Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Qupperneq 11
. i l r ' \ « t i > > * ' i • > ' ’ Laugardagur 19. nóvember 1988 11 AUSTURLAND Úr reikningum sveitarfélaganna 1987 KAUPSTAÐIRNIR Á AUSTURLANDI STANDA MISJAFNLEGA AÐ VÍGI Fyrir nokkrum vikum kom út hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Árbók sveitar- félaga. í bókinni er meðal annars að finna upplýsingar úr efnahagsreikningum kaup- staða landsins og heildaryfir- lit tekna og gjalda þeirra fyrir síðasta ár, 1987. Um svipað leyti og bókin kom út birti Pressan grein um stöðu hinna ýmsu kaupstaða lands- ins. I greininni kom meðal ann- ars fram að sumir kaupstaða landsins voru á síðasta ári reknir með umtalsverðum halla og/eða bjuggu við svim- andi fjármagnskostnað. Af kaupstöðunum 4 á Austur- landi má nefna að miðað við tekjur eða gjöld á hvern íbúa kaupstaðanna voru Egilsstað- ir með fjórðu lægstu rekstrar- tekjurnar af öllum kaupstöð- unum 28, en Seyðisfjörður með þær fjórðu hæstu á landinu. Seyðisfjöröur var um leið með fimmta hæsta tekjuafganginn á landinu. NORÐFIRÐINGAR SPARA Af rekstrargjöldum má nefna að Neskaupstaður var í næst neðsta sæti í útgjöld- um til æskulýðs- íþrótta og útivistarmála og Egilsstaðir í fimmta neðsta sæti. Eski- fjörður var í fjórða sæti í út- gjöldum til gatna, holræsa, umferðarmannvirkja og skipulagsmála, Seyðisfjörður var í fjórða sæti í útgjöldum til heilbrigðismála, en þarvar Neskaupstaður í neðsta sæti. Eskifjörður var aftur á móti í neðsta sæti í útgjöld- um til fræðslumála. Egils- staðir voru í fimmta neðsta sæti í útgjöldum til menning- armála, en Seyðisfjörður hins vegar í öðru sæti. Neskaupsstaður var í öðru neðsta sæti í útgjöldum til framkvæmda og fjárfestingar, virðist hafa sparað þar við nögl eins og í heilbrigðismál- um og æskulýðs/íþrótta/úti- vistarmálum. Árið 1985 nam fjármagnskostnaðurinn hjá Norðfirðingum alls 25% af tekjum, sem var með allra hæsta móti, en í fyrra var hlutfallið komið niður í 13,9%. GÓÐ GREIÐSLUSTAÐA SEYÐISFJARÐAR Efnahagsreikningamir sýna að staða kaupstaðanna var mjög mismunandi þeirra á milli. Veltufjármunir segja til um hversu mikið fé var handbært í bæjarsjóðunum um síðustu áramót, en á móti því fé koma greiðslur vegna skammtímaskulda. Á töflunni sést að skammtímaskuldirn- ar á Eskifirði og á Neskaup- stað voru all miklu hærri en veltufjármunirnir og greiðslu- staðan því augljóslega erfið. í öllum tilvikum voru lang- tímaskuldir mun hærri en langtímakröfur kaupstaðanna á hendur öðrum. HALLI Á ESKIFIRÐI Eskifjörður var sá eini þessara kaupstaða sem var rekinn með halla á síðasta ári, en ekki var hann þó til- takanlega mikill miðað við ýmsa kaupstaði á landinu. Hallinn var með öðrum orð- um tæp 2% af rekstrartekj- um, sem er all miklu betri út- koma en árið 1985, þegar hallinn reyndist 12,1% af rekstrartekjum og var sá mesti á landinu hlutfallslega. Allt í rétta áttina á þeim slóð- um, samt höfðu rekstrartekj- urnar á Eskifirði aukist mun minna að raungildi frá 1985 en í flestum öðrum kaup- stöðum landsins. Seyðis- fjörður fékk mest í tekjur (og var með fimmta besta tekju- afganginn á landinu) en Egilsstaðir hinar lægstu. Að öðru leyti geta lesendur lesið úr töflunum og hvað tekjurn- ar og gjöldin á hvern íbúa varðar geta þeir fengið út hinar raunverulegu krónur með því að margfalda tölurn- ar með íbúafjöldanum. Þá er miöað við íbúafjöldann í desember 1987. Þá voru 1.713 íbúar á Neskaupsstað, 1.339 á Egilsstöðum, 1.067 á Eski- firði og 984 á Seyðisfirði. TEKJUR, GJÖLD OG FRAMKVÆMDIR KAUPSTAÐANNA Á AUSTURLANDI — Mælt í krónum á hvern íbúa bæjanna — Egils- staðir Seyðis- fjöröur Eski- fjöröur Neskaup- staður Rekstrartekjur 63.400 81.000 70.390 67.510 — þ.a. útsvar 35.035 41.470 39.750 41.190 — þ.a. aðstöðugjald 7.670 9.860 11.435 9.180 — þ.a. fasteignaskattur 6.835 9.615 8.685 9.180 Rekstrargjöld 55.360 66.325 71.670 58.105 — þ.a. félagshjálp 15.480 15.795 16.340 14.930 — þ.a. götur o.fl 2.300 1.680 4.140 3.670 — þ.a. fjármagnskostnaður 10.350 7.470 11.985 9.385 Afgangur/halli + 8.040 + 14.665 — 1.280 + 9.405 Framkvæmdir/fjárfesting 10.960 17.065 11.735 7.900 Skýringar: Upplýsingarnar úr efnahagsreikningum kaupstaðannaeru fengnar úr árbók sveitarfélaganna. Tölurnar þar eru framreiknaðar samkvæmt framfærsluvísitölu út frá meðaltali ársins 1987 yfir í núgildandi verðlag. Margfeldnis- stuðulinn er 1,325. Tölurnar gefa til kynna hvað kaupstaðirnir hafa aflað mikilla tekna og hvað miklu eytt á hvern ibúa viðkomandi kaupstaða. HVAÐ VAR í BUDDUNNI OG HVERSU HÁIR REIKNINGAR? — Staða kaupstaðanna um siðustu áramót, milljónir króna — Egils- staðir Seyðis- fjörður Eski- fjöröur Neskaup- staður Veltufjármunir 24,9 45,0 18,0 27,1 Skammtímaskuldir 21,1 20,8 50,3 54,0 Mismunur 3,9 24,2 -32,3 —26,9 Langtímakröfur 4,1 2,4 6,5 0,6 Langtímaskuldir 32,1 34,6 38,1 81,7 Mismunur —28,0 —32,2 —31,6 -81,1 Skýringar: Tölur úr árbók sveitarfélaganna. Tölur þaðan framreiknaðar samkvæmt framfærsluvisitölu frá áramótum í núgildandi verðlag. Margfeldnisstuðullinn er 1,2. ísw*'22 i Réttarháls 2 S.8ÁOO8 & 8Á009 Skipholt 35 s. 31055

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.