Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 13. október 1988 Bjariti P. Magnússon borgarfulltrúi A Iþýöuflokksins LÝÐRÆÐISBANDALAGIÐ Þaö er erfitt fyrir þann sem vill bæta kjör þeirra sem verst standa að vinna aö þvi á vettvangi borgarmála. Þar skortir allan stjórnmálalegan vilja til annars en byggingu glæsihalla — til þessa mála- flokks streymir fjármagniö meöan vandinn eykst á sviói félagsmála. Þau eru mörg dæmin. Margir kannast við vanda aldraóra Reykvíkinga sem búa viö alsendis öfullnægj- andi húsnæðisaóstöðu. Þaö er ekki gaman aó ganga niö- ur i ellimáladeild í Tjarnar- götu til þess aó spyrjast fyrir um sömu málin aftur og aftur og fá svarió „jú, þaö er vissu- lega rétt aö aóstæöur vió- komandi eru mjög slæmar, hann er jú á forgangslista það er bara svo lítið hægt aö gerá, talaóu við okkur eftir hálft ár“. Eóa aö leita eftir húsnæöi fyrir tekjulágan heilsulausan einstakling. Félags- jafnt sem húsnæöis- fulltrúi segja báðir:„Rétt, við- komandi á vissulega að fá hjálp en þaó er ekkeri á lausu talaðu við okkur eftir hálft ár eða svo.“ Stundum veltir maður fyrir sér hvort ekki væri einfaldast aö hafa sjálfsvara í staö starfsfólks sem gefur sama vonleysis svarið? Hér skal tekiö fram aó ekki er við blessað starfsfólkið að sak- ast þvi allt er það af vilja gert til þess að vinna starf sitt vel. Það er hins vegar við stjórnendur borgarinnar að sakast nánar tiltekið meiri- hluta sjálfstæðismanna. MEIRIHLUTI - MINNIHLUTI HVER ER MUNURINN? Við í minnihlutanum í borgar- stjórn höfum barist gegn því að mesta góðæri sem borgin hefur notið verði notað til byggingar hverrar glæsihall- arinnar af annarri, en til þess málaflokks munu renna milljarðar á næstu árum. Þessum straumi fjármagns viljum viö verja til félagslegra þátta. Við höfum lagt fram áætlanir um á hvern hátt megi mæta þörf fyrir dagvist- un barna i borginni, tillögur um átak í húsnæðismálum úrbætur og nýjungar í skóla- málum svo eitthvað sé nefnt. í skipulagsmálum höfum við barist gegn hraðbraut í Fossvogsdal, fyrir almennri varðveislu umhverfisins með þeirri undantekningu að flug- völlurinn verði fluttur, bætt- um almenningssamgöngum svo þess helsta sé getið. SAMSTARFIÐ INNAN MINNIHLUTANS Minnihluti (Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsókn- arflokkur og Kvennalisti) hef- ur unnið vel saman. Við höf- um átt auðvelt með að ná saman um tillögu að fjár- hagsáætlun fyrir borgina öðruvísi en Sjálfstæðisflokk- urinn. í þessari vinnu sem tekið hefur nokkra mánuði, vinnum við allar áætlanir og tillögur sem vikja frá tillögum meirihlutans sjálf. Niöurstöður reikninga sýna að áætlanir okkar eru um sumt nákvæmari en emb- ættismanna. Við þessa vinnu hefur glöggt komið í Ijós hve auðveldlega við náum saman og hve lítið skilur flokkana að. SKOÐANAKANNANIR UM FYLGI FLOKKA Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á fylgi flokkanna i borgarstjórn benda til þess að Sjálfstæö- isflokkurinn hafi góðan meiri- hluta kjósenda með sér. Það er því ekki óeðliegt að sþyrja hvort þaö sé ekki gleggsta merkið um þaö að kjósendur velji fremur glæsihallir en auknar félagslegar úrbætur? Ég tel rangt að álykta sem svo. Réttara sé að mæla fylgi sjálfstæðismanna i borgar- stjórn í öfugu hlutfalli viö fylgi ríkisstjórnarinnar. Skoð- anakannanir hafa sýnt að meirhluti borgarbúa er and- vigur byggingu ráóhúss í tjörninni, sömuleiðis að meirihluti sé andvígur áform- um í Fossvogsdal. Hvað skyldi meirihlutinn hafa um það að segja aó láta Hita- veitu Reykjavíkur um að byggja glæsihús á Öskju- hlíð? Eða um þá ákvöröun að vilja ekki nota framlag ríkis- ins til húsnæðismála eins og til stóð? Eða um þá stjórn- visku að geta ekki boðið mörg hundruð pláss sem laus eru í dagvistun til barna sem skipta þúsundum á bið- listum. Nei þaö veröur að leita skýringa á fylgi sjálfstæðis- manna i borgarstjórn skv. skoðanakönnunum eitthvert annað en til verka þeirra. Sennilegast verður að telja aó borgarbúar ekki síður en aðrir landsmenn hafi mikla skömm á þeim vinnubrögð- um sem talsmenn stjórnar- flokkanna í rikisstjórninni hafa tamið sér með þvi að vera með innihaldslaust gaspur i garð hvers annars og um það hvernig skuli stjórna í stað þess að koma sér saman um leióir og til- kynna síðan alþjóð. Það væri fróðlegt að at- huga hvert fylgi bæjarstjórn- ar Hafnarfjarðar er næst þeg- ar spurt verður um fylgi ríkis- stjórnarinnar og athuga hvort sama reglan gildi ekki þar. Sem betur fer er félagslegum málum gefin góður gaumur þar og ekkert athugavert við stefnuna á þeim bæ. Það virðist þó ekki skipta sköpum um fylgi í skoðanakönnun- um. LÝÐRÆÐISBANUALAGIÐ Það er á fleiri sviðum sem munur er á minnihluta og meirhluta. Minnihlutinn vill mun opnara stjórnkerfi en meirihlutinn sem kýs að halda dauðahaldi í fulltrúa- lýðræðishugmyndina meðan við í minnihlutanum viljum fara út á meðal fólksins og hafa það með í ráðum um hvernig stjórna skuli. Stundum kemur fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn opin- beri þá skoðun að hann eigi Reykjavík. Frægt dæmi hér um er þegar heiIbrigðisráö flokksins ályktaði í Borgar- spítalamálinu þá gegn ein- ræðisherranum ,borgarstjór- anum,þess efnis að ef ekki yrði tekið tillit til skoðana þess á málinu þá yrði endan- lega gert út um sölu spítal- ans á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins. Dæmi um það hvernig sjálfstæðismenn hafa lagst gegn opnara stjórnkerfi má nefna þegar tillaga okkar i minnihlutanum um að stofna sérstök skóla- ráó í hverfum borgarinnar var felld. Skólaráóin skyldu skiþ- uð borgarfulltrúum sem for- eldrum barna og var þeim ætlað að marka stefnu við- komandi hverfis í málum eins skóla t.d. sjá um mannaráðn- ingar. Annaö dæmi hér um er þegar beðiö var um skoðana- könnun á því hvort byggja skyldi ráðhús í tjörninni. Fleiri dæmi má taka,það sem er þeim þó sameiginlegt er að viðhorf okkar í minnihlut- anum eru í þá veru að leita sem víðast eftir samstarfi við fólkið í borginni fá valddreifð- ara samfélag en nú. Það er því ekki úr vegi að sþyrja hvort ekki sé rétt hjá flokkunum i minriihluta að koma sér saman um aðferð við aö bjóða fram sameigin- lega við næstu borgarstjórn- arkosningar. Margar aðferðir koma þar til greina t.d. sú að flokkarnir byðu borgarbúum að tilnefna frambjóðendur sem og að ákveða röð þeirra síðan í prófkjöri sem þeir einir tækju þátt í er hefðu látið skrá sig, flokkarnir fengju þannig einn lista gegn lista sjálfstæðis- manna, lista sem ákveðin hefði verið af þúsundum Reykvíkinga. „Minnihlutinn vill mun opnara stjórn- kerfi en meirihlut- inn sem kýs að halda dauðahaldi í fulltrúalýðrœðis- hugmyndina meðan við í minni- hlutanum viljum fara út á meðal fólksins og hafa það með í ráðum hvernig stjórna skuli. Stundum kemur það fyrir að Sjálfstœðisflokkur- inn opinberi þá skoðun að hann eigi Reykjavík. “ Fulltrúar minnihlutans í borgarstjórn Reykjavikur á yfirstandandi kjörtimabili. Er bandalag þessara flokka þaö sem koma skal? Hugmynd sem oft hefur veriö velt upp i gegnum tiöina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.