Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. maí 1989 3 FRÉTTASKÝRING Hagstofan og Þjóðhagsstofnun á móti Hagstofnun landbúnaðarins: Bændur fá greilt fyrir að halda bókhald Stjórnarfrumvarp um sérstaka hagstofnun fyrir landbúnað- inn fœr kuldalegar móttökur hjá stofnunum: Fellur ekki að verkaskiptingunni við hagsýslugerð, bœndanna sjálfra að koma skikkan á búreikningana og það á þeirra kostnað en ekki ríkisins Hagstofan og Þjóðhagsstofnun eru á móti frumvarpi landbúnaðarráðherra þess efnis að sett verði á fót sérstök „Hagstofnun landbúnað- arins“. I umsögn sinni um frumvarpið segja full- trúar þessara stofnana meðal annars að eðlileg- ast sé að almenn skýrslugerð sé á vegum opin- berra aðila, að nærtækast sé að gera bændur bókhaldsskylda og að hæpið fordæmi felist í þvi að koma upp hagstofnun fyrir einstakar atvinnu- greinar. I umsögn sinni segja þeir Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri og Gamalíel Sveinsson, forstöðumaður þjóðhagsreikninga Þjóð- hagsstofnunar: „Sam- kvæmt frumvarpinu á að stefna að því að sem flestir bændur færi bókhald og eiga upplýsingar úr því að vera undirstaða skýrslu- gerðar Hagstofnunar land- búnaðarins. Vandamálið hér snýst iíklega fyrst og fremst um það, að bændur eru nú ekki bókhaldsskyld- ir. Nærtækast virðist hins vcgar að gera bændur bók- haldsskylda eða a.m.k. að þeim verði gert skylt að fylla út þá landbúnaðar- skýrslu, sem fylgt hefur skattframtölum bænda um langt skeið, en á það hefur töluvert skort. Telja verður að það sé mál bændastétt- arinnar sjálfrar hvernig bændur koma bókhalds- málum sínum í það horf að þeir geti haft sem mest gagn af eigin bókhaldi og jafnframt sinnt almennri upplýsingagjöf til hins op- inbera. „Eigi það að vera hlutverk Hagstofnunar að vera stjórntæki í landbún- aði auk þess að vera eins konar yfirbókhaldsstofa virðist sjálfsagt að hags- munaaðilar kosti þann rekstur sjálfir.“ BÆNDUR FÁ GREITT FYRIR S JÁLFSAGÐAN HLUT Þeir taka sérstaklega fyrir að bændur skuli sam- kvæmt frumvarpinu fá greitt fyrir að færa eigið bókhald. „Ákvæði 7. greinarinnar um að bænd- um skuli greitt fyrir að færa búreikninga er mjög óeðlilegt og skapar mjög vafasamt fordæmi. Engin atvinnugrein eða stétt nýt- ur nú slíkra greiðslna, þrátt fyrir að þær skili yfirleitt brúklegum rekstrarreikn- ingum auk ýmissa annarra upplýsinga, sem aflað er beinlínis vegna hagskýrslu- gerðar. Ef farið væri að greiða einni stétt manna eða einum atvinnuvegi sér- staklega fyrir svo sjálf- sagðan hlut sem að færa rekstrar- og framleiðslu- bókhald og veita opinber- um aðilum upplýsingar gæti þetta haft ófyrirsjáan- legar afleiðingar fyrir upp- lýsingaöflun opinberra að- ila yfirleitt og i raun kippt grundvellinum undan henni.“ Með öðrum orðum telja þeir Hallgrimur og Gamal- íel að bændur eigi að gera bókhaldsskylda, þeir eigi sjálfir að koma þeim mál- um í kring og kosta rekst- urinn. Það þurfi enga Hag- stofnun eða fjármagn frá hinu opinbera og allra síst til að greiða bændum fyrir að færa eigið bókhald. Þeir virðast hins vegarekki hafa áttað sig á því að slíkar greiðslur renna til bænda i núverandi kerfi og for- dæmið því fyrir hendi í at- vinnuveginum! STÉTTARSAMBANDIÐ SEGIR GREIÐSLURN- AR LÆKKA! Þessum aðfinnslum svaraði Gunnlaugur Júlí- usson, hagfræðingur Stétt- arsambands bænda, i bréfi til landbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis. Hann segir að það kerfi sem er fyrir hendi sam- kvæmt búvörulögunum 1985 sé óvirkt og að það sé alvarlegt mál vegna verð- lagningar á búvöru. Hvað þóknun til bænda varðar segir hann að kveðið sé á um það í lögum „að ríkis- valdið geri upp búreikn- inga fyrir bændur, þeim al- gerlega að kostnaðarlausu og ekki settar neinar skorð- ur á fjölda þeirra reikn- inga“, sem Búreikninga- stofunni berast. „Hér er því í raun verið að færa 70°/o af þeini kostnaði sent ríkið greiðir í dag vegna uppgjörs búreikninga á herðar bænda, en ríkið myndi á eftir greiða 30°/o af uppgjörskostnaði þeirra reikninga sem teknir yrðu til sameiginlegrar úr- vinnslu,“ segir Gunnlaug- ur. Með öðrum orðum seg- ir hann ríkið ekki með þessu taka upp á því að greiða bændum fyrir að halda bókhald: Það var gert 100% fyrir og á meira að segja að lækka niður í 30%! Hallgrímur og Gamalíel segja að Hagstofnun land- búnaðarins, ef af yrði, falli ekki að núverandi verka- skiptingu við hagskýrslu- gerð. Því mótmælir Gunn- laugur ekki, en segir núver- andi verkaskiptingu ekki skila því sem ætlast er til. Hann segir margt hafa breyst í landbúnaði og vís- ar því á bug að skattfram- töl séu nægjanlegur grunn- ur til að byggja á hagskýrsl- ur og hagrannsóknir i land- búnaði. Hallgrímur og Gamalíe! benda sérstak- lega á slæmt fordæmi frumvarpsins: „...má vænta þess að í kjölfarið fylgi kröfur um sérstakar hagstofnanir fyrir sjávar- útveg, iðnað, verslun, sam- göngur o.s.frv. Landbún- aðurinn hefur hér enga sér- stöðu eftir því sem best verður séð“. ER BÆNDASKÓLINN STOFNUN BÆNDA- STÉTTARINNAR? Þessu síðasttalda mót- mælir Gunnlaugur. „Hvað varðar spurninguna um hagstofnun fyrir hvern at- vinnuveg ef Hagstofnun landbúnaðarins verður að veruleika þá er á þann hátt verið að drepa umfjöllun málsins á dreif og er þessi hugleiðing t raun og veru málinu óviðkomandi.“ Hann segir ríkisvaldið hafa tekið á sig ákveðnar skyld- ur gagnvart landbúnaðin- um og miði frumvarpið að því að þeim skyldum sé sinnt á samræmdan og skilvirkan hátt. Ekki minn- ist Gunnlaugur hins vegar á skyldur gagnvart öðrum atvinnuvegum! Þeir Hallgrítnur og Gamalíel gera síðan sér- staka athugasemd við þá tilhögun í frumvarpinu að í stjórn Hagstofnunar land- búnaðarins eigi að vera tveir fuiltrúar hins opin- -bera en þrír frá stofnunum og samtökum bænda. „Þessi hlutföll eru naum- ast eðlileg þar sem í þessu felst að fulltrúar atvinnu- greinarinnar hefðu meiri- hluta í stjórn. Stofnun sem lyti meirihluta fulltrúa hagsmunaaðila yrði hins vegar vart nægilega trú- verðug, en það er einmitt í andstöðu við einn meg- intilgang frumvarpsins, að þvi er best verður séð. Á sama hátt er vafasamt að heppilegt sé að Stéttarsam- band bænda eigi aðild að stjórn stofnunar af þessu tagi.“ Augljóslega er skilgrein- ing þeirra á því hverjir telj- ast fulltrúar stofnana og samtaka bænda önnur en hjá Gunnlaugi Júlíussyni. Gunnlaugur segir: „Ástæða er til að vekja á þvi athygli að búvísinda- deildin á Hvanneyri, viður- kennd háskólastofnun, getur hvorki fallið undir stofnun bænda né samtök þeirra.“ Með öðrum orð- unt telur Gunnlaugur að bændaskólinn á Hvann- eyri sé óháð stofnun en ekki stofnun á vegum við- komandi hagsmunaaðila. Hallgrímur og Gamalíe! virðast hins vegar líta á þetta sem „sama tóbakið“, skólinn enda flokkaður undir landbúnaðarráðu- neytið. ATVINNUREKENDUR EÐA KANNSKI OPIN- BERIR STARFSMENN? Gunnlaugur segir varð- andi tilnefningu frá Stéttarsambandinu að slíkt tiðkist á Norðurlöndun- um. „Eðlilegt þótti að hafa hliðstæðan hátt á hérlendis til að t.d. rannsóknarþátt- ur stofnunarinnar yrði ætið í sem mestu samræmi við þart'ir og áherslur at- vinnuvegarins hverju sinni, svo og verður að gæta þess að stofnunin njóti trausts atvinnuvegarins,“ segir hann. Hins vegar opinber- ar Gunnlaugur tröllatrú Stéttarsambandsins á land- búnaðarráðuneytinu (þar sem góðir og gegnir fram- sóknarmenn og sjálfstæð- isframsóknarmenn ráða oftast ríkjum): „Þetta verður tæpast gert að úr- slitaatriði og mætti t.d. koma því þannig fyrir að landbúnaðarráðherra skipaði mann í stað Stétt- arsambandsins.“ Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra: Verið ad minnka greiðslur til bænda Sem sé: Ríkið hefur kostað bókhaldið hjá bœndunum hing- að til, en frumvarpið á að draga úr þeim greiðslum. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráö- herra sagði i samtali við Alþýðublaðið að hann vonaðist til þess að frumvarpið um Hagstofnun landbúnaðarins næði fram að ganga á þessu lög- gjafarþingi. Alþýðublaðinu sýnist hins vegar sem þetta sé eitt af þeim stjórnarfrumvörpum sem ,,fórnað“ hefur verið eða söltuð þar til síðar. Frumvarpið var enn í landbúnaðarnefnd neðri deildar, þeirri fyrri, á miðvikudag og enginn skriður á þvi. „Þarna er á ferðinni þró- un i þá átt að færa starf- semi út um landið, sem vel getur átt heima þar. Og slá kannski margar flugur i einu höggi með því að efla framhaldsnámið í búvís- indum á Hvanneyri,“ sagði Steingrímur um frumvarp- ið. Bændur eru margir hverjir í miklum atvinnu- rekstri og vöruverslun, en hafa þó ekki veriö bók- haldsskyldir fram að þessu. Er þetta ekki and- stætt því sem gerist í öðr- um atvinnugreinum? „Bændur hafa að sjálf- sögðu gert full skil á rekstri sínum i skattframtölum eins og aðrir. Verið í raun skyldari einyrkjum í at- vinnurekstri eða smáat- vinnurekendum að því leyti til að þeir hafa ekki rekið sjálfstætt fyrirtæki, þeir hafa gert upp sitt eigið framtal en skilað jafnframt sérstökum landbúnaðar- skýrslum. Hins vegar má segja að atvinnureksturinn sem slíkur hafi ekki verið sérstaklega bókhaldsskyld- ur.“ í urnsögn Hagstofunnar og Þjóðhagsstofnunar er m.a. talað um að bændur fái greitt fyrir að halda bókhald yfir sinn eigin rekstur. Hvernig er þetta réttlætt gagnvart öðrum? „Þetta lýsir miklum mis- skilningi. Staðreyndin er sú, að bændur hafa tekið á sig þær kvaðir sem fylgja færslu búreikninga, sem eru mjög nákvæmar og sundurliðaðar skýrslur. Þeim hefur verið greitt visst framlag fyrir þá þjón- Steingrimur J. Sigfússon landbúnaöarráöherra. ustu og þannig er það í gildandi lögum. Og það er einfaldlega vegna þess að stjórnvöld reiða sig á þess- ar upplýsingar og nota þær til grundvallar við ýmiss konar útreikninga. Það er gert ráð fyrir að sambæri- Iegt fyrirkomulag haldi sér, þó þannig að greiðslur til bænda myndu lækka mik- ið ef af þessu frumvarpi yrði. Það er frekar verið að skera niður þetta framlag og hugsunin sú að bændur eigi að njóta vaxandi hag- ræðis af því að þessi þjón- usta verði virkari og öflug- ari en verið hefur. En það er eftir sem áður gert ráð fyrir að það verði heimilt að greiða vissa þóknun vegna þessarar upplýsinga- öflunar.“ En hvers vegna að greiða bændum þóknun fyrir að gera nokkuð sem aðrir eru í flestum tilfellum skikkað- ir til að gera og á eigin kostnað. Er einhver munur þarna á atvinnugreinum? „Það má kannski deila um það, en þarna er á ferð- inni dálítið sérstakt mál. Verðlagning og almennt grundvöllurinn í þessari grein byggir á þessum upp- lýsingum. En þetta hafa' ekki verið betri viðskipti en það, að á undanförnum ár- um hefur bændum farið fækkandi sem hafa. Iagt í alla þá vinnu sem búreikn- ingafærslunum er samfara, þrátt fyrir þessa smávægi- legu þóknun sem þeir hafa fengið. Það sýnir mönnum einfaldlega að ef eitthvað, þá er þóknunin of lág til að stjórnvöld geti fengið nógu marga til að gera þetta. Þess vegna er það augljóst mál að ef eitthvert fyrir- komulag af þessu tagi væri ekki fyrir hendi yrðu stjórnvöld einfaldlega að leggja út í kostnað með öðrum hætti til að afla þessara upplýsinga; setja á laggirnar hóp manna til að gera úttektir eða vinna upp úr skattskýrslum og svo framvegis. Ef menn kynna sér hvernig þessum málum hefur verið fyrir komið átta þeir sig á þvi að með þessu er verið að spara rík- inu útgjöld.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.