Alþýðublaðið - 13.12.1988, Síða 7

Alþýðublaðið - 13.12.1988, Síða 7
Þriðjudagur 13. desember 1988 7 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir Sovésk yfirvöld œtla að koma á miklum endur- bótum í jarð- nýtingu bœnda. Það á að gera, á þann hátt, að afhenda bœndum jarðirnar aftur, eftir meira en 50 ára miðstýrða jarðnýtingu. Ríkið mun eftir sem áður eiga jarðirnar, en bœndur borga leigu fyrir að nýta þœr, eins og samyrkjubúin gerðu áður fyrr. Nýir timar meö nýjum herrum. Nú hefur Mikhail Gorbatsjov boðað betri tið með blóm í haga fyrir sovéska bændur, sem hafa þrælað viö erfiö skilyrði frá því að Stalin þvingaði þá til samyrkjubúa i kringum 1930. JARÐIRNAR AFTUR TIL RÆNDA Sú reynsla sem hefur kom- ið í Ijós á síðustu tveimur ár- um, í sambandi við að leigja bændum jarðirnar, hefur gef- ið svo góða raun, að pólitísk yfirstjórn í landbúnaðarmál- um ætlar framvegis að hafa þennan hátt á. Bændur einn eða fleiri og eða fjölskyldur nýta jarðirnar á þann hátt sem þeir telja hyggilegast og greiða ríkinu leigu. Á fjölmennum fundi nú ný- verið, þar sem yfirstjórn land- búnaðarráðherra og bændur skiptust á skoðunum, sagði eistlenskur bóndi frá því, að á einu og hálfu ári hefði framleiðsla hans farið tölu- vert yfir það mark, sem rikis- búskapurinn gerði kröfur um. í leiðaragrein í Pravda á dögunum, var sagt frá því að þeir bændur sem hefðu gert leigusamninga við ríkið, hefðu framleitt einu og hálfu tonni meira af korni pr. hekt- ara og 500 til 1000 lítrum meira af mjólk pr. kú, en það , sem er talið viðunandi. Rúmlega hálfri öld, eftir að bændurvoru þvingaðir til samyrkjubúskapar, hafa stjórnvöld loks viðurkennt að Stalin rak landbúnaðarpólitík, sem var fyrirfram dauöa- dæmd. Þar var allt á eina bókina lært, lélegar landbún- aðarvélar sem ríkið skammt- aði og voru annaðhvort ónot- hæfar frá byrjun eða liðuðust í sundur við notkun. Það sem var þó kannski það alvarleg- asta var, að fólk missti hreint og beint áhuga á landbúnaði og jörðunum yfirleitt. Nú er það von stjórnvalda að fólkið fái áhugann á nýjan leik, því ef vel gengur geta bændur haft meiri tekjur í sjálf- mennsku en þegar laun þeirra voru ákveðin af yfir- völdum. HVAÐ MEÐ ERFÐARÉTTINN? Þetta leigufyrirkomulag gerir bændurna að vísu ekki algjörlega sjálfráða með jarð- irnar. Þeir hafa því varpað fram þeirri spurningu, hvort börn þeirra muni njóta erfða- réttar. Þeim finnst þeir verða að fá tryggingu fyrir því, að börn þeirra fái að reka búin í framtíðinni. Spurningunni um erfðarétt til jarðanna, hefur enn ekki verið svarað. Gorbatjov flokksleiðtogi kom sér hjá að svara henni, þegar eistlensk- ur bóndi varpaði henni fram, nú nýverið. Hann varð þó að viðurkenna, að bóndi sem ekki hefði rétt til að ráðstafa jörð sinni til barna sinna, hefði ekki yfirráð yfir jörð- inni. Gorbatjov lét að því liggja, að það yrðu sett lög yfir „leiguliöabændurna", eins og þeir eru stundum kallaðir. Annað vandamál hefur einnig verið til umræðu. Jafn- vel þeirraeigin samningur (þ.e.a.s. bændanna) gildir ekki allt lífið. „Að tuttugu árum liðnum, gæti sú staða komið upp, aö menn kæmu til mín og segðu að ég fengiekki áframhaldandi samning“, sagði bóndi nokkur á hinum fjölmenna fundi um landbún- aðarmál ádögunum. ÁHRIF FRÁ RANDARÍKJUNUM Enn sem komið er, eru þaö aðeins um 4 prósent sov- éskra bænda, sem stunda þennan leigubúskap, en yfir- völd ýta undir að fleiri byrji á þessum búskaparháttum. Bóndi frá Síberíu var í kynnisferð í Bandarikjunum nú nýverið. Hann dvaldi á bandarísku sveitaheimili og kynntist þar bandarískum fjölskyldubúskap, sem er mjög algengur þar um slóðir. Honum leist ákaflega vel á þetta búskaparform og lýsti því i viðtölum við sovésk blöð. Almenningur las um þetta og hringingum linnti ekki á ritstjórnarskrifstofur, því fólkið vildi fræðast meira um bandaríska búskapar- hætti. Meðal þess, sem bóndinn frá Síberíu var hrifnastur af, voru landbúnaðarvélarnar. „Þær eru notaðar ár eftir ár og það eina sem þarf að gera, er að fara yfir þær ann- að slagið. Þessar vélar gera það sem þeim er ætlað að gera, og þær detta ekki í sundur í höndum manna“, sagði hann og hefur trúlega skírskotað til lélegra gæða sovéskra landbúnaöartækja. Bóndanum frá Síberíu fannst það einnig athyglis- vert, að sveitafólkið virtist vera í góðum efnum og lífs- gæði þess ekkert siðri en hjá borgarbúum. Þannig er því ekki farið í Sovétríkjunum. Annað sem vakti athygli hans var, að í sveitinni not- uðu menn greiðslukort rétt eins og i borgunum. „Það var nú munur á því eða þurfa að ræða við bankastjórana hér, og oftar en ekki fara bónleið- ur til búðar“, sagði hann í blaðaviðtali. Bóndinn frá Síberíu telur, að það muni taka mörg ár fyr- ir Sovétmenn, að koma á svipuðu skipulagi og í Bandaríkjunum og það er sjálfsagt ekki fjarri lagi, því ef vel tekst til með fram- leiðsluna hjá leigubændun- um, verða það geymslu- og flutningserfiðleikar sem koma til sögunnar. Að koma vörunum til neytenda hefur lengi verið mikið vandamál í Sovétríkjunum. Sovéska blaðið „Pravda", segir einmitt þetta vandamál vera það sem stjórnvöld leggja áherslu á að leysa. (Arbeiderbladet.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.