Alþýðublaðið - 27.01.1989, Side 3

Alþýðublaðið - 27.01.1989, Side 3
Föstudagur 27. janúar 1989 FRÉTTASKÝRIMG 3 Breytingin á lánskjaravísitölunni þýðir afkomutengingu lánskjara og launa Þaö sem hefur vakið mesta athygli við þá breytingu á lánskjaravísitölunni, sem gerð var í vikunni, er hve sammála nær allir umsegj- endur hafa verið um mót- mæli gegn breytingunni. For- vígismenn verkalýðssam- banda hafa mótmælt á þeirri forsendu að tenging launa- vísitölu við lánskjaravísitölu geri kauphækkanir illmögu- legar þar sem þær auki skuldabyrði lántakenda. For- vígismenn sjóða segjast vera á móti þessu af þeirri ástæðu að til lengdar auki það greiðslubyrði lántakenda. Ein mikilvæg hlið þessa máls hefur varla komist að I umræðunni né hefur hana verið að finna I viðbrögðum manna. Hún er sú, að með því að tengja launaþróun lánskjörum er á vissan hátt verið að stíga skref í átt til þess að afkomutengja spari- fé og um leið að dreifa áhættu milli launþega og fjármagnseigenda. Eftir breytingu vegur launa- þróun einn þriðja af láns- kjaravísitölu á móti vísitölu framfærslu að þriðjungi og byggingakostnaðar að öðrum þriðjungi. Batni afkoma at- vinnuveganna á þann veg að þeir telji sér fært að greiða hærri laun, þá njóta sparifjár- eigendur þess að hluta. Þó ekki öllu leyti. Takist að halda verðlagi stöðugu og launafólk sættir sig við litlar eða engar hækkanir, þá axla fjármagnseigendur hluta þeirra byrða með því að sætta sig við lægri raun- ávöxtun. Ekkert fyrirkomulag er í rauninni heppilegra á fjár- skuldbindingum launafólks og atvinnufyrirtækja, en ein- mitt að afkomutengja skuld- bindingar sínar á þennan hátt. Neikvæð viöbrögð við breytingunni verða því ekki skilin nema á þann veg, að með þeim séu oddvitar hags- munaaðila að berjast póli- tískt gegn breytingum sem knýja þá til ábyrgðar. Nýlega sagði frá því í frétt- um að skoðanakönnun í Nor- egi hefði leitt í Ijós, að rúm- Iega60% landsmanna vilji heldur lægri útlánsvexti en kauphækkun. Skýringin er vitaskuld sú, að launþegar þar í landi eins og hér skulda yfirleitt mikið, aðallega vegna langtimalána í húsnæðisöfl- unarskyni og eins vegna skemmri lána, sem tekin hafa verið vegna kaupa á bifreið- um, sumarbústöðum og öðr- um neyslugripum. Þessum hópi er það kjara- bót að tengja lánskjör kaup- gjaldsþróun. Norski fjármála- ráðherrann, Gunnar Berge, sagði á dögunum, að fyrir marga launþega þýddi eins prósentustigs vaxtalækkun kaupmáttaraukningu upp á tvo af hundraði. Þá hefur norska verkalýðshreyfingin lagt mjög hart að stjórnvöld- um þar í landi að beita sér fyrir vaxtalækkun, en norskir bankar hafa orðið uppvísir að óeðlilegum vaxtamun. Afkomutengd laun LEIÐ TIL AD MINNKA ÁHÆTTU í ATVINNUREKSTRI Af og til hafa þær hug- myndir skotið upp kollinum hér á landi þegar rætt er um launamálastefnu og þjóðar- hag, að afkomutengja al- mennar kauphækkanir i stað þess að launþegar og vinnu- veitendur semji regiubundið um hækkanir sem ekki er hægt að standa við, nema til komi ný gengislækkun eða nálgist þjóðargjaldþrot. NÝJAR LEIÐIR Hagfræðingar hafa þó lengi verið ósammála um þessar hugmyndir — og víst er að aldrei hafa þær átt upp á pallborðið hjá hinum marg- frægu aðilum vinnumarkaðar- ins. En nú kann að fara að viðra betur fyrir breytingar á þeim viðhorfum. Annars veg- ar þar sem reynslan af ís- lenskum tilraunum til nýj- unga í þjóðarhagfræði hefur oröið sú, að dæmið gengur ekki upp, eigi að gera allt í senn; hækka kaup, halda gengi stöðugu og bæta og tryggja hag fyrirtækja. Hins vegar vegna þess að tilraunir með að afkomutengja hluta launa hafa gefist vel hjá bandarískum fyrirtækjum. Sú aðferð virðist eiga vax- andi vinsældum að fagna, ef marka má yfirlitsgrein í bandaríska i viðskiptaritinu BUSINESS WEEK. Þar eru nefnd sérstaklega stórfyrir- tæki eins og Hewlett Pack- ard tölvufyrirtækið, bílafram- leiðandinn General Motors, sem lengi hefur verið stærsta fyrirtæki Bandaríkj- anna, og Ford verksmiðjurn- ar. Og nú síðast álsamsteyp- an Aluminium Co. of Amer- ica. I SAMSETT LAUNAKERFI Það hefijir lengi vrið reynt og gefið góða raun að af- komutengja stóran hluta af launum stjórnarmanna bandarískra fyrirtækja. Laun þeirra eru gjarnan mjög sam- sett, einkum úr grunnlaun- um, hlunnindum og bónus. Á allra síðustu árum hefur verið reynt að láta bónusinn ná til fleiri starfsmanna, einkum þó á sviði stjórnunar, en þó út í allar deildir. Hið nýjasta er svo að útvíkka bónusgreiðsl- ur til allra starfsmanna. Með bónusgreiðslum er hér að sjálfsögðu átt við af- komuuppbót á laun starfs- fólks, eftir heildarafkomu fyr- irtækisins, en ekki bónus sem er bundin viö aukin af- köst hvers einstaklings, eins og við þekkjum héðan úr fiskverkuninni. Hjá Hewlett- Packard gengur dæmið þann- ig fyrir sig að sett eru af- komumarkmið fyrir hvern árs- fjórðung. Markmiðin eru byggð á raunsæismati og eiga að geta gengið að öllu óbreyttu. En þau eru llka þannig sett að hægt á að vera að ná enn betri árangri, og það er fyrir þann árangur, sem bónusinn er greiddur. AUKINN SKILNINGUR Reynslan af þessu hefur orðið sú, að áhugi starfsfólks á velgengni fyrirtækisins er mun meiri en vart varö áður, starfsfólkið er fúsara að leggja á sig ýmis viðvik, sem leiða til aukinnar sölu, sparn- aðar í rekstri, ábatasamra nýj- unga, — og menn eru al- mennt jákvæðari í garð stjórnenda þegar þeir kynna breytingar á rekstri og að- ferðum. Skilningur starfs- fólks á því hefur aukist, enda hefur árangurinn sýnt sig í formi kaupauka, sem enginn misskilur. En það sem þarna hefur gerst hefur ekki fæðst alveg þrautalaust. Það er til dæmis erfitt að koma á breytingum af þessu tagi þegar vel árar. Þá er starfsfólk almennt sátt við laun sín, en vill samt meira, án þess þó að fórna nokkru né taka áhættu. Þau fyrirtæki, sem náð hafa mest- um árangri með því að taka upp afkomutengdan kaup- auka hafa gengið í gegnum erfitt kreppuskeið og endur- skipulagningu. Oftast hafa þau orðið aö segja upp fjölda fólks og grípa til harkalegra sparnaðaraðgerða. Nokkuð sem íslensk fyrirtæki virðast nú standa frammi fyrir þessa dagana. VIRKARI ÞÁTTTAKA ALLRA STARFSMANNA Með því að segja upp öllu starfsfólki, endurráða jafnvel aðeins hluta og þá á lakari kauptaxta hefur þó verið hægt að ná upp góðum starfsanda með því að semja um afkomutengdan bónus. Jafnframt hafa þeir samning- ar opnað augu hins almenna starfsmanns fyrir tölum um afkomu fyrirtækisins, og reynslan sýnir að áhugi fólks hefur vaknað almennt á því að fylgjast betur með at- vinnugreininni í heild sinni, og þetta hefur leitt til aukinn- ar (Dátttöku starfsfólks í reglubundnum fræðslufund- um um fyrirtækið og atvinnu- umhverfi þess. Eitt nýjasta dæmið um hvarf bandarísks stórfyrir- tækis til þessarar stefnu er álsamsteypan ALCOA. Það tók þessa aðferð upþ nú í september. Eftir fimm ára kreppu var gripið til niður- Bónusgreiðslur hafa tlðkast í fiskvinnslu um árabil. Afkomutenging launa virðist einnig eiga vaxandi fylgi aö fagna í Bandaríkjunum. skurðaraðgerða og starfsfólki í höfuðstöðvum þess fækkað um 15 af hundraði, og fram- leiðslan öll endurskipulögð. Paul H. O’Neill, aðalforstjóri ALCOA telur að með þessu megi gera alla starfsmenn fyrirtækisins áhugasamari um reksturinn, um endurbæt- ur og um að finna stöðugt nýjar leiðir til að bæta sam- keppnisstöðu fyrirtækisins. Nú eiga allir von á aó upp- skera árangur erfiðisins, ekki aðeins hluthafarnir og æðstu stjórnendur. VÖRN SNÚIÐ I SÓKN Markmiöin eru sett þannig, að allur ávinningur geti leitt til kaupauka, jafnvel áður en hagur fyrirtækisins hefur batnað svo, að hægt verði að fara að greiða hluthöfum arð. Miðað viö núgildandi rekstr- arhorfur og spár ætti þetta að geta leitt til 7% kaupauka á þessu ári. Náist sá árangur, sem allt virðist enn benda til, þá er það því einu að þakka, að starfsmenn allir hafa lagt hart að sér, tekið sér taki, og snúið vörn fyrirtækisins í sókn. Víðast hvar er þessi kaup- auki þannig gerður, að hann fer fyrst í sameiginlegan sjóð, og hluti hans fer til þess að mæta mögru árun- um, það er að segja þegar ytri aðstæður skerða afkomu fyrirtækjanna, þrátt fyrirvið- leitni og atorku starfsfólks. Þannig á að vera hægt að greiða út afkomubónus þótt illa ári, þegar kenna má um ytri aðstæðum. Með því að lækka hlutdeild fastra launa i heildar launa- greiðslum vinnst sitthvað. Til dæmis dregur úr áhættu fyr- irtækjanna og þau verða bet- ur í stakk búin að mæta óvæntum samdrætti. Launa- tengd gjöld minnka, þvi hvorki eru greiddar trygging- ar né sjóðagjöld af bónus- greiðslum, heldur er launþeg- um færður hann óskertur. VELVAKANDI STARFSFDLK Heildaráhrifin af afkomu- tengdu launakerfi, þar sem það hefur verið reynt, eru þau að starfsfólk lætur sig al- mennt meira varða alla þætti fyrirtækisins, það er betur vakandi um hag þess í stóru og smáu, og það er fúsara til að leggja hart að sér eða taka á sig fórnir þegar illa ár- ar. Nokkuð sem Islendingar standa kannski frammi fyrir um þessar mundir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.