því í janúar hefur starfshóþur unn- ið að endurskoöun og endur- skipulagningu á húsnæöis- lánakerfinu en miðað er að þvl að Ieggja fram lagafrum- varp um endurskipulagningu almenna húsnæöiskerfisins í byrjun þings í haust. KAUPLEIGUÍBÚÐIR KOMNAR TIL AÐ VERA Það markverðasta í hús- næðismálum er þó lögin um kaupleiguíbúðir sem komu til framkvæmda nú í sumar. Hér er á ferð nýr valkostur í hús- næóismálum og baráttumál sem Alþýðuflokkurinn hefur sett á oddinn og náð sam- stöðu um í þessari rikis- stjórn. Þessi nýi valkostur sam- einar á margan hátt þá kosti sem fyrir hendi eru í verka- mannabústöðum, eignaríbúð- um, leiguíbúðum og búsetu- réttaríbúðum. Það kom vel fram þegar gerð var könnun meðal sveitarfélaga um áhuga fyrir byggingu kaup- leiguibúða að undirtektir við þessu nýja húsnæðisformi voru mjög góðar. En umsókn- ir vegna bygginga kaupleigu- íbúöa nú í ár og næsta ár sýna berlega hve mikill áhug- inn er og þá ekki sist á landsbyggðinni, enda má segja aó kaupleiguíbúöir séu mikið byggðamál. Umsóknir vegna þessa árs bygginga reyndust 472 og vegna næsta árs bárust 669 umsóknirum byggingu kaup- leiguibúða. Sérstök fjárveit- ing var á þessu ári 273 milljónir króna og var úthlut- að 187 íbúðum auk þess sem heimilað var að flytja 44 ibúð- ir sem samþykktar höfðu ver- ið í verkamannabústöðum yf- ir i kaupleiguformið. Var það athyglisvert að óskir um slík- an tilflutning kæmu fram. Það kom einnig fram ósk frá Búseta aö byggingu þeirra með 46 íbúðum sem er að rísa í Grafarvoyi yrði breytt í kaupleiguibúðir. Viðtökur viö kaupleigunni hafa því verið mjög góðar. Ég mun leggja alla áherslu á að hægt sé að halda áfram á þessari braut þannig að kaupleiguíbúóir standi til boða þvi fólki sem aö óbreyttu biði rándýr húsa- leiga á frjálsum markaði og þungar byröar íbúðabygginga eða kaupa. Bygging hinnar svokölluðu Búsetablokkar er eitt af þeim skrefum sem stigid hefur verid hér á landi til að auðvelda fólki aö festa kaup á eigin húsnæði. Búseti hefur nú gengið inn í kaupleigufyrirkomulagið sem hefur verið eitt af helstu málum Alþýðuflokksins að undanförnu. AF HÚSNÆÐISMÁLIIM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.