Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 13. október 1988 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra telur undirbúning undir einn innri markað EB árið 1992 brýnasta mál iðnaðarráðuneytisins: EVRÓPUMARKAÐURINN 1992 EKKI ÖGNUN VIÐ ÍSLENDINGA Island má ekki verða eitthvert geirfuglasker í alþjóðaviðskiptum „...ég mun láta skoða möguleikann á stækkun álvers mjög vandlega. Hér getur vissulega verið um mikið framfaramál að ræða. Við höfum 20 ára reynslu af álbræðslu og vitum aö hun skilar okkur jöfnum og góðum tekjum en er hinsvegar ekki nein gullnáma," segir Jón Sigurðsson m.a. i viðtali við Alþýðublaðið um iðnaðarmál. Jón Sigurösson hefur eins og kunnugt er tekið viö iönaðarmálum i nýskipaðri ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar, en einnig gegn- ir hann viðskiptaráðherra- starfi sem fyrr. Jón er hér mættur í viðtal við Alþýðu- blaðið og gerir grein fyrir skoðunum sinum og hug- myndum i þessum mála- flokki. Hann ræöir m.a. um fyrirhugaðar breytingar á Evrópumarkaði 1992 og þýð- ingu þeirra fyrir íslendinga, um stóriðju, eignaraðild út- lendinga að íslenskum fyrir- tækjum og streymi erlends fjármagns inn i landið, mikil- vægi samskipta viö aörar þjóðir i iðnaðarmálum, um vanda fataiðnaðar og skýrir afstöðu sína í málefnum skipasmíðaiðnaðarins, þar á meðal í Stálvikurmálinu svo- nefnda. „Brýnasta verkefnið hér í iðnaðarráðuneytinu er að búa íslenskan iðnað undir þær breytingar sem verða á við- skipta- háttum í Evrópu árið 1992, þegar komiö hefur verið á einum innri markaði inna,n Evrópubandalagsins. Það\ þarf að vinna sérstaklega að því að að laga atvinnulífiö hér að þessum fyrirsjáanlegu breytingum og tryggja okkar viðskiptastöðu á þessum markaði án aðildar að EB. Hér þarf að gera ýmsar breyt- ingar á löggjöf til samræm- ingarvið löggjöf annarra þjóða. Það er afar mikilvægt að vel takist til þvf meira en helmingur af utanrikisviö- skiptum okkar er við EB-þjóð- ir. Og það er einfaldlega nauðsynlegt til þess að ís- land einangrist ekki hér norð- ur í Atlantshafi. ísland má ekki verða eitthvert geirfugla- sker i alþjóðviðskiptum. Ég tel ekki að hinn sameiginlegi innri markaður Evrópu feli í sér neina ógnun við okkur eins og margir hafa viljað halda fram, þvert á móti gef- ur hann okkur möguleika til þess að njóta þess sem við gerum best. Þessum breytingum fylgir auðvitað margt á vettvangi beggja þeirra ráðuneyta sem ég stýri. Það þarf breytingar á iðnlöggjöf og sömuleiðis varðandi viðskipti. Þetta varðar fjölmargt í viðskiptum milli landa, t.d. hvað varðar fjármagn og ýmisskonar þjónustuviðskipti, ekki síst koma hér til álita breytingar á íslenska bankakerfinu til samræmis við það sem ger- ist með öðrum þjóðum. Ég vil þó taka það skýrt fram að þessar breytingar verða að sjálfsögðu gerðar án þess að við fórnum yfir- ráðum yfir auðlindum okkar. En það er okkur íslendingum lífsnauðsyn að versla og til þess verðum við að Ifta til fleiri landa en Evrópulanda, við þurfum líka að horfa til vesturheims og til Asíulanda, þar sem eru mikilvægir og vaxandi markaðir fyrir ís- lenskan útflutning." — Þarna ertu farinn að tala um m.a. erlent fjármagn og þjónustu sem hingað kemur í kjölfar þessa markaðar. Þetta atriði hefur lengi verið eitt það umdeiidasta í sambandi við uppbyggingu á stóriðju og hverskyns orkufrekum iðnaði. Hverjar eru þínar skoðanir á þeim málaflokki? „Ég tel ákaflega mikilvægt að menn meti hugmyndir um uppbyggingu stóriðju á ís- landi á sama raunsæja hátt og við nálgumst aðra mögu- leika í atvinnulífi okkar. Stór- iðjan er einn möguleiki af mörgum og hann verður að skoða af yfirvegun og bera saman við aðra kosti sem fyr- ir hendi eru hverju sinni. Það sér þó auðvitað hvert manns- barn að við eigum að nýta orkulindir okkar til atvinnu- uppbyggingar, fallvötnin eiga ekki að renna arðlaus til sjáv- ar. En auövitað er oft álitamál hverig best er haldið áfram, hvernig við nýtum þá orku sem við höfum. Ég tel að hér sé fyrst og fremst um for- dómalaust mat á hagkvæmni að ræða en ekki hugmynda- fræði, menn geta ómögulega verið á móti ákveðnum málm- teaundum af huamvnda- fræðilegum ástæðum. Það er auðvitað margs að gæta i sambandi við stóriðju hér á landi. Ef rætt er um ál- ver, sem við höfum hvað mesta reynslu af, þá er orku- verðið ekki það eina sem menn verða að skoða. Það er að vísu mikilsvert en þó til- tölulega lágt hlutfall af heild- arkostnaöi í álbræöslu. Það sem auðvitað er mikilvægast í þessu sambandi er verð á áli á heimsmarkaði. Svo má benda á að orkufrekur iðnað- ur er yfirleitt afar frekur á fjármagn. Á endanum er þetta spurning um það hve- nær saman fer hagstætt ál- verð, hagstætt orkuverð og hagstæður fjármagnskostn- aður. Því miöur eru slíkar að- stæður ekki oft fyrir hendi allar í senn. Einnig þarf að huga að endurnýjunarþörf á álfram- leiðslutækjum á því markaðs- svæði sem við skiptum mest við, þ.e. EFTA og EB. Sem stendur virðist slík þörf fyrir hendi. Þessvegna virðst nú vera tækifæri til þess að auka álframleiðslu hér á landi. — Ég tek þó skýrt fram að niðurstöður hagkvæmni- athugana sem nú standa yfir liggja ekki fyrir. Þessar athuganir eru tvíþættar, ann- arsvegar fer fram hag- kvæmniathugun á því að auka álframleiðslu í Straums- vfk frá sjónarmiði hugsan- legra eigenda álversins og hinsvegar verður einnig gerð þjóðhagsleg hagkvæmni- athugun þar sem m.a. er horft til atvinnuástands og almenns efnahagsástands, byggðarsjónarmiða og yfir- leitt hvernig þessi áform samrýmast þeim hugmynd- um sem íslendingar gera sér um uppbyggingu orkufreks iðnaðar — hvernig þessi áform koma út í samanburði við aðra kosti. Ég tek ekki afstöðu í þessu máli fyrr en niðurstöður þessara athugana liggja fyrir og ég mun láta skoða mögu- leikann á stækkun álvers og aukningu álframleiðslu vand- lega. Hér getur vissulega ver- ið um mikið framfaramál að ræða. Við höfum nær 20 ára reynslu af álbræðslu og vit- um að hún getur skilað okkur jöfnum og góðum tekjum en er hinsvegar ekki gullnáma. Við vitum sömuleiðis að slík- ur iðnaður þarf ekki að leiða til umhverfisspjalla og auð- vitað þarf að sýna fyllstu varúð í þeim efnum. Um- hverfisvernd er miklu mikil- vægari viðmiðun í dag en hún var fyrir 20 árum. Þetta er viðhorf mitt til stóriðju og þeirra kosta sem nú blasa við. Við þurfum ætíð að hafa í huga að við eigum ekki að stefna að auk- inni fjölbreytni í atvinnulífinu fjölbreytninnar vegna heldur vegna teknanna, sem þjóðin hefuraf nýjum fyrirtækjum." — Sérðu einhverja mögu- leika á að stóriðja geti í fram- tíðinni verið okkur sveiflu- jöfnun á sjávarútveginn? „Fram undir lok 6. áratug- arins var álverð mjög stöðugt enda voru þá öll skilyröi á alþjóðamarkaði með kyrrari kjörum en síðar varð. Én vissulega geta orðið sveiflur á þessum markaði líkt og á hráefnismarkaði. Hinsvegar ber þess að gæta aö stóriðja getur skapað hér stöðuga atvinnu og tekjur sem er mikilvægt fyrir þjóðina. En áhættudreifing er mjög mikil- vægt sjónarmið bæði fyrir einstök fyrirtæki og þjóðar- búið í heild. Við þurfum án efa að leggja meiri rækt við þetta sjónarmið en hingað til. Nú standa til dæmis fjögur öflug erlend fyrirtæki að þeirri hagkvæmniathugun sem verið er að gera á ál- vinnslu hér á landi í sam- vinnu við okkur. Með þessum hætti dreifa þau áhættunni. Við getum vissulega af þessu lært. Ég held raunar að skilningur á nauðsyn áhættudreifingar fari vaxandi hér á landi og bendi í því sambandi ásamvinnu fyrir- tækja í mörgum greinum til að dreifa áhættu sem felst i margvislegri tækniþróun. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði skiptir hér mestu að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt efnahagslff. Eftir því sem undirstöðurnar eru fleiri og fjölbreyttari þeim mun stöö- ugri verður þjóðfélagsbygg- ingin. Orkufrek stóriðja er að sjálfsögðu einn af þeim kost- um sem verður að athuga í þessu sambandi." — Kemur til greina að við látum okkur nægja að fá þær tekjur sem við getum fengið án þess að taka áhættu? „Þú ert væntanlega að spyrja um það hvort til greina komi að ný stóriöjufyrirtæki hér á landi verði að fullu i eigu erlendra aðila, því auð- vitað tökum við áhættu með því að orkuverin verða i eigu Islendinga. Varðandi spurn- inguna um eignarhald held ég að menn ættu að forðast einstrengingslega afstöðu eöa fastar allsherjarreglur. Við hcfum reynslu af tvenns konar eignarhaldi á orkufrek- um stóriöjufyrirtækjum hér. Annarsvegar af álverinu sem er algjörlega í eigu útlend- inga og hinsvegar af kísiljárn- verksmiðjunni sem við eigum meirihluta í. Ég gæti sett á langa tölu um kost og löst á hvorutveggja fyrirkomulaginu en mig langar eingöngu að benda á að við erum fær um að eiga stóriðjufyrirtækin sjálf en það er alls ekki vist aö það borgi sig. Þetta mál tengist auðvitað spurning- unni um erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi yfirleitt. Mín skoðun í því sambandi er sú að löngu sé orðið tíma- bært að rýmka reglur um er- lenda fjárfestingu hér á landi. Við eigum líka að leyfa er- lendum aðilum þátttöku í fyrirtækjum hér á landi á grundvelli almennra reglna sem vernda islenska hags- muni. Það vill oft gleymast að erlendu fjármagni geta fylgt hlunnindi sem að öðr- um kosti þarf að kaupa dýr- um dómum. Ég nefni bara þekkingu á framleiðslutækni og skipulagi og aðgang að mörkuðum." — Yfir í aðra sálma. islend- ingar hafa verið gjarnir á að reisa skýjaborgir varðandi það hversu auðvelt er að komast inn á erlenda mark- aði með vörur sinar. Hvað sérð þú framundan i þessum málum, bæði hvað varðar markaðssetningu, samvinnu ráðuneyta og áherslu á sér- hæfingu í íslensku atvinnulífi á þeim sviðum þar sem við eigum raunhæfa möguleika á að koma með nýjungar og tryggja okkur markaði með þeim hætti? „Við þurfum að sjálfsögðu að reyna að sérhæfa okkur í því sem við gerum vel og í því tilliti þurfum við að líta mjög til hönnunar og vöru- þróunar. Það þarf að tryggja að slíkt nái fótfestu hér á landi. Vió eigum efnilegt fólk á þessum sviðum en smæð íslensks markaðar veldur auðvitað miklum erfiðleikum. En við samruna Evrópumark- aðarins reynir verulega á að við beitum okkur í hvers kon- ar kynningarstarfsemi og auglýsingum. Ég hef ekki af því áhyggjur þar sem við stöndum nokkuð framarlega á því sviði. En hér kemur það fram sem ég minntist á áður. Þörfin á samstarfi við aðra. Við verðum að gera viðskipti við aðrar þjóðir jafn sjálfsögð og viðskipti innanlands. Það er mín skoðun að við stæl- umst frekar á því en veikj- umst og hér er ég.kominn að þeirri hugmynd sem er mikil- vægasta verkefni stjórnvalda nú á dögum, nefnilega að byggja hér opið þjóðfélag fyrir framtíðina. Stjórnvöld verða að setja almennar leik- reglur til að móta þessa framtíð og búa okkur undir hana, bæði í atvinnulífi og menningu. Enginn er eyland I heiminum og verður það svo sannarlega ekki úr þessu.“ — Hvað með ýmsan iðnaö tengdan sjávarútvegi. Er meiningin að ýta undir hann með einhverjum hætti? Nú eru margir sem telja að hann standi okkur næst. „Já, auðvitað er þessi iðn- aður nærtækastur, þaö er mikið rétt. Vissulega höfum við haslað okkur völl á þessu sviði enda erum við að selja íslenska sérþekkingu. Hins- vegar erum við einnig um leið að selja hugkvæmni og hugvit og vió eigum að leggja aukna rækt við hvoru- tveggja. Reyndar má í þessu sambandi geta þess að mörk- in milli atvinnugreina eru ekki alltaf mjög skörp. Um leið og við seljum vöru erum við líka að selja þjónustu, hvort sem hún kemur með beinum hætti inní viðkom- andi hlut eða er í formi við- halds, viðbótarþjónustu eða leiðbeininga. Við þurfum að kappkosta það að gera allt vel sem við gerum. Það skilar sér i beinum ábata þegar fram i sækir og er jafnframt einkenni sannrar menningar." — Víkjum aðeins að skipa- smiðaiðnaðinum sem hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. „Það er min skoöun að við verðum að taka þeim mark- aðsaðstæðum fyrir fiski- skipasmíðar sem eru ríkjandi. Við eigum alls ekki að reyna að keppa við niðurgreiddar skipasmiðar gamajreyndra skipasmíðaþjóða. í þessari atvinnugrein hefur það gerst eins og í svo mörgum öðrum að iðnaðurinn hefur flust suður á bóginn og við verð- um að leyfa þjóðum suðurs- ins að komast inn á markað- inn. Þetta gerist þegar lág- tekjulönd ná tökum á þeirri tækni sem til þarf. Við því er ekkert að segja, ekki geta Evrópuþjóðir farið að banna þeim að reyna að komast inn á sína markaði. Auðvitaö er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.