Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 27. janúar 1989 MÞYÐlfBLMÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Blaöamenn: Blaö hf. Hákon Hákonarson Ingólfur Margeirsson Kristján Þorvaldsson Bjarni Sigtryggsson og Friðrik Þór Guömundsson. Setning og umbrot: Filmur og prent, Armúla 38. Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12. Áskriftarsiminn er 681866. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. HÆSTIRETTUR OG MANNRÉTTINDI SJÚKUNGA Hæstiréttur hefur úrskuröað aö heilsugæslulækni í Grindavík sé skylt að veita Rfkisendurskoöun aögang að sjúkraskýrslum sjúklinga sinna. Læknirinn haföi kært samhljóða úrskurð undirréttar til Hæstaréttar og krafist þess að kröfu Ríkisendurskoðunar um aðgang að skýrsl- um yrói hrundið. Hæstiréttur segir í niðurstöðum sínum um þetta mál, að mikilvægir þjóðfélagshagsmunir búi því að baki að sett hafi verið lög um endurskoðun reiknings- gerðar opinberra stofnana og þar sé leitast við að tryggja viðunandi aðstöðu til könnunar fyrir frumgögn. Þetta sér- stæða mál er tilkomið meðal annars vegna rannsókna á meintu misferli lækna við gerð reikninga sem sendir hafa verið til hinna ýmsu sjúkrasamlaga. í raun er verið að blanda saman tveimur óskyldum málum. Annars vegar er verið að fjalla um starfsaðstöðu Ríkisendurskoðunar til að rannsaka reikningsgerð lækna, en hins vegar verið að opna sjúkraskrár sjúklinga sem hingað til hafa flokkast undirtrúnaðarmál viðkomandi læknis og sjúklingsins eða nánustu aðstandenda hans. Hæstiréttur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu, að Ríkisendurskoðun geti ekki kann- að gögn til hlítar við rannsókn á reikningsgerðum og bók- haldi lækna, nema að kanna ennfremur sjúkraskrár sjúkl- inga. Þessi dómur Hæstaréttar er geysilega mikilvægur vegna þess að hann gjörbreytir mannréttindastöðu sjúkl- inga á íslandi. m I dómi Hæstaréttar segir, að ekki sé um að ræða megin- breytingu varðandi leynd sjúkraskýrslna og annarra gagna, þar sem trúnaðarlæknir, bundinn þagnarskyldu, kynni sérað þvl marki sem krafist erl málinu. Þettaerafar vanhugsuð niðurstaða. í raun skiptir það ekki máli, hvort trúnaðarlæknir Ríkisendurskoðunar eða einhver annar starfsmaður Ríkisendurskoðunar fer I sjúkraskýrslunar. Staðreyndin ersú, að Hæstarétturhefurmeðdómi heimil- að utanaðkomandi aðila að fara í trúnaðarmál læknis og sjúklings. Hæstiréttur, jafnt sem undirréttur, hefur þar með höggvið alvarlegainn í einkalíf íslenskrasjúklingaog stórskaðað trúnaðarsamband sjúklings og læknis. Málið er ennfremur stóralvarlegt, vegna þess að dómur Hæsta- réttar gjörbreytir gildi og hlutverki sjúkraskráa hérlendis, og umbyltirskilgreiningu þagnarskyldunnar. Héreráferð- inni spurning um mannréttindi; verndun trúnaðar milli læknis og sjúklings. Trúnaðurerað sjálfsögóu grundvöll- ur þess að atriði eru skráð I sjúkraskýrslur. Nú hefur þessi trúnaðurverið rofinn, þagnarskyldu læknahnekkt og eng- inn sjúklingur á íslandi getur lengur treyst því, að Ríkis- endurskoðun komist ekki í sjúkraskýrslur hans. Þetta get- ur haft óhugnanlegustu afleiðingar. Mikil hætta er á því, að sjúklingar muni nú takmarka upplýsingar til lækna til að vernda sjálfan sig fyrir þeirri hættu, að utanaðkomandi aðilar gætu komist I trúnaðarmál um sjúkdómana og einkalífið. Minnkandi upplýsingastreymi milli sjúklings og læknis getureinnig haft það í för með sér, að læknirinn eigi erfiðara með að skilgreina sjúkdóma viðkomandi sjúklings og veita lækningu. Almennt má segja, að skrán- ing heilbrigðisþjónustunnar verði ómarktæk I framtíð- inni. Þessu verður að forða. Hæstaréttardómi verður hins vegar ekki hnekkt. Leiðin út úr þessum vítahring er að breyta launakerfi heilsugæslulækna, þannig að sjúkra- skýrslurog reikningsgerð skarist ekki. Heilsugæslulækn- ar eiga að fá föst mánaðarlaun og fast gjald frá sjúkrasam- lögum. Þar með yrði Ríkisendurskoðun tryggður viðun- andi vinnugrundvöllur, trúnaður læknis og sjúklings héld- ist óskertur og hinn fráleiti dómur Hæstaréttar kæmi blessunarlega aldrei til framkvæmda. ÖNNUR SJÓNARMIÐ TÍMINN setur oft sjónar- mió sln fram í fréttum — stundum óvart skyldi maöur ætla. Á forsíöu Tímans birt- ast lesendum hinir ótrúleg- ustu uppslættir, oftast skrif- aöir í leiöarastíl. í fyrradag birtist þessi fyrirsögn á for- síöu málgagns framsóknar- manna: „Flying Tigers tekur fraktina frá okkur“. Þarna er átt viö aö vöru- flutningaflugfélagiö Flying Tigers séu komnir í sam- keppni við Flugleiðir og Arn- arflug hvaö varðar vöruflutn- inga. En síöar segir í frétta- leiðara á forsíöu: „Þess ber þó að geta að stutt er síðan Flying Tigers hóf flug til íslands, en engu að síöur verður að koma i veg fyrir að islensku flugfélögin bíði skaða af þessum keppi- naut.“ Spurningin er hvort ein- hverjir aörir hagsmunir séu I húfi og önnur sjónarmið bak við tjöldin þegar svona frétta- síður eru teiknaðar og skrif- aðar? I sama tölublaði Tímans gef- ur aö líta eftirfarandi fyrir- sögn: „Einn aðalleikari Óvit- anna slasaðist á æfingu er hann datt niður stiga.“ Frekari orö eru óþörf. KRISTÍN Ólafsdóttir borg- arfulltrúi Alþýöubandalags- ins, lætur í Ijós nýstárlegar skoöanir í viðtali við Þjóðvilj- ann í fyrradag. Þjóöviljinn spyr: „Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn?“ Og Kristín svarar: „Já. En einu sinni toguð- ust gamli flokkurinn og Kristín: Kaus næstum Kvenna- framboðið. Kvennaframboð á fram á kjör- dag.“ Þetta er athyglisvert svar. Kvennaframboðiö bauö nefni- lega fram í Reykjavík, en þar situr Kristín sem fyrr segir í borgarstjórn fyrir hönd Al- þýöubandalags. Getur veriö að borgarfulltrúi allaballa hafi verið aö hugsa um aö kjósa Kvennaframboðið, eöa átti Kristín í innra hugarstríöi áöur en hún sjálf settist í stól borgarfulltrúa Alþýöu- bandalagsins? Og ber þá ekki aö túlka svarið sem van- traust hennar á sessunaut sinn og flokksbróður í borg- arstjórn, Sigurjón Pétursson? Eöa hvað? VIÐ rákumst á þessa sögu frá Höfn í Hornarfirði í Eystra-Horni: „Sjálfstæðismenn héldu árshátíð sina síðustu helgi og fór hún vel fram enda engin ástæða til annars. Brandarar voru látnir flakka, og hló fólk mikið. En að einum þeirra gat enginn hleg- ið nema Sturlaugur. Brand- arinn var einhvernveginn á þessa leið, til þess að geta stillt bæði hljóðfæri og kvartet er oft brugðið á það ráð að taka upp tólið á næsta símtæki og hlusta á sóninn. En þessi sónn er tónninn A. í öllum símtækjum lands- manna, en í Sjálfstæðishús- inu á Höfn er tónninn í sím- anum D. Segið svo að ekki sé hægt að vera trúr sinum mál- stað.“ VESTFjRSKA fréttablaö- iö birtir viötal viö Svavar Gestsson menntamálaráö- herra í síðasta tölublaöi. Þar kemur fram ákveðinn kvíöi menntamálaráðherra yfir því aö hugsjónamenn þurfi „aö keyra á flugeldum og auglýs- ingastofum." En lesum kafla úr viðtal- inu. „Ég viðurkenni það, að eft- ir þvi sem ég er lengur í þessari pólitík, þeim mun vænna finnst mér um svona málefnalegar stundir. Ég er þá ekki að gera lítið úr því að menn þurfi að auglýsa sig og sína i pólitíkinni. Það verða menn auðvitað að gera, það er alveg óhjákvæmilegt. En það er auðvitað dálitið áhyggjuefni fyrir okkur sem vinnum i málum eins og skólamálum, ef við þurfum að keyra á flugeldum og aug- lýsingastofum til að koma okkur á framfæri." Satt er það. Nógu skraut- legt er þetta samt. Svavar: Flugeldar og auglýsingastotur áhyggjuefni. Einn me8 kaffinu — Er það satt að þú hafir gifst systur fyrri konu þinnar? — Já, ég kunni svo vel við tengdamömmu!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.