Alþýðublaðið - 14.04.1989, Síða 2

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Síða 2
2 Föstudagur 14. apríl 1989 MDUBIMB Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siöumúia 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið, HVERJIR EIGA ÍSLAND? r eningum landsmannaermisskipt. Samkvæmt könnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla íslands á 5% þjóðarinnar um 2/3 hluta lausafjár í bönkum. Hver um sig á að jafnaði 5 millj- ónir, sem grípamátil áerfiðum stundum. Væri rýnt nánarof- an í þennan fimmprósenta hóp er líklegt að við fyndum tugi eða hundruði einstaklinga sem eiga á lausu tugi milljóna króna. Þetta eru lausapeningarnir í velferðarþjóðfélaginu. Þegar kemur að föstum fjármunum er ójöfnuðurinn miklu meira áberandi. Fyrsta skal telja væna húsameistara sem hafa í áratugi haft einkaleyfi til að byggja heilu blokkirnar í Reykjavík, án þess að greiðatúskilding fyrir. Aðeins lítilræði í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins hefur verið nægur að- gangseyrir að byggingarlóðum í höfuðborginni. Fyrir fáein- um árum hóf borgin reyndarað leitatilboða í lóðirsem mætti byggja á. Þá kom í Ijós að grundir sem áður hafa verið falar fyrir aögöngumiða að Sjálfstæðisflokknum reynast nú vera tug milljóna virði. Lóð Völundar við Skúlagötu sem nú er ver- ið að byggja á var byggingarfyrirtæki t.d. tilbúið að greiða á áttunda tug milljóna króna fyrir. Hér er aðeins bent á örlitið brot af þeirrri misskiptingu sem rikir ( okkar þjóðfélagi. Ofboðslegir hagsmunir eru í húfi, sem aldrei verða kannaöir til fulls. Til þess eru (tök þeirra sem maka krókinn í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum þjóðarinnar allt of miklir. Stærsta einkaleyfisfyrirtæki þjóð- arinnar er t.d. staðsett í hjarta þessara tveggja spilltustu flokkaþjóðarinnar. íslenskir Aðalverktakarsem hafa mjólkað framkvæmdir á hernámssvæöinu á Miðnesheiði í gegnum íslensk stjórnvöld eru í eigu stærstu eignamanna og fyrir- tækja Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Bandaríkja- menn og Nató hafa borgað reikningana sem flokksbræðurn- ir á íslandi hafa getað lagt fram umyrðalaust. En samkvæmt nýlegum bandarískum skýrslum eru íslenskir Aðalverktakar eitthvert mesta okurfyrirtæki á byggðu bóli. Fyrir nokkrum árum kvörtuðu bandaríks yfirvöld yfir því að framkvæmdir verktaka á íslandi væru 150% dýrari en framkvæmdir sömu gerðarfyrirbandarísk hernaðaryfirvöld áöðrum hersvæóum. w I fyrra námu verktök íslenskra Aðalverktaka 3-4 milljöröum króna. Séu upplýsingar bandariskrar rannóknaraðila hersins réttar, virðist því sem 1,5-2 milljörðum króna sé stungiö í vasa einhverra velútilátinna flokksgæöinga án þess að á móti komi nokkuð framlag. Hreinn gróði uppá 1,5-2 milljaröa. Fjöl- mörg dæmi hafa verið dregin fram til að sýna þennan mun. Hvl ætti ekki spilling að þrlfast I skjóli svona gríðarlega öfl- ugs aðila sem nærist á íslensku efnahagskerfi og slær takt- inn I tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins. Svo vill til að tveir af ráðherrum núverandi ríkisstjórnar, Jón Baidvin og Ólafur Ragnar hafa báðir lagt til á þingi (meðan þeir voru óbreyttir þingmenn) að starfsemi íslenskra Aðal- verktaka verði könnuð. Það er líka löngu tímabært. Þá sam- þykkti Alþingi íslendinga I fyrra þingsályktunartillögu Har- aldar Ólafssonar fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins um að kannavöld I íslensku þjóðfélagi.Og fyrir Alþingi liggur aö ákveðaaðgang að mestu auðæfum okkar, fiskimiðunum. * A þessi mál erhérdrepiö, þarsem þaö virðist ákaflegatíma- bært á tlmum efnahagslegs ójafnvægis og deilna um kaup og kjör að kanna innviöi efnahagskerfis okkar, svo að ein- hvern botn megi fá I skiptingu auös og valda. Hverjir eiga ís- land? Það er upplagt fyrir formenn tveggja helstu launþega- flokka landsins að sameinast um að leita svara viö þessari spurningu. ■■ w ONWUB SJOHflRMIÐ Ríkið og sparifé landsmanna Ríkissjóður hefur nú hafið stórsókn á lánabréfamarkaðnum með fimmþúsund krónu konuna i broddi fyiking- ar. Lækkandi bankavextir, og óöryggi á gráa markaðnum eftir gjaldþrot Ávöxtunar hefur breytt hugarfari al- mennings sem litur meir til öruggrar ávöxtunar á sparifé en skyndigróða. Rikissjóður er því kominn i verulega samkeppni við banka og verðbréfafyrirtæki um sparifé landsmanna. (Teikning: Nils Jakob og IM) DAGATAL Borgarastyrjöld og minnisleysi Þið verðið að afsaka, kæru les- endur, en ég er enn með hugann við Albert. Nú er hann kominn til Parísar og án hundsins. Lucy varð aldrei senditík. Draumur hinnar öldr- uðu tíkur rættist ekki. Við skulum bara vona að Albert verði henni trúr og fari ekki í hundana í Paris. En ég ætlaði nú eiginlega að skrifa pistil dagsins um þú sem heima sitja þegar Albert er farinn til Frakklands. Sem sagt Borgaraflokkinn. Mér skilst að sonur Alberts og skíðamaðurinn Hreggviður séu búnir að kljúfa Borgaraflokkinn. Ég spurði mig nú fyrst hvort það væri hægt, en svo mundi ég að vís- indamenn hafa klofið atóm. Við það leystist heilmikil orka úr læð- ingi, svonefnd kjarnorka og jók hættuna á kjarnorkustyrjöld. Klofningur Borgaraflokksins er alveg eins. Litli kjarninn er klofinn og við það myndast óhemjumikil orka. Og kannski styrjöld. Borgarastyrjöld. Mér hefur skilist að tvímenning- arnir umræddu séu búnir að stofna eigin þingflokk. Ég fór nú að velta fyrir mér þrengslum Al- þingis þegar nýr þingflokkur er tekinn til starfa. Hvar eiga þeir nú að komast fyrir? Hins vegar er það góða í þessu að þingflokkur- inn er bara tveir menn og geta þess vegna bara komist fyrir á salern- inu á Alþingi. Eða kústaskápn- um. Þannig yrði þingflokkurinn nýi mjög samheldinn. Stæði þétt saman. En hvað skyldi nýi þingflokk- urinn kalla sig? Smáborgara- flokkinn? Kannski eru þeir Ingi Björn og Hreggviður komnir í svo mikinn ham að þeir vilja kalla sig Hamborgara. Og með stuðningi Alberts frá París, hljóta þeir að heita Hamborgarar með frönsk- um. Annars heyrði ég brandara á dög- unum. Sagan gerðist í munnlegu prófi í íslandssögu í framhalds- skóla einum á höfuðborgarsvæð- inu. — Hver var fyrsti landnáms- maður íslands? spurði prófdóm- arinn. „Ég man það ekki,“ svaraði nemandinn. — Hvaða ár var Snorri Sturlu- son veginn? „Ég man það ekki.“ — Hvenær voru Jón Arason biskup og synir hans hálshöggn- ir? „Ég man það ekki.“ — Hverjir voru Fjölnismenn? „Ég man það ekki.“ — Hvaða ár varð ísland full- valda ríki? „Ég man það ekki.“ Nú var prófdómaranum öllum lokið og hann spurði nemandann byrstur á svip: „Hvað ætlar þú eiginlega að verða þegar þú hefur lokið námi, góði minn!!? Nemandinn svaraði: „Forsætis- ráðherra!“ í tilefni af þessu: Þeir segja að embættismennirnir í forsætis- ráðuneytinu hafi sérstakt heiti nú- orðið yfir auðar arkir: Minnis- punktar frá forsætisráðherra. Og ég get ekki stillt mig um að segja einn annan sem ég heyrði á götuhorni í gær: Vitið þið hver verður metsölubók á næstu jól- um? Svar: Endurminningar for- sætisráðherra. Bókin verður svo hentug sem rissblokk.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.