Alþýðublaðið - 19.11.1988, Side 1
Jóhanna Sigurðardóttir við setningu 44.
flokksþings Alþýðuflokksins
ALÞYDUFLOKKURINN
VERÐI MEÐ BREYTTUM
ÁHERSLUM
FORYSTUAFL
FÉLAGSHYGGJUNNAR
í flórmokstri fyrri stjórnar féll jafnaðar-
stefnan í skuggann.
„Ég vil aö Alþýðuflokkur-
inn í rikisstjórn sé forystuafl
félagshyggjunnar. Þar vil ég
sjá breyttar áherslur hjá
flokknum þvi ég vil aö Al-
þýöuflokkurinn veröi í meira
mæli þaö afl sem ræðst
gegn misrétti í þjóðfélaginu í
hvaða mynd sem þaö birtist,"
sagði Jóhanna Sigurðardóttir
varaformaöur Alþýöuflokks-
ins viö setningu 44. flokks-
þingsins á Hótel íslandi í
gær.
„Meðan Sjálfstæðisflokk-
urinn liggur við stjóra og
áhöfnin til kojs verða um-
bótaöflin vinstra megin við
miðju að efla samstöðu sína,
vegna þess að það er þjóðar-
nauðsyn," sagði Jón Baldvin
Hannibalsson formaður
flokksins m.a. í ræðu sinni.
Jóhanna vék að þátttöku
Alþýðuflokksins í ríkisstjórn
Þorsteins Pálssonar og sagði
flokkinn hafa orðið blóra-
böggul þar fyrir allar erfið-
ustu aðgerðirnar. „Við héld-
um því vissulega fram sem í
forystu fyrir flokkinn stóðum
á þessum erfiða tíma að við
værum að búa í haginn fyrir
betri framtíð — búa í haginn
fyrir þá félagshyggju og jafn-
aðarstefnu sem við viljum
standa að. En okkur ber að
viðurkenna það á þessu
flokksþingi að í öllum flór-
mokstrinum hafa þær áhersl-
ur fallið í skuggann, sem við
jafnaðarmenn viljum sjá þeg-
ar viö tökum þátt í ríkis-
stjórn,1 sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir.
Kaflar úr ræðu formanns
Alþýðuflokksins eru birtir á
blaðsíðu 7 og 8
Jón Baldvin á 44. flokksþingi Alþýðuflokksins: Meöan Sjálfstæöisflokk-
urinn liggur við stjóra og áhöfnin til kojs verða umbótaöflin vinstra meg-
in við miðju aö efla samstöðu sína, vegna þess aö það er þjóðarnauð-
syn. A-mynd/Magnús Reynir.
Hvalamálið
Árangursríkar
viðræður við
Vestur-Þjóðverja
íslenska sendinefndin sem
átt hefur viöræöur viö þýska
aðila á sviði sjávarútvegs
greindi í gær frá þvi að góður
árangur heföi náöst og aö
tækifæri gæfist nú til að
kynna málstað íslands í hval-
veiðimálinu i Þýskaiandi.
Aðstoðarráðherra sjávar-
útvegsmála í Þýskalandi
sagði í viðræðunum að vest-
ur-þýsk stjórnvöld hefðu
marglýst yfir andstöðu sinni
við viðskiptaþvinganir og
ítrekaði hann óskir.Þjóðverja
um góða samvinnu viö ís-
lendinga.
Hefur Halldór Ásgrímsson,
sjávarútvegsráðherra, nú þeg-
ið boö um heimsókn til Sam-
bandslýðveldisins á næst-
unni og jafnframt var aðstoð-
arráðherranum boðið að
sækja ísland heim næsta
sumar.
Tillaga á 44. flokksþingi
A Iþýðuflokksins
Framferði ísraela
fordæmt
Fyrir 44. flokksþingi Al-
þýöuflokksins liggur tillaga
um aö hrottaleg framkoma
israelskra hermanna við al-
menning á svæðum sem þeir
hafa hernumiö sé fordæmd
og að flokksþingið telji að
eðlilegt sé aö sjálfsákvörðun-
arréttur Palestinumanna
veröi virtur. Einnig aö flokk-
urinn fordæmi eindregið of-
beldi og kúgun hvar sem er í
heiminum og friðarviðleitni
Sameinuöu þjóðanna verði
studd. Flutningsmenn tillög-
unnar eru Haukur Helgason,
Hörður Zóphaniasson og
Guðmundur Árni Stefánsson.
Bronco - betur byggður en gengur og gerist. Bíll sem hefur
sýnt og sannað að hann stenst öðrum fremur íslenskar
aðstæður. Jafnt á vegi sem vegleysum geturðu gengið að
gæðunum vísum.
Bronco er kraftmikill, sterkur og öruggur bíll í tor-
færum. Og að auki - rúmgóður, lipur og
þægilegur fjölskyldubíll.
Ford Bronco, - búnaður og
þægindi af bestu gerð.
mrmimmm
jj&UJl M JÍJJJU JÚM j'J'hMM
essemm/siA 22.04