Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. maí 1989 Ráðstefna SUJ í tilefni 60 ára afmælis: KOMA STJÓRNMÁL UNGU FÓLKI VIÐ? Um hundrað manns sóttu ráðstefnu Sambands ungra jafnaðarmanna sem haldin var um helgina í tilefni þess að 60 ár voru liðin frá stofnun þess þann 4. maí sl. Ráðstefn- an, sem haldin var í sal Vélstjórafélagsins i Borgartúni, bar yfirskriftina: Koma stjórnmál ungu fólki við? Ræðumenn leituðu svara við spurningunni og er óhætt að segja að nið- urstaðan hafi verið á einn veg: Já. Frummælendurnir voru þó ekki jafnmikið á einu máli um ástæður þess áhugaleys- is sem virðist gæta hjá ungu fólki. Fyrsti ræðumaður, Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Keflavík, sagðist hafa öðlast dýrmæta reynslu af þátttöku í Félagi ungra jafnaðar- manna í Keflavík. Hún sagðist ekki efins um mikilvægi ungliða- starfsins og hvatti ungliða til að láta ekki deigan síga. Anna Mar- grét vék einnig að því virðingar- leysi og skilningsleysi sem virðist nokkuð ríkjandi gagnvart starfi stjórnmálamanna og taldi það varhugaverða þróun. Vilhjálmur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri sagði m.a. áhuga- leysið stafa af þvi, að hin opinbera umræða um stjórnmál væri siitin úr tengslum við raunveruleika ungs fólks og misbyði skynsemi þess. Vilhjálmur hvatti til þess, að opnaðar yrðu fleiri leiðir fyrir lýð- ræðið. Stjórnmál væru of mikil- væg til að treysta stjórnmála- mönnum eingöngu fyrir þeim. Kristján Þorvaldsson blaða- maður sagðist skilja það unga fólk sem hefði ekki áhuga á því pólitíska mynstri sem boðið væri upp á, þar sem sífellt stönguðust á orð og efndir. Hann sagði SUJ vettvang fyrir ungt fólk sem vildi leggja grunn að stefnu flokks í framtíð. En það væri óþarfi fyrir það að skipta sér af þeirri „sér- kennilegu moðpólitík", sem kæmi út úr samsteypustjórnum og við- gengist hjá flokkunum í dag. Arnór Benónýsson leikari sagði að stjórnmál ættu að snúast um drauma en erfiðleikum væri bundið að tengja draumana veru- leikanum og láta þá rætast. Hann sagði m.a. nauðsyn á „hollustu- bylgju“ í stjórnmálunum, sem fælist m.a. i endurmati launa og að taka af myndarskap á um- hverfismálunum. Karl Th. Birgisson blaðamaður sagði síður en svo sjálfgefið að ungt fólk starfaði saman í sérstök- um samtökum. Slíkt væri raunar úrelt fyrirkomulag, arfleifð frá Lenín. Með sérstökum ungliðafé- lögum væri mikil hætta á því að fólk einangraðist i sérmálum og hefði ekki nægileg áhrif á gang mála í flokkunum. Þorlákur Helgason kennari sagði verkefnin fjölmörg fyrir ungt fólk í pólitík, vildi það vinna að auknu réttlæti. Hann benti á að svo virtist sem háð væri duttl- ungum hvort velferðarstofnanir, eins og skólakerfið og heilbrigðis- kerfið, þjónuðu þeim tilgangi sem jafnaðarmenn stefna að. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, vék að stöðu ungliða í flokknum. Hann sagði Samband ungra jafnaðar- manna hafa alla burði til þess að starfa af krafti í framtíðinni. Hann minnti á hversu vel hefur tekist til með styrktarsjóðinn, sem komið hefur upp eign sem metin er á tugmilljónir króna. Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir, formaður nemendafélags Samvinnuskólans á Bifröst, kom með skemmtilegt innlegg' í um- ræðuna. Hún greindi frá könnun sem hún gerði fyrir utan verslun ÁTVR i Kringlunni. Þar leitaði hún svara hjá 50 einstaklingum við spurningunni, sem fólst í yfir- skrift fundarins. 90 af hundraði töldu stjórnmál vissulega koma ungu fólki við, en aðeins 40% sögðust hafa áhuga á þeim. BirgirÁrnason, formaðurSUJ, sleit ráðstefnunni. Hann sagði fjarri því að íslensk flokkaskipan endurspeglaði þau mismunandi grundvallarsjónarmið sem fyrir hendi væru í þjóðmálunum. „Það þarf að stokka upp íslenskt flokkakerfi þannig að það endur- spegli betur þessi grundvallar- sjónarmið. Úr þeirri uppstokkun þarf að rísa öflugur jafnaðar- mannaflokkur sem getur gert til- kall til þess að halda einn um stjórnvölinn hér á landi,“ sagði Birgir Árnason. Eftir ráðstefnuna hófst afmæl- isveisla, þar sem margir gamlir SUJ-félagar rifjuðu upp minning- ar. Sérstakur gestur ráðstefnunn- ar var Anita Jörgensen, fram- kvæmdastjóri FNSU, Samtaka ungra jafnaðarmanna á Norður- löndunum. Hún flutti SUJ árn- aðaróskir á afmælinu. Christer Ahlen, framkvæmdastjóri SAMAK, sem er samstarfsvett- vangur norrænna jafnaðarmanna og verkalýðsflokka, var staddur hér á landi ásamt konu sinni í er- indum SAMAK og heilsuðu þau upp á unga jafnaðarmenn á af- mælisfagnaðinum. Ráðstefnu- stjóri var Magnús Árni Magnús- son, formaður utanríkismála- nefndar SUJ. Birgir Árnason, formaður SUj' ræðir við þá Birgi Dýrfjörð og Stefán Friðfinnsson. A bak við þá má sjá Hauði Helgu Stefánsdóttur og Árna Gunnarsson. A-mynd / G.T.K. Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, Hauður Helga Stefánsdóttir og Hermann Ragnarsson. Hermann er stórtækur maður og sá að afmælis- haldið var fallið til fjáröflunar fyrir SUJ. Með eigin framlagi og annarra tókst Hermanni að safna tugþúsundum króna fyrir SUJ. Fyrir aftan þaú má sjá Karl Th. Birgisson, Þorlák Heigason, Jón Baldvin Hannibalsson og Ingólf Margeirsson. A-mynd/G.T.K. Erlendu aestirnir, Anita Jörgensen framkvæmdastjóri FNSU og Christer Ahlen frá SAMAK ásamt frú. Við hlið þeirra er Tryggvi Harðar- son framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins. - Svar við opnu bréfi fyrrverandi bæjarfulltrúa frá núverandi bœjarfulltrúum Þrír fyrrverandi bæjarfulltrúar i Kópavogi, Ásgeir Jó- hannesson, Guttormur Sigurbjörnsson og Sigurður Grétar Guðmundsson, hafa birt í dagblöðum ,,Opið bréf til bæjar- stjórnar Kópavogs“. Þar sem það er ósiður að svara ekki bréfum biðjum við undirritaðir, núverandi bæjarfulltrúar sömu stjórnmálaflokka, blöðin að koma á framfæri eftir- farandi linum til öldungaráðsins. I Frá því samkomulag milli Reykjavíkur og Kópavogs, þar sem m.a. var fjallað um Fossvogs- braut, var undirritað árið 1973 hefur ýmislegt orðið til að breyta viðhorfum manna. í fyrsta lagi búum við nú yfir bættri þekkingu á mengunar- hættu frá bifreiðaumferð. Nú vitum við að ýmis úrgangsefni frá bifreiðum eru stórskaðleg heilsu manna ef þau fara yfir ákveðið mark. Dæmin hrannast upp og nú síðast váleg tíðindi um blýmeng- un og áhrif hennar. í öðru lagi hafa hugmyndir fólks um náttúruvernd, útivist og líkamsrækt tekið stakkaskiptum. Þetta hefur m.a. Ieitt til þess að dalur sem árið 1964 var „eins og hver önnur mýri“ í augum fólks er nú talinn kjörlendi til útivistar fyrir stórborgarfólk á höfuðborg- arsvæðinu. í þriðja lagi hefur forsendum umferðarkerfisins sem samkomu- lag var um að rannsaka verið breytt til muna. Þetta gerðist fljótlega eftir að samkomulagið var gert og leiddi til þess að bæjar- stjórn Iýsti sig óbundna af athug- un á þörf fyrir Fossvogsbraut þegar árið 1977. I fjórða lagi byggðist sam- komulagið unr Fossvogsbraut á því að ekki yrðu fundnar aðrar viðunandi lausnir á umferðarmál- um. Mat á því hvað sé viðunandi getur að sjálfsögðu verið breyti- legt frá einni tíð til annarrar en bæjarstjórn Kópavogs hefur bent á lausnir sem við teljum meir en viðunandi. Fram hjá þessum þáttum er ógerningur að horfa. II Undanfarin ár hefur Kópa- vogskaupstaður mátt sæta því að eiga ekki staðfest aðahkipulag. Það felur m.a. í sér að hvenær sem er getur vofað yfir byggingabann í Iandi kaupstaðarins. Það er óviðunandi ástand. Þrátt fyrir margítrekaðar sam- þykktir bæjarstjórna Kópavogs um útivistarsvæði í Fossvogsdal hafa talsmenn Reykjavíkurborgar haldið fast við að braut skyldi lögð um dalinn ef „umferðarleg“ þörf reyndist á. Það hefur gengið svo langt að um skeið var brautin sýnd á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkurborgar inni í landi Kópavogs. Félagsmálaráðherra lét þó taka þann hluta brautarinn- ar burtu við síðustu staðfestingu og sýndi þar með réttum landeig- endum tilhlýðilegan sóma. III Yfirlýsing bæjarstjórnar Kópa- vogs hinn 25. apríl 1989 var aðeins ítrekun á yfirlýsingunni frá 1977 og átti ekki að þurfa að koma neinum á óvart. Við vísum því til föðurhúsa öllum dylgjum um bófahasar lærðan úr sjónvarpi. Hins vegar verða menn að gæta þess að telja ekki sjálfsagt að það sem eitt sinn var „réttast" sé þar með hinn endanlegi sannleikur. Slíkur skilningur hefur stundum verið tengdur við öldungaveldi en frá þeim stjórnarháttum eru nú flestar þjóðir að falla. Því fer fjarri að afstaða bæjar- stjórnar Kópavogs feli í sér nokk- urn dóm yfir þeim gjörningi sem bæjarfulltrúarnir árið 1973 stóðu að. Hann færði okkur einmitt nokkru nær markinu. Nú er hins vegar mál að stíga næsta skref. Það höfum við gert. IV Ekki þarf öldungaráð til að sjá að nauðsynlegt er að sveitarfélög geti átt með sér giftusama sam- vinnu. En sú samvinna tveggja verður ævinlega að byggjast á gagnkvæmu tilliti og gerir kröfu til að jafnan sé leitað þeirra leiða sem skynsamlegastar geta talist miðað við þekkingu og hugmynd- ir tímans. Árangurslaust höfum við leitað samkomulags við Reykjavíkurborg um sameiginlegt skipulag Fossvogsdals sem úti- vistarsvæðis. Þess vegna áttum við ekki annarra kosta völ en að ítreka yfirlýsingar bæjarstjórnar svo að ekki gæti misskilist. í bréfi ykkar segist þið hafa gætt þess að sinna sameiginlegum hagsmunum íbúanna beggja vegna dalsins. Það höfum við einnig gert og það er ekki við okkur að sakast þótt hagsmunirn- ir kunni að vera aðrir nú en fyrir 16 árum. Það biðjum við ykkur að hafa hugfast. Um áskorun ykkar um að slíðra sverð er það eitt að segja að við höfum ekki gengið með brugðinn brand og munum ekki gera þótt fast sé að okkur sótt á allt öðrum vettvangi en í Fossvogsdal. Hins vegar hljóta að vakna ýmsar spurningar sem eðlilegt er að beina til ykkar: Þið skrifið bréf ykkar í svo skinhelgum friðartóni að hans heilagleiki páfinn hefði fallið í skuggann ef hann hefði verið kominn til Iandsins. Stingur það ekki talsvert í stúf við „viðtal- ið“ sem einn ykkar lét Morgun- blaðið taka við sig fám dögum áður? Og hvernig er það: Hefði ykkur ekki þótt eðlilegri vinnu- brögð að tala við okkur, flokks- bræður ykkar? Eða lituð þið svo á að þann dag sem þið gerðust fyrrverandi bæjarfulltrúar yrðu flokkar ykkar líka fyrrverandi flokkar? Kópavogi 11. maí 1989. Guðmundur Oddsson, núv. bæj- arfulltrúi Alþýðuflokks, formað- ur bæjarráðs. Heimir Pálsson, núv. bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lags, forseti bæjarstjórnar. Skúli Sigurgrímsson, núv. bæjarfulltrúi Framsóknarflokks.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.