Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 1
MMMÍDIB Laugardagur 1. apríl 1989 Aðalstrœti 8: 48. tbl. 70. árg. Framkvæmdir hafnar á ný Framkvæmdir á vegum Byggðaverks í grunni Aðal- strætis 8 eru hafnar á ný eftir langar og strangar deilur. Framkvæmdirnar hófust í kjölfar þess að samkomulag tókst á milli Byggðaverks annars vegar og byggingafé- lags SH, SÍF og Trygginga- miðstöðvarinnar hins vegar í riftunarmáli verktakans. Upphaflega keypti Byggðaverk lóðina af bygg- ingafélagi stórfyrirtækjanna með samkomulagi um að fé- lagið fengi 2 hæðir í væntan- legu húsi. Eftir að fram- kvæmdir hófust gerðist það hins vegar að félagsmálaráð- herra ógilti byggingarleyfið þegar í ljós kom að ekki var farið eftir ákvæðum hvað varðar landnotkun og nýt- ingarhlutfall. Skipulag gerði ráð fyrir íbúðum á þessum stað en í teikningunum var Verslun og þjónusta Míkill samdráttur á ðllum sviðum Þjóðhagsstofnun hefur birt upplýsingar um veltu í verslun, þjónustu og iðnaði á síðasta ári, þar sem mikill samdráttur frá fyrra ári kem- ur skýrt í Ijós. Mesta sveiflan varð í sölu á bílum og bíla- vörum, þar sem veltan minnkaði um 1,6% milli ára, sem jafngildir 15-20% raun- lækkun á veltu. 1987 hafði hins vegar orðið 40% raun- aukning á veltu þannig að segja má að umfangið hafi farið í fyrra horf. Veltan í smásöluverslun jókst milli ára um 22% upp í 66 milljarða króna. En þar sem vísitala vöru og þjónustu hækkaði um 26% milli ára er um 3,5% veltuminnkun að ræða að raungildi. Veltan í heildverslun og ýmsum þjón- ustugreinum minnkaði einn- ig að raungildi, enn meira þó í vórugreinum iðnaðar. aðeins gert ráð fyrir einni húsvarðaríbúð. Drifið var í að fjölga íbúð- um upp í 9 í báðum húshlut- um byggingarinnar og það samþykkt í byggingarnefnd borgarinnar, en Byggðaverk taldi forsendur allar orðnar svo breyttar að möguleikinn á sölu á húseigninni eða hlut- um hennar væri brostinn. Því vildi verktakinn rifta samn- ingi sínum við byggingafélag stórfyrirtækjanna. Síðan hefur staðið í stappi, en grunnurinn staðið óhreyfð- ur öllum til ama. í honum hefur gætt flóðs og fjöru og hann í rauninni stórhættu- legur þótt sæmilega girtur sé. Nýlega náðist hins vegar samkomulag sem felur í sér að byggingarfélagið tekur á sig aukalega bílastæði og samkvæmt upplýsingum Birgis Ómars Haraldssonar hjá Sölumiðstöðinni jafn- gildir samkomulagið tæp- lega 10 milljón króna yfir- töku byggingafélagsins. Búfé á Reykjanesi: Landbúnaðarráðuneytið vill banna lausagöngu Starfshópur á vegum ráðuneytisins kynnir tillögur sínar sveitar- stjórnum eftir helgi, en bœndur við Vatnsleysustrónd eru óáncegðir. Sérstakur starfshópur á vegum landbúnaðarráðu- neytisins hefur unnið og tekið saman tillögur sem miða að því að lausaganga búfjár um Reykjanesskaga verði úr sögunni um næstu áramót. Tillögur þessar verða kynntar viðkomandi sveitarstjórnum á ináiiu- dag, en samkvæmt heim- ildmii Alþýðublaðsins eru bændur ekki ánægðir með afstöðu ráðuneytisins og þá einkum bændur á Vatnsleysuströnd. Starfshópur þessi er skipaður þeim Níelsi Árna Lund frá ráðuneytinu, Stefáni H. Sigfússyni frá Landgræðslunni, Olafi R. Dýrmundssyni landnýt- ingaráðunaut Búnaðarfé- lagsins„og Vali Þorvalds- syni frá Búnaðarsambandi Kjalarnesþings. Viðræður hafa staðið yfir um skeið um mál þessi en erfiðlega hefur gengið að ná endum saman. Níels Árni sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann liti svo á að með tillögunum hefði verið farið bil beggja hvað ólík sjónarmið varðar. „Með tillögunum er alls ekki gengið út frá því að sauðfjárrækt hverfi af Reykjanesskaga, þvert á móti. Það hefur vissulega verið rætt um að hugsan- lega komi til aðstoð ef ein- hverjir bændur vilja fækka hjá sér." í tillögnum felst að lögð verði girðing úr svokallaðri ofanbyggðagirðingu fyrir ofan Hafnarfjörð, niður að Kleifarvatni og þaðan niður í sjó á sunnan verð- um skaganum. Um leið yrði girt fjárhólf fyrir Hafnfirðinga neðst við Krísuvíkina hjá sjónum og einnig er rætt um sameigin- legt fjárhólf á innanverð- um skaganum við miðbik hans fyrir Voga og Grinda- vík. „Að þessu hefur verið unnið og leitast hefur verið við að ná samkomulagi sem allir geta unað við. Ég tel að með tillögum þessum vinnist einkum þrennt. í fyrsta lagi næst samkomu- lag um mikið landssvæði til friðunar, sem er við- kvæmasta svæði skagans, í öðru lagi er verið að gefa bændum kost á stórum beitarhólfum þar sem þeir geta verið í friði í framtíð- inni með sinn búskap og í þriðja lagi er verið að friða þjóðveginn, það er losa hann undan allri umferð búfjár." Gert er ráð fyrir því að kostnaðurinn við iagningu girðingarinnar skiptist á ráðuneytið, Landgræðsl- una, sveitarstjórnirnar og hugsanlega Vegagerð ríkis- ins, sem sér fram á að þurfa . hvort eð er að leggja annars út í lagningu girðingar úr Vogunum meðfram vegin- um að Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins eru sauð- fjárbændur misjafnlega hrifnir af hugmyndum þessum og mun nokkur óánægja ríkja meðal bænda á Vatnsleysuströnd, sem telja hugmyndir þessar ganga í berhögg við gild- andi samkomulag við ' .andgræðsluna og því sé :rið að brjóta fyrri loforð. Skoöanakannanir: Kratar samtímis í sókn og vðrnl Kátír UtanríkÍSrádherrar. Fundur norrænu utanríkisráðherranna var haldinn í Þórshöfn í Færeyjum í gær og fyrradag. Helstu mál fundarins voru málefni Mið-Austurlanda og þróunarhjálp sem Norðurlöndin veita. Danski utanríkisráðherrann, Uffe Elleman Jensen, bauð öllum utanríkisráðherrum á skak áður en fundur hófst á fimmtudag. Á blaðamanna- fundinum eftir ráðstefnuna kom fram að Jón Baldvin hefði látið sig vanta um borð og vildu hinir ráðherrarnir stríða honum eilítið á blaðamannafundinum og gáfu honum undirmáls- karfa á bakka. Svar Jóns Baldvins vakti hins vegar óskipta kátínu, þar sem hann sagði að veið- ar amatöra væru bannaðar við Islandsstrendur og hann hefði engan kvóta við Færeyjar. Frá vinstri: Stoltenberg, Noregi, Jón Baldvin, Islandi, Uffe Elleman Jensen, Danmörku, sem jafn- framt var gestgjafi, Holkeri, Finnlandi og Andersen frá Svíþjóð. A-mynd/G.T.K. DV birti í gær niðurstöður skoðanakönnunar sinnar á fylgi flokka og ríkisstjórnar- iimar. Þessi skoðanakönnun ásaml könnun Skáís fyrir hálfum mánuði virðast stað- festa saman þverrandi fylgi rikisstjörnarinnar, sókn Sjálfstæðisflokksins og dvínandi gengi Kvennalist- ans. Skoðanakönnunum DV og Skáís ber að mörgu leyti saman að fylgi Alþýðu- flokksins undanskyldu. DV mælir að heldur betur hafi Formannafundur BSRB Krónutöluhækkun, lágmarkslaun, skammtímasamningur Formannafundur BSRB var haldinn í Rúgbrauðs- gerðinni. Þar fóru menn yfir stöðu samninga- mála og mótuðu stefnuna fyrir komandi viðræður. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, er Ijóst að þær hugmyndir sem launa- menn innan samtakanna hafa sett fram, um flata krónutöluhækkun, lág- markslaun og skammtíma- samning, eiga miklu fylgi að fagna innan samtakanna. „Hinsvegar er sýnt að yfir- lýsingar fjármálaráðherra og aðgerðir ríkisvaldsins að undanförnu hafa hleypt illu blóði í fólk", sagði Ögmund- ur ennfremur. Ögmundur hefur áður lýst því yfir að tilboð fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkisins, um krónutöluhækkun upp á 1- 2.000 krónur, lýsi botn- lausu óraunsæi og skilnings- leysi á stöðu heimilanna í landinu. „Þessi tilboð á af- skaplega lágum nótum hafa slegið fólk illa", sagði hann í gær við Alþýðublaðið. Á formannafundinum kom fram að fólki fannst ekki koma til greina að ganga að þeim tilboðum sem ríkið hefur sett fram og einnig kom fram megn óánægja með þá ákvörðun fjármála- ráðherra að greiða ekki laun til opinberra starfsmanna sem ætla i verkfall. „Þetta vekur upp óþægilegar minn- ingar frá 1984", sagði Ög- mundur. Hin einstöku félög innan BSRB munu halda áfram að ganga að samningaborðinu í framhaldi formannafundar- ins með þá stefnu sem áður hefur verið lýst en formanna- fundur hefur verið ákveðinn fljótlega aftur. sígið á ógæfuhliðina hjá krötum, fylgið farið úr 15,5% í nóvember, í 10,8% í janúar og í 8% nú í mars. Skáís mælir hins vegar síg- andi lukku upp á við, úr 10,6% í nóvember, í 11,3% í janúar og í 12,8% nú i mars. Sem sjá má stangast þessar niðurstöður verulega á. Sjálfstæðisflokkurinn fær 46% fylgi hjá DV en fékk 41,5% hjá Skáís. í báðum könnunum mælist flokkur- inn í verulegri sókn, en öllu meira fylgi mælist hjá DV. Framsóknarflokkurinn virð- ist samkvæmt báðum könn- unum hafa sigið úr um 20% í janúar niður í 17-18% í mars. Alþýðubandalagið virðist um leið hafa sigið úr 12-13% í rúm 10%. Hjá DV fær Kvennalistinn að þessu sinni 14,2% en fékk 13,8% hjá Skáis og má fylgishrun listans heita staðfest. Hann mældist með um 30% fylgi í mörgum könnunum um vor- ið og sumarið í fyrra, en nú virðist helmingur þess fylgis hafa leitað annað. Borgara- flokkurinn er sem fyrr enn með lítið fylgi, 2,4% hjá DV en 3,3% hjá Skáís.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.