Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 12. maí 1989 MPYÐUBLMD Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Auglýsingastjóri: Steen Johansson Dreifingastjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 900 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.. VELMEGUN OG VERÐMÆTAMAT Víö gerum miklar kröfur til samfélagsins. Viljum búa vel, komast vel af efnahagslega og fá að njóta þess sem við telj- um til lífsgæða. í heimssamanburði erum við líka í fremstu röð. Við spókum okkur um á meira rými en nokkrir aðrir, bæði í íbúðinni okkar og ef við förum út að versla. Við tölum meira í síma en flestir aðrir. Einn og hálfur bill er að jafnaði í hverri fjölskyldu og þjóðartekjur á mann eru með því hæsta í heimi. Allt er þetta miðað við höfðatölu. Þessara veraldlegu gæða getum við velflest notið í dag, vegna þess að þrátt fyrir allt höfum við nýtt auðlindir okkar áskynsaman hátt. Ogeftirað íhaldsmenn neyddust til að við- urkenna að samhjálp ætti heima í alvörusamfélögum hafa jafnaðarmenn sem betur fer getað komið á ýmissi félags- legri aðstoð, sem allir hafa skilið fyrir margt löngu. Á síðari árum hefurandleysi frjálshyggjunnar að vísu svifið yfir vötn- um, og átti um tíma nokkuð upp á pallborðið. Reynt var að ströggla gegn samhjálp. Að frádregnum þessum tilraunum hægrimanna til að koma í veg fyrir aukna félagslega þjón- ustu er mikil eining í þjóðfélaginu um að tryggja samlíf frjáls hagkerfis og ríkisáfskipta. Þannig hefur velmegunarkerfið orðið til. Jafnaðarmenn hafa hvarvetna á byggðu bóli verið helstu höfundar velferðarkerfa sem hafa verið smíðuð. Á íslandi sjást spor réttlætisins t.d. í almannatryggingum, í skólamál- um og heilbrigðiskerfi. Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu á þessum sviðum. Þó,aðokkurmiði fram áveginn og séum t.d. fyrirlöngu búin að koma vísitölufjölskyldunni í hús og séum harla sátt við hin efnislegu gæði sem við búum við, verðum við að gæta þess að miðastefnuna hverju sinni við breytilegaraðstæður. Ævidagar lengjast og þar með kallar það á að betur sé séð fyrir þeim öldnu í samfélaginu. Bilið milli framfærslu og þeirralaunasem launþegum í landinu eru greidd ermikið, og ekki í neinu samræmi við þjóðartekjur. Svona mætti nefna fjölmörg dæmi um það sem hefur þróast í óæskilegar áttir. r Vmsum félagslegum réttindum sem enn eru í gildi í dag, var komið á undir allt öðrum kringumstæðum en nú ríkja í sam- félaginu. Þessi réttindi þyrfti að endurskoða. Oft er það póli- tísk stífni sem kemur í veg fyrir að mál séu tekin til gagngerr- ar endurskoðunar. Sú er nefnilega hættan að pólitískt skömmtunarkerfi sem viðgengst í félagslega kerfinu við- haldi óbreyttu ástandi. Hvers vegna ætti þetta að vera öðru- vísi á þessum sviðum en í efnahagskerfinu sjálfu? Þegar at- laga er svo gerð að gömlu kerfi rísa pólitiskir kommisarar upp á afturfæturna og mótmæla. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að um helstu áhersluatriði íslensks efnahags- og félagskerfis er mikil samstaða í þjóðfélaginu. Og einnig um nýtingu þeirra auð- linda sem við eigum öll. Og við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir stundarbakslag á efnahagsskútunni megum við ekki missa sjónar á framtíðinni. Og við megum heldur ekki gleyma því að við lifum ekki á brauði einu saman. Mestu verð- mæti þjóðarinnareru fólgin í þjóðinni sjálfri, menningu okk- ar, sögu og tungu. Hvaða þjóð getur bankað uþp á hjá landnámsmanni sínum og rætt við hann á sömu tungu? Við ein getum státað af þessum verðmætum. En ríkisvaldið eins og þegnar allir getur þáaðeins hlúð að þessum verðmætum að tungunni sé viðhaldið. En því miður ríkir stefnuleysi í mennta- og menn-1 ingarmálum, sem lýsir sér meðal annars í því að skólakerfi þjóðarinnar hefur um árabil verið afgangsstærð á hinu póli- tlska landakorti. Þessu þarf aö breyta. Það skulu menn hafa ( I huga jafnt við samningaborð sem á hátlðarstundum. BREF TIL RITSTJORNAR Athugasemd frá þingflokki Kvennalista: Misskilningur og rangtúlkun Óhjákvæmilegt er að leiðrétta herfilegan misskilning og rangtúlk- un, sem fram kom í forsíðufrétt Alþýðublaðsins 10. maí sl. Þar er fjallað um afstöðu Kvennalista til breytingartillagna við svokallað húsbréfafrumvarp og fullyrt, að kvennalistakonur hafi stutt það „að fella út úr frumvarpinu ákvæði um að húsnæðismálastjórn sé heimilt að skerða í núverandi kerfi lán þeirra sem eiga fullnægjandi íbúð- arhúsnæði, skuldlaust eða skuld- litið og stærra en 180 fermetra að frádregnum bílskúr“. Sömuleiðis er því haldið fram, að kvennalistakon- ur og fleiri hafi fengið „fellt úr frumvarpinu skerðingarákvæði sem færði þeim forgang sem kaupa eða byggja í fyrsta skipti“. Þetta er alrangt, og verður þessi skilningur blaðsins, sem reyndar kemur einnig fram í leiðara þess sama dag, að skrifast á óvönduð vinnubrögð og þekkingarskort, nema blaðið fari vísvitandi með ósannindi í pólitískum tilgangi. Öll þessi ákvæði voru og eru enn í núgildandi lögum. Staðreyndir málsins eru þessar: í gildandi lögum eru ákvæði sem tak- marka lánsrétt eignamanna og veita þeim forgang sem eiga engar eða litlar fasteignir. Kvennalistakonur studdu þessi ákvæði dyggilega, þeg- ar þeim var bætt inn í lögin um Húsnæðisstofnun í árslok 1987. Það sem lagt var til í frumvarps- greinunum, sem nú hafa verið felld- ar, var frekari takmörkun á láns- rétti í almenna kerfinu, annars veg- ar til eignamanna, sem að mati Húsnæðismálastjórnar hefði haft lítil sem engin áhrif, en hins vegar veruleg skerðing á lánsrétti ein- hleypinga. Sú skerðing hefði vissu- lega haft í för með sér sparnað fyrir útlánakerfið, sem hefði þá nýst öðr- um lánsumsækjendum í biðröð- inni, en kvennalistakonur töldu með því gengið ómaklega á rétt ein- hleypinga, sem þurfa þak yfir höf- uðið eins og aðrir og eiga engu auð- veldara með fjármögnun húsnæð- iskaupa en aðrir nema síður sé. Þessar greinar frumvarpsins komu húsbréfakerfinu ekkert við. Kvennalistakonur rufu því ekki samkomulag við ríkisstjórnina um framgang húsbréfakerfisins með stuðningi við brottfall þessara greina. Og það skal að lokum ítrek- að og undirstrikað að sú afstaða leiddi ekki til annars en þess, að nú- gildandi takmarkanir á lánsrétti standa óbreyttar. Með þökk fyrir birtinguna. SVAR RITSTJ. Þingflokkur Kvennalistans virð- ist hafa lesið umrædda frétt Al- þýðublaðsins á handahlaupum. Fyrri athugasemd þingflokksins er þess efnis að það hafi verið óvönd- uð vinnubrögð og þekkingarskort- ur af blaðinu að segja frá því að Kvennalistakonur hafi stutt það að fella úr frumvarpinu ákvæði um að húsnæðismálastjórn sé heimilt að skerða í núverandi kerfi lán til stór- eignamanna. Þetta er alrangt hjá þingflokki Kvennalistans. Þær, hvort sem þær vita það eða ekki, greiddu atkvæði með þvi á Alþingi þ. 9. maí, að fella úr frumvarpinu heimildarákvæði um skerðingu í núverandi kerfi á lánum til stóreignamanna. Frétt Alþýðublaðsins stendur því óhögguð hvað fyrra atriðið varðar. Síðari athugasemd Kvennalistans varðar þá meintu villu Alþýðu- blaðsins, að „Kvennalistakonur og fleiri hafi fengið fellt úr frumvarp- inu skerðingaratkvæði scm færði þeim forgang sem kaupa og byggja í fyrsta skipti“. Þetta er alröng tilvísun í Alþýðu- blaðið. í frétt Alþýðublaðsins stendur orðrétt: „Geir H. Haarde og fleiri fengu einnig fellt úr frumvarpinu skerðingarákvæði... o.s.frv.“ Þar er hvergi minnst á Kvennalistann. Hins vegar má með útúrsnúningi lesa það út úr fréttinni, að forgang- ur þeirra sem kaupa eða byggja í fyrsta sinn hafi verið afnuminn al- veg með þessu. Það er að sjálfsögðu ekki rétt niðurstaða. Forgangurinn var fyrir, en breytingartillagan rót- tækari gagnvart einhleypingum og það vildi Kvennalistinn ekki. Þá skoðun Kvennalistans áréttar þing- flokkurinn í ofangreindu bréfi til Alþýðublaðsins. Hins vegar er hvergi um þann þátt fjallað í frétt- inni og athugasemdin því pólitísk útskýring en ekki leiðrétting á frétt- inni sem slíkri. Ritstj. DAGATAL Á röngum stað í tilverunni Maður er alltaf að uppgötva harmsögu ævi sinnar. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að hafa gert allt vit- laust í lífinu. Ég var til dæmis að velta því fyrir mér eftir að ég frétti um kaup og kjör stjórnarfor- manns Aðalverktaka, að auðvitað hefði ég átt að verða stjórnarfor- maður. Það hefði verið vel þess virði. Mér skilst meira að segja að menn geti lifað góðu lífi á því að vera stjórnarformenn. Sumir gera ekkert annað en vera stjórnarfor- menn. Aka á milli aðalfunda og stjórnarfunda og greiða sjálfum sér og öðrum meðstjórnendum og hluthöfum arð og stjórnarlaun. Hvers vegna hefur þetta lífs- starf farið framhjá mér? A móti má segja, að ég hef aldrei haft hugmynd um það hvernig menn verða stjórnarformenn. Þarf einhverja menntun í þetta starf? Er krafist reynslu af fyrri störfum? Eða þarf maður að vera í réttum flokki? Kannski að þetta sé bara ein- skær heppni í lífinu? Kunningi minn, sem hringdi í mig í gær, sagði að menn yrðu ekki stjórnarformenn nema þeir ættu peninga: „Þú þarf að eiga peninga til að eignast hlutafé. Þegar þú ert orðinn stór hluthafi og helst sá stærsti getur þú orðið stjórnarformaður. “ Það er nefnilega það. En þessi sami kunningi minn sagði mér ennfremur, að stundum væru ekki stærstu hluthafarnir stjórnarformenn, heldur þeir sem væru mjög vanir stjórnarfor- mennsku. „Svo,“ sagði þessi kunningi minn, „eru það öll ríkisfyrirtæk- ín og sjóðirnir. Þar verða menn stjórnarformenn samkvæmt flokksskírteini. Ráðherrarnir skipa stjórnarformenn úr flokks- röðum sínum. Og þá þarftu hvorki menntun, hæfileika né peninga." Eg hugsaði með sjálfum mér, að þetta passaði mér miklu betur. Bölvaður auli hefði ég verið að ganga ekki í flokk. Rétta flokk- inn. Kannski væri ég stjórnarfor- maður í dag ef ég hefði setið á réttu fundunum í réttu flokkun- um á réttu tímunum með rétta fólkinu. Þaðer stórmál í lífinu að greina rétt frá röngu. Ég hef alltaf verið í röngum flokkum, eins og hornaflokki Gaulverjabæjarhrepps, Þjóð- dansafélaginu og Samtökum um friðun ánamaðka. Alltaf verið á röngum fundum í vitlausum selskap á röngum tímum með ranghugmyndir. Það er ekki nema von ég hafi aldrei orðið stjórnarformaður. Aldrei átt hlutafé, aldrei komist áfram með réttum aðferðum. Harmsaga ævi minnar. Málið er auðvitað, að svo fáum dettur í hug að koma ár sinni fyrir borð á réttan hátt. Hagsmunir eru svo neðarlega í huga fólks. Fólk stritar fyrir kaupinu sínu og brýtur siðan heilann um hvernig það geti eignast meiri pening þegar mánaðarlaunin eru horfin. Stjórnarformenn brjóta hins vegar heilann um hvernig þeir eigi að fjárfesta afganginn af risnupeningunum. Launaskríllinn slafrar ýsuna í sig heima í eldhúsi. Stjórnarfor- menn borða bissnesshádegisverði á veitingahúsum. Pakkið greiðir skatta. Stjórnarformenn greiða arð. Ég er greinilega á röngum stað í tilverunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.