Alþýðublaðið - 19.11.1988, Síða 19
Laugardagur 19. nóvember 1988
19
UTLÖND
Umsjón:
Ingibjörg j
Árnadóttir 1
OTTINN
„I hvert skipti og ég sé gos-
brunn, hugsa ég til hinna
deyjandi, sem hrópuðu á
vatn, “ segir kona sem lifði af
Hiroshima.
„Við, sem liföum af árás-
ina, eigum okkur eina ósk,
að annað eins viti verði
aldrei aftur á jörðunni,"
ir Machiyo Kurokawa.
Machiyo Kurokawa, 59 ára
gömul prófessorsfrú frá
Yokohama gæti verið venju-
legur japanskur ferðamaður,
sem er að skoða Kaupmanna-
höfn. Hún er snotur, klædd
látlausri prjónadragt og stillir
sér upp fyrir Ijósmyndarann
með feimnislegt bros á vör.
Hún er umkringd frétta-
mönnum og Ijósmyndurum.
Hún hefur síðastliöin 10 ár
verið á ferðalagi um heiminn
til þess að minna á og kynna
ógnir atómsprengjunnar. Nú
nýverið var hún í Danmörku í
boði friðarsamtakanna „Nej
til Atomváben".
Frásögn hennar af ósköp-
unum af mannavöldum, sem
áttu sér stað i Hiroshima og
Nagasaki fyrir 43 árum hlýtur
að verkja þá til umhugsunar,
sem ekki eru á móti kjarna-
vopnum. Það má undarlegt
teljast, að Kurokawa segir
fólk utan Japan vera meira
meðvitað um fórnarlömbin i
Hiroshima og Nakasaki.
GLEYMD í JAPAN
„Japanska pressan skrifar
um okkur á „afmælisdögum"
atburðanna, en aðra daga er-
um við gleymd og grafin. í
japönskum skólum er lítið
sem ekkert um þetta mál.
Þetta stafar trúlega af þv(, að
ef skrifa á um heimsstyrjöld-
ina síðari, komast menn ekki
hjá því að minnast á þá
ábyrgð sem Japanir bera á
heimsstyrjöldinni siðari,
vegna árásarinnar á Pearl
Harbour. Menntamálaráðu-
neytið í Japna kærir sig ekki
um, að á þetta sé minnst.
Vegna þessa erum við —
fórnarlömb atómsprengjunn-
ar ekki til í menntakerfinu,"
segir Machio Kurokawa við
blaðamann Det fri Aktuelt.
BANDARÍSKIR VINIR
„Ég held að hið vinsam-
lega samband milli Japan og
Bandaríkjanna eftir styrjöld-
ina, eigi hér hlut að máli.
Japanir sýna vinum sínum
mikla kurteisi, það er hefð i
Japan. Menn vilja ekki minn-
ast á óþægilega hluti, við
fólk sem manni er hlýtt til.
Við, fórnarlömb atómsprengj-
unnar eigum okkar eigin
málshátt: „Góður vinur er
skyldugur til að segja sann-
leikann, jafnvel þó hann sé
A þessari óhugnanlegu mynd er Yamaguchi Senji, sem var 14 ára þegar
atomsprengjan féll á Hiroshima — þegar myndin var tekin var hann 25
ára.
'5ár.“
Atómsprengjurnar i Naga-
saki og Hiroshima, drápu
300.000 manns á stundinni.
Síðan hafa um 100.000
manns látist úr krabbameini,
sem orsakaðist af geislun-
inni. Núna eru 370.000
manns opinberlega skráðir
sem fórnarlömb atóm-
sprengjunnar, flestir þeirra
lifa ömurlegu lífi sem öryrkj-
ar.
„Á fyrstu 10 árunum eftir
sprengjuna, vildu japönsk
yfirvöld ekki viðurkenna að
veikindi okkar væru sprengj-
unni að kenna. Yfirvöld tóku
þá afstöðu, að þeir sem lifðu
af, heföu veikst af öðrum
orsökum. Það var ekki fyrr en
eftir tilraunasprengingu
Bandaríkjamanna á Bikini-
eyjunum, að við vorum viður-
kennd sem fórnarlömb atóm-
sprengjunnar. Nokkrir jap-
anskir fiskimenn, sem höfðu
verið að veiðum á svæðinu,
uröu fyrir geislavirkni og þeir
fengu sömu einkenni og við,“
segir Machio Kurokawa.
ÖMURLEGAR ÖRORKUBÆTUR
Eftir þetta urðu miklar og
heitar umræður um þetta í
Japan, sem leiddu til þess,
að sett voru lög um sérstak-
an örorkustyrk til fórnar-
lamba sprengjunnar, en þess-
ar bætur eru mjög lágar og
tiltölulega fáir sem fá þær. Af
þeim 370.000 þús. sem eru
skráðir, fá 4.000 hámarksupp-
hæðina sem svarar til eins
þriðja af launum japanskra
verkamanna. Aðrir fá ennþá
minna.
Kurokawa er spurð um
hvernig hún hafi upplifað
atómsprengjuna. Hún lýsir
þeim hörmungum, sem hún
uppliföi sem 16 ára skóla-
stúlka. Brennandi borgin,
fólkiö sem afskræmdist, lík,
brunnin til ösku, deyjandi
fólk sem grátbað um hjálp,
hundruð særðra sem brugðu
á það ráð, til að kæla sárin,
að kasta sér i Hiroshima-
fljótið og drukknuðu, geisla-
virka svarta regnið sem drap
þúsundir.
Sektarkennd
Machio Kurokawa hefur
sagt frá þessum atburði oft
og mörgum sinnum. Það er
eins og hún fletti blaðsíðum
minninganna, vélrænt. Eitt
augnablik virðist sem hún sé
langt í burtu, hún virðist
gleyma fréttamönnunum en
áttar sig þó fljótlega og held-
ur áfram:
„Enn þann dag í dag er ég
haldin sektarkennd, þó langt
sé síðan þetta gerðist. Við
komum upp neyðarsjúkra-
skýli á rústum skólans sem
ég hafði verið í. Hinir deyj-
andi grátbáðu um vatn, en
við gátum ekkert gefið þeim.
Ef þið komið til Hiroshima,
munuð þið sjá mikið af gos-
brunnum. Við, sem lifðum
hörmungarnar af, söfnuðum
inn fé, til þess að láta gera
þessa gosbrunna til minning-
ar um þá sem dóu.
Ég hugsa ósjálfrátt alltaf
til hinna dánu þegar ég sé
gosbrunn, alveg sama í
hvaða landi sem er.
Við söfnuðum saman lík-
unum og brenndum þau, eins
og þau væru úrgangur. Ég á
erfitt með að sætta mig við
þá tilhugsun. Því miður voru
aðstæður þannig, að við gát-
um ekki sýnt hinum látnu
meiri virðingu."
(Det fri Aktuelt.)