Alþýðublaðið - 19.07.1989, Page 5

Alþýðublaðið - 19.07.1989, Page 5
Miðvikudagur 19. júlí 1989 5 UMRÆÐA „Atburðirnir undan Norður-Noregi að undanförnu sanna svo ekki verður um villst, hve fast eftir frumkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrikisráðherra um afvopnun á og mikilvægt það er að héðan sé haldið uppi öflugu eftiriit með ferðum sovéska flotans á is- i höfunum,“ skrifar Eiður Guðnason alþingismaður m.a. i umræðugrein sinni. lenskum hafsvæðum og ekki síður undirstrika þeir nauðsyn þess að íslendingar fylgi nú ÖTÍÐINDIÚR NORÐURHÖFUM Ólánið heldur áfram að elta kafbátaflota Sovétmanna. Þrisvar sinnum á þremur mánuðum hafa sovéskir kafbátar hafnað í heimsfréttum vegna slysa og óhappa á hafsvæð- unum við Norður-Noreg. Þetta er okkur íslendingum ekki aðeins umhugsunarefni heldur og aivarlegt áhyggjuefni, og beinir huganum að þvi hve brýnt er að vinna tillögum um afvopnun i höfunum fylgi og skilning. Þvi er það vel, sem fram hefur komið í fréttum að utanríkisráðherra hyggst nú fylgja tilögum sinum á þeim vettvangi eftir með vaxandi þunga. Ekki þarf að efast um að þjóðin stendur þar að baki honum. Það er í rauninni fleira en eitt og fleira en tvennt, sem gerir þessi tíðindi af norðurhjara áhyggju- samleg. Kjarnorkukafbátar eru ekki einungis hættulegir vegna þess að þeirbera kjarnorkuvopn. Þeireru ekki síður hættulegir vegna þess að orkuvaki aflvélanna er kjarna- kljúfur. Þaðan stafar hættan á friðartímum ekki síst. Margt bendir til, og það hafa sovéskir flotaforingjar nýlega viðurkennt í sjaldgæfri sjálfsgagnrýni, að ekki aðeins viðhaldi heldur og þjálfun sovéskra sjóliða til að fást við þennan flókna búnað sé verulega ábótavant. Sérfræðingar NATO- ríkja bentu raunar á þetta fyrir löngu, en þeim var tæplega trúað. Nú er komið í ljós að þetta er rétt. Nauðsyn eftirlits______________ Þorri sovéska kafbátaflotans á sér heimahöfn í víghreiðrinu á Kólaskaga. Þessvegna eru ferðir þeirra svo tíðar um hafsvæðin við Norður-Noreg. Þar verða þeir að sigla heiman og heim. Það er því ekki að ófyrirsynju að Norðmenn fylgjast gjörla með því sem gerist á þessum hafsvæðum. Þetta leiðir hugann að því, aó allar fyrstu fregnir um þessi slys og óhöpp um borð í sovéskum kafbátum hefur heimurinn fengið frá norskum stjórnvöldum. Yfir- völd í Sovétríkjunum hafa ekki opnað munninn um þessi mál fyrr en eftir dúk og disk og þá jafnvel orðið margsaga um málavöxtu. Athygli vekur líka að sovéskum kafbátaforingjum er, eftir því sem fréttir herma, bannað að senda út alþjóðlegt neyðarkall og bannað að þiggja hjálp eða aðstoð ann- arra þjóða. Virðist þar engu breyta hvort mannslíf eru í húfi eða hætta á nýju Chernobyl í haf- inu. Sú staðreynd að allar fréttir um þessi þrjú slys hafa komið frá Noregi er auðvitað bein afleiðing þess að á hafsvæðunum norður af Noregi halda Norðmenn uppi öfl- ugu gæzlu- og eftirlitsstarfi bæði úr lofti og á sjó. Þess vegna hefur umheimurinn svo fljótt fengið fregnir af þessum atburðunt, sem Sovétmenn hefðu svo fegnir viljað láta liggja í þagnargildi. Nýtt mikilvægi___________________ Það er á allra vitorði, sem um þessi mál hugsa, að ferðir sovéskra kafbáta eru tíðar hér við land. Örugglega ekki eins tíðar og við Norður-Noreg, en tíðar samt. Bæði eiga þeir hér leið um, og eins er næsta öruggt að þeir sinna varðstöðu á ákveðnum stöðum á íslenska landgrunninu. Hér fara auðvitað einnig um kafbátar ann- arra þjóða. Þessvegna skiptir það öryggi okkar miklu að héðan er haldið uppi öflugu eftirlitsstarfi og gæsluflugi til þess meðal annars að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta á hafsvæðunum um- hverfis landið. Auðvitað kemur slíkt eftirlit ekki í veg fyrir slys, en það er hinsvegar nokkur trygging fyrir því að vitneskja berst fljótt til réttra aðila ef út af ber. Enginn þarf þess að vænta að sovésk stjórnvöld yrðu haldin meiri frá- sagnargleði um óhöpp eða slys hér við land en reynslan frá Noregi hefur sýnt. Þessi þáttur í starfi eftirlits- og varnarstöðvar- innar á Miðnesheiði hefur verið mjög vanmetinn til þessa, en kaf- bátaslysin við Noreg gera það örugglega að verkum að menn verða að skoða þá starfsemi sem rekin er frá Keflavíkurfluavelli í nýju ljósi. Hún hefuröðlast nýtt mikilvægi. Furðufugl frá Ástraliu________ Fyrir skömmu var hér áströlsk kona á ferð í gestaboði Kvenna- listans. Hún flutti mál sitt með býsna sérkennilegum hætti. Hún líkti Gorbachev sovétleiðtoga við Jesúm Krist og margendurtók í al- þjóðareyru að Margrét Thatcher væri ekki kona. Helen Caldicott heitir þessi furðufugl. Hún var sviðsvön og flutti mál sitt með sannfæringarkrafti og tilþrifum bandarískra sjónvarpsprédikara, sem höndlað hafa sannleikann eina og hafa einfaldar lausnir á öllum heimsins vanda. Öndverðar skoðanir, hvað þá rök, eiga ekki upp á pallborðið hjá slíku fólki. Það hefur byggt um sig skotheld- an múr og lifir sælt í sinni trú þar fyrir innan, meðan fáfróður lýð- urinn veður í villu og svíma. Það var á málflutningi þessa gests að heyra, að allur vandi væri leystur, ef Islendingar segðu sig úr NATO og sendu varnarliðið burt. Svo einfalt var það mál. Helen Caldicott er áreiðanlega enginn einfeldingur. En hún tal- aði eins og hún væri það. Og það sem meira er: Hún talaði eins og öll íslenska þjóðin væri saman- safn einfeldninga. Öll hennar orð- ræða var með þeim endemum að jafnvel ýmsum úr hópi gestgjaf- anna mun hafa þótt nóg um. Frábiðjum okkur leiðsögn af þessu tagi___________________ Við þurfum ekki á að halda leiðsögn farandprédikara á borð við þessa áströlsku konu við mót- un íslenskrar utanríkisstefnu. Atburðirnir undan Norður- Noregi að undanförnu sanna svo ekki verður um villst hve mikil- vægt það er að héðan sé haldið uppi öflugu eftirliti með ferðum sovéska flotans á íslenskum haf- svæðum og ekki síður undirstrika þeir nauðsyn þess að íslendingar fylgi nú fast eftir fruntkvæði Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra um afvopnun á og i höfunum. Urn það ætti ekki að þurfa að deila. Eiður Guðnason alþingismaður skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.