Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 12. maí 1989 7 UTLOND „Her Maggiesty## (Hennar hátign Maggie!) „Viö erum oröin amma,“ tilkynnti Margaret Thatcher, sinni gleðiboðskapinn var sannarlega konunglegur: ,,The stundum kölluð Maggie, forsætisráðherra á biaðamanna- Queen Elizabeth Conference Center“ í London. fundi nú nýverið. Staðurinn sem hún kaus til að flytja þjóð Blaðamaður við breska íhalds- blaðið(!) „The Sunday Times“, Brian MacArthur, skrifaði það sem hér fer á eftir í blaðið sitt: „Hún birtist — hátign Bret- l'ands, Margaret Hilda Thatcher, tign af guðs náð, yfirmaður einkaauðsins og allt í einu vernd- ari ósonlagsins." Það virðist svo sem jafnvel stuðningsmönnum Thatcher í íhaldsflokknum sé farin að blöskra hin konunglega fram- koma frú Thatcher og þekktir háðpennar breskir eru komnir af stað. Það sem virðist helst hafa farið fyrir brjóstið á þeim er að Thatcher notaði hina „konung- legu fleirtölu“ — sagði „við“ en ekki ég, þegar hún tilkynnti á blaðamannafundi að: „Við erunr orðin amma.“ Þekkt er hin fræga setning Viktoríu drottningar, ef henni mislíkaði eitthvað: “We are not amused" (okkur er ekki skemmt). Þykir nú sumum Bretum nóg komið af hátignarímynd forsætis- ráðherrans af sjálfri sér. Þingmenn neðri deildar breska þingsins skemmtu sér vel vegna þessa á dögunum, og einhver úr stjórnarandstöðunni kallaði „svo við erum orðin amma“! Varð Thatcher þá ansi hörð á svip, svo Neil Kinnock (verkamannafl.) sagði: „Það er greinilegt að okkur er ekki skemmt.“ (Obiviously we are not amused.) Þá hló þing- heimur eins og hann lagði sig, þegar frá er talin Thatcher, sem varð heitvond og sagði: „Það er ekki meiningin að ykkur sé skemmt!“ 'Pólitískur ritstjóri The Sunday Times, Michael Jones, segir Thatcher hafa notað „hina kon- unglegu fleirtölu" þegar hún var í heimsókn í Sovétríkjunum fyrir tveimur árum. Þá skrifaði hún i gestabókina: „Vér höfum haft mikla ánægju af heimsókn vorri." Það hefur áður verið kurr í röð- um íhaldsmanna vegna frarn- komu Thatcher, þeir segja að Bretland eigi ósvikna drottningu af konungsættum — og reyndar gengur það fjöllunum hærra að þær þoli ekki hvor aðra. (Det fri Aktuelt. Stytt.) INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR SJÓNtfflRP Stöð 2 kl. 22.45 BJARTASTA VONIN Breskur gamanmyndaflokkur um ungan og efnilegan þingmann, sem reyndar hefur áður verið á dagskrá stöðvarinnar. Hann er reyndar hálf- gerður framagosi þessi þingmanns- nefna og vill allt gera til að komast sem hæst í metorðastiganum. Heit- ir því skringilega nafni Alan B’Stard sem gæti kannski, vilji menn vera meinfýsnir, útlagst Alli B-flokksstjarna. Hvað um það. Sjónvarpið kl. 22.25 í NAFNI LAGANNA Sœnsk kvikmynd, gerð 1986, leik- stjóri Kjell Sundva/I, aðathlutverk Sven Wollther, Anita Wall, Stefan Sauk, Pia Green. Aldrei þessu vant ekki enskumæl- andi mynd. Á hinn bóginn nýleg sænsk spennumynd sem fjallar um lögregluþjón sem grunar kollega sína um að vera of harðhenta við fanga. Hann reynir að fylgjast með þeim en þeir eru varir um sig. Stöð 2 kl. 23.10 FÖSTUDAGUR TIL FRÆGÐAR Bandarísk kvikmynd, gerð 1978, leikstjóri Robert Klane, aðalhlut- verk Donna Summer, The Commo- dores, Valerie Langburg, Terri Nunn, Chick Vennera. Myndin er frá diskótímabilinu og í aðalhlutverkinu er ein af skærustu stjörnum þessarar daunillu tónlist- ar, Donna Summer. Sömuleiðis koma fram aðrar frægar stjörnur þessa tíma, eins og hljómsveitin The Commodores og með þeim syngur að auki Lionel Richie. Ann- ars gerist rnyndin á föstudagskvöldi á stórum skemmtistað og heitir reyndar í höfuðið á deginunr og þeim ævintýrum sem þá gjarna ger- ast, Thank God it’s Friday. Á skemmtistaðnum er stemmning ein ógurleg, enda danskeppni í farveg-. inum og von á gestum góðum til að leika undir í henni. Ýmsir kynlegir kvistir reynast meðal gestanna, sumir gera allt til að koma sér á framfæri og vilja ekkert frekar en hlutdeild í frægð poppstjarnanna. Þetta er sennilega versta myndin sem nokkurn tíma hefur unnið til Óskarsverðlauna, en Donna Summer fékk verðlaunin fyrir Iag sitt Last Dance. Hreint út sagt er þessi mynd alveg hræðileg, ein hörmung frá upphafi til enda, hvernig sem á það er litið. Nú þegar búið að eyða alltof miklu plássi í umfjöllun um hana. Stöð 2 kl. 21.10 STROKUBÖRNIN Bresk kvikmynd, leikstjóri Charles Sturridge, aðalhlutverk JamesFox, Katie Hardie, Jane Asher, Eileen O’Brien. Myndin segir frá hjónum, hvers dóttir hverfur skyndilega og einu ummerkin eru reiðhjólið hennar sem Iiggur á götunni yfirgefið. Þau hjónin eru ekki sammála um hverj- ar orsakir fyrir hvarfi litlu stúlk- unnar geta verið. Móðirin sættir sig við að dóttirin sé látin að öllum lík- indum en faðirinn er þess fullviss að hún sé enn á lífi. Hann þykist þess viss að hún hafi lent í vafasömum félagsskap, sé í glæpum, unglinga- vændi eða trúarofstækishópi. Stúlkan á þó aðeins að vera ellefu ára gömul. Heitið á myndinni, á ensku Runners, gefur þó eitt og annað til kynna. Þetta er bresk mynd og þessvegna góðar líkur á að hún sé í alvöru spennandi. ■ <0 STÖÐ2 17.50 Gosi (20). Teiknimyndaflokkur. 16.45 Santa Bar- bara. 17.30 i utanrikis- þjónustunni (Protocol). Goldie Hawn fer ekki út af sporinu i þessari mynd. 1800 18.15 Kátir krakkar (12). Kanadískur myndaflokkur. 18.45 Táknmáls- fréttir. 1900 19.05 Austur- bæingar. 19.20 Benny Hill. Breskur gaman- myndaflokkur. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Já! Þáttur um listir og menningu. 21.00 Derrick. Saka- málamyndaflokkur. 22.25 I nafni lag- anna (I lagens namn). Sænsk bió- mynd frá 1986. 19.00 Myndrokk. 19.19 19:19. 20.00 Teiknimynd. 20.10 Ljáðu mér eyra ... 20.40 Bernskubrek. Gamanmynda- flokkur. 21.10 Strokubörnin (Runners). Reiðhjól finnst liggjandi á götunni og Rakei, ellefu ára skóla- stúlka, er horfin. — Afbragðó spennu- mynd og óótreikn- anleg á köflum. Ekki við hæfi bama. 22.45 Bjartasta von- in (The New States- man). Breskur gamanmynda- flokkur. 2300 23.50 Útvarpsfréttir i dagskrárlok. 23.10 Föstudagur til frægðar (Thank God It's Friday). 00.40 Banvænn kostur (Terminal Choice). 02.15 Dagskrárlok.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.