Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.07.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 19. júlí 1989 3 FRÉTTASKÝRING Lifir ríkisstjórnin af haustið og veturinn vegna þess að stjórnarandstaðan er ekki tilbúin i kosningar? Er ríkisstjórnin í dauðateygjunum? Talsvert hefur verið rætt og ritað um framtíð rikisstjórnarinnar þessa dagana. Hún hefur haft eins atkvæðis meirihluta á Alþingi, sem þýðir að hún hefur ekki haft meirihluta í báðum deildum. Reynt hefur verið að fá Borgaraflokkinn til liðs við rikisstjórnina en það hefur ekki gengið enn sem komið er. Stefán Valgeirsson sem stutt hef- ur stjórnina segir óvíst að hann geri það áfram. Fari svo, þá styðst rikisstjórn Steingríms Her- mannssonar ekki lengur við meirihlutafyigi á Al- þingi. En hvort það myndi þýða fall stjórnarinnar og nýjar kosningar er ekki víst. Það er vel hugs- anlegt að ríkisstjórnin gæti starfað áfram, en þá sem minnihlutastjórn sem þyrfti að semja við stjórnarandstöðuna um framgang mála á Al- þingi. Hvað vill Stefán? Það er ekki alveg ljóst hvað vakir fyrir Stefáni Valgeirssyni, alþingis- manni, með nýja fyrirvara um stuðning við stjórnina. Hann lítur svo á að stjórn- arsáttmálinn hafi verið brotinn og hótar að hætta stuðningi sínum við ríkis- stjórnina verði hún ekki við þeim kröfum sem hann hefur sett fram. Ýmsum fannst hann dýrt keyptur, stuðningur Stefáns við ríkisstjórnina fyrir tæpu ári og hrís hugur við að hann geti nánast sett ríkis- stjórnina upp að vegg hve- nær sem honum býður svo. Stefán hefur krafist að- gerða á sviði vaxtamála, húsnæðismála og loðdýra- ræktar. Flestir eru sam- mála um að lækka beri vextina en deila um leiðir. í húsnæðismálunum vill Stefán hlut Iandsbyggðar- innar stærri og varðandi loðdýraræktina er hann trúr stefnu framsóknar- manna og vill að loðdýra- ræktendur verði á fram- færi ríkisins líkt og annar landbúnaður. Hvort og hversu mikið ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til móts við kröfur Stefáns er óvíst en hitt er ljóst að þær kröf- ur sem hann hefur sett fram eiga sér hljómgrunn meðal ýmissa stjórnar- þingmanna og þá sérlega landsbyggðarþingmanna. Áframhaldandi stuðning- ur Stefáns við ríkisstjórn- ina er engan veginn sjálf- gefinn. Er minnihlutastjórn raunhæfur kostur? Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort það sé raunhæft að núverandi ríkisstjórn geti starfað áfram fari svo að hún búi ekki við öruggt meirihlutafylgi á Alþingi. Slíkt er á engan hátt úti- lokað. Alls óvíst er að öll stjórnarandstaðan væri til- búinn að sameinast um að samþykkja vantraust á ríkisstjórnina eða standa sameinuð um að fella stjórnarfrumvörp. Að vísu reyndi þá á samningalipurð ríkisstjórnarinnar, líkt og hún reyndar stóð frammi fyrir í vetur ekki með vísan meirihluta í neðri deild. Það þarf ekki að vera verri kostur fyrir ríkisstjórnina en að kaupa sér stuðning einstakra þingmanna eða flokksbrota dýru verði. Borginmannlegir Borgarar Þó Borgaraflokkurinn beri sig borginmannlega er öllum ljóst að hann nýtur sáralítils fylgis meðal kjós- enda og mun að öllum lík- indum þurrkast út við næstu kosningar. Það er því afar ósennilegt að þing- menn Borgaraflokksins séu spenntir fyrir kosning- urn fyrr en nauðsyn krefur. Nýir menn hafa verið að koma inn á þing þetta árið og vilja sjálfsagt sitja eitt- hvað áfram. Þeir eru því ekki líklcgir að hvetja til kosninga fari svo að þeir komi ekki beint til liðs við ríkisstjórnina. Forsætisráóherrann og Framsóknar-_________ flokkurinn Framsóknarmenn virð- ast til að gera ánægðir í stjórnarsamstarfinu. For- maður flokksins, Stein- grímur Hermannsson, er ánægður sem forsætisráð- herra og vill ógjarnan sjá af því sæti sínu. Honum er því mikið í mun um að halda stjórninni lifandi og er því tilbúinn að ganga talsvert langt til að fá Borg- araflokkinn til stuðnings við rikisstjórnina. Heyrst hefur að Halldóri Ás- grímssyni sé ósárt um að láta dómsmálaráðuneytið til Borgaraflokks ef af ríkisstjórnarþátttöku þeirra yrði. Það gæfi hon- um meira svigrúm til að sinna sjávarútvegsmálun- um sem eru hans ær og kýr. Framsókn er þvi til í allt svo lengi sem ríkisstjórnin lifir og Steingrímur fær að vera forsætisráðherra. Alþýðuflokkurinn tvistígandi____________ Alþýðuflokkurinn hefur verið til þess fýsandi að styrkja ríkisstjórnina með því að fá Borgarana inn. Hins vegar eru þeir ekki til- búnir að greiða hvaða verð sem er til að svo megi fara. Þeir voru ekki allt of ánægðir með sinn hlut inn- an ríkisstjórnar við mynd- un hennar og eru ól'úsir að láta frá sér ráðuneyti. Þó svo að flokkurinn sé ekki spenntur fyrir kosningum i haust þá vilja ýmsir það frekar en að kaupa sér dýr- an stuðning. Ólafur Ragnar og Alþýðubandalagið Staða Alþýðubandalags- ins er nokkuð óljós og framtíð þess óráðin. Ólaf- ur Ragnar vill að sjálf- sögðu allt til vinna að stjórnin haldi velli enda hann einn af hönnuðum hennar. Annars virðist Ól- afur svifa í lausu lofti inn- an Alþýðubandalagsins. Ýmsir hans áköfustu stuðningsmenn búnir að stofna sérlélag til hliðar við Alþýðubandalagið og gamla gengið í flokknum verður fljótt til að slátra honum fari eitthvað úr- skeiðis. Þó staða Ólafs virðist nokkuð sterk út í bæ er hún óljós og óvís inn- an flokksins. Ljóst er samt að Alþýðubandalagið vill ógjarnan kosningar og er tilbúið í aðgerðir sem styrkja tilverugrundvöll ríkisstjórnarinnar. Davið vill ekki kosningar Það heyrist úr herbúð- um borgarstjórnarmanna að Davið vilji ekki kosn- ingar. Hann vill gjarnan að þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga verði hér við völd óvinsæl vinstristjórn. Hann vill því að Sjálfstæðisflokkurinn sitji á sér og beiti sér ekki fyrir falli ríkisstjórnarinn- ar fyrr en í fyrsta lagi eftir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Eins sé það vænlegast fyrir Sjálfstæð- isflokkinn til t'ylgisöflunar að sitja utan stjórnar og nærast á óánægju með aðra flokka. Slíkt hafi lengstum reynst honum best. Það er því alveg óráð- ið hvort Sjálfstæðisflokk- urinn muni beita sér í al- vöru fyrir því að koma ríkisstjórninni frá í haust þó svo að hann eygi færi á því. Er Kvennalistinn að koma eða fara? Staða Kvennalistans er afar torráðin. Menn vita ekki hvort hann er að koma eða fara og sjálfsagt veit hann það ekki sjálfur. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur verið að ná af honum stórum hluta þess óánægjufylgi sem Kvenna- listinn áður hafði. Kvenna- listakonur sem hingað til hafa skorast undan því að taka á sig þá ábyrgð sem fylgir stjórnarþátttöku, gætu lent í því fyrr en seinna að taka afstöðu til stjórnarþátttöku. Hvorug- ur kosturinn virðist í fljótu bragði góður fyrir þær. Ætla þær endalaust að skorast undan ábyrgð? yrði spurt, segðu þær nei. Tækju þær hinsvegar þátt í ríkisstjórnarsamstarfi stæðu þær framnri fyrir mörgum og erfiðum vandamálum sem þær hafa ekki þurft að taka á hingað til. Óvíst er að Kvennalist- inn stæði slíkt af sér ogeins líklegt að hann spryngi og liðaðist sundur við slikar aðstæður. Þær vilja því óbreytt ástand um sinn lil að reynaað ná áttum og engar kosningar. Er þá ekki staða ríkisstjórnarinnar harla gód? Það er ekki þar með sagt að staða stjórnarinnar sé goð. Hún stendur frammi fyrir ýmsunt vandamálum og það er mikið til undir henni sjálfri komið hvert fratnhaldið verður. Leggi hún fram vænlegar og raunhæfar áætlanir í haust um hvernig skuli taka á að- steðjandi vandamálum set- ur hún stjórnarandstöðuna upp við vegg. Þá verður það stjórnarandstaðan sem stendur frant fyrir þeirri spurningu hvort hún eigi að sprengja eða sprengja ekki. Við þeirri spurningu er ekkert sjálf- gefið svar eins og fram hef- ur komið hér að framan. Tryggvi Harðarsor

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.