Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 2
2 I. * I «- r í Miövikudagur 21. desember 1988 fmuminiD Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Blaöamenn: Friörik Þór Guðmundsson, Haukur Hóím og Sólveig Ólafsdóttir. Dreifingarstjóri: Þórdís Þórisdóttir Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Aðstoðarvitavörðurinn Guðrún Benný... NÝR TÓNN MILLI AUSTURS OG VESTURS Lokayfirlýsing utanríkisráöherrafundar Atlantshafs- bandalagsins sem haldinn var í Brussel fyrr í mánuöinum, er merkt plagg sem ekki hefur fengið nægilega umfjöllun í íslenskum fjölmiölum. Einkum er merkur sá nýi og já- kvæöi tónn sem yfirlýsingin felur í sér gagnvart þeim miklu breytingum sem eiga sér staö á innan- og utanríkis- stefnu Sovétríkjanna og bandamanna þess. Aö mati utan- ríkisráóherrafundar NATO eru nú vænleg skilyrði aö skapast fyrir bættum samskiptum Austurs og Vesturs. Þessi nýi og jákvæöi tónn í garö Sovétmanna felur í sér von alls mannkyns aö þróunin í samskiptum stórveldanna skapi einstakt tækifæri til aö bæta ástand alþjóðamála og leggja varanlegan grunn aö friðsamlegri sambúö risa- veldanna og um leið efla friðinn í Evrópu og í öörum heimsálfum. í lokayfirlýsingu utanríkisráöherrafundar Atlantshafsbandalagsins er ræðu Gorbatsjovs Sovétleiö- toga á 43. allsherjarþingi Sameinuöu þjóóanna sérstak- legafagnaðog talin fullgild sönnun á breytingum ástefnu Sovétríkjanna. Þaö er sérstakt fagnaðarefni aö Atlants- hafsbandalagiö tekur umbótarstefnu Gorbatsjovs alvar- lega en reynir ekkí aö ýta viðleitni Sovétleiötogans út af boröinu sem ómerkilegri áróðursherferö. Því aóeins ná stórveldin árangri í afvopnunarmálum og friðsamlegri sambúö að þau taki hvort annað alvarlega og viröi allar þær tilraunir sem geröar eru til aö bæta ástandið á alþjóó- legum vettvangi. Vfirlýsing utanríkisráöherra Atlantshafsbandalagsins felur ennfremur í sér ítrekaóan vilja NATO-landanna aó vinna meö Sovétríkjunum og bandalagsríkjum þess og leita lausnar til aö auðvelda og eyöa endanlega sársauka- fullri skiptingu Evrópu. Atlantshafsbandalagiö mun eðli- lega halda áfram aö meta þróunina í Austur-Evrópu, þar sem þrýstingur um pólitískar og efnahagslegar umbætur fer vaxandi. Utanríkisráöherrar NATO minna réttilega á í yfirlýsingu sinni, aó Sovétríkin og ríki Austur-Evrópu þurfi enn að taka sig á til að standa viö skuldbindingar sínar á sviöi mannréttinda. Engu aö síöur er fundur utanríkisráö- herra NATO ánægöur með nýlegar tilkynningar um mikil- vægar aögerðir i þessum málum. Þaö er einnig von fund- arins að ræða Gorbatsjovs á allsherjarþingi Sameinuöu þjóðanna marki upphafið á nýrri stefnu Sovétríkjanna gagnvart stærö og uppbyggingu herafla og hernaðar- áætlana þeirra sem eru enn, eins og segir í lokayfirlýsing- unni „bæði á sviöi kjarnavopna og heföbundinna vopna langt umfram það sem eðilegt þykir til varna.“ Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins grundvalla viöbrögö sín viö hinni nýju þróun á ýmsum atriðum eins og gildi Harmel-skýrslunnar sem felur meöal annars í sér grundvallarreglur um nægilegan herstyrk og pólitíska samstööu. Ráöherrarnir nefna einnig sameiginlega hags- muni aðildaríkja NATO, ásamt sögulegum, menningar- legum og siöferöislegum gildum sem tengja Bandaríkin, Kanada og hin evrópsku aðildarríki bandalagsins órjúfan- legum böndum. Þáerminnt ááframhaldandi gildi fæling- arstefnunnar til aö koma í veg fyrir styrjöld og hinn fasti ásetningur Atlantshafsbandalagsins aö viöhalda hernað- arlegri einingu og meginreglunni um ódeilanleika öryggis þess. Hin ákveðnu viðhorf utanríkisráðherrafundar NATO til varðveislu friðar og öryggis lýöræóisríkja ásamt breytt- um viðhorfum í Moskvu, gefa góöar vonir um bætta sam- búð stórveldanna og betri framtíð alls mannkyns. JÓLABLAÐ Vestfiröings er óvenjulega skemmtilegt í ár. Eitt læsilegasta efnið er viötal viö aðstoðarvitavörðinn á Hornbjargi, Guðrúnu Benný að nafni sem aðeins er 18 ára gömul. Hún er óþekkt í ís- lenskum fjölmiðlum en sjálf- ur vitavörðurinn þeim mun þekktari. Hann heitir Ólafur Þ. Jónsson en er þekktari sem Óli kommi vegna póli- tískrar sannfæringar sinnar og störf í þágu heimskomm- únismans, einkum viö predik- unarstörf á íslandi og þá ekki síst í Þjóðviljanum. En hvað um það. Guðrún Benný aðstoðarvitavörður segir kostulega frá dvöl sinni i Hornbjargarvita og sam- skiptum þeirra Óla komma. Grípum fyrst niður í viðtal- ið þegar Guðrún Benný segir frá fyrstu kynnum sínum af vitaveröinum og hvernig hann kom henni fyrst fyrir sjónir: „Mér fannst hann Óli kommi vitavöröur ægilega skuggalegur, fyrst þegar ég sá hann — alveg hryllilega Ijótur. Hann var með likast til viku skegg og hann hafði ein- hvern tíma nærri orðið úti og er allur kalinn í framan síðan þá. Guð minn góður, hugsaði ég, ég imyndaði mér að hann væri eins og Skugga-Sveinn og hann var með alveg fer- lega loðhúfu á hausnum. Jesús minn, að fara að búa með þessum manni alein í fjóra mánuði og geta ekkert gert. Samt vissi ég einhvern veginn að það myndi ganga. En þegar ég fór að kynnast honum, þá sá ég að hann er allra besti karl — sérkenni- legur en indæll maöur.“ Síðan kerriur pólitísk skil- greining á Óla komma: „Hann heitir Ólafur Þ. Jónsson og er kallaður Ófi kommi, eins og áður er sagt. Hann er ekta kommi. Hjartað í honum slær austur í Rúss- landi og hann er þvottekta rauður. Hann er örugglega einn af siðustu sönnu komm- únistunum á íslandi og ætti eiginlega að stoppa hann upp þegar hann deyr. Skip- herrann á varðskipinu var búinn aö segja mér frá þessu með stjórnmálaskoðanir Óla. Ég er sjálf alveg grænn Framsóknarmaður i gegn. Pabbi er sennilega einn sið- asti frammarinn í Vikinni. Skipherrann sagði að Óli væri sennilega rauðasti komminn á öllu landinu og ég skuli nú passa mig að láta hann ekki snúa mér til fylgis við kommana. Ég sagði hon- um að engin hætta væri á þvi. Þaö yrði örugglega ekki hægt að snúa mér — örugg- lega ekki á þann veginn. Það var alveg auðséð þegar ég kom inn í húsið, að það byggi kommúnisti. Það fór sko ekkert á milli mála. Þegar hann opnaði útidyrnar þá blasti viö mér talstöðvarher- bergið. Þar á veggjum héngu myndir af Stalín, Karli Marx, Engels, Maó og Lenín og öll- um þessum körlum sem ég hafði lært um. Það var alveg flennistórt piakat af Stalin. Svo gekk ég um húsið að skoða. Það sem mér fannst nú alltaf það fyndnasta við þetta allt saman var það, að á sjónvarpstækinu stóð brjóts- mynd af Lenín. Þetta var svona brjóstmynd eins og fólk hefur af Beethoven og Mozart á píanóinu hjá sé. Við horfðum mikið á sjónvarp og við horfðum þvi alltaf á Lenín líka. Þetta var kannski sér- staklega gott fyrir Óla. Þetta minnti hann á að vera trúr sinni hugsjón. Þetta var eins og hjá fólki sem hengir Kristsmynd fyrir ofan rúmið sitt. Sem sagt, öll kvöld sem ég horfði á sjónvarp, horfðist ég í augu viö félaga Lenín.“ En Guðrún Benný horfðist ekki aðeins í augu við Lenin, heldur vitavörðinn sjálfan: „Ég ætla að gera svolítið betur grein fyrir honum Óla. Hann er ekkjumaður og á tvo stráka sem eru eldri en ég. Hann er á milli fimmtugs og sextugs. Hann er einn af þeim sem ómögulegt er að giska á áldur á. Hann lítur út fyrir að vera ofsalega gamall, en er æðislega ungur í anda. Hann hefur áður verið vita- vörður á Galtarvita og Sval- vogavita við mynni Dýrafjarð- ar. Hann var lika einu sinni kennari á Þlngeyri og er landsfrægur ævintýramaður og kommúnisti. Hann gat sagt mér frá svo mörgu og við urðum svo góðir vinir. En þaö voru margir sem spurðu þegar ég kom heim: „Heyrðu Benný, hvernig var aö sofa hjá karlinum?“ Fólk er svo vitlaust. Ég sagði bara strax við hann Óla þegar ég kom norður: „Ég ætla bara að láta þig vita það, að ef þú ferð eitthvað aö reyna viö mig, þá er ég farin heim.“ Svo er náttúrlega hægt að senda úr neyðarkall í tal- stöðvunum. Það gerði bara gott aö byrja á því að segja þetta. Þetta hefði kannski getað farið á annan veg en það fór. En hann Óli, hann skilur allt, að manni finnst. Hann er ofsalega þrár og trúr sinni pólitísku hugsjón. Hann er svo ungur í anda að við gátum talað geysilega mikið saman. Við urðum ofsalega góðir vinir. Hann er mjög góður karl, en hann hefur sina galla eins og aðrir.“ Og sagan endaði sem sagt vel eins og öll góð ævintýri. ... segir frá samskiptum sinum við Óla komma vitavörð í jólablaði Vestfiröings. Einn með kaffinu Dóri drabbari var látinn og útförin fór fram í kyrrþey. Grafararnir voru hins vegar orönir óþolinmóðir að bíða eftirað líkfylgdin kæmi í kirkjugarðinn. Það var kalt í veðri og þeir vildu Ijúka verkinu að moka yfir kistuna til að komast hið fyrsta heim. Annar þeirra sagði: „Skyldi líkfylgdin ekki vera aó koma?“ Hinn svaraði: „Ég vona bara að ekkert hafi komið fyrir Dóra!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.