Alþýðublaðið - 21.12.1988, Síða 16

Alþýðublaðið - 21.12.1988, Síða 16
Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Mótmælir harðlega frumvarpi um vörugjald Fjölmennur félagsfundur hjá Félagi húsgagna- og inn- réttingaframleiöenda mót- mælir harölega þeirri aöför aö íslenskum húsgagna- og innréttingaiðnaði, sem felst í frumvarpi um breytingu á lög- um um vörugjald, sem rikis- stjórnin hefur lagt fyrir Al- þingi. Félagiö bendir á eftirfar- andi atriöi: • íslenskur húsgagna- ög innréttingaiðnaður hefur árum saman átt í mjög haröri samkeppni við er- lenda aöila. A undanförn- um misserum hefur sam- keppnisstaöan versnaö stórum vegna fastgengis- stefnu, óhóflegs fjámagns- kostnaðar og erfiðra starfs- skilyröa. • Þrátt fyrir mikið uppbygg- ingarstarf íslenskra hús- gagnaframleiðenda, hefur markaðshlutdeild þeirra sí- fellt farið minnkandi, allt frá um 73% á árinu 1977 niður í um 32% á sl. ári. I innréttingaframleiðslu hef- ur innlend markaðshlut- deild einnig minnkað stór- lega, eða úr um 90% niður í um 52% á sl. ári. • Að leggja vörugjald á ís- lensk húsgögn og innrétt- ingar og jafnframt á hráefni til þeirrar framleiðslu er því forkostanlegt og lýsir óskiljanlegri vanþekkingu eða skilningsleysi stjórn- valda á samkeppnisað- stöðu þessa iðnaðar. • Félagið varar sérstaklega við þeirri fráleitu skoðun, sem sumir hafa haldið fram, að vörugjald sé hlut- laus skattur, sem komi jafnt við innflutning sem innlenda framleiðslu. Hækkun á innlendum hús- gögnum og innréttingum vegna vörugjalds gefur er- lendum keppinautum kjöriö tækifæri til að ná til sín ennþá stærri hluta af mark- aðnum, enda hefur reynsl- an sýnt, að þeir geta auð- veldlega í krafti stærðar sinnar og e.t.v. einnig með ríkisstyrkjum til útflutn- ingsátaks, tekið á sig hækkunina tímabundið. • Fyrirsjáanlegt er, að vöru- gjald á hráefni muni veru- lega íþyngja ýmsum fyrir- tækjum og jafnvel gera starfsemi sumra fyrirtækja vonlausa. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir undan- þáguheimildir í tolla- og vörugjaldslögum, er ógjörn- ingur í framkvæmd að koma í veg fyrir aö iðnaöur- inn þurfi að hluta að greiða vörugjald af hráefni sinu. Aðeins þegar iðnfyrirtæki annast sjálf innflutning hráefna sinna, er í fram- kvæmd unnt að koma í veg fyrir, að þau þurfi að bera vörugjald, sem lagt yrði á hráefni. Þegar hráefni eru keypt af innlendum efnis- sala, eins og eðlilega er mjög algengt að fyrirtæki í húsgagna- og innréttinga- iðnaði geri, er óhjákvæmi- legt, að vörugjald hækki framleiöslukostnað. Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráefni sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fítunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og biaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið ^þeg&pú vilt há' Lambajæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórtlambalæri 2 msk matarolía 3 sellerístilkar V2 blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tskgræn eða hrít piparkom 1 tskrósmarín (sléttfull) 2 dl Kahlua-kaffilíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safi úr 1 sítrónu salt 2 dl Ijóst kjötsoð dökkursósujafnari MARKAÐSNEFND sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holurnar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðru hvom og nuddið safanum vel inn í læriðumleið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafíð kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar tii það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. SPENNANDI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.