Alþýðublaðið - 19.11.1988, Page 6

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Page 6
6 Laugardagur 19. nóvember 1988 Bjarni l\ Magnússon Vill fresta byggingu Mlklubraut- arbrúar Bjarni P. Magnússon borg- arfulltrúi Alþýöflokksins lagöi fram tillögu á fundi borgarstjórnar í fyrradag um frestun á framkvæmdum byggingar brúar yfir Miklu- braut, þar tii fyrir lægi ná- kvæm útfærsla á mannvirk- inu og umhverfi þess. Full- trúar Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista lögðu sameigin- lega fram tillögu, sem felur í sér aörar áherslur en tillaga Bjarna. „Ástæða þess að ég flyt þess tillögu er að Gissur Símonarson, fulltrúi Alþýðu- flokksins í byggingarnefnd, tjáði mér hver vinnubrögð hefðu verið viðhöfð við bygg- ingu Höfðabakkabrúarinnar á þeim tíma er við vorum i meirihluta," sagði Bjarni í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Mér finnst sjálfsagt að hverfa ekki frá þeim vönduðu vinnubrögðum sem þar voru viðhöfð og freista þessa að fá meirihlutann til að viður- kenna þau. Þá var byggingar- leyfi ekki gefið út fyrr en fyrir lá nákvæm útfærsla á hesta- götunum, lýsingu, gróðri og öllu öðru.“ Tillaga Bjarna gengur að því leyti skemur en tillaga hinna í minnihlutanum, að ekki er farið fram á neitt ann- að en þessum atriðum verði fullnægt. „Síðar gæti bygg- ingarnefnd óskað eftir grenndarkynningu. Ég vil bara að þessi vinnubrögð verði viöhöfð og ég veit að fulltrúi okkar í byggingar- nefnd er sama sinnisi Meiri- hlutinn vill greinilega kasta stríðshanskanum, enda alltaf i einhvers konar stríðsæöing- arleik.“ Bjarni sagði ennfrem- ur að þetta mál sýndi glögg- lega að borgarbúar þyrftu að vera gagnrýnir á verk borgar- skipulags og borgarverkfræð- ings. Glæsileg hótel, góðar strendur og frábær úti■ vistaraðstaða. VEDRIÐ? - Betra en gott íslenskt sumar. Meðalhitinn yfir jólin er 22-25 gráður. MANNLÍFID? - Þúsundir ferðamanna frá Norðurlöndunum og Evrópu í bland við spænskt mannlíf. HVAÐ MED BÖRNIN? - Tívolíið er opið, sundlaugin, ströndin, tennisvöllurinn og dýragarðurinn. 15.000 kr. barnaafsláttur að auki. EKKERT AD GERA? - Sameiginlegir veislukvöldverðir á aðfangadags- kvöld og gamlárskvöld, sólbað á ströndinni, ferðir með íslenskum fararstjóra til Granada, Gíbraltar, Afríku ... það er ekki hægt annað en að láta sér líða vel. - Vegna áratuga viðskiptasambanda á Costa del Sol bjóðum við frábært verð á frábærum gisti- stöðum, Santa Clara og Benal Beach. N4 AAA m it * Verð miðað við 2 fullorðna og Frá kr. Mr I iwUUi 2 böm í íbúð á Benal Beach. .. . og koma heim hlaðinn sólarorku. Brottför: 17. desember, 18 daga. Flogið í beinu leiguflugi UTSYN JkjL HhV Ferðaskrifstofan Otsýn hf Álfabakka 16, 109 Reykjavík, sími: 91-603060 • Austurstræti 17, 101 Reykjavík, sími: 91-26611 Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri, sími: 96-25000 • Bæjarhrauni 16, 220 Hafnarfirði, sími: 91-652366 • Stillholti 16, 300 Akranesi, sími: 93-11799

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.