Alþýðublaðið - 21.12.1988, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Qupperneq 15
15 Miðvikudagur 21. desember 1988 UTLÖND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir ER VERIÐ AÐ SPILA UHII LÍF í SPILA- KÖSSUNUM? Bresk blaðakona, Elisabeth Grice, skýrir frá því, að margir unglingar leiðist út í glœpastarfsemi, til þess að fjármagna fíkn sína í spilakassana. Þaö var fyrir fimm árum síðan, þá 12 ára, sem Lee Buckley fékk sin fyrstu kynni af spilakössum, „one arm bandit“, (glæpatól meö einn handlegg.) eins og þeir eru gjarnan kallaðir í enskumæl- andi iöndum. Þetta leiddi til óstövandi spilafíknar sem ný- lega endaði með því, að hann var dæmdur fyrir morð á 81 árs gamalli ekkju. „Að eyða annars lífi fyrir 3 pund og ffmmtíu. Það er óskiljanlegt“, segir móðir pilts'ms og grúfir andlitið í hönd sér og ruggar fram og til baka. „Með þessu er ég ekki að segja að gamla kon- an hafi dáið af völdum spila- kassanna, en hún dó vissu- lega vegpa þessarar spila- fíknar sonar mín, sem leiddi hann út á glæpabrautina til að fjármagna fíkn sína. Þess. vegna braust hann inn og hafði örfá pund upp úr krafs- inu en varð að morðingja fyrir bragðið." Þessi sorglega útkoma fyr- ir Lee Buckley heyrir til und- antekninga en er samt ekki einstæö. í Bretlandi er talið að 1,8 milljónir unglinga stundi spilakassana, og af þeim verður harður kjarni nokkurra sem ánetjast spila- fíkninni. Þeir stela, ráðast á fólk, skrópa í skóla, hóta og jafnvel selja líkama sinn fyrir spilapeninga. Nokkur þeirra grípa til sjálfsmorðstilrauna þegar þau eldast, finnst það vera eina útgönguleiðin. Við rann- sókn á sjálfsmorði ungs pilts, John Tompson í norður- hluta London á síðastliðnu ári, fannst bréf þar sem hann sagði: „Það ætti að banna spilakassa, þeir hafa eyðilagt líf mitt, þeir eru af hinu illa.“ Flestir vilja ekki viður- kenna fíkn sína og verða út- smognir í því aö Ijúga að sín- um nánustu. Þegar Lee Buck- ley var orðinn sjúkur í kass- ana, breyttist hann í dreng, sem foreldrarnir þekktu ekki: Lygara, þjóf og auðnuleys- ingja. Hann byrjaði á því að eyða peningum sem áttu að fara í skólamáltíðina, næst voru það peningarnir sem hann vann sér inn fyrir blaða- útburð og sem mjólkursendill og siðan voru þaö peningar sem áftti að leggja í nám- skeið. Þessum peningum Sonur June Buckley, sem var haldinn mikilli fikn i spilakassana, endaöi sem moröingi. Spilakassar eru aögengilegir og stundargaman flestra, en eins og í ööru, eru alltaf einhverjir sem veröa haidnir óstööv- andi fikn i þá, rétt eins og flestir fjárhættu spilarar eru ólæknandi. eyddi hann í spilakassana, sælgætisbúðir og skemmti- staði. Þær tómstundaiðjur, sem Lee hafði haft gaman af, svo sem veiðar og fótbolti urðu að víkja fyrir spilakössunum. Hann seldi tölvuleikina sem hann hafði safnað og fór að stela frá fjölskyldunni, til þess að svala kassafíkninni. „Hann virtist alltaf þreyttur og ranglaði um húsið“, segir móöir hans, „þetta var ekki líkt honum. Þegar komið var að sunnudegi var hann alltaf oröinn blankur, en það hvarfl- aði ekki að okkur að hann væri orðinn svona sólginn í spilakassana. Við höfum kannski ekki fylgst nægilega með því, hvar hann var og hvað hann var að gera.“ Að lokum var Lee viöriöinn ýmsa þjófnaði í nágrenninu, sem endaði svo með óláns- verkinu snemma á nýársdag. Lee játaði að hafa kveikt eld i. húsi Edna Roberts til þess að eyða fingraförunum. Lög- reglan fann fjóra staði í hús- inu, sem hafði verið kveikt í. Eitt bálið var fyrir utan svefn- herbergisdyr gömlu konunnar og hún hafði kafnað í reykja- kófinu. Foreldrar Lee ásamt lög- regluforingjanum, sem hafði með morðmálið að gera, hafa tekið höndum saman við hin ýmsu félagasamtök og reyna á fá samþykki fyrir því að spilakassarnir verði bannaði yngri en 16 ára, rétt eins og unglingum er bannaður að- gangur að vínbúðum og klámbúðum. Þaö hefurekki gengið vel að fá samþykki fyrir þessu banni, því félags- málaráðuneytið segir, að þeir séu örfáir sem verða svo fíkn- ir í kassana að þeir fari út í glæpastarfsemi. Segja að langflestir vaxi upp úr þess- ari tómstundaiðju. Dr. Emmanuel Moran, for- maöur „National Council on Gambling", (opinber stofnun sem fylgist með fjárhættu- spili) og sálfræðingur að mennt segir: „Börnum og unglingum er bannaöur að- gangur að tóbaki og alkóhóli, það var ekki gert vegna þess að þau yrðu öll háð þessum vímugjöfum, heldurvegna þess að þetta gat orðið vana- bindandi. Sala á lími var bönnuð, jafnvel þó flest börn notuðu límið til þeirra hluta sem því var ætlað, það var misnotkun minnihlutans sem kom þvi banni á. Af hverju verndar löggjafinn ekki börn og ungl- inga fyrir þessum bannsettu spilakössum á sama hátt?“ í nýlegri rannsókn opin- berrar stofnunar í Bretlandi kom fram, að tveir þriöju barna og unglinga á aldrinum 13-16 ára stunduðu fjárhættu- spil af einhverri tegund, að minnsía kost einu sinni í viku og sum oftar. Þau betl- uðu, stálu og gerðu næstum hvað sem var til að fjármagna þörfina. Einn af fimm höfðu byrjað um níu ára aldur. „Þá má segja að ég hafi misst son minn, þegar hann var 13 ára“, segir móðir fjár- hættuspilara á táningsaldri. „Hann sleit sambandi við fjölskylduna, seldi muni úr eigu okkar, stal frá systkinum sínum og þessu lauk með því að við sáum okkur neydd til að kalla á lögregluna. Ég hef aðeins séð hann tvisvar sinn- um síðastliðna 15 mánuði. „Við höfum farið algjörlega á mis við ánægjuna við að fylgjast með þroska hans, misst af því lífi og fjöri sem oftast er í kringum táninga og vini þeirra. Hann er nítján ára núna og við höfum öll far- ið á mis við 6 dýrmæt ár. Staðreyndin er sú, að þessir spilakassar eru harkaleg fjár- hættuspil. Okkur, sem erum að reyna að láta einhver lög ná yfir kassana, finnst ríkis- valdið horfa í aðra og öfuga átt, þar sem spilakassarnir eru annarsvegar."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.