Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 21. desember 1988 A Biblíuslóðum ÞAR FLÍS um jólin REYNA MENN AO IIR KROSSINUM Rætt við Magnús Oddsson markaðs- stjóra Arnarflugs um jólahald í út- löndum, áramót á fimm stjörnu hótelum, áhuga ís- lendinga á Amster- dam — eiginlega um allt nema rekstur Arnarflugs, enda eru að koma jól. EftirÖnnu Kristine Magnúsdóttur Mynd Magnús Reynir. Það eru ekki allir íslendingar önnum kafnir þessa stundina við að hugsa um hvað þurfi að kaupa mikið af rauðkáli eða jólaöli, hvað sé hægt að gefa ömmu í jólagjöf eða hvort það sé ekki örugglega of seint að leigja sér teppa- vél. Margir hafa þegar pakkað inn öllum jólagjöfum jafn- framt þvl að pakka niður ( ferðatösku og eru á leiðinni til útlanda. Sumir ætla í sól- arlandaferð, aðrir I skíðaferð og enn aðrir á Biblluslóðir. Þeir sem aldrei hafa farið ( slikar jólaferðir furða sig oft á þvi að ferðalangarnir geti hugsað sér að eyða jólunum á öðrum stað en íslandi. Magnús Oddsson mark- aðsstjóri hjá Arnarflugi þekk- ir vel hvernig það er að eyða jólunum í útlöndum. Hann hefur haldiö jól og áramót í átta mismunandi löndum og segir hver jól hafa verið sér- stök og eftirminnileg: PÓSTKORTAJÓL „Það er auðvelt að aðlaga sig breyttu jólahaldi og menn halda jól eins og þau gerast á þeim stað sem dvalið er á. Samt er það svo að flestum finnst eitthvað ákveðið verða að vera til staðar svo það séu alvöru jól, svokölluð póst- kortajól. Póstkortajól eru til dæmis ekki það aö sitja við sundlaugarbarm i sólskini á Kanaríeyjum og póstkortajól eru heldur ekki það að standa við fæðingarkirkjuna í Betlehem með byssumenn á þakinu. Raunverulegustu póstkortajól sem ég hef upp- lifaö voru í litlu, austurrisku þorpi þar sem ég var um jólin 1974. Þegar ég horfði yfir þorpið, snjóinn og þorpskirkj- una og heyrði bjölluhljóm frá sleðum skildi ég vel hvernig „Heims um ból“ varð til. Þarna ríkti algjör kyrrð sem ekkert rauf nema bjölluhljóm- urinn.“ Magnús segir sérstakt að hafa kynnst jólum í átta lönd- um og sjá hversu ólikir siðir eru í hverju landi. Hann segir Danina líkasta okkur „enda hugsa þeir mest um að borða yfir jólin!“. Þau jól sem hvað ólíkust voru (slenskum jólum voru að mati Magnúsar jólin á Kanarfeyjum og á Spáni: „Að vera í Betlehem á að- fangadagskvöld er mjög ólíkt öllu öðru og það kom mér á óvart hvernig það er að upp- lifa jólin þar“ segir hann. „Þar eru kristnir menn, mest pílagrlmar, sem þangað koma til að upplifa hátiðleikann og taka þátt í kristnum jólum. Allt í kring eru svo gyðingarn- ir sem að sjálfsögðu halda engin jól, og þeir umkringja ferðafólkið í þeim tilgangi einum að selja þeim minja- gripi, til dæmis flís úr kross- inum... Inn í þetta samfélag blandast arabar sem eru múhammeðstrúar þannig aö það er mjög sérstakt að halda kristin jól í slíku um- hverfi. Samt sem áður finna menn mjög mikið fyrir jólun- um á þessum stað.“ Að sögn Magnúsar hefur sú breyting orðið einna helst á jólaferðum íslendinga á siðastliðnum fimmtán árum, að þá var aðallega farið til Kanaríeyja I jólaferðir, en núna skiptast ferðirnar að mestu niður á þrjá staði. „Fólk fer ýmist f sólarlanda- ferð, skíðaferð eða á Bibliu- slóðir. Kanaríeyjar eru vin- sæll ferðamannastaður um þetta leyti, sem og Sviss og Austurríki en það hefur líka færst. í vöxt að fólk kaupi sinar eigin ferðir og fer þá á fjarlægari staði.“ ,,ÁÆTLUNARFLUG“ TIL YFIR 100 STAÐA Magnús segir þá hjá Arnar- flugi oft hafa á orði, bæöi í gamni og alvöru, aö Arnar- flug bjóði áætlunarflug frá ís- landi til rúmlega 100 staöa: „Þegar Arnarflug hóf áætlun- arflug fyrir sex árum var fljót- lega ákveðið að reyna að halda uppi heilsársflugi til meginlandsins. Eini staður- inn sem raunverulega kom þar til greina var Amsterdam, ekki aðeins vegna farþega- flugs heldur einnig vöruflutn- inga. Þá fór af stað hér á landi Hollandskynning og smám saman varö Amster- dam þekkt borg meöal ís- lendinga. Við byrjuðum með tvær ferðir í viku en núna er daglegt flug þangað. Þessi þróun gerðist nokkurn veginn á þeim tíma sem við höfðum áætlað og með þeim hraða sem við höfðum reiknaö meö.“ Magnús segir íslendinga hafa tekið þessari nýjung vel á sínum tíma og því hafi Arn- arflug fljótlega tekið ákvörð- un um að opna fleiri borgir fyrir íslendingum. Samhliða Amsterdam fluginu hafði Arnarflug haldið uppi áætl- unarflugi til Zurich og Duss- eldorf á sumrin, en árið 1985 var sótt um leyfi til áætlunar- flugs til Hamborgar. „Þangað byrjaöi Arnarflug með ferðir vorið 1986 og þangað er flog- ið tvisvar í viku á veturna en þrisvar i viku á sumrin. Við- brögðin við Hamborg voru jafnvel enn sneggri en við- brögðin við Amsterdam og Hamborgarflugið tók fyrr við sér“ segir Magnús. Hann segir íslendinga lengi vel hafa haft ákveðna „fóbíu" gagnvart meginlandi Eyrópu, „tungumálafóbíuna": „íslendingar fóru til Dan- merkur því þeir höfðu lært dönsku í skóla og þeir fóru til Englands af sömu ástæðu. Fólk var hrætt við að fara á eigin vegum til meginlandsins og sótti helst i slíkar ferðir ef fararstjóri var með. Núna hefur það gerst bæði hér og á meginlandinu að menntun hefur orðið æ meiri og flestir geta talað saman á ensku." Þessir rúmlega hundrað áætlunarstaðir Arnarflugs sem nefndir voru áðan koma inn í myndina á þann hátt að samhliða áætlunarfluginu hefur Arnarflug byggt upp það sem þeir kalla ‘alheims- kerfi1: „Við gerum okkur grein fyrir að við munum aldrei fljúga nema til fárra staða héðan frá íslandi, en til að geta boðið íslendingum ferð- ir til allra mögulegra staða höfum við átt mjög ánægju- leg samskipti við KLM i Amsterdam. Við höfum gert góða samninga við þá um áframfargjöld um allan heim, en KLM flýgur til 130 borga. Samvinna Arnarflugs og KLM er það mikil að f sumar opn- uðum við sameiginlega sölu- skrifstofu hér í Reykjavík þar sem við seljum þessar áfram- ferðir.“ HEIMURINN TALAR EKKI H0LLENSKU Magnús starfaði hjá Arnar- flugi í Amsterdam í tvö ár og þegar hann er spurður hvers vegna borgin sé jafn vinsæl og raun ber vitni svarar hann: „Ég hef oft velt því fyrir mér hvað hafi gert Amsterdam jafn áhugaverða i augum ís- lendinga og reynslan sýnir. Ég held það sé ekki til neitt eitt svar við því. Amsterdam er mjög sérstök borg og Hollendingar eru sérstök þjóð. Þessi þjóð hefur lifað á viðskiptum og samgöngum við fjarlæg lönd í aldir og mín skoðun er sú að í Amsterdam sé hægt að kom- ast í kynni við veröldina í hnotskurn. Þar eru veitinga- staðir sem bjóða upp á mat

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.