Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1989, Blaðsíða 4
Föstudagur 27. janúar 1989 ALDARÁRTÍD GUÐBRANDS í tilefni af aldarhátíð Guð- brands Vigfússonar verður efnt til sýningar á helstu verkum hans í Landsbóka- safni íslands. Þá hafa Háskóli íslands og Landsbókasafn boðið dr. Benedikt Benedikz bókaverði við Háskólabókasafnið í Birmingham til íslands, og mun hann flytja fyrirlestur um Guðbrand Vigfússon í boði heimspekideildar Há- skólans á ártíðardaginn, þriðjudaginn 31. janúar kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á Islensku, og er öllum heimill aðgangur. Dr. Benedikt Benedikz hef- ur kynnt sér Guðbrand Vig- f ússon sérstaklega og þá ekki síst ævi hans og störf á Englandi. Af verkum Bene- dikts má nefna þýðingu, er hann gerði ásamt John McKinnell á Völuspárútgáfu Sigurðar Nordals, er út kom í Durham 1978, en Benedikt var þá bókavörður við Há- skólabókasafnið þar. Á sama ári kom út á vegum Cam- bridge University Press rit hans um Væringja, The Varingians og Byzantioum, er reist var á Væringjasögu Sig- fúsar Blöndals. Benedikt annast nú um sérsöfn (Special Collections) Háskólabókasafnsins í Birm- ingham. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Verðlaunin veitt í dag Á fundi dómnefndar um bókmenntaverölaun Norður- landaráðs i Kaupmannahöfn i dag verður tekin ákvörðun um það, hver hljóti bók- menntaverðlaunin árið 1989 og verður sú ákvörðun kynnt á fréttamannafundi í danska þinghúsinu, Christiansborg, kl. 12 að dönskum tíma. Af hálfu íslands sitja rithöfund- arnir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson í dóm- nefndinni en af islands hálfu voru tilnefnd verkin „Dagur vonar" eftir Birgi Sigurðsson og „Tengsl" eftir Stefán Hörð Grímsson. Verðlaunin, sem eru 150.000 danskar krónur, verða nú veitt í 28. sinn. Þau verða afhent við hátíðlega athöfn í tengslum við 37. þing Norð- urlandaráðs í Stokkhólmi 28. febrúar nk. Þorsteinsvaka í Kópavogi Lista- og menningarráð Kópavogs heldur Þorsteins- vöku, dagskrá um Þorstein Valdimarsson skáld, sunnu- daginn 29. janúar 1989 kl. 20.30 í Félagsheimili Kópa- vogs að Fannborg 2. Aðgang- ur er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. Helstu dagskrárliðir eru þeir, að Eysteinn Þorvaldsson bókmenntafræðingur fjallar um skáldskap Þorsteins og félagar úr Leikfélagi Kópa- vogs flytja samfellda dagskrá úr Ijóðum hans og limrum undir stjórn Guðrúnar Þ. Stephensen. Einnig verður sungin fjölbreytt tónlist við Ijóð skáldsins eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Martin Hunger Friðriksson, Mari- anne Meystre og Jón S. Jóns- son. Flytjendur eru EKsabet Erlingsdóttir við undirleik Kristins Gestssonar, skólakór Kársness undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur og Sam- kór Kópavogs, sem Stefán Guömundsson stjórnar. Þorsteinn Valdimarsson var fæddur 31. október 1918 að Brunahvammi (Vopnafirði, en lést 7. ágúst 1977, 59 ára að aldri. Hann var guöfræð- ingur að mennt, en stundaði einnig tónlistarnám bæði hér heima og erlendis. Aðalstarf hans var lengst af kennsla við Menntaskólann I Reykja- vfk og Styrimannaskólann, en einnig fékkst hann mikið við þýðingar á söngtextum og óperum. Eftir hann liggja átta Ijóðabækur: Villta vor (1942), Hrafnamál (1952), Heimhvörf (1957), Heiðnuvötn (1975) og loks Smalavísur sem kom út ( október 1977, tveimur mánuð- um eftir andlát skáldsins. Þorsteinn Valdimarsson bjó I Kópavogi um tveggja áratuga skeið og setti svip sinn á menningarllf bæjarins. Hann hefði orðið sjötugur slðastliðið haust og I tilefni af þvl heldur Lista- og menn- ingarráö Kópavogs Þorsteins- vöku til að heiðra minningu hans. FRÉTTASKÝRING INGIBJORG ARNADOTTIR SKRIFAR Helmuth Schmidt 70 ára og Willy Brandt 75 ára STÓRAFMÆLI TVE6GJA FYRRVERANDI KANSLARA Willi Brandt og Helmut Schmidt, báðir fyrrverandi kanslarar í V-Þýskalandi, telj- ast óneitanlega til áhrifa- mestu stjórnmálamanna þar í landi undanfarna áratugi. Willi Brandt varð 75 ára þ. 18. desember sl. Hann var kanslari í V-Þýskalandi frá 1969-1974. Eftirmaður hans, Helmut Schmidt varð 70 ára þ. 23. desember. Hann var kanslari frá 1974-1982. Brandt og Schmidt eru báðir i fiokki þýskra jafnaðarmanna og voru við völd samanlagt i rúm 13 ár. Að mati fréttaskýrenda í Þýskalandi og öðrum ríkj- um, hafa þeir skapað sér sér- stakan sess, í tiltölulega ungri sögu Sambandslýö- veldisins. „OSTPOUTIK" Willy Brandt, var aðalborg- arstjóri í Berlín frá 1957 til ársins 1966. Hann var aðstoð- ar-kanslari I Bonn frá 1966- 1969. Sem fyrsti kanslari samsteypustjórnarinnar í Bonn, kom hann á ýmsum þjóðfélagsbreytingum til hins betra í heimalandi slnu. Hon- um þótti takast sérstaklega vel til, þegar honum tókst, þrátt fyrir töluverðan mótbyr, að koma á tiltölulega eðli- legu sambandi milli V-Þýska- lands annars vegar og Sovét- ríkjanna og annarra ríkja I Austur-Evrópu hins vegar, með því sem kallað var „Ost- politik". Eftirmanni Willy Brandt, Helmut Schmidt tókst, þrátt fyrir að aðstæður I V-Þýska- landi færu versnandi, frá ár- inu 1974, að stjórna landinu á farsæian hátt, gegnum afleið- Kjarvalsstaðir Sýning á teikningum Kristjáns Guðmundssonar Laugardaginn 28. janúar n.k. opnar að Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir Krist- ján Guðmundsson, sem ber yfirskriftina „Teikningar 1972- 1988". Kristján var á slnum tíma einn helsti fulltrúi SÚM-hóps- ins og einna fyrstur til að til- einka sér myndmál og að- ferðir konseptlistarinnar I byrjun 8. áratugarins. Kon- septlist Kristjáns hefur ávallt verið með einkar fræðilegu sniði og stuðst viö skýrar og afgerandi forsendur. Allt frá upphafi virðist list Kristjáns Guðmundssonar fjalla um lístina með stóru L-i, hvort sem það er með jákvæðum eða neikvæðum formerkjum. í fyrri verkum listamannsins miðast allt við að gera listina ekki list I hefðbundnum skilningi, heldur hefta hana og loka frá allri löngun, ímyndun og hillingum, sem annars gæfu henni vængi. Verkin voru lokuð utan um _ eigin kenningar og klifun. Á slðustu árum hefur Kristján hins vegar opnað fyrir þátt- töku áhorfandans I verkum slnum, líkt og fleiri konsept- listamenn áttunda áratugar- ins, og boðið honum að njóta fagurfræðilegra unaðsemda myndverksins. Merkingar- kjarnanum hefur verið sundr- að og I stað hans er komið, svo aö notuð séu orð lista- mannsins sjálfs, „buðrarafl hráefnisins — staðbundinn orka þess". Sýning Kristjáns að Kjar- valsstöðum er opin daglega frá kl. 11.00 til kl. 18.00 og stendur til 12. febrúar. Gömlu meistararnir í Listasafni íslands í Listasafni Islands standa nú yfir sýningar á islenskum verkum í eigu safnsins. í sal 1 eru kynnt verk Jó- hannesar Kjarvals, Jóns Stef- ánssonar og Gunnlaugs Schevings. Landslagsmálverk Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgrims Jónssonar eru sýnd i sal 2. Á efri hæð safnsins eru sýnd ný aðföng, málverk og skúlptúrar eftir Islenska lista- menn. Leiðsögn um sýningar í húsinu í fylgt sérfræðings fer fram á sunnudögum kl. 15 og eru auglýstar leiðsagnir ókeypis. Leiðsögnin „Mynd mánað- arins" fer fram á fimmtudög- um kl. 13.30. Mynd janúar- mánaðar er „Hjartað" eftir Jón Gunnar Árnason. Lista- safn íslands er opið alla daga, nema mánudaga kl. 11-17 og er aðgangur ókeypis. Veitingastofa hússins er opin á sama tlma. „STEINN 0G STÁL" Grímur M. Steindórsson heldur sýningu i Listastofu Bókasafns Kópavogs 20. jan.-28. feb. 1989. A sýning- unni eru 20 verk, sem unnin eru á síðustu 2 árum og hafa ekki áður komið fyrir almenn- ingssjónir. Þau eru úr stáli og steini, bæði vegg- og standmyndir. Grímur M. Steindórsson hefur fengist við myndlist frá unga aldri, sótt námskeið I Myndlistaskóla Reykjavlkur og meðal annars notið hand- leiðslu Ásmundar Sveinsson- ar, Kjartans Guðjónssonar og Þorvaldar Skúlasonar. Sum myndverk Halldórs Ásgeirs- sonar eru samsett úr ólikum efn- um og spanna bæði vegg og gólf. Halldór Ásgeirsson sýnir á Kjarvalsstöðum Halldór Ásgeirsson, mynd- listarmaður, opnar einkasýn- ingu í Austursal og á gangi Kjarvalsstaða á laugardag. Myndlist Halldórs byggist á sjónrænu hugarflæði sem hann skráir ósjálfrátt niður. Efniviðurinn er tekinn úr um- hverfi og llfsreynslu lista- mannsins hverju sinni og eru m.a. ferðalög ríkur þáttur í hinni sjónrænu upplifun hvort sem auga og penni ferðist um óbyggðir íslands eða sigli upp ána Nll. — Þeg- ar kemur að úrvinnslu hug- myndanna staldarar Halldór við, (grundar efni og form gaumgæfilega þar til teikn- ingarnar sem hann skeytir saman á óllkan hátt falla inn ( efnið. Verkin eru máluð á pappír eða léreft, skorin út eða höggvin I tré, þar finnast bein og sviöin hurð, svart flauel og brotin gler o.fl. Sum myndverkin eru samsett úr óllkum efnum og spanna bæði vegg og gólf. „Sögusmiöurinn" er mætt- ur I salinn þakinn myndum og frásögnum úr undirheim- um, þetta eru hugarbrot og örstutt Ijóð úr draumi og veruleika sem áhrofendum ber aö túlka að eigin vild. Halldór Ásgeirsson er fæddur 1956 og nam mynd- list við Parlsarháskóla nr. 8 á árunum 197730 og 198336. Þetta er 6. einkasýning Hall- dórs á íslandi en hann hefur sýnt og starfað að myndlist undanfarin ár bæði heima og erlendis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.