Alþýðublaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 21
Laugardagur 19. nóvember 1988
AUSTURLAND
21
SILD
Aö sögn þeirra manna sem
rætt var við á Austfjörðum
hefur síldarsöltun víðast
gengið mjög vel. Á Fáskrúðs-
firði hafa verið saltaðar milli
12 og 13.000 tunnur sem er
ákaflega svipað og venjulega
en menn vonast til þess að
það geti orðið meira ef samn-
ingar nást við Rússana um
frekari kauþ. Það er fyrirtæk-
ið Pólarsíld sem saltar á Fá-
skrúðsfirði. Á Eskifirði er
hinsvegar saltað hjá 6 fyrir-
tækjum og þar hafa verið
saltaðar 32.000 tunnur auk
allmikllar frystingar. Á Eski-
firði vonast menn eftir þvi að
síldarafkoman verði góð í ár.
Á Vopnafirði hefur veriö salt-
að í nálega 8.000 tunnur en
þar vonast menn eftir að ná
að salta í 12.000 áður en yfir
lýkur. í fyrra náðist að salta í
13.000 tunnur sem er reyndar
nokkuð yfir meðalári sem
hefur hingað til gefið u.þ.b.
10.000 tunnur. Hinsvegar hafa
Vopnfirðingar ekki verið nógu
ánægðir með þá síld sem
borist hefur á land því þeir
hafa ekki getað fryst það
magn sem þeirvildu hafa
gert. Ástæðan er einkum sú
að síldin hefur ekki verið
nógu stór í frystingu og svo
það að í henni hefur verið
mikil áta. Á Seyðisfirði hefur
söltunin gengið vel, þar er
allt á fljúgandi fart um þess-
ar mundir og menn vonast til
að endar náist saman í sölt-
uninni og að Japanssíldar-
sala gefi einhvern hagnað.
Hinsvegar hafa Eskfirðingar
ekki frekar en Vopnfirðingar
verið nógu heppnir með þá
síld sem hefur átt að frysta,
hún hefur ekki skilað sér á
land sem skyldi. Síldarsöltun
á Hornafirði var rekin með
tapi síðastliðið ár en í ár von-
ast menn eftir að betri út-
koma verði.
ÁTAKSVERKEFNI
Átaksverkefni er afar
merkilegt fyrirbæri og er eitt
slíkt nú í gangi á Austurlandi,
hið fyrsta sinnar tegundar á
íslandi. Þetta verkefni sem
heyrirtil byggðaþróunarmála
er unnið í samvinnu Seyðfirð-
inga og Egilsstaðarbúa og er
fyrirmyndin norsk. Markmið
þessa verkefnis er að virkja
íbúana til að takast á við
ákveðin verkefni sem þeir
telja að séu stöðunum til
góða og atvinnu, menningar-
og félagslifi til framdráttar. í
upphafi var haldin svokölluð
leitarráðstefna þar sem menn
vildu fá fram hvað væri rétt
að gera og skoða. í framhaldi
af þessari ráðstefnu urðu til
starfshópar sem hafa unnið
að ýmsum verkefnum sem
eru þá, þegar hafist er handa
við þau orðin nokkuð afmörk-
uð og ekki bundin við ein-
vörðungu hugmyndir heldur
áþreifanleg úrlausnarefni.
Síðan hafa menn haldið ráð-
stefnur, jprisvar til fjórum
sinnum á ári, þar sem menn
bera saman bækur sínar. Síð-
an er það auðvitað stóra
spurningin. Hváð hefur raun-
verulega gerst?
Jú, það sem m.a. hefur
komið út úr þessu er félags-
skaþurinn Frú Lára, nýtt
byggingarfélag, hópur manna
sem hefur safnað upplýsing-
um varðandi hugsanlega
Austurlandsferju o.fl. Einnig
hafa komið úr þessum átaks-
verkefnum hópar sem hafa
stofnað fyrirtæki til að kaupa
skip inn á svæðið og sömu-
leiðis hafa hópar innan verk-
efnisins skoðaö möguleikann
á fiskeldi. Sem hefur reyndar
orðið að veruleika því fiskeldi
er að þróast út í að verða
viðamikil atvinnugrein á
Austurlandi og binda menn
nokkrar vonir við það, einkum
laxeldi sem stendur. I samtali
við Axel Beck, iðnráðgjafa,
en átaksverkefnið er unnið á
vegum Atvinnuþróunarsjóðs
Austurlands, kom fram að við
upphaf þessa verkefnis þá
lögðu menn áherslu á að
gleyma öllu um Alþingi,
Byggöastofnun og sambæri-
leg fyrirbæri og vinna verk-
efnið frá grunni upp á eigin
spýtur. Ekki síst til að efla
áhuga og hugmyndir um ný-
sköpun sem væri afar mikil-
væg. Með þessum hætti
hefði tekist að fá fram marg-
ar hugmyndir, umræður um
þær og væntanlega á þetta
merkilega framtak eftir að
skila Austfirðingum miklu
þegar fram í sækir.
FARSKÓLI
Hugmyndin um þetta fyrir-
bæri, Farskóla, byggist á
hreyfingu. Og kannski ekki
síður að færa fræðslu frá
Reykjavík til Austfjarðanna.
Farskólinn, sem eins og
nafnið gefur til kynna, starfar
ekki á einum stað, heldur
ferðast á milli, er ekki mikil
stofnun, enda sagði Axel
Beck það andstætt tilgangi
hans. Einfalt og fljótvirkt skal
það vera. í Farskólanum er
boðið upþ á margs konar
námskeið sem tengjast at-
vinnulífi með einum eða
öðrum hætti, verkstjórnar-
fræðslu, verslunarnámskeið,
námskeiö í suðutækni, bók-
haldsnámskeið, námskeið
fyrir konur í rekstri og stofn-
un lítilla fyrirtækja. Reynt er
að fá fyrirtæki á svæðinu til
samstarfs við skólann og að '
auki vinnur hann mikið í sam-
vinnu við Verkmenntaskóla
Austurlands. Námsefnið kem-
ur víða að, menn velja það
sem þeim þykir henta best
fyrir hvert námskeið, hvort
sem það er innlent eða er-
lent, sumt af námsefninu hef-
ur verið heimasmíðað, annað
fengið frá ýmsum stofnunum
og samtökum. Hugmyndin að
baki þessum skóla er einnig
að bjóða upp á námskeið
sem ekki hafa verið til á
Austurlandi fyrr en menn
telja að séu nauðsynleg fyrir
ýmsar stéttir og starfshópa.
Námskeið skólans hafa verið
nokkuð vel sótt til þessa og i
heildina taldi Axel Beck að
þessi skóli hefði heppnast
og gengið nokkuð vel.
VIÐ BÆTUM ÞJÓNUSTUNA OG
FÆRUM AMERÍKU NÆR!
Með siglingum vestur um haf á 10 daga fresti í stað 14 daga áður
styttum við bilið milli íslands og Ameríku um 30%.
Nú höfum við Reykjafoss og Skógafoss í stöðugum beinum
siglingum til New York, Portsmouth og Halifax. Nýja siglingakerfið er
stórbætt þjónusta við alla inn- og útflyjendur sem eiga viðskipti í
Vesturheimi.
HAUFAX NEWYORK/ PORTSMOUTH
F.K. Warren Ltd. EIMSKIP USA
P.O.Box 1117 Wheat Building - Suite 710
2000 Barington SL P.O.Box 3589
Suite 920 Cogsweli Towers Norfolk, Virginia, 23514 U.SA
Haiifax, N.S.B3J 2X1 Sími: 804-627-4444
Sími: 902-423-8136 Gjaldfrjáls sími: 800-446-8317
Telex: 019-21693 Telex: 684411
Telefax: 902-429-1326 Telefax: 804-627-9367
FLUTNINGUR ER OKKAR FAG
EIMSKIP