Alþýðublaðið - 19.11.1988, Page 17

Alþýðublaðið - 19.11.1988, Page 17
Laugardagur 19. nóvember 1988 17 Jón Öskar Hafsteinsson sýnir þessa dagana í Gallerí Svörtu á hvítu. Verk hans, sem öil eru í svart/hvitu eru tröllsleg og kraftmikil og halda áhorfandanum föngnum. Jón Óskar í Svart á hvítu Á undanförnum árum höf- um viö verið aö kynnast hug- arheimi og veruleikasýn Jóns Óskars æ betur. Tröllsleg og kraftmikil tjáning hans heldur áhorfandanum föngnum og leitast við aö dáleiða hann eöa undiroka meö yfirþyrm- andi hætti. Sumpart minnir persónutúlkun hans á þann magnaða og fjarræna svip sem stafar af andliti risa- líkneskja Forn-Egypta; þeirra sem standa vörö um inn- göngudyr hofanna. Þó er munur þar á og liggur hann í sálrænum og tilfinningaleg- um áherslum sem Jón Óskar gæöir andlit sín. í þeim speglast angist líöandi stundar, andstætt hinni tíma- lausu ró sem umlykur stytt- urnar af konungunum við Níl- arfljót. Andlitsmyndir Jóns Óskars eru fallvaltar þegar betur er aö gáð: Þær hafa tilhneig- ingu til að gliðna fyrir augum okkar þegar viö stöndum nógu lengi frammi fyrir þeim. Ástæöurnar eru fólgnar í sér- stæðum miðli, sem byggöur er á vaxmálningu og kröftugri pensiltækni. Með hjálp þess- ara persónulegu aóferöa gerir listamaðurinn hvort tveggja í senn; hann skapar tröllslegar og upphafnar verur en tætir jafnharðan sundur sterklega ímynd þeirra. Það sem í fljótu bragði virðist vera dýrkun á valdi, er í raun afhjúpun þess. Það er augljóst þegar betur er að gáð. Bak við mikilúðleg- an svip þessara rismiklu andlitsmynda skín í kviða- blandna óvissu og öryggis- leysi; innri ásýnd hins sjálf- umglaða valds. Jón Óskarereini íslenski listamaðurinn sem skyggnist bak við Pótemkín-tjöld „stóra bróður“ í þjóðfélagi samtím- ans. Þannig lætur hann sig varða þann hluta menningar okkar sem fáir listamenn treysta sér til að glíma við. En hann þarfnast ekki ódýrra loddarabragða pólitískrar list- ar til að fletta ofan af sálar- kreppunni sem herjar á „hina sterku“. Honum nægir eins og rómverskum portrettistum fyrri alda, að skyggnast undir kuldalegan hrokann og laða fram sannleikann um hina guðdómlega hetjuímynd. Og líkt og verk þeirra búa myndir hans yfir höggmyndrænni til- finningu sem gerir óhóflega litagleöi óþarfa. Bragi Asgeirs- son í Nýhöln Bragi Ásgeirsson opnar sýningu í Listasalnum Ný- höfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 19. nóvember kl. 14. Á sýningunni verða teikn- ingar frá árunum 1950-60, aðallega modelteikningar og tíu steinþrykk, sem Bragi gerði í Kaupmannahöfn nú í sumar. Myndefni þeirra er sótt í IjóðJóns Helgasonar „Áfanga" og „Sálma á atóm- öld“ eftir Mattíðas Jóhannes- sen. Bragi er löngu þjóðkunnur bæði sem listamaður, kenn- ari við Myndlista og handíða- skóla íslands og sem gagn- rýnandi Morgunblaðsins i fjölda ára. Hann stundaði nám við Myndlista og Hand- íðaskóla íslands á árunum 1947-50, í Kaupmannahöfn í þrjú ár, eitt ár í Osló, tvö ár í Munchen og-eitt ár í Róm og Flórens. Bragi hefur haldið níu stór- ar sýningar og fjölda smærri sýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér heima og er- lendis. Sýningin, sem ersölusýn- ing, er opin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00-18.00. Henni lýkur 30. nóvember. Bragi Ásgeirsson opnar sýningu i dag á verkum sinum sem eru teikningar frá árunum 1950-1960. Nýlistasafnið Laugardaginn 19. nóvem- ber, klukkan 16.00, opnar Kristinn Guðbrandur Harðar- son sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Þar sýnir hann skúlptúr, útsaum og lág- myndir. Verkin eru unnin í margvísleg efni og sett sam- an úr fjölda ólíkra hluta, svo sem: viði, gifsi, rusli úr ryk- sugupokum, kaffikorg, mold, vatnsmálningu, herði, lýsis- pillum, lyklum, Ijósmyndum, tindátum, bronshesti, rak- vélablöðum, steinsteypu, teikningum, rabbabarasultu, gleri, sandi, vatnsrörum, líf- rænum efnum, járni, erma- hnöppum, barmmerki, penna- skafti, tyggigúmíi, rafmagns- öryggi ofl. Sýningin stendur til 4. desember og er opin virka daga frá 16.00-20.00 en um helgar frá 14.00-20.00. Uppstilling á gangstétt i Amster- dam Margrét Jónsdóttir er með sýningu á verkum sinum, sem eru vatnslita- og oliuverk unnin á pappir, i Galleri Gangskör. Gallerí Gangskör Laugardaginn 19. nóvem- ber kl. 15.00 opnar Margrét Jónsdóttir sýningu á verkum sínum, sem eru vatnslita- og olíuverk unnin á pappír, í Gallerí Gangskör. Þessi verk Margrétar eru unnin á árunum 1983-1985 og hafa fæst sést opinberlega áður. Þetta er þriðja einkasýning Margrétar á íslandi, en að auki hefur hún haldið tvær einkasýningar í London og tekið þátt í fjölda samsýn- inga hér og erlendis, m.a. á öllum Norðurlöndunum. Að loknu námi í Myndlista- og Handíðaskóla íslands stundaði Margrét framhalds- nám í St. Martin’s School of Arts í London 1984-1986. Hún var einn af stofnendum Gall- erí Suðurgötu 7 og starfaði við það á árunum 1977-1981. Tilefni sýningarinnar er að Margrét er nýr félagi í Galleri Gangskör og er þá vel við hæfi að kynna smá brot af verkum hennar þar. Öll verkin eru til sölu. Sýningin stendur yfir frá 19. nóvember til 4. desember og er opin virka daga frá kl. 12.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00-18.00. Lokað á mánu- dögum. Kristján Davíösson myndlistamaður er með sýningu á verkum sinum i Galleri Borg. Kristján Davíðsson í Gallerí Borg Kristján Davíðsson opnar sýningu áverkum sínum í GALLERÍ BORG, Pósthús- stræti 9 fimmtudaginn 17. nóvember, kl. 17.00. Kristján Davíðsson er fæddur í Reykjavík 1917, hann hefur haldið fjölda einkasýninga hér heima og i erlendis. 1981 var yfirlitssýn'- ing á verkurrr Kristjáns á \ Listasafni íslands og 1984 var haldin sýning á verkum hans í Alvar Aalto húsinu í Feneyjum. Kristján hefur tekið þátt í samsýningum á öllum Norð- urlöndum, Englandi, megin- landi Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku, með innlend- um og erlendum listamönn- um. Á sýningu Kristjáns nú eru nýjar oliumyndir sem allar eru til sölu. Sýningin eropin virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helgar frá kl. 14.00-18.00. Sýn- ingunni lýkur þriðjudaginn 29. nóvember.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.