Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 5. apríl 1989 Verðbráfasjóðunum gert að kaupa spariskírteini Breytt bindiskylda og lausafjárhlutfall B yggingasjóðirn ir 632 MILUONIR í VANSKILUM Félagsmálaráðherra seg- ir að um áramótin síðustu liafi ógreidd, gjaldfallin árgjöld til byggingasjóð- anna (afborganir, vextir og verðbætur) numið samtals um 465 milljónum króna og ógreiddir dráttarvextir um 167 milljónum króna eða samtals 632 milljónir. Þar af voru 532 milljónir í vanskilum hjá Byggingar- sjóði ríkisins (BR) en um 100 hjá Byggingasjóði verkamanna (BV). Á árinu 1987 var 71 íbúð innleyst á nauðungarupp- boðum til BR og 109 íbúðir á árinu 1988. Verkamanna- bústaðir sem fara á nauð- ungaruppboð eru innleyst- ir beint af viðkomandi stjórnum verkamannabú- staða. Samkvæmt upplýs- ingum frá Húsnæðisstofn- un má ætla að samtals hafi verið innleystar á þennan hátt um 50-70 íbúðir í verkamannabústöðum ár- in 1987 og 1988. Heildarútlán Húsnæðis- stofnunar ríkisins voru 7.727 milljónir króna á síð- asta ári eða rúmlega 7,7 milljarðar. Þar af voru 5.858 milljónir vegna BR og 1.869 milljónir vegna BV. Samkvæmt uppfærðum efnahagsreikningi um síð- ustu áramót námu úti- standandi Ián þessara sjóða í heild um 487 millj- ónum króna, þar af voru um 381 milljónir vegna BR. Þessar upplýsingar koma fram í svari Jóhönnu Sig- urðardóttur við fyrirspurn Hreggviðs Jónssonar um þessa sjóði. Frumvarp til laga Stjórnarskrá undir þjóðaratkvæði Eftir útgáfu reglugerðar sem gefin hefur verið út á grundvelli breyttra laga um Seðlabanka íslands verður bindiskylda innlánsstofan- ana, scm verið hefur 12% af innlánum, 11% af innlendu ráðstöfunarfé þeirra. Þannig færast m.a. bankabréf, veð- deildarbréf og nettótekjur inn í þann grundvöll, sem bindingin er reiknuð af. Stækkun grundvallarins, sem er mismunandi eftir stofnunum, verður gerð í áföngum, þannig að þær inn- lánsstofnanir sem gefið hafa mikið út af bankabréfum eða starfrækja veðdeildir fá lengstan aðlögunartiina að nýju reglunum. Lausafjárhlutfall hefur verið 10% frá því um síðustu áramót. Verður það nú 9%, eins og var fyrir áramótin, auk þess sem reglurnar breyt- ast í sama horf og þá var. þótt hlutfallið lækki fela breytingarnar í sér meira að- hald að innlánsstofnunum en verið hefur um skeið, þar eð gengisbundið fé telst nú aðeins með lausu fé að því marki, sem heildareignir, bundnar gengi erlendra gjaldmiðla, eru umfram Neytendasam tökin Vísa gagnrýni til föðurhúsa Ncytcndasamtökin vísa al- gerlega á bug þeiiri ásökun að ekki hafi verið rétt staðið að gerlakönnun samtakanna á kjötfarsi og nautahakki sem framkvæmd var nýlega. I könnunni kom fram að ástandið á kjötfarsi var víða slæmt þar sem kannað var, sumsstaðar alsendis ómögu- legt. Neytendasamtökin benda á að í öllum tilvikum hafi verið staðið að sýnatöku á eðlilegan hátt og í samræmi við fyrirmæli frá Hollustu- vernd ríkisins. heildarskuldir bundnar gengi. í frétt í Alþýðublaðinu á dögunum var sagt frá því að þessi breyting komi mjs- jafnlega niður á bönkunum og verði m.a. íþyngjandi fyrir Útvegsbankann. í tengslum við breytingar lausafjárreglna eru gerðar lítils háttar breytingar á regl- um um gjaldeyrisjöfnuð, en samkvæmt þeim ber innláns- stofnunum að halda gengis- bundnum eignum sínum og skuldum í jafnvægi, þannig að gengisáhætta sé sem minnst. Reglur um spariskírteina- kaup verðbréfasjóða eru slík- ar, að sjóðunum ber að kaupa skírteini fyrir sem svarar a.m.k. 20% af aukn- ingu ráðstöfunarfjár uns spariskírteinaeign þeirra hef- ur náð 11% af stöðutölu ráð- stöfunarfjár, eins og það er orðað í tilkynningu frá Seðlabanka. Áð mati for- svarsmanna verðbréfasjóða þýðir þessi breyting í raun skattlagningu á smærri sparifjáreigendur sem ávaxta fé sitt hjá sjóðunum. Auöur Eiríksdóttir, úr Samtökum um jafnrétti og félagshyggju vill að breyting- ar á stjórnarskránni verði hægt að leggja fyrir Alþingi. Verði slíkar breytingar sam- þykktar í báðum deildum þingsins skal leggja málið í dóm almennings sem greiðir um það atkvæði í síðasta lagi samhliða fyrstu alþingis- kosningum sem á eftir koma. í greinargerð með frum- varpinu er m.a. vísað til seinagangs við breytingar á stjórnarskránni en allt frá 1944 hefur það verið eindreg- inn vilji Alþingis að hún verði endurskoðuð en lítið miðað. Við þessa breytingu myndu sjálfkrafa falla niður þau ákvæði að samþykki tveggja þinga með kosning- um á milli þurfi til að ná fram breytingum á stjórnar- skránni. Ekki verður lengur nauðsynlegt að rjúfa Alþingi strax að lokinni fyrri sam- þykkt á stjórnarskrárbreyt- Norðurlöndin hafa ákveð- ið að verja 3 milljónum danskra króna, eða 21,7 ingu. Að mati flutningsmanns er þetta afar mikilsvert því endurgerð flestra þátta stjórnarskrár- innar liggur þegar fyrir. Um leið verður auðveldara að ná fram breytingum. Sömuleið- is leggur flutningsmaður áherslu á þjóðaratkvæða- greiðslu og að breytingar hljóti samþykki meiri hluta kosningabærra manna og verði þar með „þjóðarlög" í þeim skilningi að þjóðin sjálf hefur staðfest þau. Slík at- kvæðagreiðsla tengir enn- fremur þjóðina við mikilvægustu lögin segir að lokum í greinargerð Auðar með frumvarpinu. milljónum íslenskra króna, til rannsókna á samspili fiskistofna. Sjávarútvegsráð- herrar Norðurlanda sem halda fund í Reykjavík i dag ætla m.a. að ræða hvort rannsóknir á selum geti fallið undir það verkefni. Við- skiptaþvinganir gegn út- flutningsfyrirtækjum er mál sem kemur einnig til umræðu á fundinum. Aðalefni fundar ráðherr- anna er að staðfesta norræna samstarfsáætlun um sjávar- útvegsmál, sem rædd var á þingi Norðurlandaráðs fyrir rúmum mánuði síðan. Á fundinum ætla ráðherrarnir ennfremur að ræða samnor- rænar rannsóknir á selum og öðrum sjávarspendýrum, viðskiptaþvinganirnar, mengun hafsins og samstarf um markaðsátak sjávaraf- urða úr Norður Atlantshaf- Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda Ræða um seli og viðskiptaþvinganir ínu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.