Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 1
STOFNAÐ
1919
Rifta lífeyrissjóöirnir samningi
við Húsnœðisstofnun?
GAMLA VÍSI-
TALAN
Á AB GILDA
— segir Sigurður E. Guðmundsson for-
stjóri Husnœðisstofnunar — telur annað
geta haft alvarlegar afleiðingar.
Sigurður E. Guðmundsson
forstjóri Húsnæðisstofnunar
ríkisins sagði í samtali við
Alþýðublaðið i gær að hann
lliti persónulega svo á, að
samningur stofnunarinnar við
lifeyrissjóðina um skulda-
bréfakaup fyrstu þrjá mánuði
þessa árs skyldi miðast við
desembervísitölu — gömlu
lánskjaravísitöluna — og að
það gæti haft alvarlegar af-
leiðingar ef nota ætti aðra
vísitölu. Jóhann Ólafsson,
stjórnarformaður Lifeyris-
sjóðs verslunarmanna, lang
stærsta skuldabréfakaupand-
ans, segir málið mjög alvar-
legt. „Það er slik óvissa kom-
in í rnálið að það þarf að taka
öll þessi mál til endurskoð-
unar. Staðan er gjörbreytt, en
á þessari stundu vil ég ekkert
segja til um hvort af riftun
verður á samningnum við
Húsnæðisstofnun.
Skuldabréfakaup lífeyris-
sjóðanna af byggingasjóöun-
um námu samkvæmt áætlun
fyrir nýliðiö ár 7.340 milljón-
um króna og áætlun fyrir yfir-
standandi ár, þar sem reikn-
að er meö 13% hækkun láns-
kjaravísitölunnar á milli ára,
gerir ráö fyrir kaupum upp á
8.825 milljónir króna. Reikna
byggingasjóöirnir meö aö fá
frá lífeyrissjóóunum fyrstu 3
mánuöi ársins alls um 2,2
milljarða króna samkvæmt
samningnum frá síöasta
mánuði.
Fjármögnun lánveitinga
byggingasjóðanna fer að
mestu leyti fram með sölu á
skuldabréfum þessum. Sem
fyrr segir eru kaupin áætluð
um 8.825 milljónir króna á
þessu ári. Samkvæmt B-hluta
fjárlaga 1989 er ætlunin að
lántaka Byggingasjóðs ríkis-
ins verði í heild 6.925 milljón-
ir og lántaka Byggingasjóðs
verkamanna 2.130 milljónir
eða samtals um 9 milljarðar
króna. Nær öll lántaka sjóð-
anna er því til komin frá líf-
eyrissjóðunum.
Það er því geysilega mikið
í húfi fyrir byggingasjóðina.
Stjórn Húsnæðisstofnunar
hefur ekki fjallað um málið
enn sem komið er, en Sigurð-
ur E. Guðmundsson forstjóri
stofnunarinnar sagði í sam-
tali við Alþýðublaðið að hann
hefði þungar áhyggjur af
skuldabréfakaupum lífeyris-
sjóðanna á þessum ársfjórð-
ungi ef meiningin er að þau
gerist á grundvelli nýju láns-
kjaravísitölunnar.
„Persónulega tel ég að
samningurinn sem gerðurvar
í desembermánuði hafi kveð-
ið á um að skuldabréfakaupin
til marsloka skyldu gerast á
grundvelli desembervísitölu.
Ef ætlunin er að notast við
einhverja aðra vísitölu en þá
var samið um að skyldi gilda
getur það leitt til truflunar á
skuldabréfakaupunum sem
síðan getur haft alvarlegar af-
leiðingar. En við höfum ekki
fengið neina orðsendingu frá
ríkisvaldinu að það eigi að
bjóða skuldabréf með öðrum
kjörum en þeim sem gilt
hafa, né heldur höfum við
fengið orðsendingu frá lífeyr-
issjóðunum. Þess vegna
vona ég að þetta fari vel“,
sagði Sigurður.
Ekki náðist i Jóhönnu Sig-
urðardóttur félagsmálaráö-
herra í gær.
Tónleikar í kerskála
Píanóleikarinn Diedre Irons
og fiðluleikarinn Miha Pogac-
nik hófu hljómleikaför um
Evrópu í gær, með því að
leika fyrir starfsmenn ís-
lenska álfélagsins í einum
kerskálum fyrirtækisins í
Straumsvík. Þau Irons og
Pogacnik munu halda nokkra
tónleika hér á landi. Miha
Pogacnik er frumkvöðull að
stofnun alþjóðasamtaka, sem
árlega halda listahátíöir utan
hins vestræna heims til að
auka tengsl á milli austurs
og vesturs, norðurs og suð-
urs. í apríl verður m.a. hátíð í
Tbilissi í Georgíu sunnarlega
í Sovétrikjunum.
A-mynd/Magnús Reynir.
Nýmœli í stefnumótun
MenntamálaráðKerra
biður um óskalista
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra bryddar upp á
nýmælum við stefnumótun i
skólamáium. Menntamála-
ráðuneytið leitar til ýmissa
aðila innan og utan skóla-
kerfisins um þeirra óskir og
hugmyndir um verkefni á
sviði skólamála, sem þeir
telja að leggja þurfi áherslu á
næstu 10 árin. Leitað verður
til starfsmanna skóla,
fræðslustjóra, fræðsluráða,
sveitarstjórnarsamtaka,
þingflokka og ýmissa fé-
lagasamtaka og beðið um
ábendingar um áhersluatriði.
Könnunin fer fram í tveim-
ur hlutum. Þess er farið á leit
að viðkomandi geri lista yfir
4-10 mikilvægustu verkefni á
sviði skólamála á næstu 10
árum, á grunnskóla- og fram-
haldsskólastigi. Málin þurfa
ekki að vera í forgangsröð.
Óskað er eftir því að hverjum
lið verði lýst lauslega og
rökstutt (fáum orðum á sér-
stöku eyðublaði. Listan á síð-
an að sendatil menntamála-
ráðuneytisins, skólaskrif-
stofu, fyrir 20. febrúar næst
komandi. Úrvinnsla verður á
vegum Félagsvísindastofnun-
ar Háskóla Islands og hefst
hún 1. mars og er ætlað að
henni verði lokið um mánaða-
mótin apríl-maí.
í maímánuði verðursiðan
sömu aðilum sendur listi yfir
þau mál sem oftast verða
nefnd í fyrstu lotu og þeir nú
beönir um að raða þeim í for-
gangsröð. Úrvinnsla fer síðan
fram i júni.
Stefnt er að útgáfu skýrslu
um niðurstöður óskalistanna.
Með þessu móti vill ráðu-
neytið stuðla að víðtækri um-
ræðu um stöðu og framtiðar-
sýn í íslenskum skólamálum
og virkja sem flesta til
stefnumótunar.
Fiskverði sagt upp
Óvíst um 1,25%
hækkun 15. febrúar
Almennu fiskveröi var sagt
upp á fundi Verðlagsráðs
sjávarútvegsins i gær, frá og
með 15 febrúar. Að sögn
Sveins Finnssonar hjá Verð-
lagsráði þýðir þetta að 1,25%
hækkun sem taka átti gildi
15. febrúar kemur ekki til að
óbreyttu. Óskar Vigfússon
formaður Sjómannasam-
bands íslands segist lita svo
á að hækkunin sé inn i
myndinni þar til semjist um
nýtt fiskverð.
Núgildandi fiskverð var
ákveðið með bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnarinnar frá 28.
september I fyrra, með heim-
ild til uppsagnar frá 15. febr-
úar næst komandi. Seljendur,
sjómenn og útgerðarmenn
ákváðu I gær að segja verð-
inu upp.