Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 16
16
Laugardagur 19. nóvember 1988
Montreal-samningsins til
þess að unnt reynist að
byggja upp aftur ósón-
hjúpinn yfir Suður-
skautslandinu;
• að koma á fót sameigin-
legri vísindaáætlun EB
og EFTA til að efla rann-
sóknir í Evrópu á ósón-
hjúpnum í heiðhvolfinu;
• mengun andrúmslofts-
ins: að draga úr loft-
mengun af völdum
brennisteinstvísýrings
og saltpéturssýru sem
berast frá stórum verk-
smiðjum sem brenna
eldsneyti; að draga úr út-
blæstri fólksbifreiöa og
vörubifreiða; að hafa blý-
laust bensín víðar til
sölu;
• verndun lífkeðju úthaf-
anna;
• verndun vatns fyrir
mengun og ráðstafanir
til að draga úr tjóni í
sjónum, t.d. algert bann
við að fleygja og brenna
úrgangi á hafi úti, svo og
ráðstafanir til að draga
verulega úr því á næsta
áratug að hvers konar
eiturefni séu látin renna
til sjávar frá landi, þ.m.t.
eftirlit með og samdrátt-
ur í notkun tilbúins
áburðar;
• slys sem snerta náttúr-
una: að setja sameigin-
legar öryggisreglur; að
koma á fót viðvörunar-
kerfi;
• öflugar rannsóknir og
þróun í tækni sem kem-
ur heim og saman við
miklar kröfur í umhverfis-
vernd og kemur í veg fyr-
ir frekari mengun;
• að stuðla kappsamlega
að endurnotkun eða end-
urvinnslu úrgangs;
• ráðstafanir til að koma í
veg fyrir og berjast gegn
hættum þeim sem eru
samfara gróðureyðingu í
mörgum löndum Evrópu
af völdum veðrunar og
skógarelda.
SAMVINNA STOFNANA
MEÐ ÝMSUM HÆTTI
Samvinna EB og EFTA í
framtíðinni ætti hins veg-
ar að miðast við eftirtaldar
meginreglur:
• Evrópubandalagið og
EFTA-rikin halda áfram
að taka sjálfstæðar
ákvarðanir;
• Evrópubandalagið er
staðráðið í því að halda
áfram án tafar með áætl-
anir sínar um samruna;
• forsenda samvinnu verð-
ur að vera jöfnuður hags-
bóta og skyldna af
beggja hálfu;
2. Flokksleiðtogunum er
Ijóst að eitt EB-ríki og all-
mörg EFTA-riki fylgja hlut-
leysisstefnu. Þetta getur
takmarkað svigrúm þeirra
til samvinnu í öryggismál-
um. Pólitisk markmið
lokaskjals ráðstefnunnar í
Helsinki um öryggi og
samvinnu í Evrópu, svo og
sú yfirlýsta stefna sósíal-
demókrata að viðhalda og
efla frið í Evrópu, hindrar
ekki á neinn hátt sam-
vinnu á þessu sviöi.
3. Stór vandamál á sviði um-
hverfisverndar blasa við í
allri Evrópu; landamæri
skipta engu máli í því
sambandi. Riki Evrópu eru
æ betur að gera sér Ijósa
sameiginlega ábyrgö sína
á sameiginlegu umhverfi.
Flokksleiötogarnir eru
þeirrar skoðunar, hvað við-
kemur ríkjum Austur-
Evrópu, að miklu máli
skipti að samvinna á sviði
umhverfisverndarmála fari
fram jafnt á vegum EB,
EFTA, COMENCONS sem
ECE (efnahagsnefndar
S.Þ. fyrir Evrópu), ýmist
tvíhliða eða marghliða.
Umhverfisvandamál eru
nú orðin ofar á baugi en
áður i ríkjum Austur-
Evrópu og skilningur
manna fer vaxandi á því
aö taka verði þessi mál
föstum tökum án tafar svo
að finna megi raunhæfa
lausn jafnt fyrir Austur-
sem Vestur-Evrópu. í
þessu sambandi er nauð-
synlegt að flytja tækni frá
ríkjum Vestur-Evrópu til
rikja Austur-Evrópu og því
verður að eiga sér stað
þróun í þessum málum frá
því ástandi sem nú ríkir.
Stefna ætti að þvi aö lok-
um að fella niður tiltekna
hluta af bannlistum
COCOMS (nefndar um út-
flutning hernaðarlega mik-
ilvægra vara og tækja til
Austur-Evrópu), ef nauð-
syn krefur, í því skyni að
flytja út til rlkja Austur-
Evrópu bestu tæki sem
nauðsynleg eru til að verj-
ast gegn vandamálum á
sviöi umhverfisverndar.
4. Nauðsynlegt er að öllum
ráðum sé beitt til að
tryggja að þær ráðstafanir,
sem voru forsenda full-
gildingar Vínarsáttmálans
um verndun ósónlagsins,
svo og Montreal-bókunin
um efni sem eyða ósón-
laginu, séu gerðar í tíma
til þess að tryggja að
ákvæði þessara bókana
geti gengið í gildi 1. janú-
ar 1989 eins og ráðgert er.
Hafa ber i huga aö
Montreal-bókunin gengur
ekki í gildi fyrren aðildar-
ríki EB hafa fullgilt hana.
Jafnframt því ætti að sam-
þykkja áætlun um að
hætta notkun klóróflúóró-
kolefna og freons fyrir ár-
ið 2000. Einnig er mikil-
vægt að öll ríki sem tóku
þátt í ráðstefnunni um
verndun Norðursjávar,
fundi Helsinkinefndarinn-
ar og voru aðilar að Barce-
lona-samþykktinni verði
við þessum kröfum eins
fljótt og á eins virkan hátt
og mögulegt er. Þessi mál
verður að taka miklu fast-
ari tökum I framtíðinni.
NORRÆNA
Stöðugt fleiri hafa komist að því hve ánœgjulegur ferðamáti það
er að sigla og hveþægilegt og hagkvœmtþað er að ferðast á eigin
bíl í útlöndum. Eins og fyrr mun glœsiskipið NORRÖNA veita
íslendingum þá þjónustu, sem felst í reglubundnum ferjusigling-
um milli íslands og annarra landa, með vikulegum brottförum
alla fimmtudaga frá Seyðisfirði sumarið 1989. Verðið svíkur
engan, t.a.m. kostar það 4ra manna fjölskyldu aðeins 91.680.- kr.
aðsigla til Danmerkur og heim fráNoregi íþœgilegum 4ra manna
klefa og með fjölskyldubílinn með, og athugið þetta er verðið á
dýrasta siglingartímabili, utan þess er verðið enn lægra.
Við viljum einnig nota tækifœrið og kynna nýja umboðsskrif-
stofu NORRÖNA á íslandi: NORRÆNA FERÐASKRIFSTOF-
AN, Laugavegi 3, Reykjavík, sími 91-626362. Leitið nánari upp-
lýsinga þar eða hjá AUSTFAR hf, Seyðisfirði, sími 97-21111.
NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN, SMYRIL LINE-ÍSLAND AUSTFAR HF.
1