Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 13. desember 1988 5 FRÉTTASKÝRING Kristján Þorvaldsson skrifar Olafur Ragnar: Ekkert svid sem fær jafnmikla raunaukningu og húsnæöis- Alþingi Blómleg verslun með niðurskurðartillögur Stjórnarliðar langt komnir í innbyrðisglímu um fjárlög og fylgifrumvörp þess. Fallist á kröfu krata um minni hœkkun tekjuskatts. Fjármálaráðherra vill skera niður til Byggingasjóðs, en jelagsmálaráðherra vill 150 milljónir á móti til Ólafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra er enn þeirr- ar skoðunar að takast eigi að afgreiða fjárlög og tekju- öflunarfrumvörp fyrir áramót. Tekju- og eignaskattsfrum- varpið kemur fram á Alþingi i dag og í gærkvöldi var ráð- gert að fjárveitinganefnd fjallaði um tillögur fjármála- ráðherra um niðurskurð á ýmsum sviðum. Vörugjalds- frumvörp eru i nefnd, en þar má búast við einhverjum breytingum. Að sögn Guð- rúnar Helgadóttur forseta Sameinaðs þings á að takast að afgreiða mál fyrir áramót, ef vilji er fyrir hendi. Hún varar við því að hefð komist á þinghald milli jóla og nýárs, sérstaklega vegna þing- manna af landsbyggðinni. Guðrún benti ennfremur á að mun færri mál þyrftu af- greiðslu nú en i fyrra, því ætti ekkert að vera til fyrir- stöðu að Ijúka málum á til- settum tíma. Að sögn Ólafs Ragnars fela niðurskurðartillögur m.a. í sér að lækka all verulega ferðakostnað, risnu og funda- kostnað, lækka launakostnað vegna yfirvinnu svo og kostn- að vegna sumarafleysinga. Alls er stefnt að 200 milljóna króna niðurskurði á þessum sviðum. greiðsluerfiðleikalána. Þá felst í tillögum Ólafs Ragnars að framlög til Bygg- ingarsjóðs ríkisins verði skor- in niður um 150 milljónir. Ólafur segir engu að síður um að ræða 25% raunaukn- ingu til húsnæðismála á næsta ári. „Það er æriö. Það er ekkert svið í okkar þjóófé- lagi sem fær jafnmikla raun- aukningu," sagði fjármálaráð- herra. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins eru alþýðu- flokksmenn ekki reiðubúnir að kyngja 150 milljóna króna niðurskurði til Byggingar- sjóðs. Þeir munu hins vegar hafauppi hugmyndirum 150 milljóna framlag strax til að lána íbúðakaupendum í greiðslúerfiðleikum. Félags- málaráðherra mun hafa farið fram á 75 milljónir strax í desember og sfðan 75 mill- jónir í janúar. Frumvarp um tekju- og eignaskatt verður lagt fram með 2% hækkun, en alþýðu- flokksmenn voru ekki reiðu- búnir að fallast á tillögur fjár- málaráöherra um a.m.k. 3% hækkun. í gær var talið lík- legt að 2% hækkunin yrði niðurstaðan. „Ég hefði þó talið eðlilegra að hafa pró- sentutöluna hærri, þannig að meiri peningar hefðu verið til í persónuafslátt og barna- bætur,“ sagði fjármálaráð- herra. Tillaga um sérstakan skatt á happdrætti er út af borðinu vegna mikillar óánægju fram- sóknarmanna. Vörugjalds- frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu i Alþýðu- flokknum, en í síðustu ríkis- stjórn fylgdu alþýðuflokks- menn eftir umtalsverðri breytingu sem fól i sér mikla breytingu á kerfinu. Alþýðu- flokksmenn telja frumvarpið vera skref afturábak. Ólafur segir flest benda til þess að önnur umræða um fjárlögin verði seinnipart vik- unnar. Síðan verði fjallað um tekjuöflunarfrumvörpin hvert af öðru í deildunum. Ólafur segir eðlilegt að hafa þing- fundi á milli hátlða ef á þarf að halda. í frétt I Alþýðublaðinu um helgina var talað um að litlar líkur væru á því að fjárlaga- frumvarpið yrði afgreitt fyrir áramót. Sú staða virtist enn uppi I gær, þrátt fyrir orð fjár- málaráðherra. Staðreyndin er sú að ríkisstjórnin hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig I báðum deildum. Við- ræður við stjórnarandstöðu eru enn ekki komnar á það stig sem nauðsynlegt er talið svo ýmis tekjuöflunarfrum- vörp hljóti afgreióslu. Þorsteinn Pálsson formáð- ur Sjálfstæðisflokksins sagði í samtali við blaðið, að sjálf- stæðismenn hefðu strax gert grein fyrir því að þeir væru tilbúnir til að styðja sumt og semja um annað. „Við erum auðvitað í andstöðu viö vöru- gjaldsfrumvarpið og tekju- skattinn. Við værum í meira lagi ósamkvæmir sjálfum okkur ef við værum það ekki. Við erum ekki reiðbúnir að taka sömu kollsteypuna i þeim efnum og Alþýðuflokk- urinn. í ýmsum öðrum málum höfum við hins vegar verið reiðbúnir að styðja eða semja. Viðbrögð rikisstjórnar- innar eru engin í þeim efn- um. Hún hefur ekki gert minnstu tilraun til að ræða um hvernig standa eigi að af- greiðslu mála né semja efnis- lega.“ Þorsteinn sagði ennfremur aó sjálfstæðismenn hefðu lýst sig reiðbúna til að ræða forsendur fjárlaga frá grunni, sem byggist á breyttri efna- hagsstefnu og viðurkenningu á því að gengi krónunnar sé rangt skráð. „Ríkisstjórnin tekur viðræðutilboðum okkar heldur fálega," sagði Þor- steinn Pálsson. Beinar samningaviðræður við aðra stjórnarandstöðu- flokka hafa heldur ekki átt sérstað. Ríkisstjórnin virðist treysta á stuðning einstakra þingmanna við einstök mál. Kannski gildir það sama varðandi stjórnarflokkanna sjálfa, því þar er einnig að finna þingmenn sem eru tregir í taumi. Engu að síður má búast við að innbyrðis- glímu stjórnarflokkana sé að Ijúka, þannig að hægt verði að stunda verslun með önnur mál við þingmenn stjórnar- andstöðu. Tvöfaldur næsta laugardag! Vinningstölurnar 10. des. 1988 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: kr. 2.793.812,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 2.381.596,- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttarkr. 413.990,-skiptast á5 vinnings- hafa, kr. 82.798,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 714.015,- skiptast á 135 vinningshafa, kr. 5.289,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.665.807,- skiptast á 4.589 vinningshafa, kr. 363,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.