Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. desember 1988 7 frá mörgum löndum, Indó- nesíu, Suður Afríku, Indlandi, Japan og þar fram eftir göt- unum. Amsterdam er alþjóð- leg borg með alþjóðlegum blæ, en þó með sérstöku ívafi sem erfitt er að lýsa með orðum. Það sérstaka við borgina er það að þrátt fyrir öll þessi miklu samskipti og tengsl við umheiminn, þá halda Hollendingar í sin sér- kenni. Vindmyllur og tréskór eru þarna hvað sem tautar. Annað sem gerir það að verk- um að íslendingum líðurvel í Amsterdam er það að þar, líkt og hér, tala flestir ensku. Hollendingar eiga nefnilega við sömu erfiðleika að glíma og við íslendingar: Heimur- inn talarekki hollensku og þess vegna verða þeir að kunna ensku...“ Hann segir íslendinga ekki einkum sækja til Amsterdam til að versla, því Amsterdam sé fyrst og fremst menning- arborg: „íslendingar sækja mikið þangað í styttri frí“ segir hann. „Sumarfrí íslend- inga er orðið mjög langt og fólk gerir mikið af því að skipta fríinu niður og fara í styttri ferðir á haustin eða veturna. Þá vilja þeir fara í borgir þar sem eitthvað áhugavert er að skoða og Amsterdam býður upp á ma'rgt annað en verslanir og veitingahús. Þar dettur manni fyrst í hug listasöfnin, og þar er mikið aö gerast í myndlist og tónlist. íslendingar sækja mikið í tónlistarlífið þarog borgin hefur upp á ótrúleg- ustu hluti að bjóða, algjöra menningarveislu." HAMBQRG HÖFÐAR TIL ÍSLENDINGA Hamborgarferðir hafa færst í vöxt og segir Magnús þar liggja margar ástæður að baki: „Borgin er mjög vel í sveit sett og gefur góða heildarmynd af Þýskalandi" segir hann. „Fyrir utan að vera mesta verslunarborg Þýskalands er Hamborg dæmigerð þýsk borg og er staðsett nálægt Skandinaviu, og höfðar kannski til íslend- inga af þeim sökum. Til Ham- borgar sækir fólk mikið til verslunar og skemmtana. Það tekur alltaf tíma að vinna upp nýjar borgir og kynna þær Is- lendingum. Okkar besta kynning skilar sér ekki fyrr en ákveðinn fjöldi hefur heimsótt borgirnar því hér er lítið þjóðfélag þar sem fólk tekur tillit til þess sem náunginn segir. Ef fólki líkar vel á einhverjum stað er það fljótt að berast út — og það sama á auðvitað um ef fólk er óánægt.“ Nýjasti áfangastaður Arn- arflugs er Mílanó á Ítalíu. Magnús segir þá hafa viljað víkka netið meira og valið stað sunnarlega í Evrópu: „Um líkt leyti og við höfðum fengið leyfi til áætlunarflugs til Mílanó varð allt ítalskt í tísku hér á landi. Það var sannkölluð heppni fyrir okkur. Hér er allt orðið fullt af pizza- stöðum og fatnaður og hús- gögn frá Ítalíu er hátt skrifað. Mílanó er gjörólík Amsterdam og Hamborg. Hún er fyrst og fremst ítölsk borg þar sem glæsiverslanir og Scala óper- an yfirgnæfa allt annað.“ ÁRAMÓT Á 5 STJÖRNU HÓTELI? Þótt nú sé kannski nokkuð seint að fara að ráðgera ferða- lag yfir áramótin má vekja athygli á áramótaferðum sem Arnarflug býður upp á. Les- endur geta þá hugsað sig um fram á næsta ár hvort slík ferð sé ekki kærkomin tilbreyting frá venjulegu gamlárskvöldi: „Þessi áhugi byrjaði fyrirfimm árum“ segir Magnús og bætir við að erfitt sé að átta sig á út frá hverju hann hófst. „Flest hótel í útlöndum gera mikið úr gamlárskvöldi og efnatil dans- leikja og skemmtana sem þeir bjóða borgarbúum að sækja. Flest hótelin eru lítið bókuð á þessum árstíma og bjóða því verulega lágt hótelverð. Flug- félög sem fljúga á heilsárs- grundvelli hafa einnig nokkuð framboð af sætum og því var tekið til ráðs að setja saman „áramótapakka“, 3-5 daga ferðir. Þarna gefst íslending- um kostur á að dvelja á mjög góðum hótelum, yfirleitt 5 stjörnu, og innifalið í pakkan- um er flug, gisting og veisla á gamlárskvöld og nýársnótt. Arnarflug býður þessa pakka fyrst og fremst til Amsterdam og farþegafjöldinn í þessar áramótaferðir eykst með hverju ári. Um þessi áramót veróa einhverjir tugir íslend- inga I svona ferð,“ sagði Magnús Oddsson sem sjálfur ætlar dvelja heima yfir jólin „endaalltaf best að eyða jólun- um þar“. Leita að besta bjór í heimi Gæði en e magn ■ Itk ■ I Rœtt við Davíð Scheving Thorsteinsson forstióra Sól hf „Ég er að gera mjög spennandi hluti í dag“, sagði Davíð Scheving Thorsteins- son forstjóri Sól hf. Ég er hérna núna með sýnishorn frá 18 bjórframleiðendum víðs vegar frá Evrópu, sem ég valdi eftir mikil ferðalög og í samráði viö Michael Jackson hinn heimsfræga breska sérfræðing um bjór- framleiðslu víðs vegar í ver- öldinni. Núna erum við önn- um kafin hér hjá Sól hf. að at- huga þessi mál, smakka og undirbúa framleiðsluna. í framhaldi af þessu ákveðum við svo hvaða tegund við komum til með að bjóða ís- lendingum eftir 1. mars n.k. Sá bjór sem mér finnst persónulega bestur núna er belgiskur. Þessi bjór er ekki hitaður og niðursoðinn eins og margir aðrir þekktir bjórar, heldur líkist framleiðsla hans miklu frekar listiðnaði, heldur en fjöldaframleiðslu. Þessi bjór er t.d. framleiddur úr hreinum humaljurtum, en ekki soðinn upp úr sýrópi, eins og tíðkast hjá stórum framleiðendum — enda er bragðið eftir því. Nafnið á þessum bjór er að sjálfsögðu leyndarmál, meðan ákvörðun liggur ekki fyrir hér hjá okkur, en í byrjun janúar ætti þetta að verða upplýst. MELISSA örbylgjuofn 18 Itr. 5 stillingar snúningsdiskur MELISSA kaffivél 12 bolla, hvít MELISSA ryksuga 1000 w kr. 14.490 stgr. kr. kr. 1.690 6.200 stgr. stgr. SEsanto Santo handryksuga kr. 995 stgr. $ SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50 ÁRMÚLA 3 SÍMI 68 79 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.