Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 5
Mióvikudagur 5. april 1989 5 SJAVARSIÐAN Öryggismál sjómanna Notkun gúmmibjörgunarbáta Nú siðustu vikurnar hafa ör- yggismál sjómanna verið mikið í brennidepli eftir þau sjóslys sem orðið hafa. Uppi hafa verið raddir um að kennsla í notkun björgun- arbáta hafi verið af skornum skammti. Sitt sýnist hverjum í þeim efnum, en staðreyndin er sú að góð vísa verður aldrei of oft kveðin og því ætlum við okkur í dag að fjalla um gúmmíbjörgun- arbáta og notkun þeirra hér á Sjávarsíðunni. Merking gúmmíbáta og umgengni um þá_______________ Fyrst skulum við huga að hylk- inu sem björgunarbáturinn er pakkaður inn í. Þegar hylki með björgunarbát er komið fyrir í sæti sínu hvort sem um er að ræða sjálfsleppibúnað eða annað þar til gert sæti þá er mjög áríðandi að hafa nokkur atriði í huga. 1. Áríðandi er að báturinn snúi rétt í sætinu. Undir flestum hylkj- um þeirra björgunarbáta sem í notkun eru á Islandi eru göt til þess að varna því að vatn eða sjór sitji í þeim. Því er mjög áríðandi að hylkin snúi rétt í stólnum svo möguleeur raki geti runnið óhindrað út úr þeim. 2. Hylkið skal snúa þannig að fangalínan snúi að skipinu. Ef hún gerir það ekki og bátnum er skotið frá skipinu með sjálf- sleppibúnaði þá getur hylkið snú- ist við í ioftinu og getur það valdið óþægindum og einnig er sá mögu- leiki til staðar að fangalínan flæk- ist í. 3. Fangalínan skal strax fest tryggilega. Varast skal að draga hana út úr hylkinu að nauðsynja- lausu. Festa skal fangalínuna eins nálægt björgunarbátnum og nokkur kostur er. Á öllum sjálf- sleppibúnaði og einnig á þeim sætum sem framleidd eru fyrir björgunarbáta er lykkja eða krók- ur fyrir fangalínuna. AÐVÖRUN DRAGIÐ EKKI ÚT LÍNUNA Gamli aðvörunarmiðinn um gálgatengingu. Nýr gulur aðvörunarmiði sem tekinn var i notkun tyrir hálfum mánuði síðan. Tvö atriði eru röng við staðsetningu þessa báts. 1. Hann hallar þannig að götin á botni hylkisins snúa ekki beint niður. 2. Fangalína bátsins snýr frá skipinu en skal snúa að því. 4. Athuga skal vandlega hvort viðkomandi bátur er með svokall- aðri gálgatengingu. Gálgatenging er það nefnt þegar tenging fanga- línunnar er þannig að ef 1.5 metr- ar af henni eru dregnir út úr hylkinu þá opnast fyrir þrýsti- flöskuna í bátnum og hann fer að blásast upp. Er þessi tenging til þess gerð að stytta þann tíma sem líður frá því að bátnum er skotið frá skipi og þar til að hann er not- hæfur í sjónum. En nú kunna einhverjir að spyrja. Hvernig veit maður um hvort gálgatenging er til staðar í björgunarbátnum? Því er fljót svarað. Hér á síðunni eru rnyndir af tveimur aðvörunarmiðum. Sá efri hefur verið notaður síðastlið- in ár og nterkir gálgatenging þó það komi ekki fram á honum. Fyrir hálfum mánuði síðan voru nýir miðar teknir í notkun og líta þeir út eins og neðri myndin sýnir. Á honum stendur allt sem menn þurfa að vita um gálgatengingu. 5. Mjög áríðandi er að menn séu meðvitaðir um það ef gálga- tenging er til staðar i björgunar- bát í skipi þeirra. Ef sjósetja þarf björgunarbát frá skipi á öðrunt stað en hann er staðsettur er það lífs hættulegt að taka bátinn úr sæti sínu án þess aö losa fyrst fangalínuna. Ef hún er ekki losuð áður en báturinn er fluttur þá blæs báturinn sig upp þegar 1.5 metrar af fangalínunni eru kontn- ir út og getur það haft skelfilegar afleiðingar í för með sér. 6. Bátaólin sem heldur bátnum föstum skal vera tryggilega fest og ættu menn að kanna hana reglu- lega því hún getur slaknað og er þá hætta á því að báturinn falli út- bvrðis. Ekki ætti að stilla ólina upp í miklu frosti því það strekk ist á ólinni í frosti og slaknar á henni í hita. 7. Gúmmíbátar eru skoðunar- skyldir einu sinni á ári. Áhafnir skipa ættu að ganga úr skugga um AFLAKONGUR VIKUNNAR Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þorunni Sveinsdóttur VE-401 Kóral og karfablandaður afli Aflakongur vikunnar yfir land- ið vikuna 26. mars til 1. apríl 1989 var Sigurjón Óskarsson skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE-401 sem gerð er út frá Vestmannaeyj- um. Úr Þórunni var landað eftir þrjá róðra i vikunni 150 tonnum sem fengust í net út af Vík í Mýrdal. Tiu netatrossur samtals 160 net____________________ Við tókum Sigurjón tali og spurðum hann fyrst hvenær hann hefði lagt netin eftir páska. Sagð- ist Sigurjón hafa lagt þriðjudag- inn 28 mars, strax og það var leyfilegt eftir páskastoppið. Sagð- ist Sigurjón vera með í sjó 10 net- atrossur og væru 16 net i hvcrri trossu. Veiðisvæðið er út af Vík í Mýrdal á 100 til 260 faðma dýpi. Mikill sjávarstraumur_____ veldur vandræðum Að sögn Sigurjóns þá er nú stækkandi straumur sem nær há- marki 8. apríl og veldur þessi straumur miklum vandræðum. Allir útendar voru á kafi þegar við spjölluðum við Sigurjón og sagð- ist hann eiga 10 net niður slitin sent hann yrði að slæða upp ef Sigurjón Óskarsson afiakóngur á Þórunni Sveinsdóttur VE-401. baujurnar ekki kæmu upp á falla- skiptunum. Hver hefur sitt pláss Sigurjón sagði að hver bátur hefði sitt pláss á veiðisvæðinu. Netin eru lögð eftir lóran og sagði Sigurjón að þetta veiðisvæði væri fullt og á það kæmust alls ekki fleiri bátar. Bátarnir sem fiska á þessu svæði eru frá Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. Að sögn aflakóngsins þá byrjuðu Horna- fjarðarbátar í Meðallandsbugt- inni eftir páskastoppið en þar sem afli var mjög tregur þar þá fluttu þeir sig austur á bóginn og hefði afli hjá þeim þar verið góður. Aflinn smaerri en vant er Aflasamsetninguna sagði Sig- urjón hafa breyst frá áramótum. í janúar var það aðallega þorskur sem hann veiddi, í febrúar og þar til seinni partinn í mars var það nær eingöngu ufsi, en nú væri afl- inn þorskur og væri hann smærri en þessi hefðbundni vertíðarfisk- ur. Aðspurður sagði Sigurjón að þessi aula þorskur sæist varla á þessu svæði. Þorskvertið i Englandi ekkert sérstakt Þeir á Þórunni Sveinsdóttur landa daglega í Vestmannaeyjum og er landstímið 6 klukkustundir þar sem lengst er í netin. Aflinn í byrjun vertíðar var seldur til Dan- merkur á föstu verði, síðan var einnig seldur hluti af aflanum i Englandi en þó í litlu magni þar sem þorskverðið þar hefur ekki verið ncitt til að htópa húrra fyrir. í gær var seldur fiskur úr Þórunni Sveinsdóttur i Englandi en verðið lá ekki fyrir þegar þetta er ritað. Framhaldið spurning um kvóta________________________ Sigurjón kvaðst ekki vera neitt allt of bjartsýnn á framhaldið. Þessi bullandi straumur gerði menn svartsýna. Hann sagði að það væri einungis spurning um kvóta hvernig framhaldið yrði. Sagðist Sigurjón eiga eftir um 400 tonn af ufsakvótanum og 200 tonn af ýsukvótanum. Á vetrar- vertíðinni í fyrra fengu þeir á Þór- unni Sveinsdóttur einungis 800 tonn en það er ekki alveg að marka það því þeir hófu ekki veiðar fyrr en 20. febrúar. Frá ára- mótum hafa þeir fengið um 900 tonn og eru þeir í einu af topp sæt- unum yfir landið nteð þann afla. Kórall og karfi i bland______ Að lokum sagði Sigurjón að nokkuð væri í netunum af karfa og þá sérstaklega i útendunum. Einnig sagði hann að mikill kórall kæmi upp með netunum og væri það hinn mesti fjandi. Kórallinn rífur netin og skemmir, erfitt er að greiða hann úr netununt og er hann til hins mesta ama. 'hvenær síðasta skoðun fór fram á viðkomandi bát, en það er skráð á hann á þar til gerðum miða. Ekki ætti að bíða með til síðasta dags að láta fara frarn skoðun á björg- unarbátum því það getur valdið þó nokkrum vandræðum og jafn- vel aflatapi ef beðið er fram á síð- asta dag með skoðun. Framhald á umfjöllun um gúmmíbjörgunarbáta Hér á Sjávarsíðunni næstkom- andi miðvikudag verður haldið áfrant að fjalla um björgunarbáta og búnað þeirra. Ætlum við að fara í gegn um þau atriði sent helst þarf að hafa í huga ef nota þarf þessi ómissandi tæki. Staðreynd er að notkun björgunarbáta er nauðsynleg á meðan siglt er. AFLAKÓNGAR FJÓRÐUNGANNA Siðastliöin vika var i styttra lagi þar sem allir bátar tóku upp net sin fyrir páskana og lögöu ekki aftur fyrr en þriöjudaginneftir páskaog var þvi fyrsia vitjun á miðvikudegi. Ef á helidina er litiö þá var afli góóur. Þaö var helst fyrir Norðurlandi sem afli var tregur. Nokkuö hefur veriö um að bátar fráNoröurlandi hafi sótt suö- austur fyrir land og hefur afli þeirra veriö góöur eins og annarra báta sem róiö hafa á þvi svæöi. Aflakóngar i einstökum landshlutum vikuna 26.mars til 1. apríl voru: Suðvesturland Jóhann Gíslason ÁR-42 Útgeröarstaður: Þorlákshöfn Afli: 71.782 kg Veiöarfæri: Net Skipstjóri: Sveinn Jónsson Vesturland Rifsnes SH-44 Útgerðarstaóur: Rif Afli: 75.400 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Baldur Kristinsson Vestfirðir Vestri BA-63 Útgeröarstaöur: Patreksfjörður Afti: 60.800 kg Veiðarfæri: Lina . Skipstjóri: Kristinn Guðjónsson Norðurland Sæþór EA-101 Útgeröarstaður: Árskógssandur Afli: 75.000 kg Veiöarfæri: Net Skips'jóri: Hermann Guömundsson Austfirðir Hvanney SF-51 Útgeröarstaóur: Hornafjörður Afli: 109.541 kg Veióarfæri: Net Skipstjóri: Einar Bj. Einarsson Vestmannaeyjar Þórunn Sveinsdóttir VE-401 Útgeróarstaður: Vestmannaeyjar Afli: 150.000 kg Veiðarfæri: Net Skipstjóri: Sigurjón Óskarsson Alþýöublaðiö er i sambandi við 50 aðila út um land sem gefa upp afla- tölur á hverjum stað einu sinni i viku. Þetta eru viktarmenn, fiskverkendur og einstaklingar vitt og breitt um landið. Út frá þessum upplýsingum eru aflakóngar fjórðunganna fundnir og einnig aflakóngar vikunnar. Án aöstoöar þessa fólks væri utnefning aflakónga vikunnar ekki möguleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.