Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 3
’ Lá'ugardagur' 8. apríl 1989 3 FRÉTTASKÝRING BSRB og ríkið Samdist Samningar tókust með BSRB og ríkinu í gær- nótt. Trygging BSRB fyrir því að samningurinn haldi er viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um verð- lagsaðhald. Samningurinn er ekki umfram for- sendur fjárlaga og endurskoðaða þjóðhagsspá að mati fjármálaráðuneytisins. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON eftir næturfund Fyrsta undirskrift nýrra manna Þegar samningafundi lauk í gærmorgun kom Ól- afur Ragnar Grímsson í hús, i aðalstöðvum BSRB við Grettisgötu, tók samn- ingsdrögin með sér og fór aftur á ríkisstjórnarfund. Þar var samningurinn end- anlega samþykktur af hálfu ríkisvaldsins. Ólafur kom síðan aftur í hús BSRB á tólfta tímanum og eftir nokkra stund settust formaður BSRB, Ög- mundur Jónasson, og Ól- afur Ragnar niður ásamt samninganefndum BSRB og samninganefnd ríkisins og undirrituðu samning- inn. Þar með höfðu þeir báðir undirritað sína fyrstu samninga, Ögmundur sem verkalýðsforingi og Ólafur sem fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra skrifaði að auki undir þrjár yfirlýs- ingar fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Viljayfírlýsingar rikisstjórnarinnar í fyrsta lagi um félags- og velferðarmál þar sem ríkisstjórnin lýsir sig reiðu- búna til að taka upp við- ræður við BSRB um leiðir til að bæta lífskjör al- mennings og styrkja vel- ferðarkerfið. Aðilar skulu vinna sameiginlega að stefnumótun, vinnu skal verða lokið fyrir 20. októ- ber og þau atriði sem heyra undir löggjafarvaldið legg- ur ríkisstjórnin fyrir Al- þingi í byrjun þings að hausti. í öðru lagi yfirlýs- ingu um verðlagsmál þar sem segir að ríkisstjórnin og BSRB séu sammála um að sporna eins og frekast er unnt við verðhækkunum á samningstímanum. Verð- stöðvun verður sett á opin- bera þjónustu, niður- greiðslur á landbúnaðaraf- urðir auknar, auk þess sem haft verður strangt eftirlit með fyrirtækjum sem ráða verðmyndun á markaði í skjóli einokunar. A tveggja mánaða fresti verður farið yfir þróunina í verðlags- málum og rætt um aðgerð- ir sem stuðla að því að grundvöllur kjarasamn- inga haldist. í þriðja lagi yfirlýsing ríkisstjórnarinn- ar um að 15 milljónum króna verði varið til skóg- ræktar og landgræðslu og atvinnumöguleikar ungs fólks í sumar þar með auknir. Samningurinn Innihaldi samningsins má skipta í fjóra hluta: 1) Beinar kauphækkanir: Laun hækka þrisvar á samningstímabilinu, fyrst um 2.000 kr. 1. apríl, aftur um 1.500 kr. 1. september og um 1.000 kr. frá 1. nóv- ember. 2) Orlofsuppbót: 1. júní fær hver starfsmaður greidda sérstaka orlofs- uppbót að upphæð 6.500 kr. er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega fyrir hluta úr starfi. 3) Launaflokkatilfærslur: í stað þess að reikna starfs- aldurshækkanir sam- kvæmt almennri venju er nú miðað við lífaldur. Þannig reiknast launaþrep samkvæmt Iífaldri, 1. þrep er við 16 ára aldur, 2. þrep við 17 ára aldur og svo áfram. 8. þrep verður við 36 ára aldur. Til þess að menn fái þessar þrepa- hækkanir þurfa þeir að vera í ákveðnum launa- flokkum innan BSRB, þeim lægstu, og kemur þetta því einkum láglauna- fólki til góða. 4) Desemberuppbót: Starfsmaður í fullu starfi skal fá greidda persónu- uppbót 1. desember ár hvert skv. ákveðnum launaflokki. í reynd er þarna um að ræða hækkun á desemberuppbót úr 18.000 í 21.000 krónur. Þeir sem stunda hlutastörf fá greitt til samræmis við starfshlutfall/starfstíma. Áhrif samningsins miðað við forsendur fjárlaga Fjármálaráðuneytið hefur reiknað út áhrif kjarasamningsins á nokkr- ar helstu hagstærðir, mið- að við forsendur fjárlaga og endurskoðaða fjárhags- áætlun. Samkvæmt út- reikningum fjármálaráðu- neytisins er launahækkun dagvinnulauna á samn- ingstímanum 7%, en á ár- inu 1989 öllu samsvarar hún 8,3%. Báðar þessar tölur eru 0,9% umfram það sem áætlað var á fjár- lögum. í kjölfar samnings- ins reiknast fjármálaráðu- neytinu til að hækkun heildarlauna í landinu að meðaltali frá ’88—9 verði 1%, hækkun á framfærslu- vístitölu og kaupmáttur dagvinnulauna haldist óbreytt lrá því sem miðað var við i endurskoðaðri þjóðhagsáætlun fyrir árið í ár. Ögmundur Jónasson talar yfir félagsmönnum sinum, skömmu áður en samningar voru undirrifaðir. Ræða Ögmundar fékk góðar undirtektir. Greinilegt að þar er á ferðinni sterkur foringi í launþegahreyfingunni A-mynd/E.OI. ASI eltir BSRB en BHMR fer eigin leiðir Eftir að samningar BSRB og ríkisins eru i höfn vakna ýmsar spurningar. í fyrsta lagi hvaða áhrif þeir samningar hafa á ýmsar hag- stærðir í þjóðfélaginu, í öðru lagi hvernig aðrar samingaviðræður munu litast af þeim samningi sem nú er undirskrifaður. Með öðrum orðum: Hvaða áhrif hefur BSRB-samningurinn á samn- inga ASÍ og VSi annarsvegar, BHMR og ríkisins hinsvegar? EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BHMR veldur rikinu vandræðum Síðla fimmtudagskvölds hélt samninganefnd BHMR á fund ríkisins. Á þeim fundi var ekki búist við að mikið gerðist, þar sem ljóst var að rikið var ekki tilbúið að fallast á neitt af því sem BHMR vildi ná fram. Deiluaðilar höfðu gert ítrekaðar til- raunir til að ná samningi áður en verkfallið skall á, en það gekk ekki. Ríkið kom þá fram með um- ræðugrundvöll, sem BHMR leit á sent ágætan til síns brúks en skoðaði hann aldrei sem neinskon- ar tilboð sem til stæði að játa eða neita. Páll Hall- dórsson, formaður BHMR, sagði við Alþýðu- blaðið á fimmtudaginn, að BSRB-samningarnir myndu ekki vera fordæmi fyrir BHMR, félagið væri með sjálfstæða kröfugerð og ætlaði sér að semja sig niður á lausn. Ekki bara að skrifa undir samninga sem aðrir gerðu. BHMR engu nær_______ samkomulagi? BHMR kom öllum á óvart þegar félagið lagði frarn nýtt samningstilboð á fundinum á fimmtudags- kvöldið. Reyndar heldur félagið fast við meginkröfu sína um markaðslaun. Hinsvegar var þarna kom- in ný útfærsla á samningi sem átti að gilda til þriggja ára. Semsagt alveg nýtt hljóð í strokkinn í þessari samningalotu. Þó verður þess að geta að BHMR hef- ur aldrei verið ginnkeypt fyrir skammtímasamningi, skammtímasamningsins vegna. Hafa forráðantenn félagsins marglýst því yfir að samningstíminn eigi að vera niðurstaða þess árangurs sem næst og að átök um kaup og kjör séu til Iítils út af samningi sem aðeins gildi í stuttan tíma. Lagt var til að samið yrði frá 1. janúar þessa árs til 31. desember 1991. í hug- myndinni var gert ráð fyrir rauðum strikum á þriggja mánaða fresti með endur- skoðunar- og uppsagnar- fresti. Endurskoðun á náms- og starfsmatskerfi, lágmarkslaun félaga innan BHMR verði hækkuð verulega, prófaldurskerfi verði endurbætt, endur- menntunarkerfi aukið og bætt, auk nokkurra atriða sem BHMR telur ekki samningsatriði og má þar nefna ýmis reglugerðar- ákvæði, lifeyrissjóðsmál, fullan samnings- og verk- fallsrétt. Ríkið tók hugmyndirnar með sér af fundinum með BHMR og vildi skoða nán- ar. Það má hinsvegar vera ljóst að rikið getur ekki gengið að þessu með nokkrum hætti. Vill ekki gera það. BSRB-leiðin er hugleikin ríkisstjórninni og beint og óbeint er verið að knýja BHMR til að fara hana: Ólafur Ragnar Grimsson, fjárntálaráð- herra: „Það liggur í hlutar- ins eðli að við munum í þeim samningum sem við gerum taka mið af þeim samningi sem þegar hefur verið gerður. Því var lýst yfir að okkar hálfu að við vildum fylgja launastefnu sem eykur launajöfnuð. Það var aldrei til í dæminu að þeir sem hefðu hærri launin fengju meira.“ ASÍ frumkvæðis- og forystulaus samtök Hjá ASÍ og VSÍ standa málin þannig að ekkert verður fundað yfir helgina, eftir því sem Alþýðublaðið kemst næst. ÁSÍ-menn liafa lýst því yfir að þeir vilji jafnmikið og BSRB. VSÍ hefur hingað til þver- neitað öllu og í samtali við Alþýðublaðið á fimmtu- daginn sagði Þórarinn V. Þórarinsson að slikar hækkanir gengju ekki. Fyrirtækin væru að berjast við að halda lífi, gætu ekki hækkað laun. ASÍ er frumkvæðislaust og íörystulaust í þessari samningalotu. Guðmund- ur J. Guðmundsson og fé- lagar áttu ákveðið frumkvæði á tímabili, þeg- ar þeir settu fram hug- myndina um 40 daga samkomulagið. VSÍ hafn- aði þeirri leið strax. Þar með var ASÍ dæmt til að bíða eftir BSRB. Og enn er ekki séð að það skili ASÍ neinu að bíða eftir BSRB, þvi VSÍ er þvert um geð það samkomulag sem BSRB hefur gert. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði við Alþýðublaðið á fimmtudaginn að hann s:æi ekki hvernig VSÍ gæti neitað sömu hækkunum til ASÍ og BSRB fékk. Víst er hinsvegar að þessi vissa forseta ASÍ dugar skammt. Ögmundur og Páll sterkir______________ Á meðan ASÍ er forystu- og frumkvæðislaust verður ekki sagt hið sama um samtök Iaunamanna í op- inberri þjónustu. Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB, hefur komið mjög sterkur út úr þessum samningum. Hann lýsti því yfir þegar hann kom til BSRB að hann ætl- aði sér ekki að drottna og deila, heldur væri hann grasrótarmaður. Þetta telja menn sannað, eftir að Einar Ólafsson, forntaður Starfsmannafélags ríkis- stofnana, lagði fram fyrstu tillöguna um krónutölu- hækkun fyrir páska. Til- laga sent kom skriðunni af stað. Ögmundur hlustaði á grasrótina og út úr því kom samningur sem hann sagði sjálfur að væri réttur samningur á réttum tíma. Páll Halldórsson, formað- ur BHMR, þykir söntuleið- is hafa sannað sig mjög vel í þessari baráttu. Heimildir Alþýðublaðsins innan stjórnkerfisins segja að ríkið hafi í raun vanmetið styrk Páls Halldórssonar og þann breiða stuðning sem hann hefur hjá félög- um sínum. Eftir því sem heimiidir Alþýðublaðsins herma ætlaði ríkið sér að persónugera tregðu BHMR i Páli Halldórs- syni, en fataðist heldur þar. Þetta vanmat kann að reynast ríkinu dýrt. Óvissa. með framhaidið Fjármálaráðuneytið hefur gefið út sitt mat á því hvað samningur BSRB þýðir fyrir ýmsar stærðir í hagkerfinu. Ljóst er að fjármálaráðherrann er ánægður með samninginn. Hinsvegar er margt óljóst. VSÍ vill gengisfellingu fyrir sjávarútveginn, en BSRB telur sig hafa tryggingu fyr- ir því að gengið verði ekki fellt. Fjármálaráðherra tók skýrt frant í samtali við Al- þýðublaðið í gær að það þýddi ekki fyrir atvinnu- rekendur að hlaupa i fang ríkisins til að fá það til að baktryggja samninga. Þór- arinn V. hefur sagt við AI- þýðublaðið að VSÍ vildi ræða skattalækkanir til fyrirtækja. Gengið getur hinsvegar haft úrslitaáhrif á hvort samningar halda, ekki síður en verðlagsað- hald. í gær, skömmu eftir undirskrift samnings BSRB og ríkisins, hækkaði bensínið t.d. Að vísu minna en farið var frant á. Og menn velta fyrir sér hvað gerist í haust þegar samn- ingistímabilinu lýkur: Verður þá sprenging og hækkanir rjúka upp úr öllu valdi? Hinu má svo ekki gleyma að haldi verðlags- eftirlitið vel, þá hefur BSRB fært öllum launa- mönnum umtalsverða kjarabót. Mat á samningnum sjálfum er hinsvegar erfitt, rnenn sem Alþýðublaðið hafði samband við voru á báðum áttum, sumir telja að samningurinn skili ekki einu sinni kaupmætti síð- asta árs, hvað þá að hann vinni upp þá kjararýrnun sem orðið hefur á þessu ári. En um þetta eru menn ekki á eitt sáttir og Ög- mundur Jónasson sagði að þessi samningur væri það besta sem náðst gæti við þessar aðstæður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.