Alþýðublaðið - 14.04.1989, Page 4

Alþýðublaðið - 14.04.1989, Page 4
4 Föstudagur 14. aprtl 1989 ÚTTEKT Á FÖSTUDEGI Menn hafa skammtan af ýmsu. Oftast nasr af þvi aö niö- urlægja einhvern annan. Eitt af því sem menn hafa mikið notaö sér á undanförnum órum tii aö gera grin aö er tungu- málið. Einhver er Iðtinn segja einhverja vitleysu. Eftir það er sá stimplaður fifi. það þykir ekki sérlega f int aö vera illa máli farinn á íslandl. Menn hiklaust látnír finna ef þeir eru ekki skýrmœltir, beygja ekki rétt, raöa ekki orðum sasmi- lega i setnlngar, geta ekki orðað hugsun sina á sasmilega skýran hátt. Sjálfskipuð mállögga, menntamenn og upp- skafnlngar i bland brosa yflrlastislega og segja bðrnum að þaö heiti réði en ekki ráddi, mig langar en ekki mér langar, gefa þránl en ekki Þráinni. Og svo heyra menn nágrannan sletta ensku eða börnin hröpa I love You i staðinn fyrir ég elska þig. Gefur strax tilef ni til að skrifa grein i blað og tala um hnignun tungunnar, málfátakt barnanna, glataðan orðaforða og almenna hrörnun islenskrar menningar. þeg- ar nógu margir hafa heyrt nágranna sleppa endingu i orði eða atkvaði innan úr þvi verður til almenn umraða um vernd tungunnar. Af mörgum ekki talinn vafi leika á að staða málsins sé verri en nokkru sinni fyrr. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON þjóðremba og þjóðtunga í nýlegum sjónvarpsþætti var fjallað um íslenska þjóðrembu sem var talin felast í minnimáttar- kennd gagnvart stórþjóðum. Minnimáttarkennd sem fælist í því að menn reyndu að mikla sig og sína til að vera gjaldgengir á mælikvarða þjóðanna. Ekki er laust við að þessa hafi gætt í um- ræðunni um íslenska tungu. í því sambandi rekur menn minni til þegar ónefndur þingmaður kall- aði íslenskuna móðurtungu nor- rænna mála, gott ef ekki allra mála af germönskum uppruna. Og barði sér á brjóst. Umræðan um tunguna ber með sér að menn eru að reyna að varð- veita meira. Einn viðmælenda Al- þýðublaðsins orðaði það svo að stundum væri eins og íslenskt þjóðerni lægi undir í heild sinni ef einhver vogaði sér að ýja að því að „mér langar“ væri ekki stórkost- legur glæpur. Menn hryllti við ör- lögum þjóðarinnar þegar hún væri farin að glata þeirri vitneskju að langar tekur þolfall en ekki þágufall. Menn hafa farið offari yfir auðgi íslenskrar tungu og vitnað til skáldsins sem sagði að á ís- lensku væru til orð yfir allt sem menn hugsuðu. Allir vita þó að þetta er ekki svo. í nútíma samfé- lagi, þar sem hver sérfræðigreinin bætist við af annarri, verður mönnum fljótt ljóst að engin orð eru til yfir það sem ekki hefur ver- ið hugsað um áður. Málkerfið hefur einfaldlega sniðið sig að þörfum notenda sinna. Mállöggan i samfélaginu í eina tíð var í íslensku ritmáli bókstafurinn „z“. Svo kom að því að hún þótti ekki lengur gera sig í ritmálinu, fólk kunni ekki á því skil í hvaða orðum hún átti að vera, né heldur hvar. Gerzt varð gerst, bezt varð best. Um þessa breytingu höfðu menn langt mál og mikið — sumir vildu jafnvel setja viðurlög við því að nota þennan bókstaf, þannig að þeir sem það gerðu yrðu lögbrjótar og mætti sækja þá til saka fyrir glæpinn. Nú nýverið hefur svip- aðri hugmynd verið varpað fram, sekta á menn fyrir að slá um sig á vitlausu máli, máli sem ekki er einhverjum tilteknum umsagnar- aðilum um rangt mál og rétt — þóknanlegt. íslenskur málrann- sóknarréttur orðin til. Þessi rannsóknarréttur er þó fremur illa þokkaður af þeim sem ekki telja sig til hans. Viðmælend- ur Alþýðublaðsins voru á einu máli um að hann væri af því slæma og einn orðaði þetta svo: „Banna þetta og banna hitt, banna málvillur. Þetta er náttúru- lega út í hött.“ Margar greinar hafa verið skrif- aðar og margar ræður haldnar til að hamla gegn þessum hættum sem nú steðja að tungunni, án þess að nákvæmlega hafi verið skilgreint hver hættan er, hvað þá heldur hvernig henni verður mætt. í sjónvarpi mætast menn og ræða málin og benda á allt sem var gamalt og gott, orðaforðinn hafi verið svo mikill, andleg auðgi svo mikil, hreinlyndi tungunnar og notenda hennar algjört og þar fram eftir. Einhversstaðar út í samfélaginu er ósýnileg stofnun sem telur sig verða að vernda eitthvað í tung- unni fyrir einhverjum sem hún veit ekki alveg hver er, né heldur hvern hún er að vernda. í krafti gáfumannastimpilsins sem kemur sjálfkrafa á mann vel máli farinn, kemur hún fram sem yfirvald sem má og á að segja fólki til um hvernig því ber að haga orðum sínum. Hræðslan við málið___________ Einn viðmælandi Alþýðublaðs- ins benti á að íslendingar bæru ef til vill óþarflega virðingu fyrir málinu. Menn væru að reyna að sperra sig við að tala svo óskap- lega mikið gott og merkilegt mál í hvert skipti sem þeir þyrftu að segja nokkur orð á opinberum vettvangi. Þessi hræðsla gerði að verkum að allt færi í hnút hjá við- komandi og í stað þess að málið yrði tæki hans til að koma ein- hverju á framfæri, yrði það til þess að lítillækka hann þegar í ljós kæmi að hann hefði ekki þau tök á því sem hann gefur sig út fyrir. Málið er umgengist eins og harður húsbóndi sem refsar misk- unarlaust fyrir hverja ambögu. Ljóst er að hin stífa málhreinsun- arstefna og eilífar leiðréttingar við saklausustu villur hefur haft þveröfug áhrif oft á tíðum. Menn verða hræddir við að nota málið í stað þess að tileinka sér það sem þeim er sagt að tileinka sér. Notkun málslns og____________ májfræðin Það er viðurkennd skoðun að tungumál sé í raun sjálfstætt kerfi. Á því verða ýmsar breyting- ar í tímans rás. Þessum breyting- um er tæplega hægt að hafa stjórn á því málkerfið er að flestu leyti óskilgreint fyrirbrigði. Gilda þá einu allar reglur settar af ráðu- neytum og öðrum sjálfskipuðum málverndarmönnum. Þegar umræður fara af stað um eitthvað sem á að vernda gegn ein- hverju verða menn að byrja á því að skilgreina hvað er í hættu, af hverju og hvernig er hægt að bregðast við þeim vanda sem að steðjar. Umræðan hefur hinsveg- ar öil verið hin kostulegasta. Ein- staka menn hafa vaðið uppi og viljað afgreiða málið með mállög- reglu, eða með því að kenna aukna málfræði í skólum eða á einhvern annan hátt sem tæplega getur talist vænlegur til árangurs. Aðrir, og má þar nefna Heimi Pálsson sem ritaði ýtarlegar grein- ar um málið í Morgunblaðið fyrir páskana, hafa bent á aðrar leiðir, mjög svipaðar þeim sem koma fram hér í viðtali við Eirík Rögn- valdsson, lektor í Háskóla ís- lands í viðtali við Alþýðublaðið. Þar bendir Eiríkur á nauðsyn þess að hrekja börn og unglinga ekki frá málinu heldur örva þann nátt- úrulega áhuga sem þau hafa á málinu frá öndverðu. Þessi skoð- un stendur gegn málfræðistaglinu sem sumir halda að best sé við öll- um kviilum í nútíma málleysi ís- lenskra unglinga. Silja Aðal- steinsdóttir, bókmenntafræðing- ur og ritstjóri er sömu skoðunar. Hún sagði m.a. í spjalli við Al- þýðublaðið að réttast væri að hennar mati að láta börn nota málið, ekki byrja á því að kenna þeim einhverjar reglur. Eins og fram kemur í viðtalinu við Eirík Rögnvaldsson, hér til hliðar, þá telur hann mikilvægast í allri málrækt að menn noti málið sem mest. Sömu viðhorf komu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.